Tíminn - 04.04.1987, Blaðsíða 12
12 Tíminn
FRÉTTAYFIRLIT
MOSKVA — Sovétmenn
sprengdu sína þriöju kjarn-
orkusprengju síöan í febrúar
er þeir bundu enda á átján
mánaöa bann, sem Banda-
ríkjamenn höföu neitað aö taka
þátt í, og hófu aö nýju tilraunir
meö kjarnorkuvopn.
BEIRÚT — Forráðamenn
háskólans í Beirút hvöttu
mannræningja til að láta laus-
an fræðimanninn Alan Steen
sem er lífshættulega sjúkur.
Hvatningin kom á sama tíma
og birt var frétt þar sem því var
haldið fram aö Steen og þrír
aðrir gíslaryrðu bráölega látnir
lausir.
COLOMBO — Skæruliöar
tamila úr Tígrishóþnum svo-
kallaöa drápu 65 manns sem
talið er að hafi verið meðlimir
tveggja annarra skæruliöa-
hópa tamila sem berjast gegn
Tígrishópnum.
MANILA — Stjórnvöld á Fil-
ippseyjum skipuöu hernum aö
auka enn baráttu sína gegn
vinstrisinnuðum skæruliðum.
Hermálayfirvöld tilkynntu um
tuttugu látna víðsvegar um
landið í átökum hersins og
skæruliöa.
KAIRÓ — Hosni Mubarak
forseti Egyþtalands varaöi
stjórnmálaflokka landsins viö
því að gera trúmál að kosn-
ingamáli í þingkosningunum á
mánudaginn. Þrátt fyrir þessa
viövörun virtist sem flokki Mu-
baraks væri jafnmikiö í mun og
öörum aö næla sér í atkvæöi
múslima er ráðiö geta úrslitum
um útkomu kosninganna.
WASHINGTON — Banda-
ríkjastjórn sakaöi ísraelsstjórn
um aö hafa selt voþn til Suour-
Afríku í trássi viö bann Sam-
einuðu þjóðanna frá árinu
1977. Þetta gæti enn átt eftir
aö gera samskiþti ríkjanna
stirðari en þeim hefur veriö
mjög ábótavant í kjölfar
njósnamálsins er tengdist
Jónatan Pollard.
PEKING — Stjórnvöld í Kína
sögöu Sovétmenn hafa sam-
þykkt aö ræöa ný málefni í
þeim tilgangi aö bæta sambúö
ríkjanna tveggja. Frétta-
skýrendur sögöu stjórn Mikhail
Gorbatsjovs hafa meö þessu
greinilega sýnt vilja til betri
samskipta.
llllllllllllllll 1111 llllllllllllllllllllllllllllll lllllllllllllll
Laugardagur 4. apríl 1987
UTLOND
Kosið t
héraðsstjórna í Japan um næstu helgi:
Söluskattur og kvenmenn
gera Nakasone erfitt fyrir
Nakasonc forsætisráöherra Japans ásamt Reagan Bandaríkjaforscta: Sá
japanski býr við minnkandi vinsxldir rétt eins og Reagan þótt ástæðurnar séu
aðrar.
Tokyo - Kcuter
Næsta vika gæti átt cftir að verða
Yasuhiro Nakasone forsætisráð-
hcrra Japans erfið í skauti. Þá er
nefnilega víst að þúsundir andstæð-
inga forsætisráðherrans, sem bjóða
sig frant til hérðasstjórna, munu
gagnrýna hann harkalega fyrir tillög-
urum mjög svo óvinsælan söluskatt.
Nakasone var langvinsælasti
stjórnmálamaðurinn í Japan á síð-
asta ári eftir að hafa leitt hinn
ráðandi Frjálslynda lýðræðisflokk til
síns mesta kosningasigurs frá upp-
hafi. En fljótt skipast veður í lofti.
Stjórnmálaskýrendur eru nú á því
að Nakasonc og flokkur hans verði
að hætta að hugsa unt stóra sigra og
einbeita sér að því að tapa ekki
mikið þegar kosið verður um hin
3.235 sæti í hcraðsstjórnum landsins
sunnudaginn 12. apríl.
Síðustu skoðanakannanir sýna að
vinsældir Nakasone hafa minnkað
mjög, niður í 20% frá þeim 50% sent
hann hafði í fyrra eftir kosningasigur
Frjálslynda lýðræðisflokksins.
En það er fleira en minnkandi
vinsældir Nakasone sem angrar fylg-
isspaka flokksmenn hans í stjórnar-
flokknum. Þar má meðal annars
ncfna þá stefnu leiðtoga japanskra
sósíalista Takako Doi, scm er fyrsta
konan til að leiða stjórnmálaflokk
þar í landi, að láta fleiri kynsystur
sínar vcra í framboði til héraðs-
stjórna en þekkst hefur áður. Sósíal-
istar eru nú með 30 konur í framboði
í stað 19 í síðustu héraðsstjórna-
kosningum.
Þcssi stcfna Doi cr ekki einungis
tímanna tákn heldur skynsöm að
niörgu leyti, konur verða t.d. mjög
varar við söluskatt sem lagöur er á
vörur og gæti Sósíalistaflokkurinn
náð til margra kvenna sem óánægðar
eru með þessa álagningu.
Tugþúsundir manna hafa á undan-
förnum vikum mótmælt áætlunum
ríkisstjórnar Nakasone um sölu-
skattsálagninguna.
Og það verða fleiri sem gagnrýna
munu Nakasone harðlega í næstu
viku. Hinn mjög svo hægrisinnaði
Þjóðernisflokkur hefur komið upp
hátalarabílum og keyra liðsmcnn
hans unt ntiðborg Tokyo hrópandi
slagorð gegn Nakasone, Bandaríkj-
unum og sitthverju fleiru.
Að auki hafa nokkrir liðsmenn
Frjálslynda lýðræðisflokksins ákveð-
ið að bjóða sig fram sem óháðir
einstaklingar í héraðasstjórnakosn-
ingunum til að mótmæla söluskatts-
tillögunum. Nakasone og flokkur
hans verða því nær örugglega í
varnarstöðu er kosningaslagurinn
nær hámarki í næstu viku.
Tyrkneski söngvarinn
Ibrahim Tatlises:
Sýknaður
af söng á
kúrdisku
Ankara-Reuter
Dómstóll í lstanbúl liefur sýknað
tyrkneska söngvarann Ibrahim Tatl-
ises af ákæru um að „veikja þjóðar-
kennd“ með því að syngja á kúr-
disku.
Tyrknesk stjórnvöld viðurkenna
ekki kúrda sem sérstakan þjóðflokk
og her landsins á í skæruhernaði við
fámennan hóp þeirra sem berst fyrir
sjálfstæðu Kúrdistan.
Tatlises er kúrdi og á að hafa
sungið á máli þeirra á hljómleikum
sem hann hélt í Sodertalje í Svíþjóð
á síðasta ári. Hann sagði fyrir réttin-
um að hann hefði jú. sungið á
kúrdisku en bara eina línu í arabísku
kvæði.
Ákærandinn í málinu heimtaði að
fyrir þessa línu yrði Tatlises dæmdur
í 24 ára fangelsi. Tatlises neitaði
hinsvegar að hann hefði verið að
starfa gegn hagsmunum Tyrklands
og öryggisdómstóll í Istanbúl var
honum sammála og sýknaði söngvar-
ann.
Frakkland/Sovétríkin:
Kólnandi sambúð
- Kemur njósnamáliö í sambandi viö Ariane eldflaugina evrópsku
í veg fyrir ferö Chiracs til Moskvu?
París-Reuter
Frönsk stjórnvöld reyndu að gera
lítið úr ósætti sínu við Sovétstjórnina
í gær út af njósnunum um Ariane
eldflaugina og sagði utanríkisráð-
herra landsins Jcan-Bcrnard Rai-
mond að ólíklegt væri að málið
myndi koma í vcg fyrir fyrirhugaða
fcrð Jacques Chiracs forsætisráð-
herra til Moskvu.
Raimond sagði þá ákvörðun
frönsku stjórnarinnar í fyrradag að
vísa þrentur sovéskum stjórnarer-
indrckum úr landi. vegna gruns unt
að hafa staðið fyrir njósnum utn
evrópsku Ariane eldflaugina, vera
einangraða og ckki til þess gerða að
skemma fyrir hinum góðu samskipt-
um ríkjanna tveggja.
Ferð Chiracs forsætisráðherra til
Sovétríkjanna er fyrirhuguð í síðari
hluta maímánaðar en í gær var þó I
greinilegt að samskipti ríkjanna
höfðu kólnað verulega vegna
njósnamálsins og um leið vöknuðu
upp efasemdir um hvort af heimsókn
Chiracs yrði. í tilkynningu sovéska
sendiráðsins í París var varað við að
brottrekstrarnir gætu skaðað sant-
skipti ríkjanna og var ljóst að þar var
átt við ferð Chiracs rétt eins og
annað.
í gær sagði svo fréttastofan Tass
frá því að frönsk herflugvél hefði
sveimað yfir sovéska flutningaskip-
inu Fyodor Podtelkov fyrir utan
Frakklandsströndum, truflað ferðir
þess og stefnt áhöfninni í voða með
lágflugi.
í gærdag var ekki ljóst hvort
sovésk stjórnvöld létu sér þessi mót-
mæli nægja eða svöruðu brottrekstr-
unum með því að vísa jafnmörgum
frönskum stjórnarerindrekum frá |
Moskvu. Á síðasta ári vísaði franska ,
ríkisstjórnin fjórum sovéskum
stjórnarerindrekum úr landi vegna
njósna og þá rak Sovétstjórnin fjóra j
Frakka snarlega frá Iandi sínu. I
Kremlverjar gerðu hinsvegar ckkert
slíkt í miklu alvarlegra máli árið
1983 þegar franska stjórnin sendi 47
sovéska diplóntata til síns heima,
einnig eftir ákærur í sambandi við
njósnir.
Stígur Chirac forsætisráðherra
Frakklands ekki á sovéska grund í
maímánuði vegna njósnamálsins í
sambandi við evrópsku Arianc eld-
flaugina?
Pólland:
Hungrað
í bensín
Varsjá-Reuler
Þjófar í Póllandi hafa stolið
bensínmiðunt upp á meira en
tvær milljónir zlota eða sem sam-
svarar um fjörutíu milljónum ís-
lenskra króna. Það var pólska
sjónvarpið sem skýrði frá þessunt
þjófnaði frá einni tryggingarskrif-
stofu ríkisins.
Bensín er dýrt í Póllandi,
hækkaði t.d. um 25% um síðustu
helgi, og á hver landsmaður rétt
á um 30 Iítrum af þessum orku-
gjafa á mánuði. Þjófarnir gætu
keypt þrjár milljónir lítra af
gæðabensíni, sem selt er á tvöfalt
hærra verði en venjulegt bensín á
svörtum markaði, fyrir stolnu
ntiðana.
Pólska sjónvarpið sagði ekki
hvenær þjófnaður hefði farið
fram en atburðurinn átti sér stað
í Szamotuly, nálægt Poznan í
vesturhluta landsins.
Eyðnibaráttan á Nýja Sjálandi:
NÁLAR SELDAR TIL
EITURLYFJANEYTENDA
Wcllinglon-Rcuter
Stjórnvöld á Nýja Sjálandi hafa
ákveðið að leyfa apótekum að selja
nálar og sprautur til eiturlyfjaneyt-
enda. Þetta er gert í þeim tiigangi að
varna útbreiðslu eyðnisjúkdómsins
illræmda.
Það var Michael Bassett heilbrigð-
ismálaráðherra landsins sem frá
þessu skýrði og.sagði hann T yflrlý.s-
ingu að alvarlcgum vandamálum
þyrfti stundum að niæta með róttæk-
um aðgerðutn.
Yfirlýsing Bassetts fylgdi í kjölfar
frétta um að læknar í Auckland
hefðu fundið eyðniveiruna í fjórum
gagnkynhneigðum eiturlyfjaneyt-
endum nú nýlega.
Talið er að um2400 eiturjyfjaneyt-
endur sem sprauta sig séu í N
Sjálandi.
Alls er vitað um 37 eyðnitilfelli
hafa sex manns látist af völdi
sjúkdómsins. Bassett heilbrigc
málaráðherra sagði að sanna
lægju fyrir um að eiturlyfjaneyter
ur bæru sjúkdóminn út meðal gaj
> ‘kynhnoigðra; : - . -