Tíminn - 14.02.1987, Side 20

Tíminn - 14.02.1987, Side 20
Ljúffengir réttir í hádeginu BAKKI VEITINGAHÚS Lækjargötu 8, sími 10340 Skaftahlfð 24 - Sími 36370 Rjúkandi morgunbrauð kl. 8 alla daga Vélsleðar og fjórhjól BÚNADARDEILD SAMBANDSINS ÁRMÚLA3 REYKJAVÍK SÍMI 38900 T Tíniiiin Laugardagur 14. febrúar 1987 Lögregla og tollgæsla: Komu upp um skipulagt dreifikerfi fíkniefna Sex menn úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Fimmtán aðrir handteknir. Lögregla í Reykjavík, Óðinsvé- um, Selfossi og Hafnarfirði tók þátt í aðgerðum Fíkniefnalögreglan í samvinnu við lögregluna í Óðinsvéum, lögregluna á Selfossi, lögregluna í Hafnarfirði og tollgæsluna í Reykjavík og á Keflavíkurflugvelli, hefur komið upp um skipulagt dreifikerfi nok- kurra einstaklinga á fíkniefnum í Reykjavík, Hafnarfirði og á Suðurl- andi. í máli þessu, sem er eitt hið umfangsmesta sem lengi hefur verið rannsakað, hafa sex menn verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald, þar af einn í Danmörku. Lagt hefur verið hald á 1,4 kílógrömm af hassi, tugi gramma af hassolíu og nokkurt magn af amfetamíni. Eftir að fíkniefnalögreglan fékk grun um að vissir aðilar stunduðu reglulega innflutning og dreifingu á hassi hingað til lands, var „hákarl- inn“ tekinn á Keflavíkurflugvelli þann 25. janúar síðastliðinn. Hálft kíló af hassi fannst á manninum. Handtaka „hákarlsins" leiddi til handtöku sjö manna sólarhringinn þar á eftir. Höfuðpaurinn og þrír aðrir af hans mönnum voru úr- skurðaðir í gæsluvarðhald. Tveir til mánaðar og tveir til hálfs mánaðar. Prír þessara manna eru bræður. Næst gerðist það í málinu að fimmti maðurinn var handtekinn þriðja febrúar og loks sá sjötti í Óðinsvéum í Danmörku og hefur hann verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Fimmtán manns voru handteknir þar fyrir utan og yfirheyrðir, auk vitna. Ljóst er af þeim yfirheyrslum sem þegar hafa farið fram að um skipu- lega dreifingu og innflutning var að ræða í rúmlega ár. Sérstakir dreif- ingaraðilar voru á snærum innflytj- andans og sáu þeir um að koma efninu fljótlega í dreifingu. Nokkrir mannanna voru atvinnulausir, eða réttara sagt unnu eingöngu við dreif- ingu efnisins. Arnar Jensson yfirmaður fíkni- efnadeildarinnar sagði í samtali við Tímann í gær að rannsókn málsins hefði leitt til þess að búið væri að loka þessari leið. Hann sagði að ljóst væri hvernig efninu hefði verið smyglað til landsins, bæði á fólki og eftir öðrum leiðum sem hann vildi ekki tiltaka. Rannsókn málsins er ekki lokið, en það teygir anga sína víða. Nokkr- ir voru handteknir og færðir til yfirheyrslna af lögreglu á Selfossi og í Hafnarfirði. í Danmörku mun lögregla að öllum líkindum reyna að þreifa sig áfram með þetta mál í von um að finna uppsprettuna. Vitað er að fíkniefnin hafi komið í gegnum Danmörku til íslands. -ES Arnar Jensson með hálft kíló af hassi fyrir framan sig. Þetta er einmitt hálfa kílóið sem tekið var af „hákarlinuin“ í upphafi málsrann- sóknar. Plöturnar voru geymdar í sokk, sem maðurinn batt við lærið á sér. Sokknum var pakkað inn í Sellofan. Tímamynd Pjetur Símakortin fást á Póst- og símstöðvum og líka þar sem kortasímarnir eru. • HÁSKÓLI ÍSLANDS - Árnagaröur - Hugvísindahús - Félagsstofnun stúdenta - Nýi Garöur - Gamli Garður • BORGARSPÍTALIIMN - Grensásdeild • LANDSPÍTALIIMN - Móttaka • LANDAKOTSSPÍTALI • HJÚKRUNARHEIMILI REYKJAVÍKUR • S.Á.Á - Vogi - Sogni - Staðarfelli • VÍFILSSTAÐASPÍTALI • PÓSTUR OG SÍMI - Landssímahúsinu v/Austurvöll • HÓTEL LOFTLEIÐIR - Móttaka POST-OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN GeHir gott samband!

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.