Tíminn - 19.02.1987, Síða 3

Tíminn - 19.02.1987, Síða 3
Fimmtudagur 19. febrúar 1987 Tíminn 3 ' a iSIÍi Hvalvíkin lestaði í gær tólf þúsund pakka af skreið í Keflavík og heldur því næst til Vestmannaeyja. Alls mun skipið sigla með 30 þúsund pakka af skreið til Nígeríu. Tímamynd Sverrir Skreiðarútflutningur Skreiðarsamlagsins: Hvalvíkin fer um íandið og lestar30.000 pakka Selt í gegnum Decacia International Ltd. Flutningaskipið Hvalvíkin var í gær í Keflavíkurhöfn að lesta um tólf þúsund pakka af skreið. Skipið hafði áður tekið fimm þúsund pakka í Reykjavíkurhöfn, sem komu úr Hafnarfirði. Lestun átti að ljúka í Keflavík í gærkvöldi. Þá heldur skipið á aðrar hafnir en gert er ráð fyrir að alls sigli skipið með þrjátíu þúsund pakka af skreið til Nígeríu. Skipið mun lesta skreið í Vest- mannaeyjum, á Austurlandi og Snæfellsnesi. Búist er við því að skipið verði fulllestað í lok næstu viku. Það er Skreiðarsamlagið sem flytur skreiðina út. Ólafur Björnsson er stjórnarformaður samlagsins. Tíminn spurði Ólaf hvort banka- ábyrgðir hefðu fengist fyrir skreið- ina. „Það eru engar bankaábyrgðir fyrir þessu. Þetta er selt í samvinnu við breska fyrirtækið Decacia Int- ernational Ltd. Öll skreiðin fer í þúsund pakka faktúrur. Decacia munu snara út fyrir tollinum strax svo skreiðin fer strax í land. Það sem ekki selst fljótlega fer í kæligeymsl- ur,“ sagði Ólafur. Fyrirtækið Decacia hefur ekki áður haft milligöngu um sölu á skreið en hefur hinsvegar skipt við íslendinga áður. Sagði Ólafur að Decacia hefði svipuð sambönd og Uni lever hafði í Nígeríu á sínum tíma. „Áhættan í þessari sölu er hverf- andi. Það gefur augaleið að þessi skreið verður ekki seld annarsstaðar en í Nígeríu og við höfum ákveðið forskot að vera komnir með hana niður eftir,“ sagði Ólafur -ES Siguröur Haraldsson, kosningastjóri Framsóknarflokksins á Noröurlandi eystra: „Steingrímur tilbúinn að hitta Stefánsmenn" „Ekki orðið var viö úrsagnir" í viðtali við Tímann í gær sagði Haraldur M. Sigursson kosninga- stjóri sérframboðs Stefáns Valgeirs- sonar, að búast mætti við hundruð- um úrsagna úr Framsóknarflokkn- um. í framhaldi af þessari frétt leitaði Tíminn álits Sigurðar Har- aldssonar kosningastjóra Framsókn- arflokksins á Norðurlandi eystra á þessum ummælum. „Ég hef ekki orðið var við þessar úrsagnir úr Framsóknarflokknum sem kosningastjóri Stefáns talar um og ég bið menn að taka allar fullyrð- ingar um þær með fyrirvara. Það getur varla styrkt stöðu okkar framsóknarmanna að ganga úr flokknum og því síður styrkir það kjördæmið að kljúfa Framsóknar- flokkinn. Hann hefur verið sá póli- tíski styrkur sem kjördæmið hefur getað treyst á. Með því að sundra honum er verið að vinna gegn hags- munum þess. Þetta bið ég framsókn- armenn að athuga vel áður en þeir taka einhverjar skyndiákvarðanir um úrsögn." Hvað fannst þér um að Steingrím- ur skyldi neita stuðningsmönnum Stefáns um viðtal? „Hér var ekki um neitt viðtal að ræða heldur einhvers konar leiksýn- ingu, og ég er alveg sammála þeirri afstöðu sem Steingrímur og Páll tóku. Þeir sáu ekki ástæðu til að taka þátt í einhverri fjölmiðlasýningu þarna fyrir utan Hótel KEA þar sem við vorum með vinnufund. Ég vil hins vegar taka það fram að Steingrímur hefur marg oft ítrekað að hann sé reiðubúinn að hitta þá Stefánsmenn hvenær sem er og ræða málefnalega við þá. Mér er kunnugt um að hann hefur boðist til að koma hingað norður og hitta þá á laugar- daginn 28 febrúar, strax og hann kemur af Norðurlandaráðsþingi." Hvað viltu segja um þann klofning sem orðinn er? „Klofningurinn er tilkominn fyrir tilstilli þessara manna sjálfra. Þeir eru að fá fólk til að ganga úr Framsóknarflokknum af einhverjum hefndarhug. Ég fæ ekki séð að það geti verið flokknum eða íbúum þessa kjördæmis til heilla. Við höfum kosið að vera ekki að munnhöggvast um þessi mál í fjöl- miðlum og svo sem sjá má hafa það verið Stefánsmenn sem reynt hafa að æsa til ófriðar á þeim vettvangi. Við hefðum kosið að heyja kosningabaráttu við þá á sama grundvelli og við aðra flokka. Ég vil hins vegar segja það um okkar lista að um hann er heilmikil stemmning. Það eru afskaplega margir sem vilja vinna að framgangi listans enda að margra áliti einn best samansetti listinn sem flokkurinn býður fram á landinu, m.a. sá eini sem er með konu í öðru sæti. Að henni er nú vegið. Það er vissulega hart að vita til þess að með framboði sínu hafi Stefán ákveðið að ráðast gegn henni sérstaklega og er augljóst að allt tal hans um jafnrétti og aukinn hlut kvenna í pólitík er tóm sýndarmennska.“ Eyönlfaraldurinn: Baráttuáætlun yfirvalda kynnt Bæklingar og „skimanir" Heilbrigðisyfirvöld hafa kynnt áætlun sína í baráttu við sjúkdóm- inn eyðni í ár. Þegar hefur hluta áætlunarinnar verið hrint í framkvæmd. Unnið er að útgáfu fjölda bæklinga og hafa sumir þeirra þcgar litið dagsins ljós. Von er á bæklingi um eyðni í mars og verður hann prentaður í áttatíu þúsund eintökum. Bæklingur um notkun smokka verður gcfinn út. Minnisstæður er mörguni nvút- kominn bæklingur Samtaka '78 sem hlaut nokkra umræðu. Þá verður á næstunni tekin í notkun rannsóknarstöð þar sem hægt verður að rannsaka blóð, eða skima, þeirra sem landlæknir og fleiri hafa ákveðið að skulu mót- efnamældir. Þegar hefur verið á- kvcðið að skima blóð þeirra, scm leita læknis vegna kynsjúkdóms, kvenna við fyrstu mæðraskoðun og kvenna sem gangast undir fóstur- eyðingu. Þá hefur sá mögulciki verið ræddur að allir þeir sem leggist inn á sjúkrahús verði mót- efnamældir. Hin nýja rannsóknar- stöð sem tekin verður í gagnið fljótlega mun gera þessar skoðanir mögulegar. -ES Aukafjárveiting vegna fræðslu? Ragnhildur Helgadóttir heil- brigðisráðherra sagði á blaða- mannafundi scm haldinn var vegna eyðni í gær að hún hefði rætt við fjármálaráðherra vegna hugsan- legrar aukafjárveitingar vegna fræðslustarfs yfirvalda í baráttunni við eyðni. Ragnhildur sagði að Þorsteinn Pálsson fjármálaráð- herra hefði tekið vel í þá beiðni. Á nýsamþykktum fjárlögum var framlag ríkisins samþykkt 5,3 milljónir króna til fræðslustarfs vegna eyðni. En framlög koma víðar en frá ríkinu í baráttunni. Aðstandendur ísafoldar prentsmiðju eru nú að vinna bækling unt eyðni. Verður bæklingurinn gefinn út á kostnað prentsmiðjunnar. Um er aö ræða 32 síðna bækling sem Haraldur Briem smitsjúkdómalæknir og Guðjón Magnússon aðstoðarland- læknir hafa veitt sérfræðilega ráð- gjöf við útgáfu á. Útkoma bæklingsins tefst nokk- uð þar scm farmannaverkfall setti strik í reikninginn varðandi papp- írspantanir prentsmiðjunnar. Bíða vcrður eftir að pappír komi tii landsins og er von á útkomu bækl- ingsins eftir um það bil átta vikur. ' -ES Landlæknir um eyðnibaráttuna: Líklega hægt að hefta útbreiðslu - svo framarlega að smitleiðir breytist ekki „Ef smitleiðir breytast ekki frá því sem-mi er vitað, er mjög líklegt að unnt verði aö hefta útbreiðslu veikinnar meðal þcss fólks scm er í áhættuhópunum og er móttæki- legt fyrir fræðslu," sagði landlæknir á funj.fi með fréttamönnum í gær, þar sem barátta gegn eyðni var kynnt. Ólafur Ólafsson, landlæknir ræddi meðal annars um hverjir væru í áhættuhópi framtíðarinnar. Hann sagði það ljóst að erfitt yrði að ná til þeirra scm vegna lítillar menntunar, skilningsleysis eða skorts á vilja og gctu ná ekki að tileinka sér fræðsluna. „Ekki er víst að bæklingar og fjölmiðlafræðsla nái vel til þess fólks og því verður að grípa til annarra ráða. Það verður að leita það uppi og freista þess með öllum ráðum að gera því Ijósa hættuna. Samkvæmt upplýsingum lögreglu og SÁÁ cru t.d. á ferðinni fimmtán til tuttugu unglingsstúlkur sem eru háðar fíkniefnum og stunda m.a. vændi,“ sagði'Ölafur. Tíminn hafði samband við lög- regluyfirvöld vegna orða Jandlækn- is um vændi. Þar fengust þau svör að sá kvittur hefði komið upp fyrir um tveimur árum, að unglings- stúlkur hefðu stundað vændi. Það mál hefði hinsvegar verið kannað og ekki reynst eiga við rök að styðjast. -ES KOSNINGASKJÁLFTIÁ NORÐURLANDIEYSTRA Frá Halldóri Inga Ásgeirssyni fréttarítara Tím- ans á Akureyri: Óhætt er að segja að kosninga- skjálfta sé farið að gæta á Norður- landi eystra, Sturlumálið svokallaða í algleymi og aldrei hefur verið jafn mikið framboð af listum. Nú þegar hafa Framsóknarflokkur, Sjálf- stæðisflokkur, Alþýðubandalag og Samtök jafnréttis og félagshyggju sem er sérframboð Stefáns Valgeirs- sonar gengið frá listum sínum. Al- þýðuflokkur, Kvennaframboð og Flokkur mannsins eru að leggja - 7-9 listar í boði síðustu hönd á sína lista þessa dag- ana. Bandalag jafnaðarmanna er enn óráðin gáta en heimildir Tímans herma að þeir bandalagsmenn hafi fullan hug á framboði og telji rauna að útreið flóttamannsins Kolbrúnar Jónsdóttur í prófkjöri Alþýðu- flokksins beri þess ekki merki að hún hafi tekið með sér stuðnings- menn BJ frá því í síðustu kosning- um. Norðurland eystra á nú 7 þing- menn en samkvæmt nýjum kosn- ingalögum verða þeir ekki nema sex á næsta kjörtímabili. Ljóst þykir því að barátta flokkanna verður jafnvel enn harðari en í undangengnum kosningum og kosningamaskínur flokkanna gefi atkvæðum lítinn frið á kjördag. Loks bendir nú flest til þess að einstaklingar innan Samtaka um jafnrétti landshluta muni bjóða fram í kjördæminu en framboð þessa nýja flokks verður endanlega ákveðið á landsfundi nú um helgina.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.