Tíminn - 14.02.1987, Blaðsíða 10

Tíminn - 14.02.1987, Blaðsíða 10
10 Tíminn Laugardagur 14. febrúar 1987 Bændasamtökin 150 ára Á þessu ári eru liðin 150 ár frá stofnun varanlegra búnaðarsam- taka á íslandi. Áldur Búnaðarfé- lags íslands er talinn til þess að á árinu 1837 var stofnað fyrsta bún- aðarfélag hér á landi „Suðuramts- ins húss- og bústjórnarfélag" er nokkru síðar var tekið að kalla Búnaðarfélag Suðuramtsins. Arið 1899 var starfsemin færð út til alls landsins er fulltrúar allra amtanna stofnuðu Búnaðarfélag íslands og gengu sjóðir Búnaðarfélags Suður- amtsins til þess. Starfsemin hefur verið samfelld í þessi 150 ár og frá Búnaðarfélag- inu eða starfsemi þess hafa sprottið flest félög og margar stofnanir er nú vinna fyrir bændur og landbún- aðinn. Raunar eru nú aðeins tveir dagar til upphafs þessa merka afmælis því að hinn fyrsti fundur sem haldinn var til að stofna félagið var 28. janúar 1837 „á burðardegi vors allranáðugasta konungs Friðriks sjötta". Hinn síðari stofnfundar- dagur var 8. júlí í lestatíðinni er þá þótti hentugur fundartími fyrir bændur. Hér verður þessi saga ekki frekar rakin en það er ætlun Búnaðarfé- lags íslands og bændasamtakanna að minnast þessa með ýmsum hætti á árinu. Saga Búnaðarfélagsins einkum síðustu 50 árin hefur verið rituð og mun væntanlega koma út í myndarlegri bók. Landbúnaðarsýning verður haldin í Víðidal við Reykjavík með höfuðaðsetri í Reiðhöllinni sem þar er nú að rísa. Það varðar heiður bændastéttarinnar að þar komi fram með myndarlegum hætti hver er máttur lífs og moldar, sem stéttin virkjar og er ein af grund- vallarforsendum þess að búið er og lifað í þessu landi. Búnaðarþing og aðrar bænda- samkomur munu og minnast þessa með viðeigandi hætti. Rétt er að líta til baka Það er full ástæða fyrir þjóðina að líta til baka og kynnast því hvar hún stóð fyrir tveimur-þremur eða fjórum mannsöldrum og bera sam- an við það hvar við stöndum nú. Ætli þeir séu margir sem gera sér grein fyrir því að fyrir rúmum 150 árum mun ekkert flutninga- eða farartæki á hjólum hafa verið til í sjálfri höfuðborg landsins Reykja- vík. En það er í frásögur fært að til stóð árið 1828 að leggja vegar- spotta að mógröfum bæjarins og auðvelda með því eldiviðarútveg- un. Til vegagerðarinnar þótti bráðnauðsynlegt að kaupa kerru og frekar tvær en eina. En kerrur voru ekki gefnar og kostuðu hver hátt í þrjú kýrverð. Borgarar og yf-' irvöld Reykjavíkur sáu enga leið til að leggja í þann kostnað og sóttu um styrk til konungs til að standa straum af þessari fjárfestingu. Beri menn þetta saman við bíla- fjölda þann sem nú þýtur um götur og vegi. Fyrir réttum hundrað árum var það hin merkasta búnaðarnýjung að fá nýja Ijái sem hægt var að kalddengja og með þeim mátti slá allt að því þriðjungi meira en þeir gömlu sem elda þurfti á hverjum morgni.. Beri menn þetta saman við hey- skapartæknina nú. Fyrir um 80 árum þurfti um 60-70% af vinnuafli þjóðarinnar til að afla matar fyrir landsmenn sem að mestu var inn- lendur. Þá var víða skortur í búi. Nú er það um eða innan við 6% af vinnuaflinu sem aflar um helmings af því sem við neytum og leggur þjóðarbúinu auk þess til veruleg verðmæti önnur svo sem hráefni til iðnaðar eða beint til útflutnings. Nú framleiða þessir fáu sem enn stunda það að sjá okkur fyrir frumþörfunum allt of mikið og það er höfuðvandinn. Við erum ekki einir á báti Þessi saga hefur gerst hér eins og með öllum þjóðum sem hafa náð því að verða bjargálna og geta nýtt sér þekkingu sem aflað hefur verið og þá margháttuðu tækni, sem af henni hefur sprottið. Nú berjast allar slíkar þjóðir við „vanda“ sem stafar af offram- leiðslu matvæla. Við erum þar síður en svo einir á báti. Tæknin hefur aukið fram- leiðsluna hraðar og meira en fé- lagslegar aðstæður hafa breyst. Samþjöppun byggðar og vandamál dreifbýlis vegna þess að þjónustu- greinarnar dragast að stórborgum en framleiðsluhéruðin verða eftir með of fábreytt atvinnulíf eru sam- eiginleg vandamál nær allra iðnað- arríkja. Reynt er að bregðast við þessu með margháttuðum ráðstöfunum til þess að stuðla að jafnvægi í byggðum landanna. Þar erum við síður en svo öðrum þjóðum fremri. Ef nokkuð er hafa slíkar ráðstafan- ir verið meira gagnrýndar hér en í hliðstæðum löndum. Landbúnaðarer hvarvetna verndaður Vissulega nýtur íslenskur land- búnaður verndar gagnvart inn- flutningi í flestum greinum að kalla. Á þessu eru þó verulegar gloppur. Þó að ekki sé heimilt að flytja inn kjöt eða mjólkurvörur búa innlendu kjötframleiðslugrein- arnar við samkeppni við greinar sem byggja á innflutningi á stórlega niðurgreiddum fóðurvörum sem seldar eru úr offramleiðslubirgðum á svonefndum heimsmarkaði. Á þessu eru litlar hömlur í reynd. Varðandi útflutningsmöguleika okkar verðum við að horfast í augu við það að við þurfum að keppa á yfirfullum mörkuðum þar sem heimaframleiðslan er niðurgreidd með margháttuðum styrkjum og hins vegar við vörur eins og nýsjá- lenskt kjöt sem framleitt er við heimsins bestu aðstæður. Eina von okkar er að geta fengið hærra verð en aðrir á grundvelli þess að vörur okkar þyki betri og eða að þær njóti sérkjara. Að sjálfsögðu er þetta alis ekki útilokað og er tví- mælalaust rétt að leita fyrir sér með skipulegum hætti og gefa ekki upp von um að úr geti ræst. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að hér hefur í stórum dráttum verið fylgt hliðstæðri land- búnaðarstefnu og hjá þeim þjóðum sem næstar okkur eru og eða búa við hliðstæð þjóðfélagslegskilyrði. Sama er hvort er iitið til Evrópu- bandalagsins, Norðurlandanna eða t.d. Bandaríkjanna. Hér ber einkum að líta á að landbúnaður er hvarvetna vernd- aður atvinnuvegur gagnvart sam- keppni utanað bæði með tollum og ýmiss konar innflutningshömlum og stórfelldum stuðningi sem veitt- ur er með ýmsum hætti til innlendr- ar framleiðslu. Við breytum ekki stefnu annarra þjóða Það tjóar einfaldlega ekki fyrir okkur Islendinga að segja að svona ætti þetta ekki að vera. Óhugsandi er ef við ætlum okkur að hafa hér landbúnað, sem sinnir þörfum þjóðarinnar fyrir þær vörur sem hér eru skilyrði til að framleiða, annað en að veita honum þá vernd og hliðstæðan stuðning og veittur er landbúnaði annarra sambæri- legra þjóða. Allur beinn samanburður á stuðningi við landbúnað í öðrum löndum er erfiður. Svo flókin eru þau mál en allt sem athugað hefur verið í því efni bendir til þeirrar niðurstöðu að hér sé opinber stuðningur við landbúnað minni og það verulega mikið minni en hjá öðrum sambærilegum þjóðum. Þetta er ekki sagt til þess að krefjast endilega meiri framlaga hér heldur til þess að undirstrika hve vonlaust það væri ef hér ætti að fylgja allt annarri stefnu en í þeim löndum sem næst okkur standa. Við breytum ekki umheiminum. hvers vegna geta menn spurt, hefur þessi stefna orðið ríkjandi? Einfaldasta svarið er að þjóðirn- ar telja það varða miklu fyrir þjóðarhag og þjóðaröryggi að hafa öflugan landbúnað þó að það kosti tilfærslu fjármuna innan hagkerfis- ins. Hjá öðrum þjóðum er landbúnaðurinn talinn tryggja öryggi. Hér býr hann við ofríki Fyrir utan allt sem veit að félags- legum þáttum, allt er veit að byggðamálum og atvinnulífi í dreifbýli þykir öðrum þjóðum mik- ið um það vert að tryggja öryggi fólksins ef aðflutningar teppast af einhverjum ástæðum. Þetta hafa verið á íslensku nefndar hagvarnir - og má telja sem einn mikilvæg- asta þátt almannavarna. Hér hefur þessu lítill, sem enginn gaumur verið gefinn á meðan aðrar þjóðir gera um það ýtarlegar áætlanir hvernig við skuli bregðast og gegnir þar landbúnaðarframleiðslan meg- in hlutverki. Hér býr landbúnaðurinn við of- ríki aðila, á vinnumarkaði sem ekki telja sig einu sinni þurfa að kynna sér forsendur mála áður en þeir krefja ríkisstjórnina um að- gerðir gegn skynsamlegri landbún- aðarstefnu í sambandi við kjara- samninga sína. Engin rök hníga að því að það sé neytendum í hag að hafa framleiðslu einnar greinar skipulagslausa og í því ófremdar- ástandi sem því fylgir. Bændur hafa ekki þann hátt á í kjarasamn- ingnum sínum að krefjast þess að aðrir starfshópar megi ekki njóta verndar í landslögum gagnvart of- framboði og undirboðum. Einum stjórnað á meðan aðrír spila frjálst Það er Ijóst að sauðfjár- og kúabændur hljóta að una því illa að búa við stranga stjórn á fram- leiðslu sinni meðan aðrir fá að keppa við framleiðslu þeirra með vörum sem í reynd eru stórlega niðurgreiddar og keyptar á undir- boðsmörkuðum. Það þarf heldur engan að undra þó að nú heyrist hljóð úr sveitum og ekki æpi allir eftir nótum. Það hlýtur að koma við menn þegar verið er að skipta of litlu á milli of margra. Það ber ekki að skilja þetta svo að bændur séu of margir þeir eru það ekki til að halda við byggð og samfélagi sveitanna held- ur er það hinn blákaidi veruleiki að markaðir fyrir afurðir sauðfjár og nautgripa og raunar allrar kjöt- framleiðslu eru of þröngir. Þó að sjálfsagt sé að halda áfram að reyna að afla erlendra mark- aða verður að horfast í augu við það að þar munu ekki gerast kraftaverk a.m.k. ekki alveg á næstunni. Mikið mikilvægara er að standa vörð um og treysta innlenda markaðinn. Aðþvíverðurað vinna ötullega og með stórauknu afli. Þar er til mikils að vinna. Því betur eigum við önnur tækifæri Því betur höfum við aðra mögu- leika og þá vænlega. Við höfum möguleika til að byggja upp bú- greinar og atvinnustarfsemi í sveit- unum sem fyllilega geta fyllt í skörðin. Búgreinar sem eru sam- keppnishæfar á heimsmarkaði og munu skila þjóðinni verulegum gjaldeyri og styrkja þjóðarhag. Þó að fleira geti komið til nefni ég hér aðeins þrjár greinar, loð- dýrarækt, fiskeldi og ferðaþjón- ustu. Þó að áhætta fylgi loðdýra- ræktinni, eins og reyndar öllum öðrum nýgreinum er alveg ljóst að hún er langt um vænlegri útflutn- ingsatvinnuvegur en t.d. sauðfjár- rækt. Það mætti því veita henni mikinn stuðning á meðan verið er að byggja hana upp. Skynsamlegra er að verja fjármunum til þess en að nota þá til útflutningsbóta á vörur sem fæst sorglega lítið fyrir. Það er fyllilega raunsætt að stefna að því að á næstu árum aukist loðdýraræktin í það að verða atvinnuvegur 1200-1500 bænda. Leiða má að því rök að því fleiri sem stunda loðdýrarækt í hverju héraði því betri verða rekstrarskil- yrði hennar og því betri árangurs er að vænta. Því má vissulega vænta verulega batnandi árangurs í loðdýraræktinni. í fiskeldi eru möguleikar þegar á heildina er litið jafnvel enn meiri en í loðdýrarækt. Þar erum við hins vegar að þróast og sveitir og héruð verða áfram að byggja á hefðbundnum búskap fyrst og fremst. Umfram allt þarf að lengja þann aðlögunartíma sem gefst til að breyta búháttum, byggja upp ný- greinar og hagræða framleiðslunni eftir ástæðum á landssvæðum. Ekkert hérað þarf, eða á að tæmast af fólki. Vinna þarf ötullega að því að gera framleiðsluna fjölbreyttari og standa vörð um innlendan markað fyrir innlenda framleiðslu. Um það þarf að skapast þjóðarsátt. Jónas Jónsson, búnaöarmálastjóri: Horfur í landbúnaði Flutt sem búnaðarþáttur 20.01. 1987

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.