Tíminn - 04.04.1987, Blaðsíða 13
Laugardagur 4. apríl 1987
Tíminn 13
Bylting í tölvuþróun:
IBM Einvalatölva
- samt verðhrun á hlutabréfum IBM í N.Y.
Einar Jóhannesson, Víkingur og starfsmaður IBM á íslandi við tvær
Einvaiatölvur sem kynntar voru um heim allan í gær.
Tímamynd Pjétur.
í gær klukkan 13.30 að íslenskum
tíma tilkynnti IBM um allan heim
nýja byltingarkennda einmenn-
ingstölvu. Hér er um nýjar hugmynd
í innri gerð og útliti að ræða, sem
miðar fyrst og fremst að því að auka
afköst hvers einstaklings sem notar
tölvur í daglegum störfum sínum.
Einvalatölvurnar eru fjórar. Sú
fyrsta er gerð 30, scm er u.þ.b.
tvöfalt hraðvirkari en IBM pc XT,
sú næsta er gerð 50, sem afkastar allt
að tvöfalt meiru en IBM pc XT-286.
Þriðja gerðin er gerð 60, sem ræður
við stór gagnavinnsluverkefni eða
getur verið netmiðstöð í litlum til
meðalstórum netkerfum. Fjórða
gerðin er svo gerð 80, sem hefur
umtalsverða getu til víxlvinnu og
auk þess afköst til að vera netmið-
stöð í stórum netum. Afköst eru
u.þ.b. þreföld á við IBM AT 3.
Tölvurnar eru byggðar með tilliti
til SAA, hinna nýju samskiptareglna
IBM á milli stýrikerfa, notendafor-
rita og neta. Þær eru allar byggðar
með nýrri tækni sem byggir á því að
samrásir eru festar á yfirborð megin-
plötunnar. Nokkur þéttbyggð rök-
fylki eru notuð í fyrsta skipti. Tengi-
og aðlögunarútbúnaður er nú á meg-
inplötunni.
Samkvæmt fréttaskeyti frá Reuter
snarféllu hlutabréf IBM í kauphöll-
inni í New York um 1.375 dollara, í
149.75 dollara. Ástæðan var sú að
IBM hafði byggt upp mikla spennu,
sem reyndist svo vera cinmitt það
sem búist hafði verið við og ekkert
meira. Eða eins og einn kaupsýslu-
maðurinn orðaði það:
„Það kom ekkert á óvart.“
-SÓL
Velaborg
Bútækni hf. Sími 686655/686680
Astarsaga Pilts og stúlku
- Hugleikur frumsýnir
nýjan alíslenskan
sjónleik
Hugleikur, elsta áhugamannaleik-
félagið sem nú þrífst innan ramm-
girtra múra Reykjavíkurborgar,
frumsýnir nýtt alíslenskt leikrit laug-
ardagskvöldið 4. apríl á Galdraloft-
inu Hafnarstræti 9. Leikritið ber
nafnið „Ó þú“ og fjallar um ástir og
örlög pilts og stúlku þeirra Indriða
ogSigríðar íTungu. Þettaernútíma-
verk sem gerist í ólgusjó íslenskrar
pólitíkur og í undirheimum Reykja-
víkurborgar með viðkomu í norð-
lenskri sveitasælu og á brimóttri
strönd Jótlands. Höfundar verksins
eru þær Ingibjörg Hjartardóttir,
Sigrún Óskarsdóttir og Unnur Gutt-
ormsdóttir.
Þetta er fjórða starfsár Hugleiks
og leikritið hið þriðja í röðinni af
verkum sem samin eru innan vé-
banda hópsins. f fyrra sýndi félagið
„Sálir Jónanna“ sem gekk all lengi
vetrar og var m.a. sýnt á Norræna
leiklistarþinginu í Reykjavík s.l.
sumar. Árið þar áður sýndi Hugleik-
ur „Skugga-Björgu", sem mörgum
mun í fersku minni. Starfsemi Hug-
leiks hefur því áunnið sér hefð í
menningarlífi borgarinnar.
Indriði (Gísli Sigurðsson) hittir Veru Duus (HuMu Hákunardóttur) á
kaffihúsi og segir henni að hann sé búinn að ráða sig á danskan togara Asa
(Helga Sveinsdóttir) ber þeirn kaffi.
NOTAÐAR BÚVÉLAR
TIL SÖLU
New Holland 935 heybindivél árg. 1984
Claas Markant 52 heybindivél árg. 1983
New Holland 378 heybindivél árg. 1982
Duks 15 m baggafæriband m/rafmótor árg. 1986
Carboni Cr. 44 heyhleösluvagn 26 cm3 árg. 1978
Welger heyhleðsluvagn 28 cm3 árg. 1978
Ejebejerg baggavagn
Tiegel dráttarvélardrifinn súgþurrkarablásari árg. 1982
Universal 550 dráttarvél 50 hö m/ámoksturstækjum árg.
1980
Ford 3000 dráttarvél 47 hö árg. 1967
Ursus C 360 dráttarvél 60 hö árg. 1978
Hjúkrunar-
fræðingar
Eftirtaldar stöður hjúkrunarfræðinga í heilsugæslu-
stöðvum eru láusar til umsóknar nú þegar:
1. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöðina á
Patreksfirði.
2. Staða hjúkrunarfræðings við Heiisugæslustöðina á
Þórshöfn.
3. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöðina í
Asparfelli, Reykjavík.
4. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöð Mið-
bæjar, Reykjavík.
5. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöðina í
Árbæ, Reykjavík,
6. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöðina í
Reykjahlíð, Mývatnssveit.
7. Hálf staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöð-
ina á Dalvík.
Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf við
hjúkrun sendist heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneytinu, Laugavegi 116, Reykjavík.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið
31. mars 1987.
Útboð
Vegagerð ríkisins óskar
eftir tilboðum í eftirtalin
verk:
^// 1 Styrking og malarslitlög í Vestur-Húna-
r//Ætm vatnssýslu 1987. Lengd vegarkafla 11,5 km,
% magn 20.000 rúmmetrar. Verki skal lokiö fyrir 30.
september 1987.
2. Styrking Svartárdalsvegar í Austur-Húna-
VEGAGERÐIN vatnss. 1987. Lengd vegarkafla 14,3 km, magn
15.000 rúmmetrar. Verki skal lokið fyrir 15.
september 1987.
3. Styrking Siglufjaröarvegar í Skagafiröi 1987.
Lengd vegarkafla 16,4 km, magn 35.000 rúmmetr-
ar. Verki skal lokið 31. júlí 1987.
Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á
Sauðárkróki og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og
með 6. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum
fyrir kl. 14.00 þann 27. apríl 1987.
Vegamálastjóri
A
Frá grunnskólum Kópavogs
Innritun 6 ára barna (börn fædd 1981) fer fram í
skólum bæjarins mánudaginn 6. apríl og þriðju-
daginn 7. apríl kl. 13.00-16.00. Innritun skóla-
skyldra barna og unglinga sem flytjast milli skóla-
hverfa flytja í Kópavog eða koma úr einkaskólum
fer fram sömu daga á Skólaskrifstofu Kópavogs,
Hamraborg 12, 3. hæð kl. 10.00-12.00 og 13.00-
15.00 sími 41988.
Skólafulltrúi
Útboð
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd gatnamálastjórans í
Reykjavík óskar eftir tilboðum í steyptar gangstéttir, gerð stiga og
ræktun í Ártúnsholti og Grafarvogi.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3 gegn kr.
5.000.00 skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudag-
inn 14. apríl n.k. kl. 11.00.
■
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
^nkirkiuvaqi 3 — Simi 25800
Til sölu
Vél til gólfteppagerðar (rýja) ásamt garni, bæði
ullar- og gerviefni og striga. Góð fjárfesting -
þægilegt aukastarf.
Upplýsingar hjá Maco hf. Súðavogi 7, Reykjavík
sími 681068.