Tíminn - 14.02.1987, Blaðsíða 8
8 Tíminn
Tjminn
MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvæmdastjóri Kristinn Finnbogason
Ritstjóri: NíelsÁrni Lund
Aöstoðarritstjóri: OddurÓlafsson
Fréttastjórar: BirgirGuðmundsson
Eggert Skúlason
Auglýsingastjóri: SteingrímurGíslason
Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306,
íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild
Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306
Verð í lausasölu 50.- kr. og 60.- kr. um helgar. Áskrift 500.-
Vaxtaverkir
Frumvarp til vaxtalaga liggur nú fyrir Alþingi og
er samið í beinu framhaldi af lögunum sem
innleiddu svokallað vaxtafrelsi. Þegar í ljós kom að
frelsið var svo takmarkalaust að okurstarfsemi var
ekki ólögleg, brá viðskiptaráðherra hart við og
hefur nú lagt fram hraðsoðið lagafrumvarp, sem
koma á í veg fyrir misbeitingu í skjóli frjálsu
vaxtanna.
Okurlög voru í gildi allt fram á þann dag er lögin
um vaxtafrelsi voru samþykkt á haustdögum 1984.
En það liðu rúm tvö ár þangað til endanlega var úr
því skorið að lögin um okurstarfsemi voru upphafin
vegna nýrrar lagasetningar. í kyrrþey hætti Seðla-
bankinn að auglýsa hæstu löglega vexti og ber fyrir
sig að ekkert hámark hafi verið á leigugjaldi af
peningum.
Um síðustu vetrarsólstöður úrskurðaði Hæsti-
réttur að engin okurlög giltu í ríkinu, og hefðu ekki
gert síðan vextir voru gefnir frjálsir. Ákærðir
okrarar voru þar með lausir allra mála, enda enginn
lagabókstafur til sem bannaði ótæplega vaxtatöku.
Með frumvarpinu um vaxtalög á að setja undir
þann leka, að okurlögin eru upphafin. En þess er
vel gætt í frumvarpsdrögunum að við neinu sé
hrófiað í lögunum um frjálsa vexti. Er því meðferð-
in á aðalatriði málsins svipuð því hvernig köttur
umgengst heitan graut.
Morgunblaðið er að vonum hrifið af frumvarpi
viðskiptaráðherra og telur að með því verði
vaxtafrelsið lögfest. Hins vegar er vafasamt að það
setji neinar skorður við vaxtaokri, því ákvæðin um
hámarksvexti eru loðin og óprúttnir fjármagnseig-
endur geta eftir sem áður smogið um refilstigu
lagakrókanna til að auðga sig á kostnað lántakenda.
í leiðara Morgunblaðsins í gær er frumvarpið um
vaxtalög talið gagnmerkt, enda er þar „lagt á
herðar einstaklinga og fyrirtækja í viðskiptalífi að
semja um vexti. Hámark þeirra er ekki ákveðið
með lögum. Það er ekki hæð vaxta í sjálfu sér, sem
ræður því, hvort þeir eru ólögmætir, heldur
aðstæður í samskiptum aðila.“
Það mun líklega ekki flækjast fyrir dómstólum í
framtíðinni, að skera úr um hvenær aðstæður í
samskiptum aðila eru lögmætar eða ekki, ef svo fer
að einhverjum sem okrað hefur verið á dettur í hug
að reyna að leita réttar síns.
Það liggur á borðinu að vaxtafrelsið hefur verið
misnotað herfilega og hvorki framkvæmda- né
dómsvald fá þar neinu um breytt. Þegar nú á að
gera bragarbót og leitast við að tryggja réttaröryggi
þeirra sem lenda í okraraklóm er það gert með
hangandi hendi og vafasamt að vaxtalögin nái þeim
tilgangi sem til er ætlast.
Frelsið er vandmeðfarið og því eru settar skorður
með margs kyns lögum, því frjálsræði eins á ekki
að binda annan á klafa. Þetta á ekki síður við um
vaxtalög en aðrar lagasetningar. Því verður að gera
þau svo úr garði, að skýr skil séu á milli svokallaðra
frjálsra vaxta og frjálsrar okurstarfsemi.
Laugardagur 14. febrúar 1987
MENN OG MÁLEFNI
Telja þingmenn
Reykjaness sig
yfir gagnrýni hafna?
Göggt má merkja að framboð
Steingríms Hermannssonar, for-
sætisráðherra,í Reykjaneskjör-
dæmi, vekur ugg í brjóstum and-
stæðinga hans þar.
Svo er að sjá að þegjandi sam-
komulag hafi verið meðal núver-
andi þingmanna kjördæmisins um
að gagnrýna ekki vinnubrögð
hverjir annarra og fá þar með að
vera í friði.
Það er hins vegar alveg Ijóst að
mörg erfið verkefni bíða úrlausnar
á Suðurnesjum, og að þingmenn
hefðu getað staðið sig við lausn
þeirra ef vilji hefði verið fyrir
hendi. Árásir á þann sem bendir á
vandann sanna betur en annað að
samviska þingmannanna er ekki í
lagi.
Reykjaneskjördæmi er annað
stærsta kjördæmi landsins, og nær
yfir 15 sveitarféiög. f stórum drátt- ■
um má skipta því í þrennt; höfuð-
borgarsvæði utan Reykjavíkur,
Suðurnes og Kjalarnes og Kjós.
Hvert og eitt þessara svæða hefur
sína sérstöðu, ekki síst hvað at-
vinnu varðar sem verður að taka
tillit til og sinna.
Sérstaða Suðurnesja er mikil.
Þar búa um 14 þúsund manns og
byggja afkomu sína mest á þjón-
ustu og sjávarútvegi. Staðreynd er
að sjávarútvegur þar hefur dregist
verulega saman og fjöldi fyrirtækja
hætt starfsemi. Sum þeirra hafa
ekki haft rekstrargrundvöll en önn-
ur þarfnast tímabundinnar aðstoð-
ar og er hægt að bjarga.
Dugnaður
þingmanna
Reynsla úr öðrum kjördæmum
sýnir að verulega reynir á þing-
menn í slíkurn tilfellum og getur
dugnaður þeirra ráðið úrslitum um
hvernig til tekst. Til þess verða þeir
að skilja vandann og vilja takast á
við hann.
í ítarlegu viðtali sem Tíminn átti
við Steingrím Hermannsson, for-
sætisráðherra fyrir skömmu um
málefni Reykjaneskjördæmis,
kemur hann inn á vanda sjávarút-
vegsins á Suðurnesjum og gagnrýn-
ir slæleg vinnubrögð þingmanna
kjördæmisins við að taka á þeim
vanda. íviðtalinu segirhannm.a.:
„Það vekur satt að segja undrurn
mína hversu margt þarf hér að færa
til betri vegar. Hér hefur ekki verið
staðið nógu vel að ýmsum málum
Öllum er ljóst að með grein sinni
er Matthías að afsaka slælega
frammistöðu þingmanna kjör-
dæmisins með því að reyna að telja
kjósendum trú um að Steingrímur
sé engu betri en þeir.
Að sjálfsögðu á eftir að koma í
ljós hvort svo er.
■■■ sárreiðastur"
En það töldu fleiri þingmenn
kjördæmisins vegið að sér en Matt-
hfas Á. Mathiesen. Forystumaður
krata í kjördæminu, Karl Steinar
Guðnason, eini þingmaðurinn sem
býr á Suðurnesjum sendi Stein-
grími einnig kveðju í Morgunblað-
inu.
í upphafi greinarinnar fer hann
mörgum orðum um hve áhrif fram-
sóknarmanna séu lítil á Suðurnesj-
um en strax að þeirri bænargerð
lokinni óskapast hann yfir styrk-
leika framsóknarmanna og kennir
þeim um flest það sem miður hefur
farið á Suðurnesjum.
Augljóst er að þingmaðurinn
hvorki vill né treystir sér til að ræða
þessi mál af nokkurri skynsemi.
Það mun hann samt sem áður ekki
komast upp með í komandi kosn-
ingabaráttu.
Grein Karls Steinars er út af
fyrir sig ansi líflegt skítkast og
mikill fengur fyrir þá sem slíkum
lesningum unna, en sem varnar-
ræða þingmanns í erfiðum málum
skoðast hún sem núll.
Taka þeir áskorun!
Hvort sem andstæðingum Fram-
sóknarflokksins líkar það betur
eða verr er Steingrímur í framboði
á Reykjanesi. Á næstu vikum verð-
ur þar sem annars staðar háð
kosningabarátta. Framsóknar-
flokkurinn er ákveðinn í að ná
góðri útkomu á Reykjanesi og er
tilbúinn til að ræða hver þau mál
sem upp kunna að koma fyrir
opnum tjöldum. Þess vegna hefur
hann óskað eftir því við Sjálf-
stæðisflokk, Alþýðuflokk,
Alþýðubandalag og Kvennalista að
haldnir verði sameiginlegir, opnir
framboðsfundir í öllu kjördæminu.
Á þeim fundum mun m.a. Karl
Steinar Guðnason fá tækifæri til að
„rifja upp baráttu hans (Stein-
gríms) gegn hagsmunum Reyknes-
inga“, eins og hann orðaði það í
blaðagrein sinni - þ.e.a.s. ef þing-
maðurinn þorir.
og úr- því þarf að bæta og að því
mun ég vinna. Atvinnumálin ber
hæst og þá sérstaklega erfiðleikar
sem hér eru í sjávarútvegi. Ef svo
hefði hallað undan fæti í sjávarút-
vegi fyrir vestan er ég hræddur um
að okkur þingmönnum kjördæmis-
ins hefði verið best að halda okkur
í burtu.“
„Sannleikanum ■■■
Þessi ummæli hafa farið verulega
fyrir brjóstið á þingmönnum kjör-
dæmisins og öðrum sjálfskipuðum
gælumönnum þess. Hver skyldi
vera ástæðan fyrir því? Varla sú að
þeir þoli ekki gagnrýni annarra
þingmanna. Miklu fremur er
skýringin sú að þeir óttast að
Steingrímur Hermannsson komi
róti á þægilegar stöður þeirra með
því að framkvæma hluti sem þeir
hafa ekki treyst sér til að gera.
..verður hver...
Varla hafði viðtalið komist á
þrykk þegar oddviti sjálfstæðis-
manna, Matthías Á. Mathiesen,
utanríkisráðherra skrifaði „svar-
grein“ í Morgunblaðið.
Þar fer Matthías mörgum orðum
um hvað Steingrímur hafi staðið
sig illa fyrir vestan og tiltekur þar
dæmi um. Hann gerir hins vegar
enga tilraun til að hrekja ummæli
Steingríms um lélega frammistöðu
þingmanna Reykjaneskjördæmis
og nefnir ekki eitt einasta atriði um
aðstoð þeirra við sjávarútvegsfyrir-
tæki né önnur atvinnufyrirtæki í
vanda.