Tíminn - 29.04.1987, Blaðsíða 6
6 Tíminn
■11 SPEGILL ' ••'" :' iiilllllllllllillil
MARVIN MITCHELSON
- bjargvætturfráskilinna
kvenna græðir á hverjum
skilnaði
M.............
hann og er einn frægasti og eftir-
sóttasti skilnaðarlögfræðingur í
Bandaríkjunum. Og þó að hann
setji upp himinháar fjárkröfur fyrir
þjónustu sína er enginn hörgull á
skjólstæðingum.
Sjálfur segir Mitchclson að hann
sé sérstakur málsvari kvenna í
skilnaðarmálum. Hann líti nánast
á það sem hugsjón að mergsjúga
sem mest ríku karlrembusvínin
sem henda konunum sínum frá sér
þegar þeir girnast einhverja aðra
meira. Hann er reyndar líka í
björgunarstarfseminni þegar auð-
ugar konur vilja losna úr hjónab-
andi við iðjuleysingja sem hafa
ckkert fært mcð sér í búið nema
glæsilegt útlit og kæruleysi.
Marvin Mitchelson byrjaði feril
sinn fyrir 30 árum að nýloknu lög-
fræðiprófi. Fyrsti skjólstæðingur
hans í skilnaðarmáli var gengilbe-
ina á veitingahúsi. Hann hlaut 250
dollara fyrir að gæta hagsniuna
hennar. Nú tekur hann 250 dollara
á tímann fyrir sömu þjónustu og
verður að vísa mörgum viðskipta-
vinum frá.
En árangur hans í frægum mál-
um er óvefengjanleg auglýsing.
Hann hefur t.d. margsinnis liðsinnt
Zsa Zsa Gabor þegar hún hcfur
viljað losna úr hjónabandi við ríku
mennina sína með góðum ábata.
Hann tók að sér yfirgefnar eigin-
konur Eddies Fisher, Bobs Dylan.
Marlons Brando og Alice Cooper
og fékk þeim dæmdar háar fjárbæt-
ur fyrir rétti. Og Bianca Jagger og
Britt Ekland nutu þjónustu hans
þegar þær áttu í skilnaðarmálum
við Mick Jagger og Rod Stewart.
t>á má ekki gleyma frægasta máli
hans, sem markaði tímamót. t>að
var þegar hann fékk viðurkenndan
rétt Michele Triola, sambýliskonu
Lee Marvin til margra ára, til að
njóta sömu stöðu og eiginkona
þcgar Lee yfirgaf hana og giftist
annarri konu. Hæstu fjárbæturnar
sem hann hefur fengið dæmdar
yfirgefinni ciginkonu voru til
handa Soraya Khashoggi, sem gift
var Adnan Khashoggi, alþjóðlega
vopnasalanum sem hefur rakað
saman fé á þeim gríðarlega mark-
aði. Dómstólnum þótti sanngjarnt
eftir málflutning Marvins Mitchel-
son að hún hlyti 150 mill jónir doll-
ara úr búinu!
Og nú vinnur hann að því að
gæta hagsmuna Joan Colfins í
skilnaðarmáli hennar og Peters
Holm.
Marvin Mitchelson hefur
grætt vel á skilnaðarmálum annarra. Sjálfur er
hann búinn að vera hamingjusamlega giftur
sömu konunni í 26 ár enda veit hann manna best
hvað það kostar að skiljal.
Palimony er hugtak sem Marvin
Mitchelson á heiðunnn af. í þvífelstaðlangtíma
sambýliskonur hafa sama rétt og eiginkonur við
skilnað þegar kemur til skipta búsins.
Rod Stewart varðaðsjááeftireinni
og hálfri milljón dollara til Britt Ekland þegar
slitnaði upp úr hjá þeim. Mitchelson kom því til
leiðar.
Michele Triola naut loks sama
réttar og eiginkona við skilnaðinn frá Lee Marvin.
Hann varð að greiða henni eina og hálfa milljón
dollara. Mitchelson kom því til leiðar.
Joan Collins er forrík og vill ekki að
Peter Holm njóti góðs af því við skilnaðinn. Hún
hýtur aðstoðar Mitchelsons.
Bianca Jagaer fékk eina milljón
dollara við skilnaðinnTraMick Jagger, þrátt fyrir
mikil mótmæli hans. Mitchelson kom því til leiðar
Miðvikudagur 29. apríl 1987
IIBLÖÐ OG TÍMARITlll
FAXI
I>að er Málfundafélagið Faxi í Keflavík
sem gefur út blaðið Faxa. Fremst er viðtal
við Karl Steinar Guðnason um starfs-
fræðslunámskeið fiskvinnslufólks, og síð-
an er frásögn af námskeiðinu og rætt er
við þátttakendur.
Vísir, félag skipstjórnarmanna á
Suðurnesjum er 40 ára um þessar mundir
og er þess minnst í Faxa, og rætt er við
ýmsa forustumenn í félaginu. Grein er í
blaðinu um orlofshús Vísis í Hraungerðis-
hreppi: Hallandi og myndir þaðan. Vísir
og stýrimannaskólinn heitir grein eftir
Guðm. Sv. Ólafsson og síðan er viðtal við
Karl G. Sigurbergsson: Úr kjarabaráttu
Vísismanna.
Minningargreinar eru um Matthías
Hallmannsson, Lárus Eiðsson og Ingveldi
Svanhildi Pálsdóttur. Sjóslysaannáll
Keflavíkur 19. hluti er í blaðinu og ýmsar
frásagnir og fréttir. Ritstjóri er Helgi
Hólm.
Afturelding
Tímaritið Afturelding er gefið út af
Fíladelfíu-Forlagi, og ritstjóri og ábyrgð-
armaðurer EinarJ. Gíslason. Þettaer54.
árgangur blaðsins.
1 þessu blaði er fremst frásögn
stúlku:Ég var týnd, nefnist grein hennar,
en hún segir frá frelsun sinni frá synd. Pá
segir Guðrún Markúsdóttir frá merkilegri
bænavakningu vestanhafs, en greinin
nefnist „Snemma morguns". Þá er þýdd
grein eftir Larry Lea: Bænin hefursannar-
lega áhrif. Bænahús fullt af krafti, er
sömuleiðis eftir Larry Lea.
Bróðir Andrés - Smyglari Guðs nefnist
frásögn af kristniboðanum bróður And-
rési, sem mun heimsækja fsland í júní
n.k. Hann er Hollcndingur og er stofn-
andi trúboðssamtakanna „Opnar dyr“.
Þá er í blaðinu bréf frá Frímanni
Ásmundssyni, sem ásamt konu sinni Aud,
er við kristniboð í Kenya. Þá segir Snorri
Óskarsson frá Hvítasunnumönnum frá
Færeyjum. Þýdd grein er í blaðinu um
Óratoríuna Messías. Ályktun trúboða-
fundar Hvítasunnuhreyfingarinnar, sem
haldinn var í Keflavík 26.-28 febrúar í ár.
Margar fleiri fréttir og frásagnir eru í
þessu blaði, m.a. sagt frá sjöunda alþjóð-
lega mót „Kristna listamanna í Evrópu"
og grein er í blaðinu sem nefnist „Hr.
Hvítasunna - David du Plessis"
ívcttrtbvcf
ijáoflóht
Fréttabréf Háskóla íslands
Sex verðugir nefnist fyrsta grein í
Fréttabréfinu, en þar er sagt frá skipun
sex prófessora við Háskóla íslands. Þeir
eru: Pétur K. Maack verkfræðingur,
Magnús Jóhannsson læknir, Stefán Arn-
órsson jarðefnafræðingur, Þorgeir Páls-
son verkfræðingur og Órn Helgason eð-
lisfræðingur.
Ýmsar fréttir frá starfi Háskólans eru í
þessu blaði, svo sem kynning á erlendum
námsstyrkjum, sagt frá Málstofu í hag-
fræði, sem starfað hefur í vetur.
Þá skrifar Sigurður Steinþórsson
„Dans til vorsins", en upphaflega flutti
hann þessa hugleiðingu á vorfagnaði
Félags háskólakennara.