Tíminn - 17.02.1987, Síða 4

Tíminn - 17.02.1987, Síða 4
4 Tíminni Willem Alexander krónprins Hol- lendinga líst vel á Stefaníu. Stefaníu Mónakóprinsessu líst ekki á hollensku hirðina. Hollenski krónprinsinn og Stefanía? “Aldrei”, segir hún! Stefanía Mónakóprinsessa er vafalaust draumaprinsessa margra, enda er hún glæsileg, full af lífs- krafti og margt til lista lagt. Hún er orðin 21 árs gömul og mörgum finnst kominn tími til að hún festi ráð sitt. En prinsessan vill hugsa ráð sitt vel. Nýlega voru henni slegnir opin- berlega gullhamrar sem sumum fannst takandi mark á. Hollenski krónprinsinn Willem Alexander, 19 ára gamall, var spurður hver væri „draumaprinsessan" hans og hann svaraði að bragði: Stefanía, prinsessa af Mónakó. Stefanía varð skelfingu lostin og þóttist verða að svara þessari yfir- lýsingu prinsins. „Tilhugsunin um að giftast prinsinum er í mínum augum skelfileg. Prótokollurinn við hollensku hirðina er alltof strangur fyrir mig,“ sagði hún og þar með var sá draumur prinsins búinn. Það sópar alltaf að Grace Jones hvar sem hún fer og hún er hin mesta valkyrja. Hún segist alveg vera jafningi Dolphs í slagsntálum, þó að hann sé hinn mesti kappi. Það var hann sem lék boxarann Drago hinn rússneska ■ myndinni Rocky IV Grace Jones brenndi nýju fötin kærastans! Hún Grace Jones er fræg fyrir skapofsa, eins og oft hefur komið fram í fréttum af henni og kærast- anum, hinum sænska Dolph Lundgren. Sum hótel sem þau hafa gist hafa sett parið á „svartan lista" vegna óláta og slagsmála. Ekki hefur sljákkað í dömunni enn, því að einhvern tíma fyrir jólin fór kappinn og keypti sér heilmikið af fínum fötum. Það var ekki neitt útsöludót heldur klæðn- aður af dýrustu tegund frá Giorgio Armani. En aumingja Dolph komst aldrei til að punta sig í nýju fötin, því að upp hófst eitt af þessum æsilegum rifrildum þeirra - sem þau segjast bæði hafa gaman af, þó ótrúlegt sé. í látunum þreif Grace fötin og henti þeim í arininn þar sem eldur logaði glatt og þar brann öll dýrðin upp í ljósum logum. Nágrannarnir voru steinhissa þegar þeir sáu hálflrrunnar silki- skyrtuermar koma fjúkandi upp úr strompinum og berast til himins með reyknum! Priscilla og Marco tilkynna um að þau hafi gengið í „reynslu-hjóna- band“ Vissulega er Priscilla komin með kúlumaga, svo sem sjá má á þessari mynd sem einn aðgangsharður Ijósmyndari stalst til að taka af henni Priscilla Presley á von á barni í tvö ár hefur Priscilla Presley búið með vini sínum Marco Gar- ibaldi í Hollywood. Hún hefur farið með honum að heimsækja ættingja hans í Brasilíu, en þaðan fluttist hann til Bandaríkjanna. Nú eiga þau von á barni, og það er víst mikil ánægja yfir því á heimilinu; Marco er sagður geisl- andi af gleði og dóttirin Lisa Marie Presley, sem 1. febr. s.l. varð 19 ára er í sjöunda himni yfir að verða loksins „stóra systir". Eini ókosturinn er, að líklega missir Priscilla af DALLAS-hlut- verki sínu. Búist er við að hún verði einhvern veginn „leikin" út úr hlutverkinu sem Jenna, en Prisc- illa þykir hafa staðið sig prýðilega og sjálf var hún mjög ánægð með að leika í Dallas. Þriöjudagur 17. febrúar 1987 SVEITARSTJÓRNARMÁL Samtök sveit- arstjórna á höfuðborgar svæðinu Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins í október sl. kom út á vegum Samtaka sveitarfélaga á höfuðborg- arsvaeðinu, greinargerð um svæðis- skipulag höfuðborgarsvæðisins 1985-2005. Greinargerð þessi var unnin af Skipulagsstofu höfuðborg- arsvæðisins sem hefur allt frá því hún tók til starfa árið 1980, unnið markvisst að undirbúningi svæðis- skipulags fyrir höfuðborgarsvæðið, allt frá Kjós og suður fyrir Straums- vík. Skipulagsstofan hefur unnið að umfangsmikilli söfnun gagna um þá þætti er hafa áhrif á þróun byggðar- innar á líf fólks á höfuðborgarsvæð- inu. Þá hefur reynt að samræma upplýsingar og stefnu aðildarfélaga SSH í skipulagsmálum og leggja drög að framtíðarskipulagi höfuð- borgarsvæðisins. Greinargerð sú er Skipulagsstofan sendi frá sér er liður í þessu verkefni. Markmið með skipulagsgreinar- gerðinni og þeim kortum sem henni fylgdu var fyrst og fremst að gefa yfirlit yfir þá stefnu sem mörkuð hefur verið af stjórn SSH í framtíðar- þróun svæðisins. Greinargerð þessi er nauðsynleg lesning öllum þeim sem fylgjast með og áhuga hafa á sveitarstjórnarmál- um á höfuðborgarsvæðinu, en skipulagsmál er einn grunnur þeirra. Stjórn SSH hefur falið Skipulags- stofunni að senda greinargerð og skipulagskort í mælikvarða 1:50.000 til aðildarsveitarfélaga SSH og munu sveitarfélögin hafa fengið þetta efni á undanförnum vikum. Almenningssamgöngur Fyrir rúmu ári setti samgöngu- málaráðherra á fót nefnd er fjalla átti um almenningssamgöngur á höfuð- borgarsvæðinu. Nefndin skilaði skýrslu I október sl. og bar hún yfirskriftina „Könnun á hagkvæmni samræmingar á almenningsvagna- samgöngum á höfuðborgarsvæð- inu“ Kemst nefndin að þeirri niður- stöðu að óhjákvæmilegt sé að sveit- arfélög á höfuðborgarsvæðinu stofni til samstarfs sín á milli og geri með sér rammasamning um helstu fyrir- komulagsatriði. Benti nefndin á að nauðsynlegt væri að skipa sam- starfsnefnd sem fyrst. Á stjórnarfundi SSH í janúar var samþykkt að óska eftir því við aðild- arsveitarfélögin að þau tilnefni full- trúa í undirbúningsstjórn samkvæmt tillögu nefndarinnar. Vatnsbúskapur höfuöborgarsvæðisins Stjórn SSH hefur sent aðildar- sveitarfélögunum bréf þar sem sagt er frá áætlun um rannsóknir á vatns- búskap höfuðborgarsvæðisins og áhuga fyrirtækja á þessum rann- sóknum. í bréfinu voru m.a. tilmæli til sveitarfélaganna um að þau hug- uðu að þessum málum og tækju jákvætt í stuðning við áðurnefndar rannsóknir. Svör hafa aðeins boristfrátveimur sveitarfélögum og hefur stjórn SSH ítrekað tilmæli sín og lagt fyrir Skipu- lagsstofuna að halda málinu vak- andi. Endurvinnsla á brotajárni Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sent SSH bréf þar sem kynnt er áfangaskýrsla „starfshóps um endurvinnslu á brotajárni og öðrum úrgangsefnum", sem stjórn sam- bandsins skipaði á sl. sumri. í bréfi sambandsins er þeim tilmælum beint til stjórnar SSH að boðað verði til fundar um málið með fulltrúum sveitarstjórnanna. Málið var rætt á síðasta fundi stjórnar SSH en ákvörðun um aðgerðir geymd til næsta fundar, sem verður haldinn í þessari viku. -HM

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.