Tíminn - 17.02.1987, Blaðsíða 1
ISTUTTU MAU...
ÓLAFI EGILSSYNI, sendi
herra hefur veriö veitt lausn frá for-
mennsku í stjórn Þróunarsamvinnust-
ofnunar að eigin ósk. Hefur Matthías
Á. Mathiesen utanríkisráðherra, skip- I
að Árna Vilhjálmsson, prófessor form- ■
ann í hans stað. Þá hefur Helgi %
Ágústsson skrifstofustjóri, verio
skipaður varaformaður stofnunarinnar
í stað Helga Gíslasonar, sendifulltrúa
sem veitt hefur verið lausn frá störfum
frá sama tíma, eða 2. febrúar 1986.
SVERRIR HAUKUR Gunn- |
laugsson, sendiherra hefur verið gerð-
ur að fastafulltrúa Islands í Genf frá 1.
maí n.k. og jafnframt hefur verið |
ákveðið að Þorsteinn Ingólfsson,
sendiherra taki við sem skrifstofustjóri
varnarmálaskrifstofu utanríkisráðun- i
eytisins frá sama tíma.
NÁMSGAGNASTOFNUN 1
hefur efnt til samkeppni um gerð
lesbóka fyrir börn á aldrinum 6-9 ára
í og er ráðgert að sú samkeppni standi j
næstu tvö til þrjú árin. Gert er ráð fyrir ;
að handritum verði skilað inn þrisvar á 1
ári, eða þann 1. maí, 1. september og :
| 1. ianúar 1988. Verða veitt þrenn |
verolaun í hvert sinn auk viðurkenn- j
1 inga.
í SÖFNUNINNI Átak til skjóls
hafa nú safnast 2.150.000 kr. auk
gjafa, svo sem tölvubúnaðar, innrétt-
inga og gólfteppa. Þá hefur stjórn
Skjóls verið tilkynnt að nokkrir aóilar
hafi ákveðið að ánafna því aðhlynning-
ar og hjúkrunarheimili sem verið er að
reisa, nokkrar eignir. Stjórn Skjóls ;
tekur áfram á móti framlögum til söfn-
unarinnar.
STOFNAÐ hefur verið Ijós-
myndafélag framhaldsskólanema með
það í huga að stuðla að betra samstarfi
framhaldsskólanema á sviði Ijósmynd-
unar. Einnig munu vera uppi áform um
árlega Ijósmyndasýningu sem félags- !
menn myndu halda. Var þetta rætt j
ásamt því að kosin var stjórn og lög !
samþykkt. Aðdragandinn munu hafa !
verið Ijósmyndasýningar framhalds-
skólanema víðsvegar um landið. Inn-
tökuskilyrði eru að nemendafélög eigi ;
nemendur sem útskrifast sem stúdent- ■
ar eða eru iðnnemar.
DÓMSMÁLARÁÐU -neytið
hefur komist að þeirri niðurstöðu að
ekki beri að taka til greina kröfu ■
lögmanns Ragnars Kjartansson, Jóns
Magnússonar, um að ríkissaksóknari !
og embætti hans víki í málinu og
sérstakur saksóknari verði skipaður.
Hallvarður Einvarðsson ríkissaksókn-
ari mun því ákveða hver fer með
málið, hann sjálfur, vararíkis-
saksóknari eða annar af hans sak-
sóknurum. Málið er nú til meðferðar
hjá embættinu.
FORGANGSLISTAR ráð
herrannanna eru að berast inn á borð
forsætisráðherra og verða endanlega
fyrirliggjandi í dag. Miðað við þá lista
sem komir eru fram virðast eftirtalin
mál koma til með að setja svip sinn á
þinghald síðustu vikurkjörtímabilsins.
Þau eru: Skattamálin, Útvegsbanka-
málið, Vaxtafrumvarpið. Innan tíðar er
von á nefndaráliti vegna umboðs-
manns Alþingis og er það mál á
listanum. Þá má nefna mál á borð við
breytingar á umferðarlögum og sitt-
hvað fleira.
Eitt hitamálið sem til skamms tíma
var í sviðljósinu er lánasjóðsmálið, en
það verður ekki á forgangslistanum og
verður því ekki afgreitt á þessu þingi.
KRUMMI
I „Er þá ekki næsta
skref að mennta-
málaráðherra dragi
| uppsögnina til
R baka?“
Forsætisráöherra um fræöslustjórafrumvarpið:
Eðlilegast að draga
frumvarpið til baka
- vegna breyttra aðstæðna í kjölfar þess að Sturla kærði málið
“Það er komin upp þessi breytta
staða, sem við vissum ekki um
þegar frávísunartillaga sjálfstæðis-
manna var rædd í þingflokknum í
dag, en það er, að búið er að stefna
ríkisvaldinu vegna þessa máls. Eins
og kom fram í máli mínu á þingi í
dag þegar ég las upp úr bók Ólafs
Jóhannessonar, er ekki eðlilegt að
löggjafarvaldið fyrirskipi með lög-
um aðra meðferð máls sem er fyrir
dómstólum, en þá sem dómstólarn-
ir sjálfir ákveða," sagði Steingrím-
ur Hermannsson forsætisráðherra
við Tímann í gærkvöld þegar hann
var spurður um hver yrði fram-
vinda frumvarps Ingvars Gíslason-
ar, Guðmundar Bjarnasonar o.fl.
vegna fræðslustjóramálsins á
Norðurlandi eystra og frávísunar-
tillögu Sjálfstæðisflokksins á þuð.
Forsætisráðherra sagði að efnis-
lega væri hlutverk nefndarinnar
sem frumvarpið gerir ráð fyrir það
sama og nú væri komið til úrskurð-
ar hjá dómstólum og því væri
óeðlilegt að skipa slíka nefnd.
Aðspurður um það hvort hann
teldi þá rétt að draga frumvarpið
til baka sagði Steingrímur: „Ég vil
taka það fram að ég tala einungis
fyrir sjálfan mig þegar ég segi að ég
teldi það eðlilegast að frumvarpið
yrði dregið til baka í Ijósi þessara
breyttu aðstæðna.“
Sjá einnig um umræðu á Alþingi
á bls. 5.
ES/BG
Bjarni Ólafsson framleiöslustjóri er liér að ganga frá björgun-
arnetinu Markúsi í þar til gerðan kassa. Innfellda myndin sýnir
hvernig björgunarnetið virkar í sjónum. Tímamynd Sverrir
Markúsarnetið haslar sér völl erlendis:
Gert að skyldubúnaði
í dönskum f iskiskipum
- danski herinn og strandgæsla hyggjast einnig kaupa netið
Um helgina var gengið frá samn-
ingi milli framleiðenda á björgun-
arnetinu „Markúsi" og danska
fyrirtækisins Grenaa Smedie
Maskinfabrik sem mun annast sölu
á Markúsarnetinu í Danmörku.
Samningur þessi kemur í kjölfar
ákvörðunar dönsku siglingamála-
stofnunarinnar um að gera það að
reglugerðarákvæði að skylda hug-
myndina um Markúsarnet um borð
í öllum dönskum-fiskiskipum yfir
20 lestum. Markúsarnetið er hug-
mynd Markúsar B. Þorgeirssonar,
sem nú er látinn. Taka þessi ákvæði
nýju reglugerðarinnar gildi þann 1.
júlí nk.
Að sögn Péturs Th. Péturssonar
er hér um mikinn áfangasigur að
ræða þar sem dönsku reglugerð-
arákvæðin eru í raun mun meira
afgerandi en þau íslensku og
ákvörðun Dana gefur sterkt for-
dæmi. Pétur sagði að frá 1985 hafi
verið unnið að undirbúningi og
hönnun ámarkaðssetningu netsins
og því væru þetta sérstaklega
ánægjuleg tíðindi. Danski herinn
og strandgæslan hafa einnig ákveð-
ið að taka Markúsarnetið í þjón-
ustu sína strax og tilheyrandi leið-
beiningar og gögn eru tilbúin á
dönsku. Þá er talið líklegt að áhugi
verði á því að fá netið á borpalla
og víðar. Pétur segir að þetta
nierki að netin verði einnig tekin
upp í Færeyjum og Grænlandi og
getur andvirði þessara viðskipta
numið um 40 milljónum á næstu
þremur árum og falið í sér sölu á
um 2500 netum.
Björgunarnetin eru framleidd að
öllu leyti á íslandi, og eru þau að
talsverðu leyti unnin af öldruðum
sjómönnum á Hrafnistu í Hafnar-
firði og sagði Pétur Th. Pétursson
að þegar væri búið að búa svo um
hnútana að fleiri verndaðir vinnu-
staðir kæmu inn í framleiðsluna ef
þörf krefði.
- BG
Viðræður
um sölu á ull
til Sovét
Jón Sigurðarson fram-
kvæmdastjóri Iðnaðardeildar
Sambandsins, Ingjaldur Hann-
ibalsson frá Álafossi og Aðal-
steinn Helgason verksmiðju-
stjóri í ullariðnaði á Akureyri
eru í Moskvu um þessar mund-
ir að ræða hugsanlega sölu á ull
til Sovétríkjanna.
„Þeir frestuðu ferð sinni
heim, þeir ætluðu að koma um
helgina, þannig að maður von-
ar að það viti á eitthvað, þó
maður viti ekki hvaö það er,“
sagði Kristinn Arnþórsson hjá
Iðnaðardeild Sambandsins á
Akureyri.
Kristinn sagði að menn frá
Iðnaðardeild hefðu farið utan
til að undirbúa viðræður þessar
bæði fyrir jól og eins aila síð-
ustu viku.
Ekki náðist samband við ís-
lenska sendiráðið í Moskvu í
gær til að fá upplýsingar um
málið. ABS