Tíminn - 04.04.1987, Blaðsíða 8
8 Tíminn
Laugardagur 4. apríl 1987
MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar:
Aöstoöarritstjóri:
Fréttastjórar:
Auglýsingastjóri:
Kristinn Finnbogason
Indriði G. Þorsteinsson ábm.
IngvarGíslason
NíelsÁrni Lund
OddurÓiafsson
Birgir Guömundsson
Eggert Skúlason
SteingrímurGíslason
Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306,
íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild
Tímans. Prentun: Blaöaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 (tæknideild)
og 686306 (ritstjórn).
Verð í lausasölu 55.- kr. og 65.- kr. um helgar. Áskrift 550.-
Varað við glundroðapólitík
Þessa daga eru menn sérstaklega að ætla á um fylgi
nýjasta fyrirbærisins í framboðsmálum á íslandi, hins
svokallaða Borgaraflokks, sem stofnaður var í samúðar-
skyni við einn mann og fer mikinn eftir því sem
skoðanakannanir segja. Ekki eru nein efni til þess að
láta eins og þessar skoðanakannanir gefi ekki vísbend-
ingu um að Borgaraflokkurinn hafi hljómgrunn. Hins
vegar segja skoðanakannanirnar ekkert um það, hvaða
möguleika þessi mínútumynd í flokkslíki hefur til þess
að festa varanlega rætur.
Þegar saga flokkaskipunar hér á landi er athuguð, þá
sýnist afar ólíklegt að pólitískt móðursýkiskast eins og
framboðsæði Borgaraflokksins hafi langvarandi áhrif á
stjórnmálin. Líkurnar fyrir því að svona flokkur festi
rætur til langframa eða dragi að sér fjöldafylgi þegar
fram í sækir, eru ekki miklar. Sannleikurinn er sá, að
sérframboð Albertsmanna í Reykjavík hefði verið
afsakanlegt eins og á stóð sem eins konar uppreisn gegn
klaufaspörkum Þorsteins Pálssonar, en stofnun þessa
gerviflokks í kringum Albert Guðmundsson og fram-
boðsæðið sem þessu hefur fylgt um gervalla landsbyggð-
ina, á lítið skylt við heilbrigða stjórnmálaþróun.
Við því er þó lítið að gera annað en að bíða af sér
þetta pólitíska fár, því að auðvitað fjarar það út, ef ekki
á nokkrum dögum þá með tíð og tíma. Borgaraflokkur-
inn er að allri gerð eins og pólitísk loftbóla. Enginn veit
hið minnsta um stefnu þessa flokks, og sagan kennir að
sérframboð og sérviskuframboð eru stundarfyrirbæri.
Þau þjóna sérþörfum, sem ekki hafa almennt gildi. Pau
geta reyndar orðið hættuleg lýðræðinu ef þau eru borin
uppi af múgsefjun og fjölmiðlagaldri eins og dæmi eru
um frá Danmörku frá Glistruptímanum. Sú saga er
íslendingum kunn, en er nú liðin tíð þar í landi.
Tíminn vill fyrir sitt leyti vara við glundroðastefnum
á íslandi og taka beinlínis upp vörn fyrir það fjórflokka-
kerfi, sem auðvitað er hyrningarsteinn þingræðis og
lýðræðis hér á landi. Þingræðisskipulag okkar íslendinga
hefur fengið á sig tiltekna flokkslega hefð sem sýnist
skynsamleg og líkleg til þess að viðhalda eðlilegu
valdajafnvægi milli skoðana- og hagsmunahópa. Fjór-
flokkakerfið eins og það hefur þróast hér á landi fellur
vel að lýðræðishugmyndum öfgalausra manna í fjöl-
breyttu nútímaþjóðfélagi, og engin ástæða til að halda
annað en að það standist vonir um virkt þingræði og
heilbrigt stjórnarfar.
Þróun flokkakerfisins hér á landi er eðlislík því sem
gerst hefur almennt á Norðurlöndum. Par eins og hér
er lýðræðið reist á langri hefð flokkaskipunar og innri
þróun flokkanna eftir því sem tímar líða og þykir síst
tiltökumál. Á Norðurlöndum þykir það ekki ljóður á
stjórnmálaflokki þótt hann eigi langa sögu. í grónum
þingræðislöndum, eins og Bretlandi og Norðurlöndum,
er aldur flokks engin sjálfgefin ásökun, heldur hið
gagnstæða, það er flokki fremdarefni að eiga sér hefðir
og hafa lifað sína eigin þróun eins og þjóðfélagið sjálft
breytist og þróast í rás tímans og er þó sama þjóðfélagið.
Tíminn telur sér sæmd í því að verja lýðræðislegar
hefðir, en notar einnig tækifærið til þess að vara við
gerviflokkum og glundroðapólitík.
Vegna óvæntra atburða á sviði
stjórnmála í aðfara kosninga
hafa stjórnnmálaumræður
horfið í skuggann fyrir marg-
víslegu pcxi um hetjuskap þess að
hlaupast úr flokkum. furður frctta-
stjóra ríkissjónvarps og hve nálægur
Albert Guðmundsson kunni að vera
trúnni á Guð í þjóðarsálinni. Fyrir
þá sem hafa lagt sig fram um að
vinna þjóðinni gagn á liðnu stjórnar-
tímabili hljóta þessar ófrjóu og
heimskulegu umræður að þykja þýð-
ingarlitlar og benda til sálarástands,
sem fólk vill hclst ekki sætta sig við
ncma á kjötkveðjuhátíðum, þar sem
þær eru haldnar til að laða ferðafólk
á staðinn. Við íslendingar höfum
alveg til þessa dags litið á þjóðmál í
alvöru og tengt þau framförum okk-
ar og hugmyndaauðgi okkar bestu
manna. Nú virðist þetta viðhorf
rokið út í veður og vind, en í staðinn
er komin einskonar poppstefna í
stjórnmálum, þar sem sá þykir hæf-
astur sem lemur trommurnar.
Holskeflan gleymd
Engum getum skal að því leitt
hver endir verður þeirrar Alberts-
messu sem nú stendur. En fari um
hana eins og skoðanakannanir
benda til má alveg eins búast við því
að næsta ríkisstjórn landsins verði
samansett af flokkum, jafnvel undir
forsæti Alberts, sem lætur sig einu
gilda þann árangur sem varð af
núverandi stjórnarsamstarfi undir
forustu Framsóknarflokksins, og
þýddi stórum styrkara efnahagslíf
og viðráðanlega verðbólgu. Nú er
komið að almennum kjósanda að
gera upp hug sinn og gera upp við
ríkjandi stjórnarstefnu eins og hon-
um þykir við hæfi. Niðurstöður ný-
genginna skoðanakannana benda
ekki til þess að ríkjandi stjórnar-
stefna komi til með að njóta þess
stuðnings sem henni ber væri
þjóðmálaumræðan með eðlilegum
hætti um þessar mundir. Ekki er það
þó vegna þess að stjórnarandstaðan
hafi sótt í sig veðrið. Flún hefur
verið að tapa fylgi síðustu daga. Við
Tímamenn syrgjum það lítt, en hefð-
um auðvitað kosið að fylgistap
stjórnarandstöðunnar stafaði af
viðurkenningu á heppilegu stjórn-
arfari eftir mestu holskeflu verð-
bólgu sem yfir þjóðina hefur gengið,
en virðist nú að mestu gleymd.
Frjálshyggja
og velferð
Undir forustu Steingríms Fler-
mannssonar forsætisráðherra hefur
núverandi ríkisstjórn tekist að stýra
þjóðarskútunni inn á lygnan sjó
velmegunar. Það hefur ekki gengið
áfallalaust, enda var við margvísleg-
an vanda að etja. Bæði var um
erfiðleika að etja út í þjóðlífinu, sem
þurfti að leysa, en einnig í stjórnar-
samstarfinu vegna þess að innan
Sjálfstæðisflokksins voru komnir
fram á sjónarsviðið yngri og óreynd-
ari menn, sem töldu að velflest
vandamál samfélagsins yrðu best
leyst með frjálshyggjustefnu. Þessi
frjálshyggja sæmrýmist ekki hug-
myndum Islendinga um þjóðfélags-
skipan. Engu að síður þurfti forsæt-
isráðherra og aðrir ráðherrar Fram-
sóknarflokksins að eyða ómældum
tíma í að hamla gegn hugmyndum
frjálshyggjunnar í ríkisstjórn. Samt
sem áður skal það sagt að sá góði
árangur, sem hefur náðst á núver-
andi stjórnartímabili á rætur að
rekja til þess að menn voru sammála
um að vinna vel gegn þeirri skelfi-
legu verðbólgu sem tröllreið þjóðfé-
laginu þegar núverandi ríkisstjórn
tók við völdum. Það þurfti auðvitað
að gera án þess að skerða velferðina.
Vangadans við
verðbólguna
Stjórnmálaforingjar eru ófúsir að
láta uppi um hugsanlegt stjórnar-
mynstur að kosningum loknum. Á
fjölmennum stjórnmálafundi á Hót-
el Sögu s.l. þriðjudag sagði Stein-
grímur Hermannsson, forsætisráð-
herra, að hann útilokaði ekki neinn
stjórnmálaflokk frá samstarfi. Hins
vegar lét hann þess getið að Alþýðu-
bandalagið yrði að breyta um vinnu-
brögð frá 1982 ætti samstarf við það
að koma til greina. Þetta er skýlaus
yfirlýsing um, að Framsóknarflokk-
urinn muni ekki standa að því fyrir
stjórnarstóla að ganga til stjórnar-
samstarfs upp á þau býti að þurfa að
leggja í rúst þann árangur sem
núverandi stjórnarsamstarf hefur
borið í skauti sínu. í raun nær þessi
yfirlýsing formanns flokksins til fleiri
flokka en Alþýðubandalagsins.
Bættum efnahag og þeirri velferð
sem tekist hefur að efla á liðnum
árum verður ekki fórnað í samstarfi
við lukkuriddara, sem kunna að
telja pottinn nógu góðan að afstöðn-
um kosningum til að leita eftir
stjórnarsetu í von um að geta byrjað
að eyða að nýju í vangadansi við
verðbólguna.
64% fylgi
við stjórnina
íslendingar hafa notið farsællar
forustu Steingríms Hermannssonar
s.l. fjögur ár. Þann tíma hefur hann
notið mestrar hylli íslenskra stjórn-
málamanna eins og síendurteknar
skoðanakannanir sýna. Það var ekki
fyrr en upplausnarfárið í Sjálfstæðis-
flokknum skall yfir, sem Steingrímur
varð að víkja úr efsta sæti vinsælda-
listans. í skoðanakönnun DV á mið-
vikudag var Albert Guðmundsson
lentur í efsta sæti, Þorsteinn Pálsson
í öðru og Steingrímur í þriðja. Þessi
niðurstaða ein með öðru sýnir áhrif
þess tilgangslausa hanaslags sem nú
er háður innan Sjálfstæðisflokksins
og takmarkað gildi skoðanakann-
ana, fyrst þær stjórnast af dægurmál-
um á borð við tilburði íhaldsflokk-
anna tveggja. Öllu merkilegri er
niðurstaða skoðanakönnunar í sama
blaði, sem sýnir 64% fylgi við ríkis-
stjórnina af þeim sem tóku afstöðu.
Úr þessum niðurstöðum má lesa
raunverulega afstöðu almennings til
Steingríms Hermannssonar og
Framsóknarflokksins. Þess vegna
sætir nokkurri furðu niðurstaða ný-
legrar skoðanakönnunar á Reykja-
nesi, sem sýndi að Steingrímur var í
hættu að falla í kosningunum. Þann-
ig koma hvergi heim og saman
vinsældir ríkisstjórnarinnar og
niðurstöður einstakra kannana á
fylgi flokka mitt í órökvísu tilfinn-
ingapati sundraðra sjálfstæðism-
anna.
Mannúð sama
og velferð
Það er svo mál út af fyrir sig hver
orðið hafa örlög Sjálfstæðisflokksins
síðustu daga. Engu er líkara en stór
hluti flokksmanna í Reykjavík og
Reykjanesi eigi flokki sínum sér-
staídega grátt að gjalda, því varla
geta vinsældir eins manns verið slík-
ar að hann sópi til sín fylgi áður en
nokkur kjósenda veit hvað hann
ætlar að gera engin stjórnmála yfir-
lýsing liggur fyrir og lítið upp úr tali
hans að hafa annað en óljósar yfirlýs-
ingar um mannúð, sem praktíseruð
hefur verið síðan á miðöldum undir
sérstöku kenniheiti. Mannúð eins og
hún birtist okkur í velferðarþjóðfé-
lagi nútímans, þar sem hún tekur
stöðugum breytingum og vex að afli
og virkt, er hreint engin nýlunda.
Forsætisráðaherra hefur einmitt lýst
því yfir við öll tækifæri að Framsókn-
arflokkurinn skuli standa vörð um
velferðina á hverju sem gengur.
Samt er nú ekki verið að kalla hann
í útvarp til að lýsa því yfir sérstak-
lega. Vel getur verið að mannúðartal
þyki svona merkilegt af því það
kemur úr herbúðum frjálshyggjunn-
ar. Sé svo hlýtur að vera ærin ástæða
fyrir almennan kjósanda að skilja
hvernig reynt er að véla um fyrir
honum með margvíslegum rugl-
anda, og eiga skammsýnir fjölmiðlar
þar ekki minnsta sögu.
Fallbyssur án
tilfinningalífs
í Sjálfstæðisflokknum hafa menn
þótt kunna vel til verka, og hafa
raunar framkvæmdastjóra sem er
lærður í herfræðum í Noregi. Þótt
flokkurinn hafi þannig fengið
nokkra nasasjón af fallbyssum, sem
getur komið að gagni í pólitík eins
og annarsstaðar er ekki þar með sagt
að fallbyssupólitík eigi alls staðar
við. Þegar henni er beitt eins og í
Albertsmálinu kemur í ljós að mikil-
vægan þátt skortir í kennsluna. Það
er hægt að miða og skjóta og það er
jafnvel hægt að hitta í mark. Það er
nefnilega hægt að hafa rétt fyrir sér
með fallbyssunni einni. En á eitt
skortir, sem er ákaflega mikilvægt,
og byggist á aldagamalli reynslu, að
fallbyssupólitík getur verið hættu-
leg. Fallbyssur eiga ekkert tilfinn-
ingalíf. Því er það að menn standa
eiginlega ráðþrota frammi fyrir
þeirri stórstyrjöld tilfinningalífsins
sem nú geisar innan Sjálfstæðis-
flokksins.
Sterk forysta
í ljósi þess að Sjálfstæðisflokkur-
inn á í miklum innbyrðis erfiðleikum
og stjórnarandstaðan hefur ekki haft
árangur sem erfiði í fjögur ár sé
miðað við að 64% þjóðarinnar sé
fylgjandi núverandi ríkisstjórn eins
og síðasta skoðanakönnun kveður á
um, er alveg ljóst að eina raunveru-
lega kjölfestan sem eftir er í íslenskri
pólitík er Framsóknarflokkurinn
undir stjórn Steingríms Hermanns-
sonar, forsætisráðherra. Þessi stað-
reynd kann að reynast erfið þeim,
sem líta á Framsóknarmenn sem
pólitíska andstæðinga sína. En fyrir
allan almenning, sem nú lítur yfir
svið íslenskra stjórnmála blasa stað-
reyndirnar við augum. 64% stuðn-
ingur við núverandi ríkisstjórn í
nýlegri skoðanakönnun, sem tekin
var eftir að upp úr sauð í Sjálfstæðis-
flokknum hlýtur að stórum hluta að
skrifast á reikning forsætisráðherra
landsins. Styrk forysta hans fyrir
ríkisstjórn nýtur þeirrar viðurkenn-
ingar hjá almenningi, að þótt hinn
stjórnarflokkurinn berist á bana-
spjót og ekki megi á milli sjá hver
vinnur þann hanaslag stendur ríkis-
stjórnin keik eftir. Það upplýsir
meira um stöðu Framsóknarflokks-
ins í þessum kosningum en nýlegar
skoðanakannanir í einstöku kjör-
dæmum.
„The beauty
and,the beast“
Jón Baldvin Hannibalsson þótti til
skamms tíma vænlegur til mikils