Tíminn - 17.02.1987, Blaðsíða 12
12 Tíminn
BÓKMENNTIR lllll!!l!!l!!ll!!!lll!llllllllllllllllllll!!llllllllll|l!!ll!!
Þriðjudagur 17. febrúar 1987
Sígild sönglög
Nú fyrir jólih gaf Svart á hvítu, hið
fjörmikla og hugumstóra útgáfufyr-
irtæki, út lítið sönglagakver með
„Sígildum söngvum - texta, nótum
og gítargripum“. Gylfi Garðarsson
bjó kverið til prentunar. Svart á
hvítu hefur reynt það, sem Penguin-
útgáfan breska komst að fyrir löngu,
að það er mikill markaður fyrir
góðar bækur af öllu tagi: íslendinga-
sögurnar (í 2 bindum), Nafn rósar-
innar, Grámosinn glóir, svo dæmi
séu nefnd. Lengi hefur verið þörf
fyrir kver af þessu tagi; það er e.k.
nútíma-afbrigði af „fjárlögunum“ og
„Nýju söngvasafni handa skólum og ,
heimilum“ (1949), þar sem gítargrip
eru komin í staðinn fyrir píanó-
undirspil, og lögin spanna stærra
svið. Þarna eru samankomnir yfir
100 söngvar til að syngja í rútubílum,
skíðaskálum, á kvöldvökum, í
heimahúsum og hvar annars staðar
sem er, ættjarðarlög, sígildir slagar-
ar, jólasálmar, þjóðlög (Ó mín flask-
an fríða), drykkjusöngvar - næstum
því allt, sem Islendingar syngja með-
an þeir eru ungir eða búnir að fá sér
í glas. Jafnvel Yfir kaldan eyðisand,
ef einhver skyldi þurfa að rifja upp
lag eða texta. Þarna er raunar
saman kominn lunginn úr því, sem
gefið hefur verið út af söngvum í
vasasöngbókum og söngvasöfnum á
undanförnum áratugum, og söng-
hæft getur talist fyrir venjulega nú-
tíma- íslendinga. Og sitthvað, sem
ekki hefur komið út nótusett áður.
f formála segir Gylfi Garðarsson
um kverið:
„í þeirri bók sem hér birtist er
reynt að tengja vasasöngbókina og-
nótusettu söngbókina saman á þann
hátt sem tíðkast hefur um nokkurt
skeið erlendis. Öll lögin, nema tvö
tvísöngslög, eru hljómsett með
hljómabókstöfum og tíl hægðarauka
fyrir þá sem geta leikið undir á gítar
eru gítargrip hljómanna - „vinnu-
konugrip“ - birt með hvetju lagi. Tónteg-
undir laganna eru annars vegar mið-
aðar við að þau henti almennri
sönggetu og hins vegar að gítargripin
séu einföld."
Svo sem sjá má af þessu er hér um
hið mesta öndvegiskver að ræða,
vandaða bók og skemmtilega með
talsvert uppeldislegt gildi í bland,
því þeim fjölgar nú óðum sem engan
íslenskan texta kunna og geta tæp-
lega betur en raulað hin algengustu
þessara laga. Eins og aðrar bækur
Svarts á hvítu eru „Sígild sönglög"
vel unnin og myndarlega - fyrir-
myndarbók frá fyrirmyndarforlagi.
Sig. St.
Krummi krunkar úti
Hiísgangur Þjóalag
A E E7 f»
BSBHi b.
Jjjrti , ! | 1 ~jjl|A' ~ 11
Krumm-i knmk-ar út - i, kall-ará nafn-a sinn.:
^,Ég fann höf-uð af ^ hrút - i, hrygg og gær - u - skinn.
frfrhHfiLu'Lijn i rniUii
Komd-u nú og kropp-að-u meS mír, knimm-i, nafn - i minn.”
Kveðið á Sandi
Kristján Jónssoo Þjóðlag
Yf-ir kald-an eyð - i - sand einn um nótt ég sveim-a;
nú erhorf-ið Norð-ur - land, nú á ég hverg-i heim - a.
Illlllllllllilllllllllllllll TÓNLIST lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll
GUESITÓNLEIKAR
Efnisskrá:
Szymon Kuran: Sinfónía Concertante
Rachmaninoff: Píanókonsert nr. 2.
Gustav Mahler: Sinfónía nr. 1.
Sinfóníuhljómsveit Islands hóf
síðara misseri vetrarins með tón-
leikum í Háskólabíói hinn 5. febrú-
ar. Auglýsing fyrir tónleikana hafði
tekist sérlega vel - meira að segja
var látið að því liggja, að einleikar-
inn, sovétmaðurinn Dmitri Alexejef
(f. 1947), drægi fólk frá útlöndum að
tónleikunum. Enda var Háskólabíó
troðfullt áheyrendum, og tvíselt í
mörg sæti, rétt eins og hjá Flugleið-
um. Og, ólíkt því sem stundum er,
stóðu tónleikarnir fyllilega undir
þeim væntingum sem við þá voru
bundnar og urðu í tölu ágætustu
tónleika Sinfóníuhljómsveitarinnar
í langa hríð. Sem er ekki lítið sagt,
því hljómsveitin er í sterkri upp-
sveiflu um þessar mundir, og aðsókn
að tónleikunum betri en nokkru
sinni fyrr. Þegar svona glæsilega
tekst til er tæplega neinu einu að
þakka, enda fór hér saman örugg og
innblásandi hljómsveitarstjórn
Franks Shipway frá Bretlandi, glæsi-
spilamennska Alexejefs, prýðileg
viðfangsefni og skemmtileg áheyrn-
ar og Sinfóníuhljómsveitin í sínu
besta formi.
Szymon Kuran er Pólverji sem
hefur starfað með Sinfóníuhljóm-
sveit íslands síðan 1984, og að auki
tekið mikinn þátt í íslensku tónlistar-
lífi sem tónskáld og hljóðfæraleikari.
Verk hans, Sinfonia concertante. í
minningu D. Sjostakovits var samið
á árunum 1975-77, en Sjostakóvitsj
andaðist 1975. Verkið er ritað fyrir
flautu, fimm pákur og strengjasveit.
Fyrrnefndu hljóðfærin gegna mikil-
vægu einleikshlutverki í öllu verk-
inu. Einleikarar voru MartialNarde-
au á flautu og Reynir Sigurðsson á
pákur. Nardeau er franskur, eins og
nafnið bendir til, en kvæntur ís-
lenskri konu. Hann er í röð fremstu
flautuleikara hér um slóðir og hefur
tekist á við tónlist allt frá hinu
samtímalegasta til tónlistar forn-
manna til jass. Nardeau hefur fagran
tón og óbilandi tækni. Reynir Sig-
urðsson er einn helsti slagverksleik-
ari Sinfóníuhljómsveitarinnar, jafn-
vígur á þríhyrning, pákur og bongó
bongó. Og Sinfónía concertante
eftir Kuran féll mönnum afar vel í
geð, eins og raunar fleiri verk hans
hafa gert, sem hér hafa verið flutt.
Eða, eins og tónlistarmaður nokkur
Frank Shipway
benti á í fyrra, þá er samtímatónlist
aftur að verða þannig að menn koma
syngjandi út af tónleikum, en fyrir
fáum árum komu menn gnístandi
tönnum af „nútímatónleikum“.
Píanókonsert Rachmaninoffs er
meðal vinsælustu konsertstykkja 20.
aldar, saminn um aldamótin 1900.
Dmitri Alexejef spilaði af miklum
glæsibrag, svo sem vænta mátti af
sovéskum píanista, því þeir gersku
senda aldrei tónlistarmann vesturyf-
ir nema hann sé í fremstu röð.
Alexejef virðist hafa dálítið sér-
viskulega framkomu, svo sem vænta
mætti af ungum stórkúnstner, en
hreyfingar hans bera vitni um gríðar-
lega líkamsþjálfun, því hann fjaðrar
eins og stálbentur gúmmíkarl; úln-
liðatæknin er slík, að hann gæti látið
vínglas standa á framhandleggnum
án þess að hrærast þótt hann tæki
hina hröðustu áttundaskala, en slíkt
Alexejef spilaði „með stálfingra-
tækni“, og var það lof.
í Mahler máttu allir sýna sitt
besta, strengir, tré, blikk og
slagverk, og spiluðu með dæmafáum
glæsibrag, allir sem einn. Þótti vin-
um 1. sinfóníu Mahlers sem þessi
spilamennska væri „líkt og úti í
Danmörk forðum", eins og segir í
rímunni. í þessu langa verki var
aldrei dauft augnablik, og ber sjálf-
sagt að þakka stjórnandanum stóran
þátt í því. Sig. St.
I FRÍMERKI llllllllllllllllllllllll
Verðlistar 1987
IIIIIIIIIM LESENDUR SKRIFA
Ar kattarins
gengið í garð
P.s. Mjór möguleiki er á að eitthvert annað land hafi 1987 sem ár kattar.
En fréttin er engu að síður alröng.
Áreiðanleiki DV-
frétta tíundaður
íslensk frímerki og íslenski frí-
merkjalistinn, sem enn eru með því
verði, sem er hvað raunhæfast í
sölu frímerkja, eru í ár þegar á
heildina er litið, nær alveg sammála
um verð íslenskra frímerkja. Þeir
eru því enn þeir listar sem gefa
kaupendum sínum hvað réttastar
hugmyndir um verðmæti safnanna.
Aldrei skyldu menn þó gleyma því
að verð þeirra er miðað við að
merkin séu á þessu verði, er þau eru
seld úr verslun. Því er hvorki innifal-
inn söluskattur, né heldur gildir þetta
verð um innkaup frímerkjakaup-
manna. Þeir greiða aðeins hluta
þessa verðs þegar þeir kaupa inn.
Facit, sænski listinn yfir frímerki
Norðurlandanna, er hins vegar orð-
inn eins konar skiptilisti. Þar er verð
merkjanna allt of hátt og má segja
að safnarar og jafnvel sumir kaup-
menn, selji frímerkin samkvæmt
þeim lista, og dragi þá frá 45-50%.
Svipaða sögu er að segja um AFA,
eða danska frímerkjaverðlistann. Þó
skyldi þess gætt að í verði þess lista
er söluskattur innifalinn. Því þarf
fyrst að draga hann frá og síðan að
finna út hvaða prósentu skal nota til
að finna raunverulegt söluverð.
Af heimslistunum er kannske Mic-
hel hinn þýski mest notaður á ísl-
andi. Þetta er listi sem alla tíð hefir
haft sinn umboðsmann á fslandi og
þegið ráð um skráningu íslenskra
merkja. Því er skráningin þar einna
réttust af heimslistunum að vera.
Varðandi það að finna raunverð
frímerkjanna eftir þeim lista hefir
mér virst réttast að tífalda verð hans
í þýskum mörkum, þó nægir það
ekki alltaf.
Svo mega safnarar ekki gleyma
því, að fyrsta flokks merki með
óskertu lími, séu þau ónotuð, eða
fallega stimpluð séu þau notuð,
seljast ávallt á nokkuð hærra verði
en frímerkjalistar segja til um. Þá er
og hitt, að minnsti galli dregur úr
verði merkjanna og það svo um
munar. Geta jafnvel dýrustu merki
aðeins orðið verð 1-10% af verðlista-
verði vegna galla, þótt þau líti sæmi-
lega út á síðu frímerkjabókarinnar.
En þessi mál hefi ég svo oft rætt.
þáttunum að ekki skal haldið lengra
nú.
Miklar umræður hafa átt sér stað
meðal safnara, um jólafrímerkin á
undanförnu ári og það sem af er
þessu. Sýnist þar flestum, að til
vandræða horfi ef gera eigi jóla-
merkin að „afstrakt" myndum ársins
á frímerkjum. Hægt er að vera
sammála þessu. Hví þá ekki að nota
þær hugmyndir er réðu í upphafi,
þegar merkin voru með myndum
laufabrauðs? Taka fyrir á hverju ári
eitthvað séríslenskt er snertir jólin.
Við eigum marga jólasveina, sem
mundu prýða þau. Auk þess eigum
við fagrar og fágætar kirkjur. Torf-
kirkjur, bysantísku kirkjuna að
Auðkúlu, Grundarkirkju með fallegu
umhverfi. Teikningarnar af gömlum
kirkjum í Skálholti og svona mætti
lengi telja. Jólasögur og ævintýri úr
þjóðsögum, sem við gætum ekki
síður látið gera frímerkjamyndir í
sambandi við en Kórea. En látum
þetta duga að sinni.
Alþjóðleg málaralist á rétt á sér
að vissu marki á frímerkjum, en
látum hið séríslenska ekki síður
koma fram, því að frímerkin eru nú
einu sinni nafnspjald þjóðarinnar út
á við.
Sigurður H. Þorsteinsson
1 næst síðasta helgarblaði DV
blasti við okkur lesendum feitletruð
fyrirsögn:
Ár kattarins gengið í garð
Eitthvað fannst mér þetta undar-
legur fréttaflutningur og fór að afla
mér heimilda. Kínverska sendiráðið
staðfesti svo endanlega grunsemdir
mínar.
Ár kattarins er ekki til í kínverskri
astrologíu.
Árið í ár er ár kanínunnar.
Skyldu allar DV fréttir vera jafn
áreiðanlegar og þessi!
(Tekið skal fram að ég opnaði ekki
DV fyrr en á, þriðjudag.)
MA