Tíminn - 17.02.1987, Page 14

Tíminn - 17.02.1987, Page 14
PÓST- OG SIMA MÁLASTOFNUNIN Rafeindavirkjar Póst- og símamálastofnunin óskar eftir að ráða rafeindavirkja til starfa á hinum ýmsu deildum stofnunarinnar. Við leitum að duglegum og áhugasömum mönnum með full réttindi sem rafeindavirkjar og sem eru reiðubúnir að tileinka sér nýjustu tækni á sviði nútíma hátækni: Símstöðvatækni Fjölsímatækni Radíótækni Notendabúnaðar Við bjóðum fjölbreytt framtíðarstörf hjá einu stærsta fyrirtæki landsins. Ráðning nú þegar eða eftir samkomulagi. Laun samkvæmt launakjörum viðkomandi stéttar- félags. Nánari upplýsingar veitir starfsmannadeild í síma 91-26000. Umsóknareyðublöð fást á póst- og símstöðvum og hjá starfsmannadeild. Póst- og símamálastofnunin. FvNP' Í ]HF Járnhálsi 2 Sími 83266 110 Rvk. ! Pósthólf 10180 14 Tíminn Þriðjudagur 17. febrúar 1987 BÆKUR iiiniiiiiir lllllllll BILALEIGA Útibú í kringum landið REYKJAVlK:.. 91-31815/686915 AKUREYRI:.... 96-21715/23515 BORGARNES:......... 93-7618 BLÖNDUÓS:..... 95-4350/4568 SAUÐÁRKRÓKUR: . 95-5913/5969 SIGLUFJÖRÐUR:...... 96-71489 HÚSAVÍK:... 96-41940/41594 EGILSSTAÐIR: ...... 97-1550 VOPNAFJÖRÐUR: .97-3145/3121 FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: . 97-5366/5166 HÖFN FjORNAFIRÐI: . 97-8303 J. irrterRent Samanburður við fortíðina Stefán Jónsson, Höskuldsstööum: Rltsafn III, Sagnaþættlr, Sögufélag Skagflrðlnga 1986. Sögufélag Skagfirðinga heldur enn áfram því þarfaverki að gefa út ritverk Stefáns Jónssonar á Hösk- uldsstöðum. Þetta er þriðja bindið í ritsafni hans og kom út nú fyrr í vetur. Það hefur að geyma þrjá sagnaþætti. Sá fyrsti fjallar um menn og málefni í Austurdal suður af Skagafjarðarhéraði, og er hann þeirra lengstur og efnismestur. Sá í miðið er um Þorlák auðga Símonar- son og niðja hans suma. Þriðji þátturinn er síðan um syni Guð- mundar Rafnssonar og niðja Jóns sterka á Hafgrímsstöðum. Hér eru með öðrum orðum á ferðinni frá- sagnir af þekktum mönnum í Skaga- firði frá öldinni sem leið og þeirri átjándu. Nú má vitaskuld spyrja sem svo hvaða erindi bækur af þessu tagi eigi til nútímafólks á öld sem einna helst er að kenna við hluti eins og frysti- kistur, jarðýtur, vörubíla og mynd- bandatæki. Þetta eru söguleg alþýðuritverk af þeirri tegund sem oft er kennd við menn eins og þá Jón Espólín og Gísla Konráðsson. Þar er safnað saman fróðleik um fólk og atburði á meira og minna skipulags- lítinn hátt, en treyst á það að máttur stíls og frásagnaraðferðar reynist þess megnugur að halda lesanda við þráðinn. Þessir þættir gerast í Skagafirði, og má vissulega segja að þeir lýsi þjóðfélagsmynd sem í flestu er gjörólík því sem nú er. Þarna er til dæmis Sauðárkrókur alls ekki sá myndarlegi kaupstaður sem hann er í dag, vegakerfið er vitaskuld ekki nema svipur hjá sjón miðað við það sem er núna, og þannig mætti áfram telja. Með öðrum orðum er þarna lýst samfélagi fátæks bændafólks, og sérstaklega stingur í augun hvað sjóndeildarhringurinn er þarna allur Stefán Jónsson á Höskuldsstöðum. þrengri og áhugamálin fábreyttari en gerist nú á dögum. En það er einmitt í þessum saman- burði sem mér sýnist að bók sem þessi eigi fyrst og fremst gildi sitt. Hún sýnir til dæmis núlifandi Skag- firðingum það svart á hvítu hvað hefur breyst í byggðarlagi þeirra síðustu hundrað árin eða svo. Sjálfur er ég ekki nógu kunnugur því sviði sem hér er fjallað um til að telja mig bæran til að setjast í dómarasæti yfir vinnubrögðunum í þessu verki. Þó þekki ég nokkuð til sögu Bólu-Hjálmars í Austurdal, en um búskaparár hans þar í dalnum er skiljanlega fjallað mikið í fyrsta þættinum í bókinni. í stórum dráttum get ég ekki séð annað en að í því efni sé frásögn Stefáns í fullu samræmi við fyrirliggj- andi heimildir og trúverðug í besta máta. Aðeins má nefna að hann gerir kannski nokkuð lítið úr því sem Símon Dalaskáld hefur þar til málanna að leggja í ævisögu Hjálm- ars sem hann safnaði til. Þar er þess þó að gæta að Símon var um árabil vinnumaður í Ábæ í Austurdal og því í aðstöðu til að kynnast frásögn- um af þessum málum frá fyrstu hendi. Þótt bersýnilegar villur séu í frásögnum hans er þó tæpast ástæða til að afskrifa hann sem ómerkan. í öðrum hlutum bókarinnar kann ég ekki ástæðu til aðfinnslna, og sé þar svipað á haldið og í frásögninni úr Austurdal þá má það efni einnig teljast trúverðugt. í heild er þar á ferðinni heil fróðleiksnáma fyrir þá sem kynnast vilja mannlífi í Skaga- firði á liðnum tímum. Þegar dregur nær lokum bókar verður þó að segjast eins og er að mikill fjöldi mannanafna og mikið magn persónufróðleiks verður held- ur til trafala við lesturinn. Þetta á einkum við um síðustu frásögnina. Þar er persónufjöldinn orðinn svo mikill að verulega erfitt er að halda þræðinum nema með ærinni fyrir- höfn. Þar er álitamál hvort ekki hefði verið ástæða til að setja upp eins og nokkur ættartré til að auð- velda fólki að halda samhenginu. Umsjón með útgáfu þessa bindis hafa haft þau Hjalti Pálsson, Sölvi Sveinsson og Þórdís Magnúsdóttir. Ég gat ekki betur séð en þau hefðu unnið allt verk sitt af stakri samviskusemi, og til dæmis rakst ég ekki á prentvillur, sem oft segja drjúga sögu um samviskusemi við textafrágang. Allmargar myndir prýða bókina, og eru þær valdar með þeim hætti að þær auka lífið í frásögninni og tengja hana samtím- anum í Skagafirði. Meginþorra myndanna hefur Hjalti Pálsson tekið en aflað hinna. Þó er það dálítill galli að ýmsar myndanna eru full gráar í prentun og raunar nokkuð litlar. Skýrari og stærri myndir, að ekki sé talað um fáeinar litmyndir, hefðu hér gert góða bók að enn betri bók. - esig TÓNLIST Prógramm handa píanistum Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd byggingadeildar óskar eftir tilboðum í málun á ýmsum fasteignum Reykjavíkurborgar. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Frí- kirkjuvegi 3 gegn kr. 5.000 skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 25. febrúar nk. kl. 15.00. INNKAUPASTOFNUN REYKIAVÍKURBORGAR Frfkirltjuvagi 3 — Simi 25800 t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar föður okkar, tengdaföður, afa og langafa Gunnars Pálssonar, fyrrum bónda I Tungu, Fáskrúösfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilisins Ljósheima Sel- fossi. Guð blessi ykkur öll. Ragnhildur Gunnarsdóttir, Vilhjálmur Gunnarsson, Elínborg Gunnarsdóttir, Páll Gunnarsson, Friðmar Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Gunnar Sigurðsson, Steinunn Úlfarsdóttir, Sigurjón Sigurðsson, Olga Sigurbjörnsdóttir, Jóna Sigurbjörnsdóttir, Frægðarpíanistinn Dmitri Alex- ejev, sem glæsilegast lék 2. píanó- konsert Rachmaninoffs á Sinfóníu- hljómleikum 5. febrúar, hélt píanó- tónleika fyrir Tónlistarfélagið í Austurbæjarbíói 7. febrúar. Efnis- skráin var í þrengsta lagi, því hún samanstóð af verkum þriggja stór- meistara slaghörpunnar á 19. öld, Chopin, Skrjabín og Liszt. Hinir tveir síðarnefndu stóðu raunar lengi í skugga tækninnar, því margir litu á Liszt fyrst og fremst sem demónísk- an píanista en léttvægt tónskáld, en Skrjabín er þekktastur fyrir það hve erfið píanóverk hans eru tæknilega. Hvorugur var samt léttvægt tónskáld, en ekkert þeirra verka, sem Alexejev valdi á efnisskrá sína er í flokki „léttklassískra verka“ höfunda sinna: Polonaise Fantasie í As-dúr eftir Chopin og h-moll sónata Liszts, en eftir Skrjabín lék hann nokkur smærri verk auk sónötu nr. 5 í Fís-dúr. Ekki fór hjá því að Alexejev léki þessi verk af miklum glæsibrag og tæknilegu öryggi, þótt ekki sé égviss um að leikur hans hafi verið sérlega innblásinn. Þótt það komi þessum tónleikum ekki beinlínis við, hefði verið gaman að heyra svo frækinn píanista takast á við víðfeðmari viðfangsefni, t.d. Beethoven, Moz- art eða Bach. Húsfyllir var á tón- leikunum og almenn ánægja með listamanninn, enda lék hann þrjú aukaverk, þar af eitt meiri háttar eftir Chopin. Lærdómsríkt var að heyra þrjá spaka menn deila unt flygilinn í hléinu, en Sinfóníuhljómsveitin lán- aði sinn fræga Steinway fyrir tónleik- ana. Einn kvartaði yfir því að mið- Dmitri Alexejev. sviðið væri matt, annar að búið væri að eyðileggja flygilinn, en hinn þriðji sagði þetta vera stórkostlegt hljóð- færi og ekkert að því. Þegar þeir lærðu láta svona er ekki nema von að þeim sem skemmra eru komnir skjótist annað veifið. Sig.St. Hefur það bjargað þér /r Góður gestur Nina G. Flyer, sem á árum áður lék með Sinfóníuhljómsveitinni, gerði hér stuttan stans á dögunum og kom þá fram á háskólatónleikum (4. febrúar). Þar flutti hún, ásamt Cat- herine Williams, verk fyrir knéfiðlu og píanó eftir Boccherini, Hinde- mith og Frank nokkurn Bridge. Catherine Williams er bresk en starf- ar sem píanóleikari hér á landi, en Flyer hefur, síðan hún var hér, verið með hljómsveitum í ísrael og síðan í San Francisco, en auk þess tekið mikinn þátt í kammertónlist víða unt lönd, m.a. með Guðnýju Guð- mundsdóttur konsertmeistara. Cat- herine Williams hefur komið fram áður á háskólatónleikum, ágætur píanisti og undirleikari. Nina Flyer er mikill prýðis-kné- fiðlari. Ekki komst hún samt á verulegt flug í Boccherini, þar sem ekki reyndi heldur mikið á píanó- leikarann, en Sónötu fyrir einleiks- selló eftir Hindemith lyfti hún hátt. Skemmtilegast var samt Scherzo eft- ir Frank Bridge (1879-1941), sem ég því miður kann engin skil á, en verk þetta er í eðli sínu „aukalag", og þótti mönnum vel til fundið að hafa aukalagið á efnisskránni vegna þess að háskólatónleikar eiga helst ekki að standa lengur en hálftíma; þá tekur alvara lífsins við fyrir áheyr- endur, sem hverfa til margháttaðra starfa í þjóðlífinu, upplyftir í andan- um eftir góðan hádegiskonsert. Sig.St.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.