Tíminn - 04.04.1987, Blaðsíða 9
Laugardagur 4. apríl 1987
Tíminn 9
is í stjórn upp á þau býti að eiga á
hættu að bíða þess ekki bætur pólit-
ískt.
Tekist á við
vandamál
Ný ríkisstjórn settist að völdum
einhuga um að koma á jafnvægi í
þjóðfélaginu. Hún naut til þess at-
fylgis launþegastéttarinnar sem mat
meira kaupmátt launa en skæruhern-
að, sem Svavar Gestsson manaði
hana til hvað eftir annað. Gekk þessi
launaheift í Alþýðubandalaginu svo
langt að Ásmundur Stefánsson, for-
seti ASI, átti í vök að verjast í sínu
pólitíska málgagni Þjóðviljanum.
Þannig náðust fram að hluta til sættir
sem veittu launþegum kjarafrið. Það
er svo ekki fyrr en nú, þegar alveg
er komið fram að kosningum, sem
liðsveitum hagfræðinga og steytings-
liðs innan annars friðsamra stétta er
teflt fram til lokaorrustu gegn kjara-
friði launþega ef það mætti verða til
þess að hleypa kjaraskrúfunni og
verðbólgunni af stað að nýju. Það
tókst þó ekki fyrr en að liðnu
fjögurra ára stjórnartímabili að vega
að rótum samkomulags, sem hefur
dugað þjóðinni til hagsbóta í fjögur
ár.
Til í tuskið
Ljóst er, að þrátt fyrir yfirlýsingar
forystumanna Alþýðubandalagsins
um ófremdarástand í þjóðmálum,
finnst þeim kominn tími til að taka
þátt í nýrri ríkisstjórn. Og þess þá
heldur verði um smáflokkastjórn að
ræða, kannski undir forsæti Álberts
Guðmundssonar. Þá væri hægt að
fitja upp á verðbólgusukki að nýju,
koma efnahagslífinu almennilega í
hundana og vinna upp að nýju
nokkur bílhlöss af skjölum eftir
fundahöld, sem eftir atvikum gætu
staðið stanslaust út allt kjörtímabil-
ið. Þarf ekki annað en minnast
fundahaldanna miklu, sem Alþýðu-
bandalagið stóð fyrir þegar það taldi
sig hafa forystu fyrir borgarstjórn-
armeirihluta. Alþýðubandalagið er
til í tuskið núna og mundi ekki hafa
á móti því að fara í ríkisstjórn, þótt
því þætti ekki fýsilegt að fara í stjórn
1982, enda átti þá að koma lagi á
málin. Það var líka gert af ábyrgum
flokkum.
Þakklæti heimsins
Steingrímur Hermannsson,
forsætisráðherra. Myndin er
tekin á heimili hans nýverið.
Ljósmynd: Svipmynd.
sigurs fyrir Alþýðuflokkinn. Og víst
var að um tíma leit út fyrir að hann
yrði hin stóra von kjósenda, sem
telja að með því að skipta um flokk
og byrja að kjósa nýjan birti til á
þokuþrungnum og kvíðafullum
himni stjórnamálanna. Til stuðnings
sér hefur Jón Baldvin ágæta konu
sína, Bryndísi Schram, sem af sjálfu
sér hefur orðið ágæt sjónvarps-
stjarna. Bryndís hefur lagt Jóni
Baldvin lið eftir mætti, en þó mest
með tilvist sinni á skjánum og annars
staðar f borgarlífinu í Reykjavík.
Þegar mest gekk á hér um árið út af
Jóni Baldvin vegna afstöðu hans til
toppkrata á hinum Norðurlöndun-
um lenti Bryndís inn í þær umræður
að ósekju, en hún hafði einhvers
staðar látið þess getið í blaðaviðtali
að fyrir utan önnur gögn á heimili
sínu væri þar til drullusokkur, það er
gagn til að ná stíflu úr vöskum. Páll
á Höllustöðum var þar í holti heyr-
andi nær og lét þess getið í blaða-
grein, að hann hefði nú vitað fyrir að
drullusokkur væri á heimili þeirra.
Þetta er aðeins rifjað upp hér til að
sýna hve varlega þarf að stíga skrefin
í pólitíkinni.
Með gnístran tanna
Um það má deila hvað Jón Bald-
vin byggði tryggilega undirstöður
þeirrar sóknar sem hann stóð fyrir
um tíma með þeim árangri að fylgi
Alþýðuflokksins jókst stórlega í
skoðanakönnunum. Menn töluðu
um sápubólur. Þær eiga sér yfirleitt
ekki langt líf, og því er betra að
blása þær út skömmu fyrir kosning-
ar. Nú eru aðeins þrjár vikur til
kosninga, og því hefði verið betra
fyrir Jón Baldvin að hræra í sápu-
dollunni núna. Þann leik getur hann
ekki endurtekið. Annar er sestur í
sæti hans og byrjaður að blása þessar
blessaðar kúlur yfir kjósendur. Jón
situr því eftir við grát og gnístran
tanna liðsmanna sinna og getur fá
skref stigið til nýrrar sóknar. Helst
er að hann sitji við það að tíunda
tvöfait siðgæði í Sjálfstæðisflokkn-
um, þessum flokki sem hann
dreymdi um tíma að kæmi honum í
forsætisráðuneytið. í staðinn býður
framtíðin honum upp á heldur fá-
brotna möguleika. Hann getur orðið
réttur og sléttur húskarl í ríkisstjórn
Alberts Guðmundssonar eftir kosn-
ingar ásamt körlum og konum úr
Alþýðubandalagi og Kvennalista nái
hann á annað borð kjöri. Það yrðu
ömurleg málalok fyrir hinn hnakka-
kerta riddara með fallegu frúna.
Fitjað upp á fátækt
í fjögur ár hefur tekist að stjórna
landinu af skynsemi með þeim
árangri að hagur landsmanna er nú
betri en í langan tíma. Viðskilnaður-
inn 1982 þegar núverandi stjórn tók
við völdum var sorglegur. Þá hefði
mátt vænta þess af ábyrgum stjórn-
málaflokki, að hann hefði haft þrek
til að bæta úr fyrri mistökum og
takast á við þau vandamál sem biðu
nýrrar stjórnar af ábyrgð og skyn-
semi. Þessu var ekki að heilsa hvað
Alþýðubandalagið snerti. Forystu-
menn þess viku sér undan því að
þurfa í alvöru að ræða stjórnarmynd-
un, eða taka þátt í henni vegna þess
að þá var mælirinn fullur í bili að
þeirra mati. Með óbilgirni í stjórnar-
samstarfi og daufheyrn við hverri
tillögu til úrbóta hafði Alþýðu-
bandalaginu tekist að vinna að því
að koma verðbólgunni upp í 130
stig, og þeim hafði heldur ekki
klígjað við því að lækka kaupið
fjórtán sinnum. Þessi afrekaskrá er
merkileg, og í raun engin furða þótt
þeir hafi talið 1982 að vandinn væri
svo rosalegur, að menn færu einung-
Sagt hefur verið að laun heimsins
séu vanþakklæti. Mætti draga þá
ályktun af niðurstöðu skoðanakann-
ana síðustu daga. Þær benda ein-
dregið til þess að þeir sem fylgdu
Sjálfstæðisflokknum að málum, en
hafa nú snúist á sveif með Albert
Guðmundssyni, hafi verið kvaldir
og píndir í flokki sínum með þeim
ódæmum, að þeir nota fyrsta tæki-
færi sem gefst til að hlaupa. Þessa
kjósendur virðist ekkert varða um
farsælt stjórnarsamstarf sem flokk-
urinn hefur staðið að í fjögur ár með
þeim ágætum, að það er og verður
honum til sóma. Framsóknarflokk-
urinn hefur setið lengi í ríkisstjórn-
um og átt misjafna fylginauta. Hann
skorti heldur ekki þrek til til að axla
þá ábyrgð sem varð að bera til að
koma á stórbættu ástandi í þjóðfé-
laginu. Hins vegar er alveg ljóst að
hann mun ekki vinna með hverjum
sem er að viðhaldi þeirrar endur-
reisnar, sem hófst fyrir fjórum árum.
Undir forustu mikilhæfs foringja,
þar sem Steingrimur Hermannsson
er, mun Framsóknarflokkurinn
horfa fram til nýrra daga hverju sem
skoðanakannanir spá.