Tíminn - 14.02.1987, Blaðsíða 14

Tíminn - 14.02.1987, Blaðsíða 14
[191] LAUSAR STÖÐUR HiÁ W REYKJAVIKURBORG Starf fulltrúa á skrifstofu borgarlæknis Starf háskólamenntaðs fulltrúa á skrifstofu borgar- læknis er laust til umsóknar. Starfið felst í skýrslugerð um heilbrigðismál, tölvuvinnslu upplýsinga, gerð rekstraráætlana og rannsókna á sviði heilsuhagfræði. Æskilegt er að umsækjendur hafi viðskiptafræði/hagfræðimennt- un. Laun samkv. kjarasamningi starfsmanna Reykjavíkurborgar. Upplýsingar veitir borgarlækn- irísíma22400. Umsóknarfresturertil 1. mars nk. Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Heilsugæslustöð á Húsavík Tilboð óskast í að steypa upp og fullgera spennistöð og bílageymslu nálægt sjúkrahúsinu á Húsavík. Húsið er 2 hæðir, nálægt 93m2 að grunnfleti. Verkinu skal aö fullu lokið 15. október 1987. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Rvk. og hjá Tækniþjónustunni h.f. á Húsavík, gegn 3.000.- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu vorri þriðjudaginn 3. mars 1987, kl. 11.00. \m LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVIKURBORG Fóstra eða þroskaþjálfi óskast til stuðnings börnum með sérþarfir á dagheimilinu Laugaborg v/Leirulæk. Upplýsingar gefur Ragnheiður Indriða- dóttir, sálfr. á skrifstofu Dagvistar barna í símum 27277 og 22360. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á sérstökum eyðublöðum sem þar fást IB W útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd Gatnamálastjórans í Reykjavík óskar eftir tilboðum i byggingu skolpdælustöðva við Laugalæk og Ingólfsstræti. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, frá og með þriðjudeginum 17. febrúar nk. gegn kr. 15.000 skilatryggingu. Tilboðin verða Oþnuð á sama stað miðvikudaginn 11. mars nk. kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKIAVÍKURBORGAR Fríliirkju<*gi 3 — Simi 35800 Bújörð á Suður- landi með áhöfn til leigu eða sölu frá næstu fardögum. Búmark: 7-800 ærgildi, að meginhluta í mjólk. Þeir sem áhuga hafa, gefi upp nafn og símanúmer á auglýsingadeild Tímans, sími 18300. Sjúkrahúsið á Húsavík Sjúkraliðar Sjúkraliði óskast til starfa við Sjúrahúsið á Húsavík. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 96-41333. 14 Tíminn Laugardagur 14. febrúar 1987 lllllllllllllll MINNING ' ' ' Aldarminning GUDBRANDUR MAGNÚSSON Fæddur 15. febr. 1887 Dáinn 13. júlí 1974 Áhugi einkenndi pabba, áhugi og elja. Hann sagði oft „Sanna valútan er tíminn, hann endurtekur sig ekki og það þarf að nota hann vel.“ Hann var áhugasamur í sínum störfum sem prentari, bóndi, skrifstofumað- ur, kaupfélagsstjóri, forstjóri, endurskoðandi og sem sjálfboðaliði fyrir ungmennafélagsstarfsemi, Framsóknarflokkinn, Tímann, skógrækt, flugmál, svifflug og Lions- hreyfinguna. Jafnframt hjálpaði hann einstaklingnum og hikaði ekki við að leita til annarra, ef það gæti leyst vandamál. Hann taldi sig gæfu- mann og þakkaði það Guði, mömmu, fjölskyldunni og sínum góðu vinum. Hann var hrókur fagn- aðar, naut allra lista og bókmennta og leit á björtu hliðar lífsins. f alþingishátíðarblaði Tímans 1930 ritaði hann: „Aldrei hefur nokkur maður haft eins ríka ástæðu til að gleðjast yfir því að vera til eins og Islendingurinn á 20. öldinni.“ Hann virti foreldra sína, Austur- Skaftfellinginn Magnús Jónsson, bónda, verkamann og sjómann og Hallfríði Brandsdóttur ljósmóður. Hún var af Strandamönnum ættuð, en þegar hún gifti sig var faðir hennar prestur á Ási á Mýrum. Eftir nokkur ár þar eystra, fluttu ungu hjónin að Fossi á Vatnsdalseyri við Seyðisfjörð. Fau eignuðust þretlán börn, en aðeins fimm náðu fullorðins aldri og var pabbi þeirra elstur. Um fermingu fór hann í prentnám til Austrafólks á Seyðisfirði, sem reyndust góðir kennarar. Síðan vann hann hjá prentsmiðju Björns Jóns- sonar á Akureyri en kom til Reykja- vfkur 1906 og vann í ísafoldarprent- smiðju til 1914, nema hvað hann dvaldi á lýðháskólanum Valdenkilde í Danmörku veturinn 1907. Á þessum árum var hann í Ung- mennafélagi íslands og eignaðist þar góða vini upp á lífstíð, þ.á m. Önnu og Tryggva Þórhallsson, Soffíu og Magnús Kjaran, Dóru og Ásgeir Ásgeirsson, Sigríði og Jón Árnason, Jóhannes Kjarval og Sigríði og Jakob Lárusson, en hjá hans fólki leigði pabbi á Spítalastíg 6. Þegar séra Jakobi var veitt Holtsprestakall undir Eyjafjöllum, varð pabba að ósk sinni, þegar hann gerðist bóndi á einum þriðja hluta jarðarinnar. En aftur var hann fluttur til Reykjavík- ur, þegar Framsóknarflokkurinn var stofnaður 1916. Jónas Jónsson, sem pabbi leit upp til sem vinar og gáfumanns, bað hann að verða rit- stjóra málgagns hins nýja flokks, Tímans, þar til tilvonandi ritstjóri lyki námi innan nokkurra mánaða, og úr því varð. Frá Holti hafði pabbi stundum talað til Vestmannaeyja og þá tekið eftir fallegu og glettnu rödd síma- stúlkunnar þar. Síðar hittust þau í Reykjavík og giftu sig 1918. Hún var Guðrún Matthildur Kjartansdóttir, sem alin var upp á Búðum og Stapa á Snæfellsnesi, dóttir Kjartans Þor- kelssonar, bónda, organista og hug- sjónamanns frá Staðarstað og Sigríð- ar Kristjánsdóttur frá Arnartungu. Afi reyndi að reka útgerð og verslun á Búðum, en það gekk ekki. Til þess að geta gengið í Kvennaskólann réði mamma sig í kaupavinnu á sumrin og í Reykjavík vann hún sér inn peninga með því að merkja heim- anmund heldri manna dætra. Hún var mannkostum gædd og þau hjón styrktu hvort annað í meir en hálfa öld (58 ár) og létust sama árið. í brúðkaupsferð sigldu þau til Kaupmannahafnar með frænda pabba og virú, Vilmundi Jónssyni og Kristínu Ólafsdóttur, hans konu, sem voru að fara í framhaldsnám. Síðan vann pabbi á skrifstofu Stjórn- arráðsins þar til 1920, að stjórn Sambandsins sendi hann sem kaup- félagsstjóra austur í Hallgeirseyjar- hjálegu, en þá voru Landeyjarnar afskekktar vegna óbrúuðu ánna á Suðurlandsundirlendi. Þarna voru verkefnin endalaus, en unga parið barðist fyrir framför- um á meðan brimið lamdi hafnlausu strandlengjuna. Langt var á milli leiða, en þegar þau gáfust tókst skipstjórum Eimskips og Vestmanna- eyjabáta að leggja þeirra skipum fyrir utan brimgarð og grynningar. Þangað réru bændur á sínum tíær- ingum og skipuðu upp nýjum varn- ingi, sem þeir síðan báru frá flæðar- málinu upp á Kambinn. Þar biðu hestar með vagna og klifbera og fluttu vörurnar upp í pakkhús. Það- an höfðu þeir flutt fram í sand ullar,- kartöflu-, eða rófupoka o.fl sem út var skipað. Lífsbaráttan var þarna hörð eins og annars staðar fyrir vélvæðingu. Það tók sífellt strit að halda hringrás hverrar jarðar gangandi. Allt var undir Honum komið. Skyldi Hann stytta upp á morgun. En þarna bjó duglegt fólk og þarna eignuðust foreldrar mínir sanna vini eins og Valdimar á Álfhól- um, Helgu og Ágúst í Miðey, Sigurð á Brúnum, Guðrúnu og Guðjón í Hallgeirsey, Jóhann á Arnarhóli og Sigríði dóttur hans og Fagurhólfs- fólkið. Hjá þessu fólki urðu sumar- heimili okkar krakkanna lengst. Þarna reið pabbi sínum gáfaða Skjóna, sem bar hann margar ferSir til Reykjavíkur. Pegar vio vorum flutt þangað 1928 var Skjóni skotinn. Pabbi grét. - Þegar ég fyrir nokkrum árum fletti upp Hallgeirseyjarhjá- legu í skrá yfir bæi og ábúendur þeirra, sá ég að fyrir aftan pabba nafn stóð: Hann flutti fyrstu hland- forardæluna í Landeyjar. Næstu tuttugu og átta árin stjórn- aði hann Áfengisverslun ríkisins og var þakklátur fyrir góða starfsmenn. Síðar vann hann sem endurskoðandi Landsbankans í þó nokkur ár og naut þess að heimsækja útibúin enda hafði hann yndi af ferðalögum, innanlands sem utan. Á þriðja áratugnum var hann efstur á Reykjavíkurlista framsókn- armanna í þingkosningum, en náði ekki kosningu. Samt var hann ánægður, hann hafði fengið fleiri atkvæði en hann hafði búist við. Mikið vann hann bak við tjöldin, ég man hann sitjandi við borðstofu- borðið á kvöldin, skrifandi fundar- gerðir og ræður fyrir aðra. Hann var gagnrýndur og stundum sagði hann „Æk, æ, nú hefi ég gert vitleysu", en oftar en ekki reyndi hann að bæta fyrir slíkt. Þau hjónin voru gestrisin og heimilið var mannmargt. Oft þurftumvið krakkarnir að ganga úr rúmum, en þá oftast fyrir aufúsu gestum eins og t.d. skemmtilega Kristjáni í Einholti. Mér finnst vinir hafa haft mikil áhrif á líf foreldra minna og mér finnst ég þakka þeim, þegar ég nefni þá og vil því nefna fleiri: Kristínu og Hallbjörn Halldórsson, Guðrúnu og Helga Benediktsson, Guðrúnu og Helga Ingvarsson, Sólveigu og Eystein, Þórarin og hans Tímafólk, Sesselju Tómasdóttur, Sigrúnu Ragnarsdóttur, Edit og Herluf Clausen og Kristínu frá Yztafelli, öll gerðu þau lífið á Ásvallagötu 52 litríkara. Ég var næstelst fimm barna og elsta dóttirin. Frá því að ég man, fékk ég svo oft að fara með pabba. kannski til að létta á hjá mömmu. Hann gekk hratt, venjulega raulandi með hattinn í hendinni. En hann var sífellt að láta hann upp svo að hann gæti tekið ofan. Honum fylgdi gleði í mínum augum. f tuttugu og sex ár skrifaði hann mér ljóslifandi og skemmtileg bréf, svo mér fannst ég stöðugt fá að fara með. Ég læt eitt fylgja, en hann skrifaði það á 71. sta afmælisdegi sínum Reykjavík, 15. febrúar 1958. Elsku Adda og Henry. Þau eru ekki lengi að líða árin, þegar hér er komið eða svo orkar timinn á mig þegar hér er komið. Var með Kjarval í allt gærkvöld. Höfðum ekki sést alllengi, aðeins ræðst við í síma. Var Kjarval hvort- tveggja hlýr og skemmtilegur, bók- staflega í sínu besta homi. Ellegar gestrisnin þarna á hans yfirfullu vinnustofu. Einhverju var Kjarval búinn að víkja mér þegar hann kom með sveskjur í sykurvatni, kvaðst eiga stóran poka af sveskjum og hafa þennan hátt á að láta þær liggja í sykurvatni, en síðan fylgdi mikill tréprjónn, sem maður lagði í gegn- um hverja sveskju um sig og kom í munn sér. Ekki snertu varirnar prjóninn, svo allt er nú með ráði gjört og hygienis. En sykurvatnið skuli ég drekka með. Smábita af osti kom hann með og eitthvað var það fleirra, sem hann var að víkja mér, sem við sátum og ræddum um heima og geima. Seinast kom hann með kaffi á hitaflösku. Ég kom til Kjar- vals rúmlega sex og tilkynnti hann mér að hann ætti von á Guðna Þórðarsyni blaðamanni kl. 9 og færi þá með honum niður í Austurstræti, sína gömlu vinnustofu þar. En hans aðal aðsetur er nú á Njálsgötunni við Barónsstíg. Blöskraði mér hve mikið Kjarval á af myndum í Austursstræti og er hann auðsjáanlega farinn að vinna þar aftur - það þýðir að hann er farinn að hafa flóafrið fyrir „afætun- um“ - rónunum. En hann gefur þeim aldrei fé á Njálsgötunni, var skapað aðhald um að venja ekki slíka „bæjarhrafna" að þeim bæ. Kristján Jónsson sem á Kiddabúð- irnar, er stjúpsonur Bjargmundar bróður Kjarvals. Heiðurskonan móðir Kristjáns þolir illa menn undir áhrifum áfengis, en einmitt slíkir menn áttu einatt góðvild að mæta af hendi Kjarvals. Eins og þið vitið hafa Kristín og Hallbjörn verið árvissir gestir á bæn- um þennan dag, en nú liggur Kristín lærbrotin á Landakoti og það síðan æðilöngu fyrir jól. Þess vegna tók Mamma sig til og færði henni afmæliskaffið upp á spítala ásamt hinni kunnu rússnesku pönnuköku. Og svo var Mamma að heiman búin einnig hvað áhöld snertir, að allir sjúklingarnir sem annars höfðu heilsu til komust í krásina og jafnvel meiri hluti gestanna sem þarna voru í heimsókn. Kvað Kristín slíka af- mælisveislu ekki mundi strax gleym- ast. Samstarfsfólkið á skrifstofunni sendi hlýlegt skeyti og þökkuðu samstarf „sem aldrei bar skugga á!“. Hilda færði afa-“ o.s.frv. o.s.frv. Bréfið endar: „Fremur má telja aflatregt á flestum verstöðum, en gæftir bæta þar nokkuð um, þær hafa verið góðar. Þetta eru kvöld- fréttir á afmælisdegi. Verið öll blessuð. Guðbr. Magn...“ Ég hugsa til hans og mömmu með ást og þakklæti. Hallfríður Guðbrandsdóttir Schneider

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.