Tíminn - 19.02.1987, Qupperneq 1

Tíminn - 19.02.1987, Qupperneq 1
í STUTTU MÁLI... ÞRÖSTUR LEÓ Gunnarsson, leikari, hlaut nýlega viðurkenningu úr Afmælissjóði Leikfélags Reykjavíkur. Markmið sjóðsins er „að uppörva ungt leikhúsfólk, sem vinur sína fyrstu sigra á leiksviði Leikfélags Reykjavíkur". Áður hafa leikararnir Hjalti Rögnvalds- son og Hanna María Karlsdóttir fengið viðurkenningu úr sjóðnum. Formaður sjóðstjórnar er Sveinn Einarsson, fyrr- verandi leikhússtjóri. BYLGJAN, eða íslenska, út- varpsfélagið, hefur fenaið leyfi Útv- arpsréttarnefndar til ao opna nýja úvarpsrás. Að sögn forsvarsmanna mun sú stöð, þegar hún fer í loftið, eiga að höfða til annars hóps en hlustar á Bylgjuna. Nýja rásin verður með sama hlustunarsvæði og Bylgjan, eða suð- vestur hornið. SNJÓTROÐARI Ólafsfirð- inga náðist upp í fyrradag. Tíminn skýrði frá því að hann hefði fallið niður | gegnum ís á Ólafsfjarðarvatni síðast- liðinn sunnudag og tveir menn sem § voru við stjórn sluppu heilir á húfi. Björgunin tókst mjög vel. Útbúinn var nokkurskonar sleði undir troðar- | ann. Bitar voru reknir undir beltin og 1 boltaðir saman. Um þrjú hundruð j metra taug var fest i sleðann og í (5 Payloader sem stóð á landi. Fyrst í | stað braut troðarinn ísinn undan sér, 1 en á endanum reis hann upp úr | vatninu og hefur nú verið komið inn á verkstæði þar sem kannaðar eru ; skemmdir þær sem urðu vegna I óhappsins. Troðarinn er nýr í eigu Ólafsfirðinga en hefur verið í notkun í einkaeign i | Þýskalandi frá því hann var smíðaður árið 1979. Troðarinn hafði verið í > . notkun á Ólafsfirði í hálfan mánuð þegar óhappið átti sér stað. VIÐ AÐRA UMRÆÐU á frumvarpi til laga um breytingar á kosnincjalögum kom fram breytingartil- laga fra Steingrími Hermannssyni for- sætisráðherra. Hér er um að ræða tillögu sem felur í sér ákvæði til bráoabirgða um að kjördagur við al- mennar alþingiskosningar í ár verði laugardagurinn 25. apríl. í nefndaráliti kosningalaganefndar, sem Páll Pétursson mælti fyrir í neðri deild í gær, er kveðið á um að kjördagur skuli vera annar laugardagur í maímánuði. SPRENGJUGABB reynt í gærmorgun á Akureyri. Var hringt til lögreglunnar og tilkynnt um sprengju en ekki tilgreint hvar henni , hefði átt að vera komið fyrir. Fyrr skellti skálkurinn á. Lögreglan rakti símtalið til almenningssíma í kaffihúsi en ekki hefur enn tekist að hafa uppi á þeim sem hringdi. „ B er er hver að baki, nema þar sé Jaki! “ BBSaBMBMHBMBBaaMMHi Fræöslustjóramálið á Alþingi: Alþýðubandalagið bjargar stjóminni Frávísunartillaga sjálfstæðismanna samþykkt í neðri deild Atkvæðagreiðsla um frávísunar- tillögu Ólafs G. Einarssonar for- manns þingflokks sjálfstæðis- manna á frumvarp um rannsóknar- nefnd skipaða af Hæstarétti til að athuga samskipti menntamálaráð- uneytisins og fræðslustjóraembætt- is fór fram í neðri deild Alþingis í gær. Úrslit atkvæðagreiðslunnar voru þau að tuttugu og einn þingmaður Með nýjum sveitarstjómarlög- um hefur verið ákveðið að svokall- aðar héraðsnefndir taki við verk- efnum sýslufélaga og að sýslu- nefndir verði lagðar niður í síðasta lagi í árslok 1988. Þar með eru sýslusjóðir lagðir niður, en þeir hafa fengið fjármagn frá hreppum viðkomandi sýslu. Á fulltrúaráðsfundi Sambands fsl. sveitarfélaga í Borgarnesi á morgun og laugardag verður rætt samþykkti frávísunartillöguna, en sautján voru á móti. Þingmenn Sjálfstæðisflokks í deildinni voru einhuga fylgjandi tillögunni en þingmenn Álþýðu- flokks og Kvennalista einhuga á móti henni. Þingmenn Alþýðu- bandalags og Framsóknarflokks skiptust í afstöðu sinni. Það má segja að afstaða tveggja þingmanna Alþýðubandalags hafi um hvermg tekið verður á þessum málum, m.a. hvernig héraðsnefnd- ir verða stofnaðar og hvar þær eiga að fá fjármagn. Á fundinum verða einnig lögð fram drög að frumvarpi um fram- haldsskóla, en það mál er nú búið að vera á döfinni á annan áratug. Nýlega hefur stjórnskipuð nefnd skilað af sér þessum frumvarps- drögum. „Heildarniðurstaða þessara til- ráðið úrslitum um að frávísunartil- lagan var samþykkt. Guðmundur J. Guðmundsson greiddi atkvæði með frávísunartil- lögunni, m.a. á þeirri forsendu að ekki hefði verið um mistök fræðslu- stjórans að ræða í ráðstöfun fjár heldur ásetningur. Þá greiddi Garðar Sigurðsson ekki atkvæði og Hjörleifur Guttormsson hafði . fjarvistarleyfi. lagna er sú að sveitarfélögin hætti þátttöku í rekstri fjölbrautaskól- anna en verði áfram þátttakendur í stofnkostnaði. Ríkið tæki að sér allan rekstrarkostnað og á núvirði er talið að þetta þýddi 135 milljónir króna aukaútgjöld fyrir ríkið,“ sagði Magnús E. Guðjónsson framkvæmdastjóri Sambands ísl. sveitarfélaga. ABS Þingmenn Framsóknarflokksins skiptust einnig í afstöðu sinni. Ráðherrar flokksins, þeir Steing- ríntur Hermannsson, Alexander Stefánsson og Halldór Ásgríms- son, og Ólafur Þ. Þórðarson sögðu já við tillögunni, en Ingvar Gísla- son, Guðmundur Bjarnason, Stef- án Valgeirsson, Stefán Guðmunds- son, Páll Pétursson og Þórarinn Sigurjónsson sögðu nei við frávís- unartillögunni. Þeir þingmenn Framsóknar- flokksins sem voru á móti tillög- unni byggðu andstöðu sína einkum á því að slík frávísunartillaga væri andstæð þingvenjum, óeðlilegt væri að frumvarpið fengi ekki eðli- lega umfjöllun á Alþingi. Ingvar Gíslason ítrekaði að hér væri ekki um vantraust að ræða heldur gagn- rýni á tiltekið embættisverk og sagðist hann ekki skilja ofurkapp sjálfstæðismanna í þessu máli. Steingrímur Hermannsson og Ólafur Þ. Þórðarson töldu hins vegar óeðlilegt að Hæstiréttur hefði afskipti af málinu með nefnd- arskipun, þegar Sturla Kristjáns- son hefði sjálfur vísað málinu til dómstóla. Með þessari afgreiðslu er frum- varp Ingvars Gíslasonar o.fl. út úr myndinni, en afgreiðslu bíða hins vegar tvær þingsályktunartillögur um sama mál. ÞÆÓ Rauði krossinn: Styrkir fórnarlömb eldsvoða Um er að ræöa fólk sem i missti allt sitt í bruna á Völlum í Mýrdal og Freyjugötu Rauði krossinn hefur nú lagt fram og safnað 250 þúsund | krónur fyrir fjölskylduna á Völlum í Mýrdal sem missti ' allt sitt þegar heimili hennar brann nú fyrir nokkru. Strax daginn eftir brunann lagði Rauði krossinn fram 100 þús- und krónur til Rauðakross- deildarinnar í Vík í Mýrdal. Deildin setti af stað söfnun í héraðinu. Rauðakrossdeildin á Kirkjubæjarklaustri fylgdi fordæmi Víkverja og safnaði líka. Einnig var tekið við frjáls- um framlögum á skrifstofunni í Reykjavík. Ung kona missti allt sitt í eldsvoða sem varð nýlega á Freyjugötu í Reykjavík. Rauði kross íslands lagði fram fimm- tíu þúsund krónur til Reykj- ; , avíkurdeildarinnar og mun hún taka við frjálsum framlögum j næstu daga. Reykjavíkurdeild- in er til húsa að Öldugötu 4 og síminn er 2 82 22 og er opið á ! venjulegum skrifstofutíma. Margeir Pétursson tekur i hönd Viktors Kortschnois, en þeir tefla hvor gegn öðrum í 1. umferð mótsins. Kortschnoi er stigahæsti þátttakandinn á mótinu. Portisch glottir íbygginn. (Tímamynd: Pjetur) IBM - skákmótiö: Dregið um töfluröð Fyrsta umferð IBM-skákmóts- ins, sterkasta móts sinnar tegund- ar sem haldið hefur verið á ís- iandi, hefst í dag klukkan 16.30 á Hótel Loftleiðum. Mótið er hald- ið í tilefni af 20 ára afmæli fynrtækisins. Meðalstigatala keppenda er 2583 ELO-stig. í gærkvöld komu saman til fundar og til að draga um töfluröð allir tólf þátttakendur í mótinu. í fyrstu umferð tefla saman eftir- taldir: Jón L. Ámason, 2540, og Helgi Ólafsson, 2550. Margeir Pétursson, 2535, og Viktor Kortschnoi, 2625. Nigel Short, 2615, og Ljubomir Ljubojevic, 2620. Jan H. Timman, 2590, og Simen Agdestein, 2560. Lajos Portisch, 2610, og Mikhail Thal, 2605. Og loks Jóhann Hjartar- son, 2545, og Lev Polugaévskí, 2585. þj Sambands ísl. sveitarfélaga: HERAÐSNEFNDIRI STAÐ SÝSLUNEFNDA - en hvað kemur í stað sýslusjóða sem hafa fjármagnað ýmsar framkvæmdir í sýslunum til þessa?

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.