Tíminn - 17.02.1987, Síða 19
Tíminn 19
Þriðjudagur 17. febrúar 1987
Búið er að leggja á borð og
gestgjafarnir Edda og Sonja
bara beðið eftir
Hjördís Hjartardóttir
fólagsráðgjafi hefur umsjón
með þættinum um réttarstöðu
og félagslega þjónustu á Rás 1
kl. 13.30 í dag.
Réttarstaða
og félagsleg
þjónusta
Kl. 13.30
í dag, í þættinum í
dagsins önn, verður
fjallað um réttarstöðu og
félagslega þjónustu í umsjá
Hjördísar Hjartardóttur.
Þetta efni, réttarstaða og
félagsleg þjónusta verður annan
hvern þriðjudag til umfjöllunar
og er markmið þáttanna að koma
á framfæri upplýsingum um
réttarstöðu fjölskyldunnar
innbyrðis og réttindum fólks
almennt til félagslegra úrræða.
Fyrsti þátturinn var fyrir hálfum
mánuði.
Byrjað er á því að taka fyrir
réttarstöðu við hjónaskilnað og
slit á óvígðri sambúð og verður
fjallað m.a. um forsjá barna,
umgengisrétt, eignaskipti,
meðlög o.fl.
Hlustendum er gefinn kostur
á að hringja inn spurningar að
lokinni útsendingu þáttarins
hverju sinni og einnig er hægt að
senda spurningarnar skriflega.
Umsjónarmenn leita svara við
þeim fyrirspurnum sem berast
og verður þeim útvarpað í næstu
þáttum. Þannig hafa hlustendur
áhrif á það hvert
umfjöllunarefnið verður hverju
sinni.
Fyrst um sinn verða
umsjónarmenn þessara þátta
tveir, þær Ásdís Skúladóttir og
Hjördís Hjartardóttir.
Fjörulalli
íMorgunstund
barnanna
Kl. 9.03
á virkum dögum er
Morgunstund
barnanna á Rás 1. Þar eru lesnar
sögur sem ungir hlustendur hafa
gaman af að hlusta á, en það
sama gildir líka um marga þá
sem eldri eru.
í gærmorgun byrjaði
Dómhildur Sigurðardóttir lestur
sögunnar „Fjörulalli" eftir Jón
Viðar Gunnlaugsson og heldur
hún áfram lestrinum í dag.
„Fjörulallar" kölluðust strákar
sem áttu heima í Fjörunni á
Akureyri á þeim árum sem erjur
milli stráka í ýmsum
bæjarhlutum stóðu með mestum
blóma. Þá áttust við „brekku-
sniglar" (bjuggu á brekkunni),
„Eyrar-púkar" (áttu heima á
Oddeyrinni), „þorparar"
(Glerárþorpsbúar) og
“fjörulallar".
Klassapíur
mættar til
leiks á ný!
Kl. 20.40
í kvöld mæta
Klassapíur aftur til
leiks á Stöð 2 en þær hafa verið
fjarverandi um hríð og hafa
margir saknað þeirra.
Konurnar fjórar sem ætla að
eyða efri árunum í áhyggjuleysi
í sólinni á Flórída hafa lag á því
að fá alls kyns tilbreytingu inn í
líf sitt.
Klassapíur hlutu Golden
Globe verðlaunin í ár sem besti
gamanþátturinn í sjónvarpi.
Islensk tón-
list undir
miðnættið
Kl. 23.30
strax eftir
endurflutning
leikritsins 19. júní, hefst
flutningur á íslenskri tónhst á
Rás 1.
Fyrst leikur Helga
Ingólfsdóttir sembalsónötu eftir
Jón Ásgeirsson. Þá verður „Úr
dagbók hafmeyjunnar" eftir
Sigurð E. Garðarsson í flutningi
Gunnars Björnssonar og David
Knowles á selló og píanó. Og að
lokum flytja þau Guðný
Guðmundsdóttir og Halldór
Haraldsson Fiðlusónötu eftir Jón
Nordal.
Offita og
megrunar- •
kúrar
meðal mála í Torginu
Kl. 17.40
í dag er Torgið á
dagskrá Rásar 1 að
vanda og fjallar um neytenda- og
umhverfismál í umsjón
Steinunnar Helgu Lárusdóttur.
Offita er lítt leysanlegt
vandamál margra og það er
meðal umfjöllunarefna í Torginu
í dag. Þar greinir Einar Ingi
Magnússon frá rannsóknum
innan félagsvísinda á þeim
persónulegu og félagslegu
þáttum sem taldir eru hafa áhrif
á holdafar fólks.
Gísh Einarsson, læknir ræðir
um megrunarkúra. Hann fjallar
m.a. um ástæðurnar fyrir því að
megrunarkúrar ganga yfirleitt
illa nema helst í byrjun og ræðir
um afleiðingar langvarandi
megrunar á heUsu fólks.
Þá verður stuttlega fjallað um
afleiðingar laxeldis á umhverfi
einkum með tilliti til
mengunarhættu. Gunnar Steinn
Jónsson hjá Hollustuvernd
ríkisins mætir í talstofu.
Kvöldkaffi í
Andrés Björnsson, fyrrverandi
útvarpsstjóri les
Passíusálmana á Rás 1 í ár.
Passíusálmar
Kl. 22.20
í kvöld les Andrés
Björnsson,
fyrrverandi útvarpsstjóri annan
Passíusálm á Rás 1 en lestur
Passíusálma hófst í gærkvöld.
Lestur Passíusálma á föstunni er
gróin hefð í útvarpinu og hafa
þeir verið lesnir árlega frá 1944.
Fyrstur tU að lesa Passíusálma
í útvarp varð Sicrurbjörn
Einarsson biskup, en meðal
þekktra lesara á seinni árum eru
Jón Helgason, Sigurður Nordal,
Sverrir Kristjánsson, Þorsteinn
ö. Stephensen, Árni
Kristjánsson og Halldór
Laxness.
Andrés Björnsson hefur lesið
sálmana einu sinni áður, en það
var fyrir réttum fjörutíu árum,
1947. Er ekki að efa að ýmsir
munu leggja eyru við lestri
Andrésar, enda hefur hann verið
einn helsti ljóðalesari útvarpsins
um áratugaskeið.
sitja þær Edda
Andrésdóttir og
SonjaB. Jónsdóttir við kaffiborð
í Sjónvarpinu ásamt gestum
sínum. Nú eru það nokkrir
kunnustu spaugarar landsins
sem þær stöllur spjalla við um þá
hst og atvinnu að koma fólki til
að hlæja.
Á nýliðnum vikum hafa þær
fengið að kaffiborðinu gesti til
viðræðna um kvenréttindamál,
það var á 80 ára afmælisdegi
Kvenréttindafélgs íslands, og
annar hópur ræddi um hvernig
fyrirbyggja megi að alnæmi verði
að farsótt hér á landi.
Bæði þessi kaffisamsæti vöktu
athygli og áframhaldandi
umræður manna á meðal og nú
er eftir að sjá hvort þannig
verður um þáttinn í kvöld.
Marta Unnarsdóttir er
íslandsmeistari
í vaxtarrækt
og mega margir
öfundahanaaf
þessum
spengilega og vel
þjálfaða líkama.
Hún á greinilega
ekki við offitu að
stríða.
Þriðjudagur
17. febrúar
6.45 Veöurfregnir. Bæn.
7.00 Fréttir.
7.03 Morgunvaktin - Jón Baldvin Halldórsson,
Sturla Sigurjónsson og Guðmundur Benedikts-
son. Fréttir eru sagðar kl. 7.30 og 8.00 og
veðurfregnir kl. 8.15. Tilkynningar eru lesnar kl.
7.25, 7.55 og 8.25. Guðmundur Sæmundsson
talar um daglegt mál kl. 7.20.
9.00 Fréttir.
9.03 Morgunstund barnanna: „Fjörulalli" eftir
Jón Viðar Guðlaugsson.. Dómhildur Sigurð-
ardóttir les (2). (Frá Akureyri).
9.20 Morguntrimm. Tilkynningar.
9.35 Lesið úr forustugreinum dagblaðanna.
9.45 Þingfréttir.
10.00 Fréttir.
10.10 Veðurfregnir.
10.30 Ég man þá tíð Hermann Ragnar Stefánsson
kynnir lög frá liðnum árum.
11.00 Fréttir.
11.03 Samhljómur. Umsjón: Þórarinn Stefánsson.
12.00 Dagskrá. Tilkynningar.
12.20 Fréttir.
12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar.
13.30 í dagsins önn - Félagsleg þjónusta.
Umsjón: Hjördís Hjartardóttir.
14.00 Miðdegissagan: „Það er eitthvað sem
enginn veit“. Líney Jóhannesdóttir les endur-
minningar sínar sem Þorgeir Þorgeirsson skráði
(5).
14.30 Tónlistarmaður vikunnar Clarence Gate-
mouth Brown.
15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar.
15.20 Landpósturinn Frá Suðurlandi. Umsjón:
Hilmar Þór Hafsteinsson.
16.00 Fréttir. Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Barnaútvarpið.
17.00 Fréttir.
17.03 Síðdegistónleikar: Tónlist eftir Ludwig
van Beethoven a. „Prometheus", forleikur op
43. Fílharmoníusveit Berlínar leikur; Herbert
von Karajan stjórnar. b. Sinfónía nr. 4 í B-dúr
op. 60. Columbía-sinfóníuhljómsveitin leikur;
Bruno Walter stjórnar.
17.40Torgið - Neytenda- og umhverfismál
Umsjón: Steinunn Helga Lárusdóttir.
Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Fréttir.
19.30Tilkynningar.
Daglegt mál.
Endurtekinn þáttur frá morgni sem Guðmundur
Sæmundsson flytur.
12.00 Lúðraþytur. Umsjón: Skarphéðinn H. Ein-
arsson.
20.40 íþróttaþáttur Umsjón: Ingólfur Hannesson
og Samúel örn Erlingsson.
21.00 Perlur. Gitte Hænning og Four Jacks.
21.30 Útvarpssagan: „Heymaeyjarfólkið" eftir
August Strindberg Sveinn Víkingur þýddi.
Baldvin Halldórsson les (4).
22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð
kvöldsins.
22.15 Veðurfregnir.
22.20 Lestur Passíusálma. Andrés Björnsson les
2. sálm.
22.30 Leikrit: „19. júní“ eftir Iðunni og Kristínu
Steinsdætur. Leikstjóri: Hallmar Sigurðsson.
Leikendur, Hanna María Karlsdóttir, Harald G.
Haraldsson, Vilborg Halldórsdóttir, Kristján
Franklín Magnús, Steinunn Þorsteinsdóttir,
Þóra Friðriksdóttir, Róbert Arnfinnsson, Herdís
Þorvaldsdóttir og RósaG. Þórsdóttir. (Endurtek-
ið frá fimmtudagskvöldi).
23.30 íslensk tónlist a. Sembalsónata eftir Jón
Ásgeirsson. Helga Ingólfsdóttir leikur. b. „Úr
dagbók hafmeyjunnar“ eftir Sigurð E. Garðars-
son. Gunnar BJörnsson og David Knowles leika
á selló og píanó. c. Fiðlusónata eftir Jón Nordal.
Guðný Guðmundsdóttir og Halldór Haraldsson
leika.
24.10 Fréttir. Dagskrárlok.
9.00 Morgunþáttur í umsjá Kolbrúnar Halldórs-
dóttur og Sigurðar Þórs Salvarssonar. Meðal
efnis: Tónlistargetraun og»skalög yngstu hlust-
endanna.
12.00 Hádegisútvarp með fréttum og léttri tónlist •
í umsjá Margrétar Blöndal.
13.00 Skammtað úr hnefa Stjórnandi: Jónatan
Garðarsson.
16.001 gegnum tíðina Þáttur um íslenska dægur-
tónlist í umsjá Ragnheiðar Davíðsdóttur.
17.00 Allt og sumt Helgi Már Barðason stjórnar
þætti með tónlist úr ýmsum áttum.
18.00 Dagskrárlok.
Fréttir eru sagðar kl. 9.00,10.00,11.00,12.20
15.00,16.00 og 17.00.
17.30-18.30 Svæðisútvarp fyrir Reykjavík og
nágrenni - FM 90,1
18.00-19.00 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og
nágrenni - FM 96,5 Trönur. Umsjón: Finnur
Magnús Gunnlaugsson. Fjallað um menningar-
líf og mannlíf almennt á Akureyri og í nærsveit-
um.
Þriðjudagur
17. febrúar
18.00 Villi spæta og vinir hans Fimmti þáttur.
Bandarískur teiknimyndaflokkur. Þýðandi
Ragnar Ólafsson.
18.20 Fjölskyldan á Friðrildaey. Tólfti þáttur.
Ástralskur framhaldsmyndaflokkur fyrir börn og
unglinga um ævintýri á Suðurhafseyju. Þýðandi
Gunnar Þorsteinsson.
18.45 íslenskt mál. Tólfti þáttur um myndhverf
orðtök. Umsjón: Helgi J. Halldórsson.
18.55 Sómafólk - (George and Mildred). 15.
Ferðahugur í fólki Breskur gamanmynda-
flokkur. Þýðandi Ólöf Pétursdóttir.
19.20 Fréttaágrip á táknmáli.
19.25 Poppkom. Umsjónarmaöur Þorsteinn
Bachmann.
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Fröken Marple (A Pocketful of Rye). Bresk
sakamálamynd í tveimur hlutum. Aðalhlutverk:
joan Hickson. Þýðandi Veturliði Guönason.
21.30 í kvöldkaffi. Edda Andrésdóttir og Sonja B.
Jónsdóttir spjalla við nokkra af kunnustu spaug-
urum landsins um þá list og atvinnu að koma
fólki til að hlæja.
22.15 Nútímaplágan eyðni (Panorama: Living
with AIDS) Bresk heimildamynd um þá ógn sem
mannkyninu stafar af eyðni. Fjallað er um
útbreiðslu sjúkdómsins og viðbrögð yfirvalda,
sérfræðinga, sjúklinga og almennings í Bret-
landi, Bandaríkjunum og Afríku.
23.05 Fréttir í dagskrárlok.
Þriðjudagur
17. febrúar
07.00-09.00 Á fætur með Sigurði G. Tómassyni.
Létt tónlist með morgunkaffinu. Sigurður lítur
yfir blöðin og spjallar við hlustendur og gesti.
Fréttir kl. 07.00, 08.00 og 09.00.
09.00-12.00 Páll Þorsteinsson á léttum nótum.
Palli leikur uppáhaldslögin ykkar. Afmæliskveðj-
ur, mataruppskriftir og spjall til hádegis. Síminn
er 61-11-11
Fréttirkl. 10.00, 11.00 og 12.00.
12.00-14.00 Á hádegismarkaði með Jóhönnu
Harðardóttur. Fréttapakkinn. Jóhanna og
fréttamenn Bylgunnar fylgjast með því sem
helst er í fréttum, spjalla við fólk og segja frá.
Fréttirkl. 13.00 og 14.00.
14.00-17.00 Pétur Steinn á réttri bylgjulengd.
Pétur spilar síðdegispoppið og spjallar við
hlustendur og tónlistarmenn.
Fréttir kl. 15.00, 16.00 og 17.00.
. 17.00-19.00 Hallgrímur Thorsteinsson í Reykja-
vík síðdegis. Hallgrímur leikur tónlist, lítur yfir
fréttirnar og spjallar við fólk sem kemur við sögu.
Fréttir kl. 18.00.
19.00-20.00 Tónlist með léttum takti.
20.00-21.00 Vinsældalisti Bylgjunnar. Helgi
Rúnar Óskarsson kynnir 10 vinsælustu lög
vikunnar.
21.00-23.00 Ásgeir Tómasson á þriðjudags-
kvöldi. Ásgeir leikur rokktónlist úr ýmsum
áttum.
23.00-24.00 Vökulok. Þægileg tónlist og frétta-
tengt efni í umsjá Braga Sigurðssonar frétta-
manns.
24.00-07.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Tónlist
og upplýsingar um veður.
0
<3.
STOÐ2
Þriðjudagur
17. febrúar
17.00 Bræðrabönd (Brotherly Love). Bandarísk
sjónvarpmynd frá CBS með Judd Hirch í
aðalhlutverki. Geðveikur maður losnar af hæli
og hyggst eyðileggja líf tvíburabróður síns.
18.30 Myndrokk.
19.00 Furðubúarnir Teiknimynd.
19.30 Fréttir.
20.00 í návígi. Yfirheyrslu- og umræðuþáttur í
umsjón Páls Magnússonar.
20.40 Klassapíur. (Golden Girls). Nú hefjast sýn-
ingar aftur á hinum bráðhressu Klassapíum, en
þáttur þessi hlaut Golden Globe verðlaunin í ár
sem besti gamanþáttur f sjónvarpi.
21.05 öfugt jafnrétti (Maid in America). Bandarísk
gamanmynd frá árinu 1982. Fjölskylda ræður
sér karlmann sem húshjálp og fylgir margt
spaugilegt í kjölfarið. Aðalhlutverk: Susan Clark
og Alex Karras
22.40 Bandaríski körfuboltinn (NBA). Umsjónar-
maður er Heimir Karlsson.
00.10 Dagskrárlok.
ÚTRÁS FM 88.6
Þriðjudagur
17. febrúar
10.00-12.00 Upp og niiur. Umsjón: Arnar Bjarnar-
son og Teitur Atlason (KV).
12.00-14.00 Matargat Umsjón: Tryggvi Thayer og
Ingi Þór Ólafsson (KV).
14.00-16.00 Smá Útrás. Umsjón: Páll Guðjónsson
og Viðar Halldórsson (FÁ).
16.00-18.00 Styrkur Umsjón: Sigurður Ólafsson
og Hallur Ingólfsson (FÁ).
18.00-20.00 Á Bakvakt Umsjón: Eva Ingadóttir og
Kristín Þorgeirsdóttir (FÁ).
20.00-22.00 Vinsældalistl Utrásar Umsjón: Birgir
Birgirsson og Arnar Erlingsson (FÁ)
'22.00-24.00 Afgangar. Umsjón: Trausti Kristjáns-
son og Ragnar Agnarsson (FÁ).