Tíminn - 17.02.1987, Page 20

Tíminn - 17.02.1987, Page 20
Ljúffengir réttir í hádeginu BAKKI VEITINGAHÚS Lækjargötu 8, sími 10340 Skaftahlíð 24 - Sími 36370 Rjúkandi morgunbrauð kl. 8 alla daga $ SAMBANDSFÓÐUR P \e 0 \b YAMAHA Vélsleðar og fjórhjól BUNADARDEILO SftMBANDSINS ÁRMÚLA3 REVKJAVÍK SÍMI 38900 T ^TV • lixninn Þriðjudagur 17. febrúar 1987 Jarðvegurinn undirbúinn fyrir stórframkvæmdir íslenskra verktaka í Kenýa: Möguleikar á verkefnum fyrir 2,6 milljarða kr. Iðnaðarráðherrar ríkjanna undirrituðu bókun um það í gær Iðnaðarráðherrarnir tveir undirrita bókunina í gær. - Tímamynd Pjetur. Albert Guðmundsson iðnaðarráð- herra og K.N.K. Biwott orku- og iðnaðarráðherra Kenýa undirrituðu í gær sérstaka bókun um samstarf rikjanna varðandi orkumál. Voru ráðherrarnir sammála um að efia það samstarf, sem þegar hefur átt sér stað. í bókuninni voru sérstaklega skil- greind þau verkefni á sviði orkumála þar sem sala á íslenskri sérþekkingu kæmi til greina. Þessi verkefni eru hagnýting jarðvarma til rafork- uvinnslu, hagnýting jarðvarma til annars en raforkuvinnslu og rafvæð- ing dreifbýlis. Þessum skilgreindu verkefnum fylgja síðan ákvæði um fjármögnu- narmöguleika, starfsgrundvöll ís- lenskra aðila í Kenýa og loks fram- kvæmd verkþátta. Þá voru á fundum ráðherranna skilgreind þau sérstöku verkefni, sem íslenskir aðilar búa yfir sérþekk- ingu á. Hér er um að ræða verkefni, sem áætlað er að kosti um 2,6 milljarða íslenskra króna. Loks kemur fram í bókuninni að fram- kvæmd málsins verður háð nánari og endanlegunt samningum fyrirtækja á íslandi og Kenýa. En þessi mál verða rædd frekar og samningarundirbúnirsíðar í Kenýa. Ásgeir Svanbergsson formaður viðræðunefndarinnar sagði í viðtali að þessi bókun væri mjög þýðingam- ikil fyrir íslenska ráðgjafar- og verkt- akastarfsemi. Þar væri einkum unt þrjú íslensk fyrirtæki að ræða, Virkir hf., Jarðboranir hf. og Orkustofnun erlendis, sem mundu taka þátt í samningum um sérstök verkefni, þegar Kenýumenn hafa sjálfir skil- greint þau frekar. Þá kom fram hjá Ásgeiri að Virkir hf. hefur í áratug sinnt umtalsverðri ráðgjöf í Kenýa um uppsetningu og þróun raforkuvinnslu með jarð- varnta, svonefnt Olkyara verkefni. Og nýlega hefði fyrirtækið samið um gerð reiknilíkans fyrir allt jarðhit- asvæðið. Líklega kæmi þó stærstur hluti verkefna í hlut Jarðborana hf. Bora þyrfti 30 holur og kostnaður við það gæti numið hátt á annan milljarð íslenskra króna. Loks sagði Ásgeir Svanbergsson að þarna gæti verið um verkefni til langs tíma að ræða, því endurnýja þyrfti borholur með ákveðnu árabili. ÞÆÓ Vestfiröir: Ákveðið að bíða efftir landsfundi - með ákvörðun um framboð Samtaka um jafnrétti á milli landshluta Á fundi manna innan Samtaka um jafnrétti milli landshluta scm haldinn var á sunnudag á ísafirði var tekin sú ákvörðun að fresta endanlcgri ákvörðun um fram- boð á Vestfjörðum. þar til lands- fundur samtakanna hefur verið haldinn. Niðurstaða fundar í Vestfjarðakjördæmi var sú að taka ákvörðun um framboð samhliða öðrum kjördæmum. Landsfundur verður haldinn næstkomandi sunnudag, svo frctni að Suðurlandskjördæmi, Vcstfirðir og Reykjavík sam- þykkja að taka þátt í stofnun nýs stjórnmálaflokks. Fundir í þeim kjördæmum verða haldnir í vik- unni. Landsfundurinn verður haldinn annað hvort á Selfossi eða Hveragerði að sögn Péturs Valdimarssonar formanns sam- takanna. ABS Söluviðræöur Islendinga og Sovétmanna: STÆRSTISÖLU- SAMNINGURÁLAG- METITIL ÞESSA - sem hefur verið gerður í einu lagi „Við erum búnir að ganga frá magni og verði sem við erum mjög ánægðir með, en það er auðvitað ekkert endanlegt fyrr én búið er að skrifa undir. Þetta ersamningur upp á tæpa 120 þúsund kassa af fjórum tegundunt lagmetis, gaffalbitum, þorsklifur, matjes síldarflökum og reyktum sfldarflökum. Heildarverð-' mæti samningsins er um 200 milljón- ir íslenskra króna eða tæplega 5 milljónir dollara. Þetta verður því stærsti samningur sem gerður hefur Kjördagur ákveðinn: Kosið þann 25. apríl Gengið hefur verið frá því að 25. apríl verður kjördagur í kosn- ingum til Alþingis í vor. Stein- grímur Hermannsson kynnti í gær formönnum flokkanna ákvörðun sína. Hann sagði í samtali viðTímann í gær að hann hefði ekki fengið nein andmæli við því. Nokkur þrýstingur var frá Sjálfstæðisflokknum á að hafa kjördag fyrr, en forsætisráðherra ákvað 25. apríl. Þá hefur náðst samkomulag um að annar laugardagur í maí verður hér eftir lögbundinn kjör- dagur. _ES verið við Sovétríkin í einu lagi. Við gerum okkur vonir um að gera viðbótarsamning til afgreiðslu á fjórða ársfjórðungi," sagði Rafn A. Sigurðsson stjórnarformaður Sölu- stofnunar lagmetis. Rafn sagði að Sölustofnun hefði ávallt lagt ntikla áherslu á samninga við Sovétmenn, því undir þeim væri afkoma verksmiðja víða á landinu komin að stórum hluta. Það verða verksmiðjur á Akureyri. Dalvík, Siglufirði, Húsavík, í Hafnarfirði og Vestmannaeyjum sem koma til með að framleiða lagmeti upp í þennan samning. Sovétviðskiptin eru um 25 til 30 prósent af heildarútflutningi alls lag-: metis. Verð á lagmeti til Sovétríkjanna hækkaði á síðasta ári um 16 til 20% frá árinu áður. Á sama tíma hcfur doliar lækkað um eina krónu, að sögn Rafns. Heildarútflutningur á lagmeti á árinu 1986 var um 4000 tonn að tollverðmæti um 850 milljónir. Það er um 18% verðmætaaukning frá árinu 1985. Theodor S. Halldórsson fram- kvæmdastjóri Sölustofnunar lagmet- is og Ásbjörn Dagbjartsson frá Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins fóru til Moskvu um helgina til þess að ganga frá ýmsum tæknilegum atriðum varðandi samninginn, svo sem texta á dósalokum, vigtun og fleiru og ef allt gengur samkvæmt áætlun ljúka þeir samningum og koma heim í lok vikunnar. ABS INokknr af efstu inonnuin a frambodslista I ramsoknarflokksins ■ Keykjavik. Frá vinsfri: Finnur Ingólfsson, Guðrún Alda Harðardóttir, Sigríður Hjartar, Guðmundur G. Þórarínsson, Anna Margrét Valgeirsdóttir, Valdimar K. Jónsson og Sigfús Ægir Árnason. (Tímamynd SvcrHr) Framboðslistinn ákveðinn Framboðslisti Framsóknarflokksins í Reykjavík var ákveðinn á fulltrúaráðsfundi framsóknarfélaganna í Reykjavík í gærkvöld. Eftirtaldir skipa fyrstu 10 sæti listans. Listinn í heild er birtur á bls. 5. 1. Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur. 2. Finnur Ingólfsson, aðstoðarmaður sjávarútvegs- ráðherra. 3. Sigríður Hjartar, lyfjafræðingur. 4. Halla Eiríksdóttir, hjúkrunarfræðingur. 5. Sigfús Ægir Árnason, framkvæmdastjóri. 6. Anna Margrét Valgeirsdóttir, starfsmaður félags- miðstöðvar. 7. Þór Jakobsson, veðurfræðingur. 8. Guðrún Arna Harðardóttir, fóstra. 9. Helgi S. Guðmundsson, markaðsfulltrúi. 10. Valdimar K. Jónsson, prófessor. Sölusamningar íslendinga og Sovétmanna um freðfisk: Viðræöum frestað „Við áttum mjög gagnlegar vtð- ræður við Sovétmennina. Það var ákveðið að fresta viðræðum um tíma nú á föstudaginn á meðan mál færu í frekari athugun og við væntum þess að við höfum niðurstöður úr þessum viðræðum fyrir mánaðamót. Þetta var allt heldur jákvætt en ekki hægt að ganga frá viðræðum," sagði Ólaf- ur Jónsson hjá Sjávarafurðadeild Sambandsins en hann fór út til viðræðna við Sovétmenn um sölu á frystum fiski. Enn eiga Islendingar nokkuð í land með að uppfylla eldri samning við Sovétmenn sem kvað á um útflutning á um 20 þúsund tonnum. Enn vantar um 6000 tonn uppá til þess að sá samningur verði uppfyllt- ur. Vegna lækkunar dollars hafa sölusamningar við Sovétmenn síð- asta ár orðið óhagstæðari en gert var ráð fyrir. Viðræður nú fólust m.a. í því hvernig staðið yrði að því að uppfylla eldri samninginn og einnig um magn af fiski í ár. Ólafur vildi ekkert láta uppi um samningaviðræðurnar en sagði ljóst að samningurinn frá í fyrra væri ekki í samræmi við stöðuna í dag og það væri hluti af því sem rætt var um við Sovétmcnn. Ekkert er ákveðið um form á áframhaldandi viðræðum en Ólafur sagði að þegar búið væri að skoða mál nánar, yrði haft samband við Sovétmenn og þá yrði séð hver framvinda mála yrði. ABS

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.