Tíminn - 19.02.1987, Blaðsíða 11

Tíminn - 19.02.1987, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 19. febrúar 1987 llllllllllllllllllllllllllll MINNING llllllllllll Tíminn 11 Guðbjörg Bjarnadóttir Reykjalín Fædd 19. febrúar 1913 Dáin 2. febrúar 1987 í dag hefði Bubba frænka okkar fyllt sjötfu og fjögur ár, ef henni hefði orðið lífs auðið. Hún andaðist 2. febrúar s.l. eftir að hafa átt við örðugan • sjúkdóm að stríða um skeið. Þeir verða aldrei tölum taldir sem leituðu til Bubbu, og áttu henni gott upp að unna. Hún greiddi götu allra sem hún mátti og fór ekki í mann- greinarálit í þeim efnum, frekar en öðrum. Við frændsystkinin vorum þar síst undanskilin. Bubba naut þess að deila geði við fjölskyldumeðlimi, eldri sem yngri, og varð mannmargt í Holtagötunni hjá henni og manni hennar Stefáni Reykjalín. Þar var Bubba hinn sjálfsagði miðpunktur með sína hlýju framkomu og kímni- gáfu. Hún var sífelldur gleðigjafi umhverfi sínu. Kringum hana þreifst ekki víl eða sút, þar sem hún var nærstödd var sem hinar bjartari hliðar tilverunnar yrðu ávallt yfir- sterkari öðrum um hríð. Holtagatan stóð okkur alltaf opin eins og hún væri okkar annað heimili og fyrir sumum okkar var hún það líka. Mörg okkar bjuggu þar eða voru þar kostgangarar meðan á skólanámi á Akureyri stóð. Þar var ekki í kot vísað. Engin fyrirhöfn var Ingibjörg Sigurðardóttir Fædd 29. apríl 1919 Dáin 8. febrúar 1987 „Efvið lítum yfir farinn veg og firmum gamla slóð færast löngu liðnar stundir okkur nœr. Því að margar standa vörður þœr sem einhver okkar hlóð upp um fjöll þar sem vorvindurinn hlær. “ Margar standa vörðurnar við veginn. Hún Inga okkar í Bæjarstæði varðaði veg sinn gleði og umhyggju fyrir okkur samferðafólkið, vini jafnt sem vandamenn. Frá því hún kom á Akranes, sem ung stúlka oggiftist Guðjóni Bjarna- syni í Bæjarstæði, hefur hún átt hér heima í orðsins fyllstu merkingu. Skagakona varð hún, þó hún héldi fullri tryggð við æskustöðvarnar. Ingibjörg, en svo hét hún, var borin og bamfædd á Oddsstöðum í Lundarreykjadal, dóttir hjónanna Vig- dísar Hannesdóttur, frá Deildar- tungu og Sigurðar Bjarnasonar frá Hömrum í Reykholtsdal. Hún var Borgfirðingur í húð og hár. Það er fallegt á Oddsstöðum. Bærinn stendur í hlíðinni undir Lundarhálsi, sem er á milli Lundar- reykja- og Flókadals. Eftir miðjum dalnum rennur Grímsá, ein mesta laxveiðiá á landinu. Skammt frá Oddsstöðum fellur Jötnabrúarfoss í Grímsá, þangað sem laxinn gengur lengst. Á móti er hálsinn sem liggur yfir í Skorradal. Við Jötnabrúarfoss átti Inga sinn unaðsreit, þar undi hún á björtum sumardögum með fjölskyldu sinni. Á Oddsstöðum hef- ur verið búið rausnarbúi. Gestrisni og glaðværð var viðbrugðið. Systurnar voru þrjár. Ástríður elst, sem býr á Oddsstöðum ásamt manni sínum Kristjáni Davíðssyni, síðan Ingibjörg og Hanna er yngst hún bjó einnig á Oddsstöðum, með manni sínum Ragnari Olgeirssyni. Þau búa nú í Borgarnesi. Inga og Guðjón hófu búskap sinn á loftinu í Bæjarstæði, hjá foreldrum Guðjóns. Við Bæjarstæði var Inga alitaf kennd hér á Akranesi. Þó þau byggðu se'f hús hinum megin við götuna, hélt hún áfram að vera Inga í Bæjarstæði. Fyrir nokkru söðluðu þau um, seldu húsið sitt og tóku þátt í uppbyggingu lítilla húsa sem eru ætluð öldruðum í nánd við dvalar- heimili aldraðra á Höfða. Þau voru með fyrstu íbúunum og undu hag sínum vel. En svo veiktist Inga, og þrátt fyrir kjark hennar og lífsgleði voru henni leikslokin löngu kunn. Ég hefi fyrir satt að hún hafi gengið jafn hugrökk og glöð móti dauðanum og hún gekk á móti lífinu. Þannig var hún. Inga og Guðjón eignuðust 5 börn. Eitt þeirra misstu þau kornungt. Þau sem lifa eru Sigurður sem er elstur, búsettur á Akranesi giftur Gígju Garðarsdóttur, þá er Vigdís, hennar maður er Kristján Jóhannsson, þau búa í Vestmannaeyjum, Bjarni býr í Borgarnesi, giftur Margréti Grétars- dóttur og yngst er Ástríður, hennar maður er Margeir Þorgeirsson, þau búa í Keflavík. Barnabörnin eru orðin 11. Inga var mjög dugleg og atorku- söm kona. Fyrir utan að ala upp börn sín og standa fyrir stóru heimili, vann hún Iengst af utan heimilis. Um tíma ráku þau hjónin efnalaug og þvottahúsið Bæjarstæði, sem hún sá um að stærstum hluta, með miklum myndarbrag. Þetta var á þeim árum, þegar þvottur var meira og minna stífaður, dúkar og skyrtur. Allt frá- bærilega unnið, svo eftir var tekið. Það er óhætt að segja að þau hafi búið um þjóðbraut þvera, þar sem gestir og gangandi áttu sér griðland. Gestir sem fagnað var á góðuni stundum, en ekki síður þeir sem þurftu hjálpar við. Margir dvöldu þar tímunum saman, sumir sjúkir og ellimóðir, aðrirsem hvergi áttu höfði sínu að halla áttu víst skjól hjá Ingu í Bæjarstæði. Inga var mikil félagsmálamann- eskja og allsstaðar munaði um hana. Hvort það var í Kvenfélaginu, leik- félaginu eða hvar annarsstaðar. Þó hygg ég að enginn félagsskapur hafi átt eins hug hennar og hjarta, sem skátafélagið. Guðjón var meðal þeirra fremstu í flokki skáta hér á Akranesi og eftir að Inga kom á Skagann fyllti hún þann flokk með honum. Þau hjón voru samofin skátahreyfingunni. Lengst af man ég eftir Ingu með okkur kvenskátum, og nú síðast í Svannasveitinni. Glaðværð hennar og kjarkur, upp- örvun og umhyggja, hvort sem þessir eiginleikar hennar birtust í rjúkandi kakói, brauði og kleinum, eða við að setja plástur á skeinu, eða þurrka tár af kinn, allt var gert af sömu einlægn- inni og gleðinni. Hvað við munum hana vel sem vorum með henni á skátamóti í Vatnsdalnum, sumar að „Nafna mín, en ekki ég“ sagði Anna Snorradóttir útvarps- kona, fyrrverandi blaðamaður og kennari en vinnur nú við eigið út- gáfufyrirtæki Sólarfilmu ásamt manni sínum, Birgi Þórhallssyni. Anna Snorradóttir hafði samband við blaðið og óskaði eftir að því væri komið á framfæri, að kona sú sem ber sama nafn og hún og sem Þórður Kristjánsson á Hreðavatni nefnir í grein sinni „Óhróðri á morgunvakt andmælt“ í laugardagsblaði Tfmans þ. 14. þ.m. sé sér með öllu óviðkom- andi. Anna sagðist hafa fengið nokkrar upphringingar vegna þessa máls, einnig hefði fólk tekið sig tali á ýmsum stöðum og óskað eftir skýringum á viðhorfum hennar sem fram hefðu komið í morgunútvarpi. Anna sagði að hér væri kona á ferð sem bæri sama nafn, en hún þekkti ekki og vissi engin deili á. Kvaðst hún vegna þessa mundu taka upp þann hátt að skrifa undir fullu nafni: Anna Sigrún Snorradóttir eða Anna fara í fyrsta sinni á skátamót. Þá var gleði og gaman, en um leið var gott að vita af Ingu ef eitthvað amaði að, eða á Þingvöllum, í Botnsdalnum, alltaf virtist Inga vera á vakt, hvort sem það var nótt eða dagur, og alltaf eitthvað til að seðja þá sem svangir komu úr gönguferð eða leikjum. Á seinni árum hafa eldri skátar tekið sig upp og ferðast um landið, í byggð og um óbyggðir, gist í tjöldum, farið í langar gönguferðir, kveikt varðelda á kvöldin, sungið og leikið sér. Alltaf fóru þau hjónin með og alltaf var Inga í sólskins- skapi, jafnvel þó ekki stytti upp alla ferðina. Þegar þau hjónin fóru síð- ustu ferðina með Akranesskátunum, var Inga orðin sjúk. Samt virtist hún njóta ferðarinnar og samvistar með félögum sínum og vinum og ekkert virtist lækka í kleinuboxinu frekar en fyrri daginn, oghláturinn var jafn smitandi og áður. Fyrir mörgum árum var á Akra- nesi stofnuð sveit kvenna sem flestar voru hættar eiginlegu skátastarfi, en vildu halda tryggð og tengslum við sína gömlu félaga og skátafélagið og um leið vera styrkur fyrir yngri skáta. Auðvitað var Inga fremst í flokki í Svannasveitinni okkar. Er nú skarð fyrir skildi, þegar hún er á braut. Að leiðarlokum þökkum við henni samfylgdina, ekki síst fyrir starf hennar í Skátafélaginu, veginn sem hún varðaði fram á við. Við í Svannasveitinni þökkum henni gleð- ina sem hún veitti okkur. Aðstand- endum hennar vottum við okkar dýpstu samúð og minningu hennar virðingu. „Skáti vertu viðbúinn“ Svariðskal vera: Ávallt viðbúinn“. Akranesi 14. febrúar 1987 Bjarnfríður Leósdóttir. Anna S. Snorradóttir. S. Snorradóttir í þeirri von að sér yrði ekki ruglað saman við þessa nöfnu sína eða aðrar og ekki þætti sér líklegt að fleiri Önnur Snorradætur bæru líka nafnið Sigrún. Þessu er hér með komið á framfæri og Anna bætti við, að hún vonaði að Þórður Kristjánsson á Hreðavatni sæi þessar línur. Illllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll of mikil til að gera okkur vistina sem ánægjulegasta og láta okkur líða sem heima hjá okkur. Var þó ærnu að sinna fyrir því varla leið svo dagur að ekki bæri gesti að garði Bubbu og Stebba. Á seinni árum fækkaði samfundum enda mörg okk- ar sjaldséðir gestir á Akureyri í seinni tíð. Bubba veiktist fyrir um ári síðan af sjaldgæfum sjúkdómi sem lagðist þungt á hana. Fram til þess hafði hún verið heilsuhraust. Sjúkdómnum tók hún með hug- prýði, það sáum við sem áttum með henni stutta samverustund um síð- ustu jól. Þótt hún væri farin að kröftum tókst henni samt sem áður að iniðla hlýju sinni og umhyggju að ógleymdri kímninni, sem ennþá fylgdi henni. Þótt dauðinn sé eitt af því fáa sem við eigum vfst finnst okkur hann alltaf ótímabær, þegar hann ber að garði. Það er erfitt að sætta sig við að þessi hrausta og lífsglaða kona sem hafði svo miklu að miðla til annarra skuli vera hrifin svo snögg- lega á brott. Kannski höfum við heldur aldrei látið í Ijós þakklæti okkar sem vert og skylt hefði verið. Því sendum við þessa síðbúnu af- mæliskveðju í Holtagötuna í dag. Innilegustu samúðarkveðjur, Stebbi, og við eigum enn eftir að hittast í Holtagötunni þótt stórt skarð sé nú fyrir skildi. Systkinabömin. ■ ^i TOLLVÖRU ^GEYMSLAN Aðalfundur Aðalfundur Tollvörugeymslunnar h.f. verður hald- inn í Átthagasal Hótel Sögu, þriðjudaginn 24. febrúar 1987, kl. 16.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Útgáfa jöfnunarhlutabréfa. 3. Önnurmál. Stjórnin. Útför eiginkonu minnar, móður tengdamóður og ömmu Jónínu Brynju Kristinsdóttur Njörvasundi 7, Rvk. fer fram frá Langholtskirkju föstudaginn 20. þ.m. kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Krabbameingfélagið eða Samtök Psoriasis og exemsjúklinga. Magnús Björgvinsson Björgvin Magnússon Björk Tryggvadóttir Ólafía Margrét Magnúsdóttir Sæmundur Pálsson Guðný Rósa Magnúsdóttir Gunnar Guðjónsson Erla Magnúsdóttir Þórður Magnússon og barnabörn t Eiginmaður minn, faðir okkar, stjúpfaðir og tengdafaðir Tómas Sigurgeirsson Reykhólum lést á Sjúkrahúsi Akraness 17. febrúar. Útför hans fer fram frá Reykhólakirkju laugardaginn 21. febrúar kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Dvalarheimili aldraðra Reykhólum eða Reykhólakirkju Steinunn Hjálmarsdóttir, börn og tengdabörn t Útför föður okkar, Magnúsar Kristjánssonar Safamýri 34 fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn 20. febrúar kl. 15.00. Svanfríður Magnúsdóttir Kristján Magnússon Borgþór Magnússon t Þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfail og útför Margrétar Þorkelsdóttur frá Austurey Börn og tengdabörn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.