Tíminn - 04.04.1987, Blaðsíða 4
4 Tíminn
Laugardagur 4. apríl 1987
H| Vinnuskóli
^ Reykjavíkur
Vinnuskóli Reykjavíkur auglýsir eftir leiðbeinend-
um til starfa við Vinnuskólann í sumar. Starfstími
er frá 1. júní til 1. ágúst nk.
Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu í verk-
stjórn og þekkingu á gróðursetningu, jarðrækt o.fl.
störfum t.d. hellulögnum og kanthleðslu. Til greina
koma 1/2 dags störf. Umsóknareyðublöð eru afhent
í Ráðningarstofu Reykjavíkurborgar, Borgartúni
3, sími 623340. Þar eru einnig gefnar upplýsingar
um starfið.
Umsóknarfrestur er til 24. apríl n.k.
Vinnuskóli Reykjavíkur
Gróðrastöðvar
Garðræktarmenn
Við bjóðum upp á aðstöðu til nokkurra ára til að
selja blómaplöntur, trjáplöntur, fræ, lauka o.fl.
Aðstaðan sem er boðin, er við fjölfarna leið í
austurborginni. Svæðið er vel girt og þar eru góð
bílastæði. Starfsemin sem rekin er á svæðinu,
skapar mikla umferð. Hér er kjörið tækifæri fyrir
dugmikla garðræktarmenn sem vilja afla sér eða
bæta söluaðstöðu sína á Stór-Reykjavíkursvæð-
inu.
Sendið blaðinu nafn og upplýsingar, merkt:
„GRÓÐUR“ fyrir 11. apríl 1987.
Trésmíðaverkstæði
Við leitum að dugmiklum byggingameisturum sem
vilja smíða og selja sumarbústaði, á mismunandi
byggingarstigi. Vel koma til greina lítil hús sem má
samtengja sem L eða U laga hús.
Við bjóðum upp á góða sýningar- og söluaðstöðu
á fjölförnum stað á Stór-Reykjavíkursvæðinu.
Við getum aðstoðað við sýningu og sölustarf.
Þeir sem hafa áhuga á slíku samstarfi sendi
blaðinu nafn og upplýsingar, merkt: „SUMAR-
HÚS.“ fyrir 11. apríl 1987.
Skrifstofustarf
Óskum að ráða skrifstofumann frá 1. maí n.k.
Starfið er einkum vinna á tölvur við bókhald,
ritvinnslu og reikninga, en einnig almenn skrifstofu-
störf. Umsóknir sendist í pósthólf 5016, 125
Reykjavík fyrir 15. apríl.
Vinnu- og dvalarheimili Sjálfsbjargar
Hátúni 12, 105 Reykjavík
LAUSAR STÖÐUR HJÁ
REYKJAVÍKURBORG
Starfsfólk vantar í ræstingar á Droplaugarstöðum,
hlutastörf. Upplýsingar gefur forstöðumaður í
síma 685377 milli kl. 10.00 og 15.00 virka daga.
Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds
Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á
sérstökum eyðublöðum sem þar fást.
f STAÐAR NEM!
ÖIl þjól eiga að stöðvast
álgerlega áðuren
að stöðvunarlínu ^
er komið.
Uunnar Borg og Kristín Kristjánsdóttir starfsmenn Myndsýnar við 2 af koperingarvélum fyrirtækisins.
Tímamynd: Pjetur.
Framkallanir:
Sprengja á markaðnum
Framköllunarfyrirtækið Myndsýn
hefur nú ótrúlega hagstætt tilboð
fyrir landsmcnn. tilboð sem á sér
fáar hliðstæður. Framköllun, „kóp-'
ering“ og 24 mynda litfilma fyrir
sama verð og framköllun og „kóper-
ing“ annars staðar.
Með því að nýta sér þctta tilboð
sparar fólk meira en 30% og þarf þar
að auki aldrei að kaupa filmu, þar
sem ný 24 mynda filma er innifalin í
verðinu. Það sem gerir Myndsýn
kleift að bjóða svo mikla lækkun á
framköllunarverði, er fyrst og fremst
ný, öflug tæki og mjög hagkvæm
innkaup á litfilmum. Afkastageta
tækjanna er það mikil að fyrirtækið
gæti auðveldlega annað allri fram-
köllun hérlendis.
Það er einn stærsti filmuframleið-
andi heims sem framleiðir litfilmurn-
ar undir nafninu Tudor, sem er mjög
þekkt á Bretlandi og víða í Evrópu.
Filmurnar eru 24 mynda, ISO 100/
21.
Sett er upp dæmi um hagkvæmn-
ina:
Venjulegt verslunarverð:
24 mynda litfilma ...... ca. 310
Framköllun og kópering . . . 390
900
Myndsýnar verð:
24 mynda litfilma + framköllun +
kópcring ................... 590
Fyrst í stað verða móttökustaðirn-
ir fyrir þetta sprengjutilboð 8. Það
eru Ljósmyndaþjónustan, Embla,
Sportlíf, Ljósmyndarabúðin.
Tónborg, Bókabúðir Böðvars, Mars
og Bonaparte sem bætist við eftir
nokkra daga.
Myndsýn hyggst fylgja þessu til-
boði eftir með ýmsum nýjungum.
-SÓL
íslendingur kvikmyndaframleiðandi í Los Angeles:
Sigurjón Sighvatsson
gerir fjórar myndir
- í Bandaríkjunum. Sú fyrsta, Einkarannsóknin frumsýnd í Laugarásbíói
„Einkarannsóknin, eða Private in-
vestigations er byrjandaverk á vissan
hátt, þ.e. að þctta er fyrsta alvöru-
myndin aðstandendur hennar, gera.
Vinna við myndina hófst fyrir 13
mánuðum og var gerð fyrir lítið fé á
bandarískan mælikvarða, eða um 60
milljónir króna," sagði Sigurjón Sig-
hvatsson, kvikmyndagerðamaðurog
nú kvikmyndaframleiðandi í Los
Angeles í Bandaríkjunum í samtali
við Tímann.
„Ég og félagi minn Stcven Golin
fengum hugmynd að kvikmyndinni,
sem er spennumynd í Hitchcock-stíl
og þeim hjá Polygram leist það vel á
að þeir ákváðu að fjármagna fyrir-
tækið. Þannig að við sáum um að
útvega fjármagnið. Síðan var rætt
við Niegel Dick sem skrifaði handrit-
ið og er jafnframt leikstjóri. Við
veljum leikara í samvinnu við hann
og erum framkvæmdastjórar við
verkið.
Polygram keypti hins vegar mynd-
ina og á hana og tekur þar með
áhættuna, en við erum á launum hjá
þcim. Samuel Goldwin- fyrirtækið
sér síðan um dreifinguna annars
staðar en í Bandaríkjunum þar sem
MGM keypti sýningarréttinn.
Myndin verður tekin til sýninga í
Bandaríkjunum um mitt næsta sum-
ar og hefur verið seld í Evrópu og
nánast um allan heim. Þannig að
myndin er þegar farin að skila hagn-
aði,“ sagði Sigurjón.
Sagði Sigurjón að Polygram hefði
litist það vel á „Einkarannsóknina"
að þeim hefði verið boðið að gera
þrjár kvikmyndir að auki. „Það
ræðst hins vegar líka af hagkvæmn-
isástæðum, þar sem það er hlutfalls-
lega dýrara að gera eina kvikmynd,
en fleiri saman,“ sagði Sigurjón. Við
myndina vinna tveir íslendingar auk
Sigurjóns, förðunarmeistarinn Vil-
borg Aradóttir og Atli Arason ljós-
myndari,sem áður vann hjá Þjóðvilj-
anum. Þá er kvikmyndatökumaður-
inn íslendingum að góðu kunnur,
David Bridges en hann var skólafé-
lagi Ágústs Guðmundssonar. kvik-
myndagerðarmanns og tók myndir
hans á skólaárunum, auk þess sem
hann tók eina af Stuðmannamynd-
unum og kynntist Sigurjón honum
við það tækifæri.
Sagðist Sigurjón vera mjög
ánægður með myndina, miðað við
það sem lagt hafi verið upp með.
Hefjast sýningar á myndinni í Laug-
arásbíói fljótlega. -phh
Þing Alþýðusambands Suðurlands:
Tillaga um að leggja
sambandið niður
Alþýðusamband Suðurlands hélt
sitt 9. þing í Hveragerði 28. og 29.
mars s.l. Þingið sóttu rúmlega fjöru-
tíu fulltrúar frá 13. aðildarfélögum
sambandsins. Gestur þingsins var
frú Guðríður Elíasdóttir, varaforseti
ASÍ.
Fyrir þinginu lá tillaga frá verslun-
armönnum í Árnessýslu og lögð
- felld samhljóða
fram á síðasta þingi sambandsins,
þess efnis að leggja sambandið
niður. Tillaga þessi hafði fengið
umfjöllun milliþinganefndar og vís-
aði þingið henni frá með samhljóða
afgreiðslu. Jafnframt samþykkti
þingið einróma að fela stjórn sam-
bandsins, að hafa forgöngu um sam-
vinnu sunnlenskra fulltrúa á næsta
þingi ASÍ, varðandi framgang hags-
munamála sunnlenskra launþega.
Á þinginu var samþykkt að standa
að sjálfseignarstofnun um byggingu
og rekstur þjónustuíbúða á Selfossi,
sem fyrirhugaðar eru í samvinnu við
Selfosskaupstað.
-SÓL