Tíminn - 09.04.1987, Síða 5

Tíminn - 09.04.1987, Síða 5
Fimmtudagur 9. apríl 1987 Tíminn 5 Þróun verðlags og kaupgjalds 1984-1987: Lágmarkslaun og bætur hækkað umfram verðlag - bæði á síðasta ári og síðastliðin 3 ár Bæði tryggingabætur og lágmarks- laun verkafólks hafa hækkað langt umfram framfærslukostnað hvort sem litið er til síðasta árs eða síðustu 3ja ára, samkvæmt upplýsingum Tryggingastofnunar, Hagstofu og Dagsbrúnar. Frá febrúar 1986 til sama tíma í ár hækkaði vísitala framfærslukostnaðar um 11,9% (matvörur um 9,8%). Á sama tíma- bili hækkuðu flestar bætur Trygg- ingastofnunarum 31% (heimilisupp- bót aldraðra og öryrkja um 75,5%) og verkamannalaun um 49,1%. Frá febrúar 1984, þ.e. síðustu 3 ár, hefur framfærslukostnaður hækkað um 88%, en tryggingabætur . allt frá 129% og upp í 440% og verkamannalaun um 109% til 157% eftir því hvort miðað er við taxta eða lögbundin lágmarkslaun árið 1984. En t.d. fiskvinnslufólk og aðrir sem höfðu bónus fengu þá greitt eftir taxta, sem hjá þeim hefur því hækk- að um tæp 157%, sem fyrr segir. Febrúar 1984 var valinn sem út- gangspunktur vegna þess að vísitala framfærslukostnaðar var þá sett á 100, og síðasta sundurliðaða vísitala í Hagstofutíðindum er frá febrúar s.l. Kartöflur ekkert hækkað Að verð á kartöflum skuli hafa verið hið sama nú í febrúar og heilu ári áður er kannski með því skemmtilegra sem kemur í ljós við skoðun á útreikningi síðustu febrú- arvísitölu. En verðhækkun á kartöfl- um hefur verið mikið fréttaefni undanfarin ár, sem vísast hefur farið fram hjá fæstum. Sumt lækkað í verði Það sem flestum mun kannski koma enn meira á óvart er að verðlækkun hefur orðið á fjórum liðum vísitölunnar á þessu ári, mest rúm 25% verðlækkun á feitmeti, rúmlega 15% lækkun á rafmagni, um 6,4% verðlækkun á kostnaði við þarfasta þjón nútímans, einkabílinn og 3% verðlækkun á sykri. Hækkun matvöruliðarins í heild er 9,8% á heilu ári. Dýrara að klæða sig og fara út Mestu verðhækkanirnar hafa á hinn bóginn orðið um 26% á síman- um og soðningunni (fiskinum). Verð á fatnaði og skóm hefur líka hækkað um nær fjórðung og sama er að segja um stóran lið sem að mestu spannar veitingahúsaþjónustu, orlofsferðir, ferðavörur, skartgripi, snyrtivörur og snyrtingu sem hækkað hefur um tæplega fjórðung. Soðningin hækkað hrikalega Vísitala framfærslukostnaðar var 188 í febrúar s.l. sem þýðir að hún hefur hækkað um 88% frá febrúar 1984. Gífurlega misjafnar verð- hækkanir hafa verið á einstökum liðum hennar á þessu 3ja ára bili. Fyrst má nefna að matvörurnar hafa að meðaltali hækkað mun meira en annað, eða um 102% samanborið við 84% meðalhækkun allra hinna liðanna. Mest ber þar á 170% hækk- un á fiski, 162% hækkun á kaffi og slíkum vörum og 144% hækkun á kartöflum. Hins vegar hefur sykur- innaðeinshækkað um21% áþessum 3 árum, feitmetið um 37% og græn- meti og ávextir um 69%. Hækkun framfæslukostnadar, tryggingabóta og launa frá febrúar 1986-87 og febrúar 1984-87: Breyting Breyting Tryggingabætur: 1 ár = % 3 ár= % Elli-og örorkuiífeyr. einstakl. 31% 129% Tekjutrygging einstaklings 31% 174% Heimilisuppbót 75,5% 230% Meðlag/barnalífeyrir 31% 174% Mæðralaun 1 barn 31% 441 % Mæðralaun 2 börn 31% 302% Mæðralaun3börn 31% 256% Hækkun verkamannalauna sömu tímabil: Lágmarkstaxti 49,1% 157% Lögbundin lágmarkslaun 49,1% 109% Hækkun f ramfærsluvisitölu alls 11,9% 88% Matvörur meðaltal 9,8% 102% Brauðogmjölvörur 9,5% 84% Kjöt ogkjötvörur 14,3% 124% Fiskurogfiskvörur 26,2% 170% Mjólk, rjómi, ostar, egg 7,9% 105% Feitmeti, olíur lækk. 25,1% 37% Grænmeti.ávextir 5,0% 69% Kartöflur, nýjarog unnar 0,0% 144% Kaffi.te, kakó, súkkul. 15,9% 162% Sykur lækk. 3,2% 21% Aðrarmatv. (sjoppufæði 15,3% 103% Gosdrykkir.öl 15,6% 63% Áfengi 13,4% 112% Tóbak 17,3% 137% Fatnaðurogskór 23,7% 109% Heimilistæki og búnaður 16,7% 89% Rafmagn lækk. 15,4% 10% Húshitun 3,5% 47% Símakostnaður 26,7% 18% Heilsuvernd 20,4% 148% Almenn flutningatæki 11,3% 77% Einkabíllinn lækk. 6,4% 46% Tómstundir/menntun 14,8% 101% Veitingah. orlof, snyrting o.fl. 22,8% 110% Tóbak og brennivín fokdýrt Af öðrum liðum er 3ja ára hækk- unin mest á liðnum heilsuvernd, sem vegur lítið í vísitölunni. Tóbak hefur hækkað um 137%, áfengi um 112%, framangreindur liður með veitinga- húsum, orlofi og fleiru um 110% og fatnaðurinn um 109%. Aðeins 10% hækkun hefur hins vegar orðið á rafmagninu þessi 3 ár og 18% á símakostnaðinum. Um 31% bótahækkun ámóti 11,9% verðhækkunum Elli- og örorkulífeyrir einstaklings ásamt fullri tekjutryggingu hækkaði úr 13.594 kr. upp í 17.816 kr. frá febr. 1986-87 eða um 31%, sem fyrr segir. Að viðbættri heimilisuppbót var hækkunin úr rúmlega 16 þús. kr. upp í rúmlega 22 þús. kr., eða um 37,8%. Meðlag og mæðralaun með einu barni hækkuðu úr um 5.500 kr. í um 7.200 kr. og með þrem börnum úr tæplega 20 þús. upp í um 26.200 kr., sem hvortveggja þýðir 31% hækkun milli ára. Frá 160-228% hækkun tryggingabóta Frá febrúar 1984 til sama tíma í ár hefur elli- og örorkulífeyrir ásamt tekjutryggingu einstaklings hækkað um tæp 160% og að viðbættri heim- ilisuppbót er hækkunin tæplega 166% á þrem árum. Hækkun með- lags og mæðralauna með einu barni hefur á sama tíma hækkað um 228% en með 3 börnum um 202%, sam- kvæmt upplýsingum í fréttabréfi Tryggingastofnunar ríkisins. Frá 109 til 157% hækkun lágmarkslauna Lágmarkstaxti verkamanna var í febrúar 1987 samkvæmt upplýsing- 228% 200% 100% 88% 0% Lágmarkslaun (lögbundln) Elli+örorkulífeyrir Meðlag ot' mæiralaun m. 1 bami. ^ Þróun verðlags, lágmarkslauna og algengra lífeyrisbóta frá febrúar '84 til febrúar '87. um Dagsbrúnar 26.500 kr. en í febrúar 1986 var hann 17.776 kr. á mánuði, sem þýðir 49,1% hækkun á ári. í febrúar 1984 var fiskvinnslu- taxti 10.316 kr. á mánuði, sem þýðir 156,9% taxtahækkun. Lögbundin lágmarkslaun voru hins vegar 12.666 kr. á mánuði og miðað við það er 3ja ára launahækkunin 109,2%.-HE1 Lestunar- áætlun Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: Aarhus: Alla þriðjudaga Svendborg: Alla miðvikudaga Kaupmannahöfn: Alla fimmtudaga Gautaborg: Alla föstudaga Moss: Alla laugardaga Larvik: Alla laugardaga Hull: Alla mánudaga Antwerpen: Alla þriðjudaga Rotterdam: Alla þriðjudaga Hamborg: Alla miðvikudaga Helsinki: Hvassafell.......... 10/5 Gloucester: Jökulfell............. 9/5 New York: Jökulfell............ 10/5 Portsmouth: Jökulfell............ 10/5 115^ SKIPADEILD ^Asambaa/dsins LINDARGATA 9A PÓSTH. 1480 • 121 REYKJAVlK SlMI 28200 TELEX 2101 TÁKN TRAUSTRA FLUTNINGA

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.