Tíminn - 19.02.1987, Síða 2

Tíminn - 19.02.1987, Síða 2
2 Tíminn Fimmtudagur 19. febrúar 1987 Samningafundur byggingarmanna og atvinnurekenda með ríkissáttasemjara í dag: Viljum færa taxta nær greiddu kaupi - og halda starfsaldurshækkunum og flokkum, segir Benedikt Davíösson, formaöur Samtaka byggingarmanna Meistarasamtök byggingamanna og atvinnurekendur halda fyrsta samningafund sinn með ríkissátta- Forkeppni í „freestyle“ Forkeppnin í „freestyle“ dönsum verður haldin í byrjun mars. í úrslit- um keppa sigurvegarar í forkeppn- inni. Keppnisflokkarnir verða tveir, annars vegar einstaklingsdans og svo hinsvegar hópdans. Allir ung- lingar, 13-17 ára geta tekið þátt en þátttökutilkynning verður að berast þrem dögum fyrir keppni. Keppnis- staðirnir verða átta talsins og er hægt að hafa samband við Tónabæ til þess að fá upplýsingar. Úrslitakvöldið verður svo haldið í Tónabæ og verður sjónvarpað frá því. Glæsileg verðlaun verða í boði. Þátttakend- um er bent á það að panta æfinga- tíma sem fyrst til þess að forðast mikinn biðtíma. Hægt er að panta tíma á viðkomandi keppnisstað. HR/starfskynning semjara í dag og hefst sá fundur kl. 9.30. Að sögn Benedikts Davíðsson- ar hefur kröfugerð samtakanna legið fyrir síðan í október á síðasta ári og er einfaldlega sú að færa taxta nær greiddu kaupi.“Krafan er ekki nánar útfærð en þetta, en þetta á að taka mið af launakönnun Kjararannsókn- arnefndar frá síðastliðnu vorisagði Benedikt. Ekki vildi Benedikt segja til um hvað taxtakaup muni hækka mikið, verði það fært nær raunveru- lega greiddu kaupi.“ Þetta eru nokk- uð margir taxtar sem um getur verið að ræða.Eftir starfsaldursþrepum geta þetta verið um 30 taxtar." Taldi Benedikt að þetta yrði nokk- uð á svipuðum nótum og samningar prentara „því þeir halda sínum starfsaldurshækkunum og flokkum og það er einmitt það sem við erum að gera ráð fyrir líka. Að forminu til er þetta svipað og þeir hafa verið að gera.“ Nokkur félög innan samtakanna hafa aflað sér verkfallsheimildar, eins og Trésmíðafélag Reykjavíkur, Trésmíðafélag Akureyrar, Félag byggingariðnaðarmanna í Hafnar- firði og Iðnsveinafélag Suðurnesja. - phh Dýpkunarskipið Hákur hefur verið í Ólafsfjarðarhöfn frá því í haust. Nú hefur loksins fengist fiárveitine til framkvæmda. 6 Tímamynd Ö.Þ. Ólafsfjarðarhöfn: HÁKUR HÁMAR í SIG 18 ÞÚSUND RÚMMETRA Hefur beðið fjárveitingar frá í haust Dýpkunarskipið Hákur hefur leg- ið í Ölafsfjarðarhöfn frá því í haust. Fyrirhugað hefur verið að skipið dýpki höfnina um allt að átján þúsund rúmmetra. Nú hefur loksins verið gengið frá fjárveitingu og hægt verður að hefja framkvæmdir innan skamms. Koma nýs togara til Ólafs- fjarðar, fyrrum Merkúr, rekur á eftir framkvæmdum við höfnina. Togarinn nýi ristir dýpra en önnur skip heimamanna og verður því að dýpka höfnina. Líklegt er talið að togarinn komi til hinnar nýju heima- hafnar um mánaðarmótin apríl - mars. Togarinn Merkúr er í eigu Sæbergs hf. á Ólafsfirði. - ES Um 13% raunverðshækkun á hálf u ári - í kjölfar 25% verðlækkunar á hálfu öðru ári Fasteignaverð hækkaði að raun- gildi í kringum 13% frá því í apríl til nóvember á síðasta ári, samkvæmt uppiýsingum frá Fasteignamatinu. í apríl var fasteignaverðið hið lægsta sem mælst hefur á þessum áratug og hafði þá lækkað um ca 25% frá haustinu 1984 miðað við lánskjara- vísitölu. Þróunina frá nóvember hef- ur Fasteignamatið enn ekki upplýs- ingar um. En 10-15% verðhækkun frá áramótum er höfð eftir Stefáni Ingólfssyni, fyrrv. deildarstjóra FR í, Þjóðviljanum s.l. þriðjudag. Miðað við það gæti fasteignaverði nú farið að svipa til þess er það var árið 1984, sem var hátt, þó fasteignaverð hafi verið enn hærra árið 1982. Athygli vert er að síðari hluta ársins 1984 hækkaði verð 4ra her- bergja íbúða um 10-20% umfram aðrar íbúðastærðir, eða um 30% í krónum talið, sem samsvarar um 22% hækkun þeirra að raunvirði. Verð 2ja herbergja íbúða, sem komst upp í að vera 25% hærra á hvern fermetra en í stærri íbúðum er hins vegar aðeins orðið um 8-10% hærra nú. Sú mikla raunhækkun fasteigna- verðs sem orðið hefur síðan í apríl í fyrra er enn ein hinna stóru sveiflna sem gengið hefur yfir fasteignamark- aðinn á undanförnum áratug. Þessar sveiflur vega orðið mun þyngra fyrir kaupendur/seljendur síðan flest húsnæðislán urðu verðtryggð og halda þannig sínu verðgildi óháð öllum verðsveiflum á eignunum er þau hvíla á. Raunverulegur eignar- hluti húseigenda minnkar eða stækk-. ar mun meira en verðsveiflunum nemur. Taka má dæmi af 2ja milljóna króna íbúð í apríl með 1,5 millj. kr. áhvílandi verðtryggðum lánum. Við 20% verðhækkun fram í nóvember hefur verð íbúðarinnar hækkað í 2,4 millj. en skuldin í um 1,6 millj. kr. Eignarhluti eigandans hefur því vax- ið úr 500 í 800 þús. þetta hálfa ár, eða um 60%. í tilvikum sem talað var um í fyrra, þar sem uppfærðar skuldir á íbúðum voru orðnar hærri en markaðsverð þeirra geta raun- verðshækkanirnar að undanförnu hafa núið dæmunum við. í fréttabréfum Fasteignamatsins er að finna dæmi um þær gífurlegu verðsveiflur sem átt hafa sér stað á undanförnum árum: „Svo virðist sem fasteignaverð í Reykjavík á 1. ársfjórðungi 1982 hafi verið hærra en áður hefur mælst og útborgun sömuleiðis..“ Fram kemur að frá 1979 til 1982 hafi íbúðaverð á höfuð- borgarsvæðinu hækkað um 40% um- fram byggingarkostnað og að notað- ar fjölbýlishúsaíbúðir hafi 1982 verið seldar yfir byggingarkostnaði. Frá sept. 1981 til sama tíma 1982 hafði verð 3ja herbergja íbúða t.d. hækk- að um 105%, almennt fasteignaverð um rúmlega 90%, en vísitala bygg- ingarkostnaðar „aðeins“ um 64%. Þetta var sögð meiri hækkun fast- eignaverðs en dæmi voru til um áður. í apríl 1983 eru fjölbýlishúsaíbúð- ir sagðar hafa lækkað um 11% að raunvirði frá sama tíma árið áður. í október 1983 er verðið sagt um 20% lægra en ári áður, miðað við láns- kjaravísitölu. Síðan varð 4-5% hækkun fram í febrúarmánuð 1984. Verðþróun 3ja herb. íbúða árin 1982-1986: Meðal- stærð Söluv. þús. kr. Verð ferm. M.vísit. jan 1987 V.ferm. jan1987 Sept. 1981 74,2 m2 462 - 6.200 2.720 - 36.460 Apríl 1982 79,4 m2 741 - 9.300 3.460 - 43.430 Sept. 1982 78,2 m2 947 - 12.100 3.680 - 47.070 Febr.1983 73 m2 1.000 - 13.800 3.060 - 42.230 Febr.1984 76,4 m2 1.462 - 19.500 2.690 - 35.880 Ágúst 1984 76,5 m2 1.564 - 20.800 2.690 - 35.780 Febr. 1985 75,2 m2 1.673 - 22.500 2.490 - 33.530 Nóv.1985 75,3 m2 1.799 - 24.500 2.160 - 29.470 Maí 1986 78,2 m2 2.000 - 26.100 2.190 - 28.530 Meðalsöluverð 3ja herbergja blokkaríbúða í Reykjavík og fermetraverð þeirra í einstökum mánuðum síðustu 5 árin. í tveim öftustu dálkunum er verðið síðan uppreiknað eftir lánskjaravísitölu til janúar 1987. Sjá má að verðið var gífurlega hátt 1982 en náði botni vorið 1986. Ef t.d. 950 þús. króna íbúð hefði verið fjármögnuð með 70% verðtryggðu láni haustið 1982 væri lánsupphæðin nú uppreiknuð eftir lánskjaravísitölu nær 2,6 millj. kr., eða mun hærri en meðalverð álíka íbúðar í árslok 1986. Tekið skal fram að í töflunni er um söluverð að ræða en ekki reiknað til staðgreiðsluverðs á hverjum tima. Sömuleiðis að verð á 3ja herbergja íbúðum getur hafa þróast öðru vísi frá einum tíma til annars en verð annarra íbúðastærða. „Lottó sýnist geta verið réttnefni þegar litið er á hversu gífurlegar sveiflur fasteingamarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu tekur með skömmu millibili. Miðað við 3 þús. seldar íbúðir á ári getur verðlækkun/ hækkun numið yfir 1.000 milljónum króna til eða frá. Línuritið sýnir mánaðarlegar breytingar á föstu verði (miðað við lánskjaravísitölu) frá 2. ársfjórðungi 1984. Línan 100 miðast við verðið í janúar 1984. Línuritið er samsett úr línuritum frá Fasteignamatinu fram til 2. ársfjórðungs 1986, en Tíminn hefur bætt við þróuninni fram í nóvember miðað við upplýsingar fengnar hjá Fasteignamatinu. Haf i verðhækkanir síðan verið verulegar gæti fasteignaverði nú verið farið að svipa til þess er það var fyrrihluta árs 1984. Fasteignaverð (miðað við láns- kjaravísitölu) gekk síðan upp og niður árið 1984, eins og sjá má á meðfylgjandi línuriti, sem sýnir mánaðarlega þróun raunverðs fast- eigna á höfðuborgarsvæðinu frá 2. ársfjórðungi 1984 til 4. ársfj. 1986. Frá 4. ársfjórðungi 1984 til sama tíma 1985 hrapaði fasteignaverð um 21%. Og enn hélt það áfram að lækka fram í apríl 1986 þegar það varð hið lægsta um áraraðir, sem fyrr greinir. Síðan hefur það verið stöðugt uppávið á ný, sem margir telja nýja húsnæðislánakerfinu að þakka/kenna, sem kunnugt er. Augljóst er að hin mikla raun- verðshækkun að undanförnu getur sett strik í reikninginn hjá þeim mörgu er hugleiða kaup á sinni fyrstu íbúð. Líklegt er hins vegar að hún sé kærkomin mörgum þeim sem keyptu íbúðir á árunum 1981-1984, sem fram til síðasta vors sáu skuldir sínar stöðugt hækka meira en verð- gildi íbúðanna sem þær hvíldu á - en það dæmi hefur nú snúist við, sem fyrr segir. T.d. sýnist Ijóst aðmiklum fjárhæðum getur hafa munað fyrir þá sem voru í greiðsluvanda á síðasta ári hvort þeir neyddust til að selja íbúðir sínar s.l. vor eða ekki fyrr en undir lok þess, samanber dæmið um 2ja milljóna króna íbúðina hér að framan. -HEI

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.