Tíminn - 19.02.1987, Qupperneq 8
8 Tíminn,
SPEGILL
Hertogynjan af York
Það er ekki eintóm sól og sæla
að vera tengdadóttir Elísabetar
Bretadrottningar og hertogynja.
Það hefur Sarah fyrrum Ferguson
og nú hertogynja af York fengið að
reyna og svíður undan.
Foreldrar Söruh skildu á sínum
tíma og móðir hennar settist að í
Argentínu. Hún giftist þarlendum
manni og heitir núna Susan
Barrantes. Og þar stendur hnífur-
inn í kúnni, Bretar og Argentínu-
menn hafa ekki tekið aftur upp
stjómmálasamband eftir Falk-
landseyjastríðið, sem Andrew
prins tók reyndar þátt í, og þess
geldur Sarah. Hún fær ekki að
heimsækja móður sína.
Þessi .napurlega staðreynd rann
ekki upp fyrir Söruh fyrr en fyrir
nokkru þegar hún frétti af móður
sinni á gjörgæsludeild sjúkrahúss í
Buenos Aires. Hún hafði dottið af
hestbaki og hlotið alvarlega
áverka, þótti reyndar tvísýnt um líf
hennar. Og Sarah gat ekki einu
sinni fengið fréttir af líðan hennar
frá fyrstu hendi, óveður hafði slitið
niður símalínur að búgarði stjúpa
hennar. Auðvitað vildi Sarah kom-
ast til móður sinnar á þessari
stundu, en því miður varð svarið
að vera nei. Sjálf Margaret Thatc-
her varð að svara bón Söruh neit-
andi.
Það voru erfiðir dagar hjá Söruh
á meðan ekki var séð hvernig
móður hennar reiddi af og hún
varð sjálf að vera víðs fjarri.
Sarah hertogynja af York varð!
að sinna opinberum skyldum!
þó að henni væri þungt um
hjartarætur.
Susan Barrantes er
mikil hestakona en
nærri lá að hest-
aástin kostaði hana
lífið. Hún býr á
búgarði í Argent-
ínu og þangað fær
dóttir hennar ekki
að heimsækja
hana.
Agutter:
FráþviW'—dón“
inni >'Var LeVSt töluvert i
'sstss**?
11 ára ao
kvikmyndum
Það er nokkuð síðan að í sjón-
varpi hér á landi voru þættir sem
nefndust „Börnin við járnbraut-
ina“ og þóttu vandaðir og skemmti-
legir. í þessum þáttum lék Jenny
Agutter - þá 16 ára - en hún er í
dag 34 ára kvikmyndastjarna í
Hollywood.
- Það var mesta lán sem ég hef
orðið fyrir, segir Jenny Agutter í
viðtali, að vera valin í aðalhlutverk
í „Börnin við járnbrautina", því
eftir það gekk mér allt í haginn.
Jenny sagðist þó fyrst hafa fengið
hlutverk í kvikmynd þegar hún var
11 ára, en það var í mynd sem hét
„East of Sudan“.
Jenny Agutter fæddist 20. des-
ember 1952 í Taunton í Somerset
í Englandi. Nú býr hún í stóru
lúxushúsi í Hollywood Hills við
Los Angeles í Bandaríkjunum.
Hún segir reyndar, að það sem fari
mest af öllu í taugarnar á sér í
Hollywood sé lífsmáti fólks þar, -
óðagotið og óhófið á öllum sviðum.
„Það er mikilvægt fyrir þá sem vilja
halda jafnvægi í lífinu, að sogast
ekki inn í hringiðuna,“ sagði
Jenny. Hún er áhugasöm um
heilsufæði, og uppáhalds drykkur
hennar er geitamjólk og jurtate
(þó ekki saman). Einnig segist hún
vera „sjúk í súkkulaði", og láta
eftir sér að borða töluvert af því,
þó það tilheyri alls ekki heilsufæð-
is-prógramminu.
Ein frægasta myndin sem Jenny
hefur leikið í var „Varúlfur í
London“, sem margir muna eftir
sem mjög spennandi hryllings-
mynd. Það er ekki nema von að 1
áhorfendur fengju hroll í sig þegar
aðalpersónan, þ.e.a.s. Jenny sjálf,
Jenny Agutter hefur komið sér vel
fyrir í Hollywood, - en líkar ekki
glaumurinn þar og glysið
var lengi að jafna sig eftir upptök-
urnar því hún varð hvað eftir
annað svo hrædd og slegin svo
miklum óhug!
Einnig varð fræg mynd sem
Jenny Agutter lék í í Ástralíu og
sýnd hefur verið hér í sjónvarpi og
heitir „Eldvígslan“.
í kvikmyndablaði fengum við
þær upplýsingar um Jenny Agutt-
er, að hún hefði græn/brún augu og
brúnt hár. Hún væri ógift, - en ætti
kærasta og tvo ketti, hún stundaði
yoga, hefði gaman af að taka
1 íAcrr»\/r»Hir naro \/íA HiiHrnr!
Fimmtudagur 19. febrúar 1987
Fimmtudagur 19. febrúar 1987
Tíminn 9
ÍÞRÓTTIR
Molar
■ CARL LEWIS ólympíu-
meistarinn fjórfaldi í frjálsum
íþróttum náði aðeins þriðja sæti
á stóru frjálsíþróttamóti um helg-
ina. Honum tókst samt að stela
senunni, hann gerði sér lítið fyrir
og söng bandaríska þjóðsönginn
einn og án aðstoðar annars en
míkrafóns fyrir framan nær
15.000 áhorfendur.
■ MARITA KOCH hlaupa-
drottningin frá Rostock í A-
Þýskaiandi virðist hætt við að
hætta, hún er skráð á bandaríska
meistaramótið í frjálsum íþrótt-
um f lok þessa mánaðar.
Koch sagði fyrir skömmu að
hún væri hætt keppni vegna þrá-
látra meiðsla.
■ STEFAN EDBERG frá Sví-
þjóð er tekjuhæsti tennisleikari
heims um þessar mundir og er
hann með helmingi hærri laun en
sá sem næst kemur, Tim Mayotte
frá Bandaríkjunum. í kvenna-
flokki er Hana Mandlikova frá
Tékkóslóvakíu langhæst en Zina
Garrison frá Bandaríkjunum
kemur næst. Martina Navratilova
sem talin er sú besta kemur í 3.
sæti í „peningaröðinni" og Ivan
Lendl frá Tékkóslóvakíu sem er
meðal efstu manna í árangri er
aðeins 11. f peningaröðinni.
Mandlikova og Edberg hafa
unnið sér inn svipaða upphæð,
um 6,5 millj. ísl. kr.
■ MICHEL PLATINI, franska
knattspyrnustjarnan hjá Juventus
hefur stofnað sjóð til styrktar
eiturlyfjasjúklingum. Hann er
ætiaður til hjálpar ungum eitur-
lyfjasjúklingum sem vilja losna
við eiturlyfin og mun þeim einnig
verða hjálpað um vinnu í 1/2 - 1
ár. Platini sem sjáifur hefur aldrei
komið nálægt eiturlyfjum segist
gera þetta þar sem hann eigi börn
sjáifur og vilji hjálpa öðrum
bömum.
V . ■-1,
■ READING sigraði Hudders-
field með 3 mörkum gegn 2 í leik
liðanna í 2. deild ensku knatt-
spyrnunnar í fyrrakvöid. Leikur-
inn átti upphafiega að vera á
dagskrá 29. nóvember en var
frestað.
■ SKOTAR sigruðu íra með 4
mörkum gegn 1 í leik liðanna í
Evrópukeppni landsliða U-21 árs
íknattspyrnu ífyrrakvöld. Skotar
hafa forystu í 7. riðli, eru með 4
stig en Belgar og írar hafa 1 stig.
■ EDMONTON OILERS hafa
bestu stöðuna f íshokkýdeild
þeirra Bandaríkjamanna. Þeir
hafa 79 stig og eru efstir í Smy the-
deildinni. Philadelphia Fiyers eru
efstir í Patrickdeildinni með 74
stig, Hartford Whalers í Adams-
deildinni með 64 stig og Detroit
Red Wings leiða Norrisdeildina
með 56 stig.
■ VRENI SCHNEIDER frá
Sviss er í efsta sæti í kvenna-
keppni heimsbikarkeppninnar á
skíðum með 230 stig, Maria Wall-
iser landa hennar kemur fast á
hæla hennar með 229 stig og
Birgitte Oertli frá Sviss er þriðja
með 174 stig. Fjórða svissneska
stúlkan, sjálf Erika Hess kemur
svo í 4. sæti með 130 stig.
Knattspyrna:
Landsliðið til Kuwait
fslenska knattspyrnulandsliðið mun leika
tvo landsleiki gegn liði Kuwait þar í landi á
næstunni. Leikið verður fimmtudaginn 26.
og laugardaginn 28. febrúar. Sigfried Held
landsliðsþjálfari og Guðni Kjartansson að-
stoðarlandsliðsþjálfari hafa valið eftirtalda
leikmenn til þátttöku í leikjunum:
Markverðir:
Bjami Sigurðsson Brann.......
Friðrik Friðriksson Fram.....
Aðrir leikmenn:
Ágúst Már Jónsson KR.........
Landsleikjafjöldi:
................ 15
................. 5
................ 8
Guðni Bergsson Val ....
Gunnar Gíslason Moss . .
Halldór Áskelsson Þór . .
Hlynur Birgisson Þór . . .
Kristján Jónsson Fram . .
Loftur ólafsson KR....
ólafur Þórðarson ÍA . . . .
Pétur Amþórsson Fram .
Pétur Pétursson KR ....
Siguróli Kristjánsson Þór
Sævar Jónsson Val.....
Viðar Þorkelsson Fram . .
Sem sjá má eru tve
.báðir úr Þór Akureyr
FIM á skíðum í Oberstdorf:
Gull til Sovét
Sovétmenn sigruðu í 4x5 km boðgöngu
kvenna á heimsmeistaramótinu í norrænum
greinum skíðaíþrótta í Oberstdorf í gær.
Sovéska sveitin gekk á 58:08,8 mín. en sú
norska sem varð í 2. sæti fékk tímann
58:46,1 mín. eftir mikla keppni við Sovét-
menn. Það var Anfissa Reztsowa sem
tryggði sinni sveit sigurinn með góðum
lokaspretti. í þriðja sæti varð sænska sveitin
á 59:41,0 mín.
Knattspyrna:
Blokhin til
Ungverjalands
Oleg Blokhin, þekktasti knattspyrnu-
maður Sovétríkjanna er á förum til Ung-
verjalands. Hann mun leika með ungverska
1. deildarliðinu Ujpest Dozsa en hann lék
sem kunnugt er með Dynamo Kiev í
Sovétríkjunum. Ungverska útvarpið sagði
að Ungverjar og Sovétmenn hefðu gert
með sér samning þar sem þetta hefði m.a.
verið ákveðið og myndi kona Blokhins,
Irina Derryugina einnig fá vinnu í Ungverj-
alandi en hún er þjálfari í nútímafimleikum.
r nýliðar í hópnum,
Hópurinn er í heild
skipaður ungum leikmönnum og hafa flestir
þeirra færri en 10 landsleiki að baki.
Leikreyndastur er Sævar Jónsson Val með
32 landsleiki.
í hópnum eru 15 leikmenn, Sigi Held
sagði s.l. sumar þegar hann valdi aðeins 15
í landsleiki að hann hefði ekkert við fleiri
að gera og það hefur greinilega ekkert
breyst.
■ Sævar Jónsson er leikreyndastur í
landsliðshópnum sem fer til Kuwait, hann
á 32 landsleiki að baki.
Knattspyma:
Italir unnu
Portúgala
ítalir sigruðu Portúgala með 1 marki
gegn engu í leik liðanna í B-riðli í
undankeppni Ólympíuleikanna í knatt-
spyrnu. Leikurinn var í Lecce á Ítalíu í
gær. Sigurmarkið skoraði Roberto Galia
á 72. mín.
Önnur lið í B-riðli eru ísland, Holland
og A-Þýskaland og leika íslendingar
gegn ítölum í apríl.
Bikarkeppnin í handknattleik:
Stjarnan áfram
Stjarnan sigraði Ármann með 23 mörk-
um gegn 18 í leik liðanna í bikarkeppninni
í handknattleik í fyrrakvöld. Staðan í
hálfleik var 12-10 fyrir Stjörnuna og var
leikurinn mjög jafn nema rétt í lokin.
Bikarkeppnin í körfuknattleik:
Haukar unnu
Haukar sigruðu ÍR í fyrri leik liðanna í
8-liða úrslitum í bikarkeppni KKÍ í fyrra-
kvöld. Lokatölur urðu 84-79 eftir að ÍR var
yfir 44-43 í hálfleik. Seinni leikur liðanna
verður næstkomandi mánudag í Seljaskóla.
iþróttirnar
í kvöld
Körfuknattleikur verður í aðalhlutverki
á íþróttadagskrá kvöldsins, Haukar og
UMFN leika í úrvalsdeildinni kl. 20.00 í
Hafnarfirði, Þór og Fram mætast í bikarn-
um kl. 19.30 á Akureyri og í 1. deild kvenna
verða tveir leikir, ÍBK-ÍS kl. 20.00 í
Keflavík og Haukar-UMFN kl. 21.30 í
Hafnarfirði.
B-heimsmeistarakeppnin í handknattleik:
Aðeins tvö lið komast á
Ólympíuleikana í Seoul
- meðal liðanna sem berjast um lausu sætin eru Sovét-
menn, Rúmenar, Pólverjar, Danir, V-Þjóðverjar og Tékkar
B-heimsmeistarakeppnin í handknattleik
hófst í Bolzano á Ítalíu á þriðjudaginn.
Mörg gífurlega sterk lið eru í B-keppninni,
m.a. austantjaldslönd sem ekki mættu á
Ólympíuleikana í Los Angeles 1984. Að-
eins tvö efstu liðin í B-keppninni fá sæti á
Ólypipíuleikunum í Seoul svo ljóst er að
barist verður til síðasta blóðdropa ef svo má
að orði komast. Því má kannski skjóta hér
inní ef það skyldi hafa farið framhjá
einhverjum að ísland er A-þjóð, varð í 6.
sæti í A-heimsmeistarakeppninni í fyrra og
farseðillinn til Seoul er þegar tryggður.
Við skulum líta aðeins á möguleika
einstakra liða. Keppt er í fjórum riðlum í
undankeppninni. Þeir er þannig skipaðir:
A-riðilI: B-riðill:
riðlum undankeppninnar skipa annan og C
og D hinn. Þar keppa liðin þrjá leiki, við
þau lið sem þau eiga eftir, t.d. keppir efsta
liðið í A riðli við öll þrjú liðin í B riðli
o.s.frv. Efstu liðin í hvorum riðli leika
úrslitaleikinn og eru þau tvö Iið sem fara tii
Seoul. Það sem þetta þýðir er m.a. að
aðeins eitt lið úr A-B og eitt úr C-D fer til
Rúmenía
Póiland
Finnland
ftalía
Sovétríkin
Frakkland
Noregur
Japan
C-riðili: D-riðill:
Danmörk V-Þýskaland
Sviss' Tékkóslóvakía
Búlgaría Bandaríkin
Túnis Brasilía
Fjögur þessara liða detta út eftir undan-
keppnina, þau neðstu í hverjum riðli. f
riðlunum keppa allir við alla en í aðal-
keppninni eru tveir riðlar, liðin í A og B
Stephan Schöne reynir skot að marki So-
vétmanna í Eystrasaltskeppninni í fyrra
mánuði. Þá töpuðu V-Þjóðverjar 18-24.
Vel hugsanlegt er að V-Þjóðverjar og
Sovétmenn verði þau tvö lið sem keppa til
úrslita í B-keppninni og tryggja sér þar með
þátttökurétt á Ólympíuleikunum.
Seoul og þá t.d. aðeins annaðhvort Sovét-
menn eða Rúmenar. Úrslitaleikurinn gæti
því hugsanlega orðið milli Sovétmanna,
Rúmena eða Pólverja annarsvegar og mót-
herjarnir þá t.d. V- Þjóðverjar, Tékkar eða
Danir. Hvernig þetta þróast allt kemur í
ljós 26. febrúar þegar keppni í riðlunum
tveimur lýkur en úrslitaleikurinn verður 28.
febrúar.
Úrslit
Úrslit í fyrstu leikjum B-heimsmeistarak-
eppninnar í handknattleik í fyrrakvöld:
A-rlðiU:
Rúmenía-Finnland ..........................29-23
Pólland-Ítalía..............................20-16
B-riðill:
Noregur-Japan ..............................24-22
Sovétríkin-Frakkland ......................29-19
C-riðill:
Sviss-Túnis ...............................24-19
Danmörk-Búlgaría............................25-16
D-riðill:
Tékkóslóvakía-Brasilía......................39-10
V-Þýskaland-Bandaríkin......................24-14
Tékkar áttu stórleik á móti Brasilíu eins og úrslitin
bera með sér. Sovétmenn lóku einnig vel á móti
Frökkum og V-Þjóðverjar einnig gegn Bandaríkjam-
önnum sem menn áttu von á að veittu meiri mót-
spyrnu. Túnisbúar réðu ekki við ákveðna Svisslend-
inga og Búlgarar misnotuðu fjögur víti þegar þeir
töpuðu fyrir Dönum. ítalir skoruðu ekki fyrr en eftir 20
mín. á móti Pólverjum en tókst að klóra í bakkann í
lokin. Leikir Rúmena og Finna annarsvegar og Norð-
manna og Japana hinsvegar voru svo jafnir og
spennandi.
Molar
■ EÐVARÐ ÞÓR EÐ-
VARÐSSON sundmaður úr
Njarðvík og íþróttamaður ársins
1986 á 8. besta árangur í 200 m
baksundi í Evrópu fyrir árið 1986.
Ttmi hans er 2:03,03 mín. en
besta tímann á Igor Polansky frá
Sovétríkjunum, 1:58,73. Hann
er sá eini sem synti undir 2:00
mín. í fyrra. Þá er Eðvarð í 12.
sæti f 100 m baksundi með tímann
57,86 sek en Poiansky er fyrstur
á 55,58 sek.
■ PIRMIN ZURBRIGGEN
frá Sviss hefjjr forystu í heimsbik-
arkeppninni á skíðum eftir síð-
ustu helgi. Hann hefur 261 stig.
Markus Wasmeier frá,V-Þýska-
landi er i 2. sæti með 167 stig og
Joel Gaspov frá Sviss þriðji með
145 stig. Gamla kempan Ingemar
Stenmark kemur svo í fjórða sæti
með 134 stig.
■ INGEMAR STENMARK
vann sér það til frægðar 'um
síðustu helgi að koma fyrstur í
mark í 85. skipti á ferli sínum í
heimsbikarkeppninni á skíðum.
Stenmark sigraði í sérgrein sinni,
svigi og á eftir þennan sigur
möguleika á að vinna heimsbikar-
inn í svigi í 9. skipti. Það þarf
varla að taka fram að Stenmark
er sigursælasti skíðamaður fyrr
og síðar í alpagreinum.
■ MORTEN FROST frá Dan-
mörku sigraði á bclgíska Grand
Prix mótinu í badminton um
síðustu helgi. Hann vann ianda
sinn JensPeterNierhoff 15-11 og
15-11 í úrslitaleik. f kvennaflokki
gekk hoilenska stúlkan Astrid
van de Knaap hreinlega yfir Sar-
wendah Ksumawardani sem vann
hollenska meistaramótið fyrir
skömrnu. Knaap vann 11-2 og
11-0 og var aðeins korter að því.
■ PAUL-ERIK HOYER-
LARSEN frá Danmörku hefur
forystu í Grand Prix mótunum í
badminton eftir síðustu helgi.
Hann hefur 305 stig. Misbun
Sidek frá Malasíu er annar með
290 stig og þeir Steve Baddeiey
frá Bretlandi og Xiong Goubao
frá Kína eru jafnir t 3. sæti með
280 stig. Morten Frost er f 5. sæti
með 250 stig.
■ KIRSTEN LARSEN frá
Danmörku hefur forystuna í
Grand Prix mótunum í kvenna-
flokki í badminton. Hún hefur
430 stig. Hwang Hye Young frá
Suður Kóreu er önnur með 360
stig. Þess má geta að Christine
Magnusson frá Svíþjóð er í 7.-9.
sæti með 195 stig.
/fllK
Lestunar-
áætlun
Skip Sambandsins
munu ferma til íslands
á næstunni sem hér
segir:
Aarhus:
Alla þriðjudaga
Svendborg:
Alla miðvikudaga
Kaupmannahöfn:
Alla fimmtudaga
Gautaborg:
Alla föstudaga
Moss:
Alla laugardaga
Larvik:
Alla laugardaga
Hull:
Alla mánudaga
Antwerpen:
Alla þriðjudaga
Rotterdam:
Alla þriðjudaga
Hamborg:
Alla miðvikudaga
Helsinki:
Hvassafell........
3/ 3
Gloucester:
Jökulfell..............27/2
Jökulfell..............27/3
New York:
Jökulfell..............28/2
Jökulfell..............28/3
Portsmouth:
Jökulfell..............28/2
Jökulfell..............28/3
SK/PADE/LD
SAMBANDS/NS
LINDARGATA 9A
PÓSTH. 1480 • 121 REYKJAVlK
SÍMI 28200 TELEX 2101
TÁKN TRAUSTRA FUUTNINGA
ÖLL ALMENN PRENTUN
LITPRENTUN
TÖLVUEYÐUBLÖÐ
• Flönnun
• Setning
• Filmu- og plötugerð
• Prentun
• Bókband
PRENTSMID JAN
ai
Cl HF.
SMIÐJUVEGl 3, 200 KÓPAVOGUR
SIMl45000
Aldraðir þurfa líka
að ferðast— sýnum
þelm tlllltssemi
|JUI^FERQAR
\