Tíminn - 19.02.1987, Page 7

Tíminn - 19.02.1987, Page 7
Fimmtudagur 19. febrúar 1987 Tíminn 7 VETTVANGUR Af umhverfismálum Nú eins og endranær eru hvers konar umhverfismál ofarlega á baugi innan Framsóknarflokksins. Það er mjög eðlilegt þar sem flokkurinn hefur jafnan kennt sig ' við græna litinn í litrófinu. Verið talinn grænn flokkur. Þessum málaflokk er stundum skipt í tvennt, ytri umhverfismál og innri umhverfismál. Ég ætla í fyrstu að fjalla um þau ytri. Þrátt fyrir það að við búum á afskekktri og fámennri eyju úti í reginhafi er okkur skylt að fylgjast með þeim mikla vanda sem flestar þjóðir eiga við að stríða vegna mengunar andrúmsloftsins og næg- ir að minna á eyðingu skóga í Evrópu í því sambandi. Mengun af útblástri bifreiða er eitt vandamálið og nú nýverið var ástandið í sumum borgum V- Þýskalands svo alvarlegt af þessum sökum, að í tvo daga í röð var bannað að aka um á einkabifreið- um. Fyrir nokkrum misserum var gerð athugun á mengun af bifreið- um í ýmsum borgum Evrópu og kom þá í ljós, að ástandið í Reykja- vík var síst betra en annars staðar, enda tökum við sveitafólkið eftir því þegar við heimsækjum höfuð- borgina okkar, að við þurfum sí og æ að vera að þvo okkur um hend- urnar. Frá Noregi heyrum við um mengun af völdum fiskeldis enda er vesturströnd Noregs af náttúr- unnar hendi mjög lokuð fyrir úthafs- straumum. Skerjagarðurinn gefur Norðmönnum sérstakar aðstæður til hafræktar (havbruk) en hefur jafnframt í för með sér þetta vandamál. Hér á Eyjafjarðarsvæðinu hefur mengun frá stóriðju verið mikið til í sumum þorpum og bæjum hefur nánast orðið bylting hvað þessi mál varðar á ör- fáum árum. Þar hefur verið plantað trjám, götur malbikaðar og af- markað ákveðið úti- vistarsvæði fyrir al- menning. umfjöllunar á undanförnum árum og sýndist sitt hverjum. Sennilega voru þó flestir sam- mála um það, að ef niðurstöður rannsókna leiddu í ljós verulega mengunarhættu, þá væri álver við Eyjafjörð út í hött. Nú er þessi framkvæmd ekki lengur inni í um- ræðunni og verður að öllum líkind- um ekki næstu árin, þannig að ástæðulaust er að viðhafa há- stemmdar yfirlýsingar um málið að svo stöddu. Það sem okkur fslendingum hrýs hvað mest hugur við varðandi þessi mál er hugsanleg mengun hafsins umhverfis landið. Hvar værum við stödd ef þar yrði stórslys og útflutn- ingur okkar á fiski yrði fyrir áfalli eða ég tala nú ekki um ef hann legðist af? (Það er kannski ljótt að setja þá hugsun á prent sem stund- um kemur upp í huga mér, en hún er sú að það þyrfti slys af slíku tagi til þess að íslendingar allir sem einn áttuðu sig á því á hverju við lifum og af hverju við höfum gjaldeyristekjur). Margt fleira væri ástæða til að nefna varðandi mengunarmál en ég læt það ógert að þessu sinni. Öllum hlýtur að vera ljóst að mikil verðmæti geta farið í súginn ef ekki er rétt á málum haldið og því leggur Framsóknarflokkurinn áherslu á að fylgja þarf ströngum Núverandi ríkisstjórn ákvað snemma á starfsferli sínum að komið skyldi á sam- ræmdri heildarstjórn umhverfismála undir forustu félagsmálaráð- herra. Þrátt fyrir þá ákvörðun hefur niður- staðan orðið sú að ein- stakir ráðherrar Sjálf- stæðisflokksins hafa verið ófúsir til þess að láta nokkra málaflokka úr eigin ráðuneyti og snúist gegn öllum til- lögum félagsmálaráð- herra. reglum um umgengni og nýtingu lands, lofts og lagar. Innri umhverfismál gætum við nefnt þau mál sem snúa að hvers konar útivist, umgengni og snyrti- mennsku í sveitum og bæjum. Eitt af því sem hefur veruleg áhrif á andlega og líkamlega velferð fólks er möguleiki þess á að stunda útivist í fögru umhverfi. Á undanförnum árum hefur víða verið tekið til hendinni til að gera umhverfið meira aðlaðandi fyrir manneskjuna. f sumum þorpum og bæjum hefur nánast orðið bylt- ing hvað þessi mál varðar á örfáum árum. Þar hefur verið plantað trjám, götur malbikaðar og af- markað ákveðið útivistarsvæði fyr- ir almenning. Sömu sögu er að segja um sveita- bæi, þarhafaorðiðmiklarframfar- ir í umgengni og sveitarstjórnir virðast vera orðnar meira meðvit- aðar um allt sem viðkemur um- gengni. Þetta er þróun í rétta átt, en betur má ef duga skal. Nýlega lögðu 8 þingmenn Fram- sóknarflokksins fram tillögu til þingsályktunar um samræmda heildarstjórn umhverfismála. Meg- intilgangur tillöguflutningsins er sá, að sameinuð verði innan eins ráðuneytis yfirstjórn helstu þátta umhverfismála. Hugmyndin er sú að innan félagsmálaráðuneytis verði sérstök skrifstofa sem hafi með þessa málaflokka að gera og eftir það nefnist ráðuneytið um- hverfis- og félagsmálaráðuneyti. Eins og nú háttar skiptist yfir- stjórn þeirra málaflokka, sem eðli málsins samkvæmt ættu að teljast til umhverfismála milli margra ráðuneyta. Núverandi ríkisstjórn ákvað snemma á starfsferli sínum að komið skyldi á samræmdri heildar- stjórn umhverfismála undir forustu félagsmálaráðherra. Þrátt fyrir þá ákvörðun hefur niðurstaðan orðið sú að einstakir ráðherrar Sjálf- stæðisflokksins hafa verið ófúsir til þess að láta nokkra málaflokka úr eigin ráðuneyti og snúist gegn öll- um tillögum félagsmálaráðherra. Þess vegna er áðurnefnd þings- ályktunartillaga komin fram. Varðveisla umhverfisgæða á ekki að fela í sér boð og bönn á öllum sviðum heldur virkt eftirlit sem stuðlar ýmist að verndun eða hófsamri nýtingu náttúru og auð- linda með tilliti til langtímamark- miða. Það hlýtur því að vera til mikilla bóta að eitt ráðuneyti fari með heildarstjórn umhverfismála, á það leggjum við framsóknar- menn áherslu. Valgerður Sverrisdótfir. lllllll 1111 VEIÐIHORNIÐ ‘ llllllllllllllllllllllllllillllllllllllllllilll^^ lllllllllllllllllllllllllllllll 111111111111111 lllllllllllllllllllllllllll IIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIllllllllllllllllllllllllll llllllllllllllllllllllllllllllllllUlllllllllllllllllll Nytjar Veiðivatna í hendur Skaftár- tungumanna Það urðu áreiðanlega félögum í Veiðifélagi Landmannaafréttar mik- il vonbrigði þegar dómur féll í auka- dómþingi fyrir nokkru. Þá var Skaft- ártungumönnum dæmdur umráða- réttur að unganum úr veiðiaðstöð- unni í Veiðivatnaklasanum. Upphaf þessa máls má rekja til kröfu Skaft- ártunguhrepps um að mörk milli afréttar þess hrepps og tveggja hreppa í Rangárvallasýslu og tveggj a jarða í Rangárvallahreppi yrðu ákveðin með dómi. Séu mörkin sem dómþingið ákvað athuguð með tilliti til Veiðivatna- svæðisins, kemur í ljós, að flest bestu veiðivötnin lenda austan lín- unnar eða í hendur Skaftártungu- mönnum. Þannig er ástatt um besta veiðivatnið í klasanum Stóra- Fossvatn. Þá má nefna Stóra-Skála- vatn, Litla-Skálavatn, Litlasjó, Litla-Fossvatn og Ónýtavatn. Auk þess eru á svæði austan línu: Hraun- vötn, Grænavatn og einnig verða Skaftártungumenn aðilar að Þór- isvatni, þar sem línan fer yfir innsta hluta botnlangans hjá Útigöngu- höfða. Þá liggur línan yfir Langa- vatn, svo að báðir aðilar eiga þar veiðirétt. Á sínum tíma urðu málaferli vegna deilna um veiðirétt þar sem ýmsir töldu að vötnin á afréttinum væru opin öllum til afnota. Á tíma- bili virtist þessi skoðun vera býsna útbreidd, enda þótt engin slík silungsvötn séu til í landinu, sbr. ákvæði lax- og silungsveiðilaga og eldri ákvæði, vatnalög frá 1923. Áhugi kom þá fram hjá bændum í Landssveit að koma á veiðifélagi um vötnin á Landmannaafrétti. Af þessu varð þó ekki þar sem óvissa ríkti um hverjir hefðu veiðiafnotin í vötnunum. Véfengdurvareinkarétt- ur Landmanna, sem þeir sjálfir töldu sig eiga, til veiða í vötnum á afréttin- um. Þar áttu hlut að máli bændur í Holtahreppi og Rangárvallahreppi. Stjórnvöld báru ekki brigður á rétt bænda gagnvart veiðinni og öðrum búskaparnytjum á afrétti, en töldu hins vegar að ríkið ætti afrétt- arlandið. Hæstaréttardómur í árslok 1981 hafnaði eignarréttskröfu ríkis- ins um afréttinn vegna skorts á lagagrundvelli. Alþingi á því næst leik, setning löggjafar um þessi efni, ef lyktir eiga að fást um það hver eigi afréttarlandið. Með dómi Hæstaréttar 1955 var ákveðið, að íbúar Landmanna- hrepps, Holtahrepps og býlanna Næf- urholts og Hóla í Rangárvallahreppi hefðu sameiginlgan veiðirétt í vötnunum, enda þótt Hæstiréttur teldi eignarrétt þessara aðila ekki sannaðan. Þetta leiddi síðar til þess að umræddir aðilar stofnuðu veiði- félag um vötnin árið 1965 og voru aðilar frá 103 jörðum úr fyrrgreind- um hreppum. Veiðifélag Landmannaafréttar hefur frá byrjun til þessa staðið fyrir útleigu á veiðivötnunum og stundað fiskirækt. Þá hefur félagið búið í haginn fyrir veiðimenn með því að koma þar upp aðstöðu til gistingar og dvalar, annaðhvort í samvinnu við Ferðafélag fslands eða eitt sér. Reist hafa verið nokkur veiðihús við vötn- in og veiðivörður er þar á hverju sumri. Óhætt er að fullyrða, að þessi starfsemi hafi verið með ágætum enda gott skipulag á hlutunum. f Veiðivatnaklasanum eru 23 stöðuvötn og silungar í 17 þessara vatna. Auk þess eru innan veiðifé- lagsins á Landmannaafrétti sunnan Tungnár 16 stöðuvötn, en í flestum þeirra er silungur. Fyrrgreindur dómur hafði engin áhrif á vötnin sunnan Tungnár. í upphafi var þess getið, að dóms- uppkvaðningin hafi orðið mikil von- brigði fyrir aðilana í Rangárvalla- sýslu. Sjálfsagt hafa Skaftártungu- menn orðið ánægðir með að ná þessum árangri, sem raun ber vitni í baráttu sinni fyrir því að rétta af mörkin á afréttinum. Víst er að þeir sem urðu að láta af hendi veiðirétt munu stefna með málið í Hæstarétt í von um betri útkomu þar, en þeir fengu á Aukadómþinginu í Hafnar- firði í desember síðastliðnum. eh

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.