Tíminn - 19.02.1987, Síða 12
12 Tíminn
Reykjavík
Skrifstofa
Skrifstofa framsóknarfélaganna í Reykjavíker
í Nóatúni 21 og er opin kl. 9.00-17.00 virka
daga. Síminn er 24480.
Nýverið tók Eiríkur Valsson við starfi fram-
kvæmdastjóra Fulltrúaráðsins og hefur hann
aðsetur á skrifstofunni.
Lítið inn hjá okkur - það er alltaf heitt á könnunni.
Framsóknarfélögin í Reykjavík.
Reykjanes
Kosningaskrifstofa
Framsóknarflokksins í Reykjaneskjördæmi er
í Hamraborg 5, Kópavogi.
Skrifstofan er opin alla daga frá 9.00-18.30.
Kosningastjóri er Hermann Sveinbjörnsson.
Símar skrifstofunnar eru 91-40225 - 40226.
Verið velkomin.
Vesturland
Miðstjórnarfundur SUF
Miðstjórnarfundur Sambands ungra framsóknarmanna verður hald-
inn að Bifröst í Borgarfirði laugardaginn 21. febrúar nk. og hefst kl.
10. Mætum öll.
SUF
Borgnesingar - Nærsveitir
Þriggja kvölda félagsvist hefst í samkomuhúsinu í Borgarnesi
föstudaginn 13. febrúar kl. 20.30. Tvö seinni spilakvöldin verða 27.
febrúar og 13. mars.
Veitt verða verðlaun á hverju spilakvöldi. Síðan verða veitt glæsileg
verðlaun fyrir besta samanlagða árangurinn á öllum þremur spila-
kvöldunum. Allt spilaáhugafólk hjartanlega velkomið.
Framsóknarfélag Borgarness.
Vestfirðir
Vestfirðingar
Skrifstofa Framsóknarflokksins að Hafnarstræti 8 ísafirði er nú opin
daglega. Síminn er 94-3690. Kosningastjóri er Geir Sigurðsson.
Framsóknarflokkurinn.
Austurland
Austurlandskjördæmi
Skrifstofa Kjördæmissambands framsóknarmanna á Austurlandi er
að Lyngási 1, Egilsstöðum, sími 1584. Skrifstofan er opin alla virka
daga frá kl. 9 til 17.
Norðurland vestra
Skagfirðingar -
Sauðárkróksbúar
Komið í morgunkaffi með Stefáni í Framsókn-
arhúsið laugardaginn 21. þ.m. kl. 10-12 f.h. og
spjallið um pólitík og kosningar.
Framsóknarfélagið.
Suðurland
Vík og nágrenni
Jón Helgason ráðherra, Þórarinn Sigurjónsson alþingismaður ásamt
Guðna Agústssyni og Unni Stefánsdóttur verða til viðtals og ræða
þjóðmálin í félagsheimilinu Leirskálum föstudaginn 20. febrúar kl.
21.00
Allir velkomnir
Kirkjubæjarklaustur og nágrenni
Jón Helaason ráðherra, Þórarinn Sigurjónsson alþingismaður ásamt
Guðna Agústssyni og Unni Stefánsdóttur verða til viðtals og ræða
þjóðmálin í félagsheimilinu laugardaginn 21. febrúar kl. 14.00.
Allír velkomnir
Suðurland
Skrifstofa Kjördæmissambands framsóknarmanna á Suðurlandi
Eyrarvegi 15 Selfossi er opin alla virka daga frá kl. 9.00 til 12.00 sími
99-2547. Einnig er skrifstofa Þjóðólfs opin á sama tíma sími 99-1247.
Alltaf heitt á könnunni.
Fimmtudagur 19. febrúar 1987
Kristján Jóhannsson óperusöngvari.
Kristján Jóhannsson
á tvennum tónleikum með
Sinfóníuhljómsveit íslands
Sinfóníuhljómsveitin heldur tvenna óp-
erutónleika í þessari viku. Einsöngvari
með hljómsveitinni verður Kristján Jó-
hannsson óperusöngvari og stjórnandi
ítalski hljómsveitarstjórinn Maurizio
Barbacini. Fyrri tónleikarnir verða á
fimmtudagskvöld, 19. febr. kl. 20.30 í
Háskólabíói. Uppselt er á tónleikana og
þeir verða endurteknir á sama stað laug-
ardaginn 21. febr. kl. 14.30.
Á efnisskrá verður vinsæl óperutónlist
eftir Verdi, Donizetti, Gounod, Ciléa
og Puccini, - aríur og forleikir.
Kristján Jóhannsson óperusöngvari er
nýkominn til landsins frá Kanada, þar
sem hann söng hlutverk • hertogans í
óperunni Rigoletto við frábærar viðtökur.
Hann heldur héðan til Bandaríkjanna, en
hann er bókaður hjá óperuhúsum vestan
hafs og austan allt fram til ársins 1991.
Stjórnandi verður ítalski hljómsveitar-
stjórinn Maurizio Barbacini. Hann hefur
margoft stjórnað á tónleikum Sinfóníu-
hljómsveitar tslands og á óperusýningum
hérlendis. Hann var undirleikari Krist-
jáns Jóhannssonar á fyrstu einsöngsplöt-
unni sem söngvarinn gaf út fyrir þremur
árum.
Tónleikar Noru,
Óskars og Snorra Sigfúss
í Tónlistarskóla Keflavíkur
ur undir stjórn Bernharðs Guðmundsson-
ar blaðafuíltrúa þjóðkirkjunnar. Við pall-
borðið sitja, auk framsögumanna, Guð-
jón Magnússon form. RKl og Jóhannes
Reykdal, Dagblaðinu. Fundarstjóri verð-
ur Ándrés Svanbjörnsson verkfræðingur.
Veitingar verða í boði RKÍ. Allir
velkomnir.
Félagsvist Kvenfélags Óháða
safnaðarins
Spiluð verður félagsvist á vegum Kven-
félags Óháða safnaðarins í Kirkjubæ í
kvöld, fimmtud. 19. febrúar kl. 20.30.
Spilaverðlaun og kaffiveitingar.
Félagsvist
Húnvetningafélagsins
Húnvetningafélagið í Reykjavík stend-
ur fyrir félagsvist laugardaginn 21. febrú-
ar kl. 14.00 í félagsheimilinu Skeifunni
17. Allir velkomnir.
Spilakvöld SÍBS og
Samtaka gegn asma og ofnæmi
Spilakvöld á vegum StBS og Samtaka
gegn asma ogofnæmi verður að Hallveig-
arstöðum í kvöld, fimmtud. 19. febr. kl.
20.30. Góð verðlaun. Kaffiveitingar. All-
ir velkomnir.
Nefndin.
Fræðslufundur
Hússtjórnarkennarafélagsins
Hússtjórnarkennarafélag íslands held-
ur fræðslufundi föstudaginn 20. febrúar
kl. 18.30 í fundarsal BSRB, Grettisgötu
89, Reykjavík. Elísabet Magnúsdóttir
næringarfræðingur flytur erindi um nám
sitt í Bretlandi sl. vetur. Athugið breyttan
fundartíma.
Aðalfundur Kattavinafélagsins
Aðalfundur Kattavinafélags Islands
verður haldinn í félagsheimili Oháða safn-
aðarins Háteigsvegi sunnudaginn 22.
febrúar og hefst kl. 2 (kl. 14.00).
Stjórnin
Össur Guðbjartsson, bóndi að Lága-
núpi, Rauðasandshreppi er 60 ára í dag
19. febrúar. Hann tekur á móti gestum að
heimili Ingvars bróður síns að Hraunbæ
12A, eftir kl. 5 í dag.
BRÚ kynnir hjálparstarf
Rauða krossins
Rauði kross íslands tekur þátt í um-
svifamiklu alþjóðlegu hjálparstarfi auk
starfseminnar hérlendis. Um þetta hjálp-
arstarf verður haldinn kynningarfundur í
fundarsal RKÍ að Rauðarárstíg 18 (áður
Hótel Hof) í kvöld, fimmtud. 19. febrúar
kl. 20:30. Fundarboðandi er BRÚ, félag
áhugamanna um þróunarlönd.
Erindi flytja þessir aðilar frá Rauða
krossinum: Jón Ásgeirsson, Jakobína
Þórðardóttir, Pálína Ásgeirsdóttir og Sig-
ríður Guðmundsdóttir. Þær Pálína og
Sigríður eru nýkomnar heim frá hjálpar-
starfi á vegum Alþjóða Rauða krossins,
önnur frá Thailandi og hin frá Súdan. Að
loknum erindum verða pallborðsumræð-
Nokkrar kvígur
og kýr
Nokkrar kvígur og kýr komnar aö burði til sölu.
Upplýsingar í síma 93-5708.
Dráttarvél óskast
International dráttarvél með vökvastýri óskast
keypt.
Upplýsingar í síma 666112.
Bændur
Höfum til sölu baðþró úr stáli
Kaupfélag Rangæinga
Sími 99-8225
Miðstjórn Sambands
ungra framsóknarmanna
Miöstjómarf undur haldinn að Bifröst Borgarf irði 21. febrúar 1987
Dagskrá:
10.00 Setning - kosning embættismanna fundarins.
10.05 Ræða formanns SUF, Gissurar Péturssonar.
10.15 Ungt fólk og kosningarnar.
Elin Líndal, 3. maður á lista á Norðurlandi vestra.
Finnur Ingólfsson, 2. maður á lista í Reykjavík.
Jóhannes Geir Sigurgeirsson 3. maður á lista í Norðurlandi
eystra.
11.15 Lögð fram drög að ályktunum.
12.00 Hádegisverður.
13.00 Starf í umræðuhópum.
14.30 Afgreiðsla ályktana og opnar umræður.
15.30 Síðdegiskaffi.
16.00 Skipulagning kosningastarfsins.
Teymi: 1. Skattamál
2. Fjölskyldumál
3. Umhverfismál
4. Landbúnaðarmál
18.30 Fundarslit.
19.30 Kvöldverður.
Kvöldvaka.
Laugardaginn 21. febrúar kl. 16.00
munu Nora Kornblueh sellóleikari, Ósk-
ar Ingólfsson klarinettuleikari og Snorri
Sigfús Birgisson píanóleikari halda tón-
leika í Tónlistarskóla Keflavíkur.
Á efnisskrá tónleikanna eru einleiks-
og kammerverk eftir Lutoslawski,
Webern, Schumann, Stravinsky og Beet-
hoven. Auk þess flytur Snorri Sigfús
nokkur lög úr barnalagaflokki sem hann
samdi haustið 1984.
Námsstefnur fyrir starfsfólk
í öldrunarþjónustu
Öldrunarráð Islands hefur að undan-
förnu staðið fyrir námskeiðum og ráð-
stefnum um ýmis mál er varða velferð
aldraðra. Þátttakendur hafa verið úr
röðum þeirra fjölmörgu hópa er vinna
störf er snerta aldraða á einn eða annan
hátt. Sem kunnugt er hefur þjónusta við
aldraða farið vaxandi víðast hvar á land-
inu, og því fer vaxandi þörf fyrir menntun
og þjálfun starfsfólks.
Því býður Öldrunarráð Islands nú upp
á tvær námsstefnur fyrir starfsfólk í
öldrunarþjónustu.
Hin fyrri verður föstudaginn 27. febrú-
ar og verður haldin í Hrafnistu, Hafnar-
firði. Námsstefnan hefst kl. 09:00 og
lýkur Id. 17:00. Þar verður fjallað um
mannleg samskipti, samstarf og sam-
vinnu, félagsstarf og þjónustu og viðhorf
til aldraðra. Markmið og leiðir í öldrunar-
þjónustu og hver sé stefnan í framtíðinni.
Námsstefna þessi er fyrst og fremst
ætluð starfsfólki á dvalarstofnunum og
þeim er vinna að félagsmálum aldraðra.
Leiðbeinendur verða Þórir S. Guðbergs-
son og Sxvar Berg Guðbergsson.
Síðari námsstefnan fjallar um geðheilsu
aldraðra og er haldin í samvinnu við
Sálfræðingafélag Islands. Verður sú
námsstefna haldin föstudaginn 13. mars í
Borgartúni 6 í Reykjavík.
Innritun í námsstefnur þessar er hjá
Öldrunarráði íslands, sem nú er til húsa
á Elli og hjúkrunarheimilinu Grund,
Hringbraut 50. Sr. Gylfi Jónsson gefur
allar nánari upplýsingar og tekur við
innritunum í síma 23620.
18. febrúar 1987 kl. 09.15
Kaup Sala
Bandaríkjadollar.....39,230 39.350
Sterlingspund........60,102 60,286
Kanadadoliar.........29,517 29,608
Dönsk króna........... 5,7145 5,7320
Norsk króna........... 5,6296 5,6468
Sænskkróna........... 6,0433 6,0618
Finnskt mark......... 8,6429 8,6693
Franskur franki...... 6,4672 6,4870
Belgískur franki BEC .. 1,0401 1,0433
Svissneskur franki...25,4740 25,5519
Hollensk gyllini.....19,0742 19,1326
Vestur-þýskt mark....21,5390 21,6049
ítölsk líra.......... 0,03028 0,03037
Austurrískur sch..... 3,6354 3,0729
Portúg. escudo....... 0,2774 0,2783
Spánskur peseti...... 0,3055 0,3067
Japanskt yen.......... 0,25569 0,25647
írskt pund...........57,3580 57,5340
SDR þann 22.01 ......49,5902 49,7422
Evrópumynt...........44,4456 44,5816
Belgiskur fr. fin.... 1,0290 1,0321
Samt. gengis 001-018 ..289,76417 290,65204