Tíminn - 17.02.1987, Qupperneq 2

Tíminn - 17.02.1987, Qupperneq 2
2 Tíminn Þriðjudagur 17. febrúar 1987 Búrekstrarkönnun Ræktunarfélags Noröurlands: Könnunin stuðli að aukinni hagkvæmni - á komandi árum í búvöruframleiðslu og staðsetningu hennar Ræktunarfélag Norðurlands stóð fyrir búrekstrarkönnun á sl. ári, sem náði til samtals 1407 jarða í Húnavatnssýslum, Skagafjarðar- sýslu, Eyjafjarðarsýslu og Pingeyj- arsýslum. Niðurstöður hennar voru kynntar á ráðunautafundi sem lauk í gær á Hótel Sögu. Könnunin var hugsuð sem liður í upplýsingaöflun, þannig að hægt verði að vinna út frá staðreyndum, að aukinni hagkvæmni í búvöru- framleiðslunni, staðsetningu henn- ar og uppbyggingu nýrra atvinnu- þátta í sveitum, vegna þeirrar tak- mörkunar í framleiðslu á naut- gripa-og sauðfjárafurðum sem leiðir af ákvæðum búvörulaganna. Þessi takmörkun krefst mikillar uppbyggingar á nýjum sviðum ef byggðin á að haldast með líkum hætti og nú er og kjör þeirra sem í sveitunum búa eiga að vera í samræmi við kjör annarra stétta. f könnuninni var leitað eftir viðhorfum bænda gagnvart bú- stærð og því framleiðslumagni sem talið varð að búseta á viðkomandi jörðum þyrfti að grundvallast á til frambúðar ef þar yrði áfram hefð- bundinn búrekstur. Könnuninni var m.a. ætlað að geta verið leiðbeinandi um hvar nýrrar atvinnuuppbyggingar er helst þörf, bæði hvað varðar ein- stök býli og einstök sveitarfélög sem heild. Könnunin getur því á raunhæfan hátt stuðlað að mark- vissri nýtingu á fé Framleiðnisjóðs og orðið grunnur til þess að byggja á raunhæfar aðgerðir sem tryggja áframhaldandi búsetu og bætta af- komu í sveitum landsins. Þetta næst þó því aðeins að hugur fylgi máli um að halda landinu í byggð með líkum hætti og nú er. Könnunin leiddi í Ijós að 931 jörð eða 66% jarðanna voru jarðir með framleiðslu í hefðbundnum greinum, mjólk og/eða kindakjöt að meginhluta. Af þessum jörðum voru 582 sem eru uppbyggðar og ekki þörf fyrir umtalsverðar endur- bætur vegna búrekstrar á næstu árum. Þá kemur fram að fjöldi jarða er líkur í öllum sýslum, eða um 320. (Þá eru Húnavatnssýslur taldar saman), en í Norður-Þing- eyjarsýslu eru 112 jarðir. f niðurstöðum könnunarinnar kemur fram að uppbygging jarða er hlutfallslega styrkust í Norður- Þingeyjarsýslu sem er í fullu sam- ræmi við niðurstöður um aldur rekstrarbygginga þar. í könnuninni kemur fram að á 117 jörðum þessara sýslna er ráð- gert að búrekstur hætti á næstu árum. Til viðmiðunar má benda á að 112 jarðir eru í byggð í Norður- Þingeyjarsýslu. Gert er ráð fyrir að hætt verði búrekstri á 40 jörðum í Skagafirði, 23 jörðum í A- Húna- vatnssýslu, 16 jörðum í S-Þingeyj- arsýslu, 14jörðum í V-Húnavatns- sýslu, og 12 jörðum í Eyjafjarðar- sýslu og N-Þingeyjarsýslu hvorri fyrir sig. ABS Borgarráð: in fá fram- og tómstundaráðs Borgarráð hefur saniþykkt tillögu íþrótta-og tómstundaráðs um út- hlutun á fé til framkvæmda á svæð- um íþróttafélaga í Reykjavík. í ár er áætlað að verja 20 milljónum til mannvirkjagerðar á íþróttavöllum borgarinnar, en í fyrra var 4,8 mill- jónum varið til sambærilegra fram- kvæmda. Valur fær hæsta styrkinn, eða 3.800.000,- og á að verja upphæðinni til framkvæmda við grasvöll á Hlíð- arenda. Þróttur fær 3.500.000,- til byrjunarframkvæmda við grasvöll og endurbyggingu á malarvelli við Sæviðarsund og Í.R. fær 3.200.000,- til framkvæmda við girðingar og byrjunarframkvæmdir við grasvöll í Suður-Mjódd. Ármann, Fylkir, K.R. og Leiknir fá á bilinu tvær til tvær og hálfa milljón til framkvæmda við grasvelli, bað-og snyrtiaðstöðu o.fl. Fram fær 1.800.000,- til lokaframkvæmda við lóð og umhverfi svæðis við Safamýri og Víkingur fær 400,000,- vegna uppgjörs á framkvæmdum við grasvöll. ABS Akureyri: Nýr stórmarkaður KEA fyrirhugaður í miðri Glerárgötu Bygginganefnd og skipulagsnefnd á Akureyri hafa nú fengið í hendur frumteikningu að byggingu verslun- arhúsnæðis KEA í Glerárgötu 36. Um er að ræða allt að 2.400 fermetra viðbyggingu á einni hæð við hlið Byggingavörudeildar KEA ásamt bílastæði fyrir rúmlega 200 bíla. Þetta kemur fram í janúarblaði KEA-fregna. Bygginganefd og skipulagsnefnd hafa ekki gert neinar athugasemdir við frumteikningu þessa, aðra en þá hugmynd að möguleiki yrði á beygju úr Glerárgötu að stórmarkaðnum en gert var ráð fyrir í upphafi að öll aðkoma að húsinu yrði frá Hvanna- völlum. Raflagnadeild KEA er nú til húsa í útbyggingu Glerárgötu 36 auk þess sem fleiri byggingar á lóðinni þyrfti að rífa ef af nýbyggingunni verður. Valur Arnþórsson kaupfé- lagsstjóri KEA segir að hafist verði handa um leið og hönnun er lokið og fjárhagsaðstæður leyfa. ABS Iðnaðardeild Sambandsins og Álafoss: ULLARKAUP STÖÐVUD UM ÓÁKVEDINN TÍMA - innflutningur á ull var meiri en útflutningur á síðasta ári Iðnaðardeild Sambandsins og Álafoss hafa nú hætt móttöku á ull um óákveðinn tíma, þar sem ekki er lengur tekin áhætta á hugsanlegu tapi á viðskiptum með íslenska ull. Á síðasta ári vantaði um 40 mill- jónir samanlagt til þess að niður- greiðslurnar til Iðnaðardeildarinnar og Álafoss næðu heimsmarkaðs- verði, aðsögn forráðamanna þeirra. Fyrir um viku misstu fyrirtækin þolinmæðina og lokuðu fyrir alla ullarmóttöku. Er þetta gert eftir að fyrirtækin höfðu rætt árangurslaust við ríkisstjórnina uni auknar niður- greiðslur. Töluverðar birgðir eru af ull hjá fyrirtækjunum, auk þess sem bænd- ur ættu að skila af sér vetrarrúinni ull á næstunni. Á síðustu misserum hefur heims- markaðsverð á íslenskri ull lækkað mjög, einkum vegna mikillar sölu Sovétmanna á ull f sauðalitum. Iðnáðardeild hefur sent kaupfél- agsstjórum bréf, þar sem fram kemur, að stjórnendum deildarinnar sé uppálagt að reka hana með hagn- aði á sama tíma og í gildi sé sam- komulag um að kaup á íslenskri ull eigi að ganga fyrir, gegn því að ríkisstjórnin skuldbindi sig til að greiða hana niður að heimsmarkaðs- verði. Á tímabilinu 1. janúar 1986 til 1. nóvember 1986 voru flutt út 906,4 tonn af ull fyrir andvirði 47,5 mill- jónir króna. Á sama tímabili voru flutt inn 1180 tonn af ull fyrir andvirði 181,9 milljónir króna. Einkum er flutt inn ull frá Nýja Sjálandi. „Bæði fyrirtækin flytja inn ull vegna þess að íslenska ullin dugir ekki í allar þær ullarvörur sem framleiddar eru hér á landi og einnig eru menn að leita að öðruvísi ull en framleidd er á íslandi. Menn eru að hugsa um að framleiða það sem selst á markaðnum hverju sinni,“ sagði Gunnlaugur Þráinsson hjá Álafossi. Gunnlaugur sagði að vörurnar úr nýsjálensku ullinni stingju síður en vörur úr íslensku ullinni. ABS Frá hugbúnaðarsýningunni í Skaftahlíðinni. Tímamynd Pjetur IBM á íslandi og ellefu fyrirtæki önnur: Héldu viðamikla hugbúnaðarsýningu Verðlaun voru afhent í hugbúnaðarsamkeppni IBM Búfræðikandídatar mótmæla: „Ráðning garðyrkju- fræðings óviðunandi“ Aðalfundur Félags íslenskra búfræðikandídata átelur stjórn Búnaðarsambands Suðurlands harðlega fyrir að hafa ráðið Kjartan Ólafsson garðyrkjufræð- ing sem framkvæmdastjóra. í því santbandi benda þeir á að samkvæmt búfjárræktarlögum og jarðræktarlögum skuli fram- kvæmdastjóri búnaðarsambands vera búfræðikandídat að mennt eftir nám á háskólastigi. Því sé ráðning Kjartans skýlaust laga- brot og alvarleg þar sem viðkom- andi búnaðarsamband sé það stærsta á landinu og allar búgrein- ar stundaðar. Fundurinn krefst þess að starf framkvæmdastjórans verði aug- lýst laust til umsóknar án tafarog búfræðikandídat verði ráðinn til starfans eigi síðar en 1. septemb- ernæstkomandi. Stjórn búnaðar- sambandsins hefur gert bókun þess efnis að ráðning fram- kvæmdastjórans gilti aðeins til 1. september 1987. Hins vegar hefur stjórnin ekki viðurkennt að ráðningin sé ólögmæt. ABS IBM á íslandi hélt nýlega um- fangsmikla hugbúnaðarsýningu í sam vinnu við ellefu íslensk fyrirtæki. Ætlunin með þessari uppákomu var að gefa sem greinabesta heildar-' mynd af fjölþættum íslenskum hug- búnaði sem hér fæst fyrir IBM S/36 tölvur. Við opnun sýningarinnar voru afhent verðlaun í nýafstaðinni samkeppni fyrir íslenska hugbúnað- arframleiðendur. Fyrstu verðlaun, hálfa milljón króna, hlaut tölvuþjónustufyrirtæk- Enn virðist Svo virðist sem land haldi áfram að rísa í grennd við Kröflu. Niður- stöðum er þó tekið með nokkurri varkárni þar sem frostþensla í jarð- vegi hefur áhrif á hallamæla í stöðv- arhúsi. Eysteinn Tryggvason hjá Norrænu eldfjallastöðinni sagði í samtali við Tímann í gær að sér virtist sem land risi enn þrátt fyrir nokkra ónákvæmni vegna frostþen- slu. Tíminn skýrði frá því fyrir skemmstu að landris er nú orðið ið Rekstrartækni hf., fyrir hugbúnað til að nota við kostnaðareftirlit og áætlanagerð í fiskiðnaðarfyrirtækj- um. Önnur verðlaun, tvö hundruð þúsund krónur hlutu Benedikt Jó- hannesson og Gísli Hjálmtýsson, fyrir hugbúnað, sem ætlaður er til að halda utan um verðbréf og hentar það verðbréfaeigendum sem og verðbréfaskuldurum. Þátttakendur í hugbúnaðarsamkeppninni voru hátt á annan tug. landið rísa meira en það var fyrir síðasta gos á Kröflusvæðinu, 1984. Það fylgir þeirri reglu sem talin er viðtekin að land hækki alltaf meira fyrir næsta gos á eftir, en það gerði við síðasta gos. Sífellt verður vart hræringa á Kröflusvæðinu en þær eru smávægi- legar. Heldur virðast þær hafa auk- ist, en það skal tekið fram að erfitt er að greina litla kippi frá frost- sprengingum í jarðveginum. -ES Kröflusvæðiö:

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.