Tíminn - 04.04.1987, Blaðsíða 2
2 Tíminn
Heilbrigðisráðherra:
Laugardagur 4. apríl 1987
Tóbak hækki árlega
umfram aðrar hækkanir
Areiðanleiki skoðanakannana:
„Skoðanakannanir litlu
betri en ágiskanir“
-ef þær eru illa unnar, segir Elías Héðinsson, lektor við Félagsvísindadeild
I nýútkominni skýrslu heilbrigð-
is- og tryggingamálaráðherra um
íslen'ska heilbrigðisáætlun kemur
m.a. frarn að eitt af markmiðum
áætlunarinnar sé að útrýma neyslu
tóbaks algerlega og leggur ráðherr-
ann til að verð á tóbaksvörum
hækki árlega umfrarn verðhækkan-
ir almennra neysluvara þannig að
tóbaksverð sé ávallt langt yfir al-
mennu verðlagi. Það á að útiloka
áhrif innflytjenda á það að stýra
útsöluverði tóbaksvara.
í áfengismálum á að beita svip-
uðum aðferðum. Á næsta hálfan
áratug verður lögð sérstök áhersla
á upplýsingastarfsemi og ráðgjöf
sem heilbrigðisgeirinn á að veita,
svo og að greina áfengisvanda á
byrjunarstigi. Verð áfengra
drykkja þarf að hækka á næstu
fimm árum þannig að verðið hækki
árlega umfram verðlag og sterkt
áfengi mcira en létt. - SÓL
í leiðara Alþýðublaðsins í gær er
fjallað um skoðanakannanir og
hversu vafasamar þær geta verið.
Sérstaklega er tekin fyrir könnun sú
sem SKÁÍS framkvæmdi fyrir Helg-
arpóstinn og hún gagnrýnd' fyrir
ónákvæmni. Skoðanakannanir að
undanförnu hafa gert það að verkum
að farið er að tala um Borgaraflokk-
inn sem næststærsta stjórnmálaflokk
landsins, hann fái 15 þingmenn
o.s.frv. Tíminn bar þessa gagnrýni
Alþýðublaðsins undir einn helsta
sérfræðing landsins í uppsetningu og
vinnslu skoðanakannana, Elías
Héðinsson lektor í Félagsvísinda-
deild Háskólans.
„Ég verð alltaf jafnhissa þegar ég
sé það að verið er að úthluta þingsæt-
um á flokkana eftir svörum nokkurra
manna. Það er alveg greinilegt, eins
og niðurstöður eru t.d. birtar í
síðasta Helgarpósti að það er engin
leið fyrir almennan lesanda að gera
sér nokkra grein fyrir því á hverju
þessar tölur byggjast. Það er ekki
einu sinni sagt frá hvernig fram-
kvæmdin er varðandi úrtaksgerð og
úrtaksstærð, sem er þó grundvallar-
atriði," sagði Elías.
„Mér skilst að þarna sé notuð hin
vanalega aðferð SKÁÍS, að það er
ekki í raun tekið úrtak heldur er
valinn ákveðinn kvóti af símanúmer-
um og skipt síðan milli landsbyggðar
og höfuðborgarinnar og síðan er
passað að jafnmargir karlar og konur
svari. Annað er ekki passað að
standist, þannig að hlutir eins og
aldursskipting og atvinnuskipting
o.fl. er ekkert vitað um. Og ef að
þessi atriði hafa áhrif á skoðanir
fólks, þá er mjög erfitt að alhæfa frá
niðurstöðum úr slíkum könnunum
yfir á íslenska kjósendur," sagði
Elías.
„Kjarninn í því að velja lítinn hóp
fólks til að geta alhæft yfir á stærri
hóp, er að úrtakið sé valið eftir
tilviljanaaðferðum. En það er ekki
gert og því er það líka skrítið að
mínu áliti að vera að reikna skekkju-
mörk því að það má ekki nema því
skilyrði sé fullnægt að um tilviljana-
úrtak sé að ræða. Óvissan er því
orðin ansi mikil og því spurning
hvenær við sitjum uppi með það að
niðurstöður úr slíkum könnunum
sem þessi óvissa fylgir, séu nokkru
betri en beinar ágiskanir án kann-
ana.
Auðvitað gefa kannanir oftast til
kynna megindrætti, en ef menn vilja
meiri nákvæmni þurfa kannanirnar
að uppfylla ákveðin skilyrði. Þetta
er sem sagt fyrsta vandamálið.
Hitt vandamálið er stærð kvótans,
sem er nokkuð viðunandi eða um
800 manns, en það nær ekki langt
þegar farið er að skipta niður á
smærri einingar, þ.e. einstök kjör-
dæmi. Þó að reynt sé að nýta sér
upplýsingar úr fyrri könnunum,
o.s.frv. við að segja til um þetta að
þá er vandinn sá að Borgaraflokkur-
inn var ekki til í síðustu kosningum.
Þannig að þarna er verið að gera
spá, sem hlýtur að verða mjög óljós
þegar um svona breytingar er að
ræða. Og eftir því sem framboðun-
um fjölgar þá lenda menn í meiri og
meiri vanda með svona lítinn kvóta
eða úrtak.
Þetta er m.a. ástæða þess að
Félagsvísindastofnun og Hagvangur
eru að taka 1500 manna úrtak,“
sagði Elías Héðinsson.
Benti Elfas á að ef illa að könnun
er staðið getur hún gefið mjög
rangar niðurstöður og því hefði
honum í sjálfu sér ekki þótt 1. apríl
gabbkönnun Tímans ótrúleg.
Skekkjur geta mjög auðveldlega
hlaðist upp. Þannig gæti t.d. ákveð-
inn flokkur átt hlutfallslega mikið
fylgi meðal eldra fólks. Ef hringt er
um miðjan dag, þegar flestir eru í
vinnu næst í hlutfallslega fleira eldra
fólk og húsmæður, og ef engar
kröfur væru gerðar um samsetningu
úrtaks, sæust engin merki um að
svarendur hefðu verið ódæmigerðir
fyrir heildarfjöldann. -phh
Skoðum eftirfarandi spumingar - svari nú hver fyrir sig!
Er bami þínu sinnt sem einstaklingi í skólanum?
Kennarar þurfa oft að bera ábyrgð á tveimur bekkjum, allt að 60 nemendum.
Verður þitt bam útundan? Breytum þessu.
Á bam þitt kost á að ljúka vinnu sinni í skólanum?
Aðstæður á heimilum eru ólíkar því sem áður var. Börn þurfa í vaxandi mæli að
geta lokið vinnu sinni í skólanum. Til þess að svo megi verða þarf skóli að vera einsetinn
og búinn góðri aðstöðu svo sem vel búnu skólasafni.
Er bami þínu séð fyrir öryggi og aðhlynningu fyrir og eftir skólatíma?
Margir foreldrar fara til vinnu áður en skólatími hefst og eru ekki komnir heim þegar skólatíma lýkur.
Þarf bömum ekki að standa til boða aðstaða og umönnun þennan tíma?
Er skólalóðin frágengin sem æskilegt og ömggt leiksvæði?
Skólalóðin er hluti skólans og frímínútur em hluti skólatímans.
Þar verður að vera aðstaða til þroskandi leikja.
Er öllu námi gert jafnhátt undir höfði?
í öllu uppeldi þarf að leggja mikla áherslu á líkamsrækt, list og verknám.
Þessir námsþættir em þó ekki metnir til jafns við aðra, og lögboðinni kennslu
er víða ekki framfylgt í skólum.
Foreldrar ræðið málin við okkur kennarana - á fundum í foreldrafélögum
-við þingmenn og steitarstjómarmenn - við fræðsluráð og skólanefndir.
Knýjum á um úrbætur.
MEHKTsiMÁmm
KENNARASAMBAND ÍSLANDS
Kynningamefnd