Tíminn - 29.04.1987, Side 15
Tíminn 15
Miðvikudagur 29. apríl 1987
llllllllllllllll MINNING
Sigríður Pálsdóttir
Frá Stærri-Bæ í Grímsnesi
Fædd 23. mars 1903
Dáin 15. apríl 1987
Hún Sigga mín er dáin. Hún lést
á Elliheimilinu Grund þann fimmt-
ánda þessa mánaðar. Eg sagði við
sjálfa mig, að eflaust hefði hún verið
hvíldinni fegin.
Sigríður Pálsdóttir var fædd að
Stærri-Bæ í Grímsnesi þann 23.
mars 1903 og því ný orðin 84 ára
gömul er hún lést. Sigga eins og hún
var alltaf kölluð ólst upp að Stærri-
Bæ í Grímsnesi ásamt systkinum
sínum er voru átta talsins og var
Sigga elst þeirra. Nú f dag eru aðeins
tvær systur Siggu eftir á lífi; þær
Bjarnfríður og Bergþóra báðar
komnar á níræðis aldur. Eftir að
faðir Siggu hætti búskap 1931, þá fer
Sigga sem kaupakona að Eyvík í
Grímsnesi og var þar öll sumur en á
veturna í Reykjavík.
Hún vann hjá Axel Andersen
klæðskera að Aðalstræti 16 og saum-
aði þar jakkaföt og þóttu fötin sem
hún saumaði, með afbrigðum góð.
Síðari árin vann hún við fataviðgerð-
ir hjá Kristni og Helgu konu hans er
reka fatahreinsun við Hverfisgötu er
heitir Venus og alltaf voru þau Siggu
mjög góð.
Alla tíð var Sigga leigjandi og
hafði ekki mikið milli handanna
enda frekar heilsulítil um æfina og
frá 1940 var hún alveg öryrki og
vann lítið eftir það.
Ég sem skrifa þessa grein kynntist
Siggu að Eyvík í Grímsnesi, en
þangað kom ég ásamt systur minni
Jennýu og vorum við þá aðeins
tveggja og fjögurra ára gamlar
og vorum þar fram yfir fermingu
hjá móðurbróður okkar Kolbeini og
konu hans Steinunni. Pau voru okk-
ur mjög góð og ekki síst Sigga sem
allt vildi fyrir okkur gera. Sigga var
með eindæmum barngóð og vildi allt
fyrir börn gera. Hún átti alltaf til liti
og litabækur er þau komu í heim-
sókn. Ekki sat Sigga iðjulaus því
alltaf var hún að prjóna og sauma á
börnin, einnig sem hún fékkst við
útsaum.
Öll sumur reyndi Sigga að vera í
sveitinni þvf það var hennar líf og
yndi að dveljast þar öllum stundum.
Eftir að Kolbeinn lést tekur Emma
TÓNLIST 1111
:: :
dóttir hans við búskapnum ásamt
manni sínum Reyni Tómássyni og
Steinunni móður Emmu, er var hjá
þeim fram á háan aldur. Mikið voru
þau Siggu alltaf góð og kunni Sigga
vel að meta það.
Síðustu árin átti Sigga heima að
Laugaveg 137. Þangað kom ég oft og
alltaf var hún jafn indæl. Svo fer
heilsunni að hraka og fyrir þrem
árum fer hun á Elliheimilið Grund
þar sem hún dvaldi fram á síðasta
dag lífs síns. Gróa systir Siggu var
búin að dvelja mörg ár á Grund áður
en Sigga kemur þangað og eftir komu
sína þangað, þá fór hún oft til Gróu
til að vita hvernig hún hefði það, því
alltaf var Sigga systkinum sínum
góð. Eftir að Gróa lést á síðasta ári,
þá fer heilsu Siggu að hraka og
dvaldi oft á Landakoti vegna veik-
inda sinna. Síðustu mánuðina var
Sigga alveg á sjúkradeildinni á
Grund. Og vil ég að lokum þakka
öllum sem hugsuðu um hana fyrir
vel unnin störf bæði á Grund og
Landakoti svo og Gísla forstjóra
Grundar fyrir hans framlag.
Mínar dýpstu samúðarkveðjur
sendi ég systrum hennar og systur-
dóttur og hennar fjölskyldu svo og
vinum hennar og vandamönnum.
Hafi hún þökk fyrir allt. Hvíli hún í
friði. Blessuð sé minning hennar.
Guðrún Jóhannsdóttir. (Dúna)
Miðvikudaginn 15. apríl 1987 lést,
á elliheimilinu Grund í Reykjavík,
Sigríður Pálsdóttir frá Stærri-Bæ í
Grímsnesi. Sigríður eða Sigga, eins
og hún var ævinlega kölluð af vinum
og vandamönnum var fædd að
Stærri-Bæ 23. mars 1903. Hún var
dóttir hjónanna Guðrúnar Bjarna-
dóttir og Páls Pálssonar sem þar
bjuggu um 30 ára skeið.
Sigga var elst af 8 systkinum, sem
öll komust upp nema ein systir, sem
dó 8 ára gömul, mannvænleg stúlka
svo orð var á haft.
Sigga varð fljótt mikil stoð og
stytta móður sinnar. Hún tók
snemma þátt í þjónustubrögðum og
saumaskap, þvf hún var sérlega
lagin og vandvirk við allt sem að
saumaskap laut og kom það sér vel
þegar allt þurfti að sauma heima og
nýta sem best á svo barnmörgu
heimili.
Lífið er ekki öllum eilífur dans á
rósum, það fékk Sigga að reyna því
móðir hennar féll frá þegar Sigga var
aðeins tvítug að aldri og kom það þá
í hennar hlut að ganga yngstu syst-
kinunum í móðurstað.
Næstu 8 árin veitti hún heimili
föður síns forstöðu. En árið 1932 var
brugðið búi á Stærri-Bæ og fjölskyld-
an dreifðist. Að Eyvík í sömu sveit
réðust þá um vorið Sigga og Páll,
faðir hennar, til Steinunnar og Kol-
beins foreldra minna, sem þessar
línur rita. Síðan má segja að hún
hafi verið eins og ein af fjölskyld-
unni. Hún var í kaupavinnu f Eyvík
öll sumur frá 1932-1937 en var við
saumaskap í Reykjavík á vetrum,
lengst á klæðskeraverkstæði H.
Andersen og Sön í Aðalstræti.
Um fertugt missir Sigga heilsuna
og er hún öryrki upp frá því. En þó
hún væri öryrki þá bjó hún á eigin
heimili lengst af eða þar til hún
vistaðist á Grund. Flest sumur var
hún í Eyvfk um lengri eða skemmri
tíma.
Afmælistónleikar Kammer-
músikklúbbsins
Kammermúsíkklúbburinn fagn-
aði 30 ára afmæli sínu með tvenn-
um tónleikum í Bústaðakirkju, 8.
og 10. apríl, þar sem Sinnhoffer-
kvartettinn frá Miinchen plús lág-
fiðla fluttu fimm strengjakvintetta,
eftir Mozart, Sinnhoffer, Brahms,
Bruckner og Beethoven. Sinnhoff-
er-kvartettinn hefur spilað þrisvar
eða fjórum sinnum áður fyrir fé-
laga Kammermúsíkklúbbsins, og
er jafnan aufúsugestur. Kvartett-
inn er sérlega fágaður í flutningi
sínum, svo sem góðum kvartett
ber að vera. Hins vegar má segja,
að stundum mætti gneista meira af
honum, og vantar þó ekki skapið
a.m.k. í fyrstu fiðlu, Sinnhoffer
sjálfan, sem mun vera afarfínn
fiðlari, hvernig sem á er litið. f
Mozart-kvartettnum tók hann fín-
asta staccato-skala sem ég man
eftir að hafa heyrt á fiðlu, hann
hefur mjög fallegan tón, hvort sem
hann spilar veikt eða sterkt -
yfirleitt fyrsta flokks fiðlari og
sýnilegur leiðtogi kvartetts síns,
enda hefur hann með sér hvert sem
hann fer háan þrífót, líkt og Skotar
hafa með sér viskípela, og trónir
þannig yfir hina. Knéfiðlarinn
Wöpke vekur jafnan athygli, en
fram hefur komið að hann var á
sínum tíma í hópi nemenda Ros-
trópóvits f Moskvu, og að sjálf-
sögðu valinn úr hópi fjölda manna.
Pótt þessir tveir séu nefndir sér-
staklega er það ekki til að kasta
rýrð á hina: bæði Volpini 2. fiðla
og Metzger lágfiðlari hafa verið
lengi í kvartettnum, en aukamað-
urinn nú var Hennevogll, 2. lág-
fiðla.
Á fyrri tónleikunum voru fluttir
þrír kvintettar, í C-dúr K. 515 eftir
Mozart, kvintett Sinnhoffers og
op. 88 í F-dúr eftir Brahms. Tón-
listarsagnfræðingar og aðrir fræði-
menn Kammermúsíkklúbbsins
höfðu unnið ítarlega rannsóknar-
vinnu fyrir tónleikana, og kom í
ljós að kammermúsíkklúbburinn
fylgdist talsvert betur með nýjustu
rannsóknum en Þjóðverjarnir. f
tónleikaskrá var Ándante-þáttur
Mozart-kvintettsins skráður á und-
an Menúettinum og hafa fræði-
menn komist að þeirri niðurstöðu
nýlega að þannig fari best á. Áður
var þetta jafnan spilað í öfugri röð,
sem Sinnhoffer-kvintettinn og
gerði, en vafalaust hafa þeir farið
af landinu aftur reynslunni ríkari
og með dýpkaðan skilning.
Kvintett Sinnhoffers kom mönn-
um mjög á óvart, því þessi bæjara-
legi Bæjari virðist einhvern veginn
ólíklegur til að semja nútfmalega
tónlist. En kvintett hans var sem-
sagt safn af tæknitrikkum fyrir
strengjahljóðfæri og endaði, ólíkt
því sem venja er til um, á stefinu
sem það er tilbrigði um. Verkið
undirstrikaði hins vegar hve yfir-
*UíIÍd vel strengjakvartett (og-
kvintett) er fallinn fyrir svokallaða
nútímatónlist, því þessi hljóðfæri
hafa mikið tjáningarsvið og tækni-
getu - „glissandi", yfirtóna og
hvaðeina.
Mikilfenglegastur var svo
Brahms-kvintettinn, sem að mati
lærðra manna var frumfluttur hér
á landi þetta kvöld (8. apríl).
Síðara kvöldið frumlluttu þeir
félagar F-dúr strengjakvintett Ánt-
ons Bruckners (hér á landi), all-
mikilfenglegt verk í Brahms-
Wagnerískum stíl. Og enduðu svo
tónleikana með Beethoven, geð-
þekkum kvintett frá 1801 sem ekki
virðist jafnoka kvartettum hans.
Verk þetta mun hafa verið flutt hér
einu sinni áður, og sést af þessu
tvennt: að íslendingar hafa verið
óduglegir yfirleitt að flytja
kammerverk fyrir strengi - tríó,
kvartetta, kvintetta - en þó sér-
staklega, að margir merkir srengja-
kvintettar „liggja óbættir hjá
garði" hér á landi, enn sem komið
er. Verkefnin eru semsagt allt að
því óþrjótandi, og nægur áhugi hjá
hlustendum, þótt þeir hefðu að
vísu mátt vera fleiri á þessum
afmælistónleikum. En við því er
ekki gott að gera: í frjálsum heimi
verða menn að velja og hafna, en
liggja dauðir ella.
Sig. St.
Sigga var einstaklega greiðug og
hjálpsöm að aðlisfari og hefur mitt
heimili og fjölskyldan öll notið þess
í ríkum mæli bæði fyrrog síðar sem
ég nú vil þakka fyrir af heilum hug.
Sigga giftist ekki eða eignaðist
börn í venjulegum skilningi en þau
eru orðin nokkuð mörg börnin sem
ég veit að minnast hennar nú með
söknuði og hlýju þakklæti vegna
þess hve barngóð hún var og um-
hyggjusöm.
Margar voru flíkurnar, sokkarnir
og vettlingarnir, sem Sigga vann og
gaf börnunum „sínum" því sjaldan
féll henni verk úr hendi þrátt fyrir
sinn heilsubrest.
Sigga var óvenjulega heiðarleg
kona sem hvergi mátti vamm sitt vita
og traustur vinur vina sinna og
hugsaði stöðugt um þeirra velferð.
Nú er langri og oft strangri lífs-
göngu lokið, því nú síðasta misserið
átti hún þess ekki kost að tjá sig með
neinum hætti. Ég og mín fjölskylda
öll þökkum henni samfylgdina nú að
leiðarlokum.
Ég sendi aðstandendum hennar
og vinum innilegar samúðarkveðjur.
Emma Kulbcinsdóttir.
Framsóknar-
konur
Samfögnum og borðum með Valgerði Sverrisdótt-
ur alþingismanni á Torfunni kl. 19.00 í kvöld 29.
apríl. Upplýsingar gefur Guðrún Kristjánsdóttir í
síma 24480.
Landssamband framsóknarkvenna
þurrkan
í toflinn
í bátinn
á vinnustaðinrt
á heimllið
í sumartoústað"
>i i ferðalagið
og fl.
Ef þú hefur einu sinni
reynt Effco-þurrkuna viltu
ekkert annað. Effco-
þurrkan er bæði mjúk og
sterk. í henni sameinast
kostir klúts og tvists, það
eykur notagildi Effco-
þurrkunnar. Effco-þurrk-
an sýgur í sig hvers konar
vætu á svipstundu. Effco-
þurrkan er ómissandi í
bílinn, bátinn, ferðalagið,
á vinnustaðinn og til
heimilisins.
Effco-þurrkan
fæst hjá okkur.
TJI
Frá Ljósmæðraskóla íslands
Kennsla hefst í Ljósmæðraskóla íslands mánu-
daginn 1. september 1987. Inntökuskilyrði eru próf
í hjúkrunarfræði. Umsóknir sendist skólastjóra
Ljósmæðraskóla íslands, Kvennadeild Landspít-
alans fyrir 1. júní nk., ásamt prófskírteinum og
heilbrigðisvottorði.
Umsóknareyðublöð fást í skólanum. Nánari upp-
lýsingar eru veittar í skólanum á mánudögum frá
kl. 9.00-16.00 og miðvikudögum frá kl. 13.00-
16.00.
Reykjavík, 27. 04. 1987.
Skólastjóri
t
Þökkum innilega öllum þeim er sýndu okkur samúð og vinarhug við
andlát og útför
Einars Erlendssonar
frá Vík
Þorgerður Jónsdóttir
Erlendur Einarsson Margrét Helgadóttir
Steinunn Einarsdóttir Fink Albert Fink
Erla Einarsdóttir Gísli Felixson
barnabörn og barnabarnabörn