Tíminn - 19.02.1987, Side 4

Tíminn - 19.02.1987, Side 4
4 Tíminn Fimmtudagur 19. febrúar 1987 v Nýsmíði og endurbætur fiskiskipa 1985 og 1986: Suðvesturhornið fékk 42% af lánum Fiskveiðasjóðs - fyrirliggjandi lánsloforð til endurnviunar • fiskiskipa nema 647 milljónum króna Óafgreidd lánsloforð hjá Fisk- veiðasjóði námu yfir 2.000 milljón- um króna í árslok 1986. Þar af voru um 1.600 millj. kr. vegna fiskiskipa og eru 647 millj. vegna nýsmíði og innflutnings, en lánveitingar til þeirra hluta hafa nær engar verið síðustu tvö árin. Afgreidd lán hjá Viskveiðasjóði árið 1986 voru sam- tals um 922 millj. kr. á verðlagi í ársbyrjun, sem samsvara mundi um 1.058 millj. kr. í byrjun þessa árs. Fjárfestingar í fiskiskipum eru áætlað- ar um 1.950 millj. kr. árið 1986 og um 1.400 millj. kr. í fiskvinnslu - einnig miðað við janúarverðlag 1986. Um 0,7% hækkun byggingarvísitölu: HURÐAVERÐ UPP UM 8% Byggingarvísitalan hækkaði um 0,68% frá janúar til febrúar, en sú hækkun mundi samsvara 8,5% verðbólgu á heilu ári. Raunveruleg hækkun byggingar-’ vísitölu síðustu 12 mánuði er 15,2%. Athyglivert er að rúmlega helmingur af hækkun vísitölunn- ar nú, eða 0,4%, stafa af 8% verðhækkun sem orðið hefur á innihurðum milli janúar og febrúarmánaðar. Framangreint kemur fram í skýrslu um fjárfestingar og lánveit- ingar Fiskveiðasjóðs til veiða og vinnslu árin 1982-1986, sem sjávar- útvegsráðherra hefur lagt fram á Alþingi. 1 kjölfar umræðna um að allt sé á niðurleið í sjávarútvegi á suðvestur- horninu er athyglivert að sjá að af samtals 1.262 millj. kr. lánveitingum Fiskveiðasjóðs til fiskiskipa síðustu tvö ár fóru 352 millj. í Reykjanes- kjördæmi, eða tæp 28% og rúmlega 42% heildarupphæðarinnar til Reykjaness og Reykjavíkur. Á þess- um stöðum voru árið 1985 um 36% fiskiskipastólsins miðað við brúttó- lestir en 28% af fjölda skipa. Sunn- lendingar fengu 204 millj. af þessu lánsfé en um helmingi minna fór í hvert hinna kjördæmanna fimm. Lánveitingarnar þessi tvö ár fóru að lang mestum hluta til endurbóta á fiskiskipum. Þess má geta að þær 53 millj. sem veittar voru vegna nýsmíða fóru í Reykjaneskjördæmi. Fyrirliggjandi lánsloforð til nýsmíða og kaupa upp á 647 millj. eru því mikil breyting frá síðustu árum. Virðast því margir hyggja á endurbæt- ur skipa sinna, því miðað er við að afkastageta fiskiskipaflotans aukist ekki. Af lánum Fiskveiðasjóðs til fisk- vinnslustöðva - samtals um 407 millj. 1985-86, hefur hlutfallslega lang mest farið til Vestfjarða og raunar á það við um allt tímabilið frá 1982. -HEI Tafla 3: Fiárfe»ting 1 veiðum oí vinn«lu 1982-87. Verðlav I an. 1986 (millj. kr ) Ðráðab. Aaetlun Spá 1982 1983 1984 1985 1986 1987 Fiskveidar Fiskiskip 1.223 946 778 89 1.960 1.950 Endurbaetur fiskiskipa 614 619 618 978 Samtals 1.737 1.464 1.296 1.067 1.950 1.960 Fiskvinnala Byggingar 713 676 489 419 1.400 1.400 Vélar og taeki 481 413 727 916 1.194 989 1.216 1.336 1.400 1.400 Tafla . . Afgreidd lán Fiskveiðasjáðs til fiskiskip a (verðlag jan- 1986) bús. kr. 1982 1983 1984 1986 1986 2) Landið allt 704.861 1.221.634 271.737 683.173 678.763 Suðurland 42.847 17.264 13.944 68.009 136.137 Reykjanes 161.481 102.696 67.314 107.514 244.115 Reykjavík 31.948 24.881 2.293 117.406 63.812 Vesturland 49.630 116.636 20.661 60.499 51.297 Vestfirðir 131.631 607.179 115.692 79.341 21.929 Norðurl.vestra 231.064 47.826 2.184 46.314 68.717 Nordurl.eystra 8.642 19.610 37.853 64.606 29.816 Austurland 67.828 386.822 21.997 49.586 62.940 2) Rétt er að geta þess að óafgreidd lánsloforð Fiskveiðasjóðs í árslok 1986 námu 1.601 millj.kr. þar af 647 millj. kr. vegna nýamíði og innflutninga fiikukipa. Guðmundur G. Þórarinssun efsti maður á lista flokksins í Reykjavík, við hlið hans situr kona Kristjáns Benediktssonar, Svanlaug Ermenr- eksdóttir og fylgist spennt með skemmtiatriðum. Kristján situr innst við borðið.» Tímamyndir Pjetur Eftir átið. Við borðið sitja, fjær á myndinni, Jón Kr. Kristinsson, Gissur Pétursson formaður SUF, Finnur Ingólfsson annar maður á lista flokksins í Reykjavík og Sigríður kona Eiríks Valssonar, en hann situr gegnt henni og sést votta fyrir honum. Þorsteinn Ingvason er næst til vinstri Framsóknarfélögin í Reykjavík: Framsóknarfélögin í Reykjavík blótuðu Þorra hressilega um síðustu helgi. Að sjálfsögðu var borinn fram hinn hefðbundni Þorramatur með öllu tilheyrandi og einkennandi fyrir blót þessi. Vel kæstur hákarl og snafs settu svip sinn og lykt á hófið öðru fremur eins og vani er þegar slíkar samkundur fara fram. Fjöl- mennt var og góðmennt að því er menn sögðu þegar leið á blótið. „Blótmaster" eða veislustjóri var Kristinn Finnbogason framkvæmda- stjóri Tímans. Senuna átti þó án vafa Jóhannes „Steingrímur" Kristjánsson eftirherma og grínisti. Að sjálfsögðu hermdi hann eftir forsætisráðherra og tókst sem vana- lega mjög vel. Dansað var síðan fram á nótt, enda ekki seinna vænna þar sem Þorri er senn allur. Marserað eftir matinn. Alfreð Þorsteinsson marserar hér með Sigrúnu | Magnúsdóttur borgarfulltrúa. Blótuðu Þorra í Þórscafé FRÉTTAYFIRUT BEIRUT - Múslimar úr hópi Amalhreyfingar sjíta sögðust hafa aflétt fjögurra mánaða umsátri um þrjár flóttamanna- búðir Palestínumanna í Líban- on. Samkvæmt heimildum inn- an Amalhreyfingarinnar var opnað fyrir umferð inn í Bourj Al-Barajneh og Shatila búðirn- ar í Beirút og Rashidiyeh búð- irnar ( Suður-Líbanon. Sjítar börðust hinsvegar hatramm- lega í Vestur-Beirút við vinstri- sinnaða hópa þar. MOSKVA - Kona andófs- mannsins Anatoly Koryagins, sem sovésk stjórnvöld hafa leyst úr fangelsi, beið eftir að hann kæmi til fjölskyldu sinnar. Fjölskylda gyðingsins og andófsmannsins losif Begun hélt á hinn bóginn áfram að krefjast lausnar hans. AÞENA - Andreas Papand- reou forsætisráðherra Grikk- lands hefur að nýju staðið af sér verkfallsaðgerðir gegn hin- um óvinsælu sparnaðarráð- stöfunum ríkisstjórnar sinnar en ekki þykir líklegt að hann efni til kosninga á þessu ári. JERÚSALEM - Palest- ínskur leigubílstjóri var drepinn eftir að hann keyrði á og slas- aði tvo ísraelska hermenn. Mikil spenna oa ólæti hafa einkennt ástandið á hinum her- tekna Vesturbakka síðustu ell- efu dagana. JÓHANNESARBORG- Kosningabaráttan í Suður-Afr- íku harnaði í gær þegar Dennis Worrall, fyrrum sendiherra landsins í Bretlandi, gagnrýndi .opinberlega hinn ráðandi Þjóð- arflokk undir forystu P.W. Botha forseta. Worrall sagði af sér í síðasta mánuði vegna óánægju með framgang endurbóta á aðskilnaðarstefn- unni. Hann hefur boðið sig fram sem óháður þingmaður fyrir kosningarnar þann 6. maí sem eingöngu eru ætlaðar hvítum íbúm landsins. PEKÍNG - Deng Xiaoping æðsti ráðamaður í Kína sagði að breytingar (forystu komm- únistaflokksins væru engin ógnun við „ráðandi stefnu". Það var fréttastofan Nýja Kína sem frá þessu skýrði.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.