Tíminn - 29.04.1987, Side 14
getrluna-
VINNINGAR!
36. leikvika - 25. apríl 1987
Vinningsröð: 121 - X11 - XX1 - 122
1. vinningur: 12 réttir, kr. 196.580,-
11076 53930(4/n)
2.vinningur:11 réttir,
kr. 12.035,
9727 51537+ 129121 Úr19. viku
11075 55709 590642 49168
47835 97386 590643
Kærufrestur er til mánudagsins 18. maí 1987 kl. 12:00 á hádegi.
Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöö fást hjá umboðsmönnum og á
skrifstofunni í Reykjavik. Vinningsupphæðirgeta lækkað, ef kærurverðateknar
til greina.
Handhafar nafnlausra seðla (+) verða að framvisa stofni eða senda stofninn
og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests.
ÍSLENSKAR GETRAUNIR
Iþróttamiðstöðiimi v/Sigtún, Reykjavík
Olíugeymar
Landsvirkjun auglýsir til sölu tvo olíugeyma viö
Elliðaár aö rúmmáli 1892 m3 hvor.
Þvermál að innan: 14,63 m.
Hæö að innan: 11,25 m.
Plötuþykktir: 4,7-6,6 mm.
Eiginn þungi: Nálægt 40 tonnum.
Smíðaár: 1946.
Kaupandi skal fjarlæga geymana á sinn kostnað
og skila tímaáætlun um verkið með tilboði sínu.
Nánari upplýsingar veitir innkaupastjóri
Landsvirkjunar. Tilboðum skal skila á skrifstofu
Landsvirkjunar fyrir kl. 14.00, 5. maí 1987.
A
Bæjarlögmaður
Staða bæjarlögmanns Kópavogskaupstaðar er
laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 19. maí
n.k. Umsóknir skulu berast undirrituðum á um-
sóknareyðublöðum sem liggja frammi á Bæjar-
skrifstofunum, Fannborg 2, 4. h. Upplýsingar um
starfið veita núverandi bæjarlögmaður og undirrit-
aður.
Bæjarstjórinn í Kópavogi.
14 Tíminn
lllllll MINNING
Miðvikudagur 29. apríl 1987
Jóhann
Gunnlaugsson
á Víðimýri
Þegar ég heyrði lát Jóhanns Gunn-
laugssonar bónda á Víðimýri í Skaga-
firði fór ég að hugleiða, hve mikið
Þjóðminjasafnið ætti því fólki upp
að inna, sem annast hefir og gætt
þeirra menningarminja úti um
íandið, sem safnið á og ber að
varðveita. Ekki síst eru það umsjón-
armenn gömlu bæjanna og gömlu
kirknanna, sem eru á fornleifaskrá,
sem hér eiga þakkir skildar. Mér
fannst ég því ekki mega láta hjá líða
að geta Jóhanns að nokkru nú þegar
hann er allur og færa þakkir fyrir
samskipti okkar, sem ekki bar hátt
en voru þó með þeim mestu ágætum,
sem verða mega.
Jóhann hitti ég fyrst sumarið 1965,
en síðar kynntist ég honum betur er
ég fór að koma við nokkuð reglulega
á Víðimýri í eftirlitsferðum. Þessi
lágvaxni og hógværi maður bar með
sér mikla hlýju. Hann var samanrek-
inn og vinnumerktur, eins og sagt
var, enda var hann þá orðinn einbúi
á Víðimýri, hinu gamla stórbýli, og
var aleinn þar mestan hluta ársins
þótt hann hefði oft nokkra hjálp yfir
sumarið.
Á Víðimýri stendur ein af gömlu
torfkirkjunum, sem Þjóðminjasafn-
ið á og annast, og sú sem þekktust
er og líklegast prýðilegust þeirra
allra. Hún var reist 1834 af
þjóðhagasmiðnum Jóni Samsonar-
syni í Keldudal, komst í eigu og
umsjá Þjóðminjasafnsins er hún var
hundrað ára gömul og stendur nán-
ast óbreytt með öllu enn í dag.
Jóhann annaðist þessa gömlu
kirkju á Víðimýri í áratugi af mikilli
samviskusemi og trúmennsku. Þótt
hann væri einbúi virtist hann aldrei
eiga svo annríkt, að hann gæti ekki
farið og sýnt kirkjuna, hvort sem
komu hópar fólks eða einstakir
menn, og mikils mat hann það þegar
starfsmenn safnsins komu þar og
gátu rætt við hann um ástand og
þarfir kirkjunnar.
- Þarna á Víðimýri var alltaf jafn
snyrtilegt umhverfis bæ og kirkju,
aldrei véladót eða rusl neins konar
og kirkjan ævinlega hrein og hirt af
natni.
Að Víðimýri koma þúsundir gesta
árlega, erlendir sem innlendir, til
þess að skoða kirkjuna. Alltaf brá
Jóhann við þótt hann væri í önnum,
enda þurfti hann sjálfur að annast
alla hluti innan- og utanhúss mestallt
árið. - Hann fór þá og opnaði
kirkjuna og sýndi. Honum virtist
þetta alit til mikillar ánægju, settist
gjarnan á einn fremsta bekkinn karl-
mannamegin, að gamalli venju og
skýrði þaðan frá kirkjunni eða ræddi
um hana við okkur safnfólkið, á-
stand hennar og viðgerðir. - Sjálfur
dyttaði Jóhann að henni eins og
hann gat, slóþekjurog veggi, málaði
hurð og glugga og bar tjöru á stafna,
og oft útvegaði hann í samráði við
okkur menn til að vinna stærri
viðgerðarstörf. - Var ljóst að Jóhann
bar mikin hlýhug til þessa gamla og
merka húss og annaðist það af stakri
samviskusemi. Aldrei var vandræð-
ast yfir málum, jafnvel þótt veggur
væri klofinn eða þekjan sólbrunnin,
heldur var leitað ráða og samþykkis
til að fá gert við skemmdir og bent á
úrræði. - Þannig var Jóhann.
Laugardaginn 11. apríl síðastlið-
inn var Jóhann Gunnlaugsson
kvaddur frá Víðimýrarkirkju og
lagður til hvílu í garðinum þar, en
hann andaðist nær 68 ára að aldri 1.
apríl. - Ég veit harla lítið um ætt og
feril Jóhanns, nema það að hann var
fæddur 16. maí 1919 að Fremri-Kot-
um í Norðurárdal í Skagafirði,
yngstur af fimm börnum hjónanna
þar Gunnlaugs Guðmundssonar og
Friðbjargar Halldórsdóttur, er þar
bjuggu til 1924. Eftir það bjó fjöl-
skyldan á ýmsum stöðum í Skaga-
firði, en 1941 fluttist Jóhann ásamt
móður sinni að Víðimýri, sem þá var
ríkisjörð en hann fékk keypta fyrir
nokkrum árum. Þar bjuggu þau
meðan hún lifði og eftir það var
Jóhann einn á Víðimýri, nema hvað
hann hafði stundum hjálp yfir
sumarið af unglingum, stundum
þeim sem áttu við einhverja erfið-
leika að stríða, enda var honum
lagið að blanda geði við unglinga,
skildi þarfir þeirra og vandamál og
tókust vináttubönd á milli. - Sjálfur
kvæntist Jóhann aldrei né átti
afkomendur.
„Vertu trúr yfir litlu og yfir mikið
mun ég setja þig.“ - Ég vona, að
Jóhann á Víðimýri njóti þessa fyrir-
heits nú þegar hann er horfinn
héðan af heimi.
Þór Magnússon.
Guðrún
Eyþórsdóttir
organisti Sauðárkróki
Sólskin, - söngur, - síðsumar í
Skálholti.
Minningarnar þyrptust að mér
þegar fregnin barst um andlát Guð-
rúnar, andlát sem varð henni lausn
frá erfiðum þjáningum. Ég kynntist
henni í Skálholti á organistanám-
skeiðum Söngmálastjóra, en þar
hittast árlega organistar víðs vegar
að af landinu. Þá skín sólin og
söngur ómar frá morgni til kvölds. -
Og stundum morgnaði snemma og
kvöldaði seint -.
Glaðværð og hlýja einkenndi sam-
skipti þátttakenda. Allir lögðu nokk-
uð af mörkum til að gera dagana
dýrmæta.
Hlutur Guðrúnar til þessara
stunda er stór. Jákvætt lífsviðhorf og
lífsgleði voru förunautar hennar og
aðrir hrifust með. Enginn gat hugsað
; sér Skálholtsnámskeiðin án Guðrún-
| ar. Gleðin og kjarkurinn sátu henni
sitt til hvorrar handar. Þeir sömu
eðlisþættir reyndust henni vel í tví-
sýnni glímu við þjáningarfullan
sjúkdóm. Hún var nær óbilandi í
þrótti sínum og lífsvilja.
Dýrmætt var að fá að kynnast
henni.
Guð blessi veginn hennar.
Heiðmar Jónsson.
Útboð
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar f.h. hitaveitu
Reykjavíkuróskareftirtilboðum í álklæðningu fyrir
gufusafnæðar Nesjavallavirkjunar.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkju-
vegi 3, Fteykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama
stað þriðjudaginn 2. júní n.k. kl. 11.00.
INNKAUPASTOFNUN RÉYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvagi 3 — Simi 25800
Sveit
Ég er 14 ára strákur, sem óska eftir sveitaplássi í
sumar, er vanur.
Upplýsingar í síma 91-36576.
Illllllllllillillll LESENDUR SKRIFA .
Frjálshyggju-fasistarnir
Ægir mér hinn ömurlegi
íhaldssvipur þinn -
Þad er sem þar sjái í freðið
svartamyrkur inn -
skuggar þrjósku, hörku, heimsku,
hrella anda minn -
Fyrir rúmlega 60 árum gáfu burg-
eisar samtökum sínum sannnefnið
„íhaldsflokkur". Auðveldlega tókst
jjeim að tæla til sín fjölda fólks:
Þröngsýna bjargálna bændur og
sjómenn, fákæna kotunga og fátæk-
an verkalýð, bæði við sjó og í sveit,
sem síðan kusu með burgeisunum til
bölvunar sjálfum sér.
Réttnefni flokksins reyndist óvin-
sælt. Andstæðingar hans styttu það
og snéru í skammaryrði - Kölluðu
flokkinn oftast „íhaldið“, eins og oft
heyrist enn.
Klókir fhaldskarlar uggðu, að
réttnefnið fældi fólk frá flokknum -
og skynsamlegast mundi, að skipta
um nafn. Þeir hafa síðan nefnt hann
Sjálfstæðisflokk. í því snotra skálka-
skjóli hafa þeir skákað lengi.
Og íhaldsgeltirnir kunnu fleiri
klæki: Þeir smöluðu grísum sínum
saman í Íhalds-Svartaskóla, sem þeir
kalla „Heimdall“. Eigi er mér kunn-
ugt hvað þeir kenna þar, en gott og
fagurt getur fæst af því verið.
Tvær kynslóðir íhaldsgalta hafa
útskrifast úr þessum skóla. Sú eldri
er ekki góð, hin yngri þó sýnu verri.
í þeim hópi eru slæmir þjóðmálavilli-
geltir - að völdum í borgar- og
ríkisstjórnum - og byrjaðir þar að
leika listir sínar. Aðrir sækja fast, að
komast á Alþing og þaðan í
landsstjórn, með atbeina lhalds-
skrílsins.
Þeir hrópa hátt um frelsi - frelsi -
frelsi - en hyggja flátt um ójöfnuð og
helsi.
Frelsi til að okra, svíkja, níðast á
flestu minni máttar, brjóta lög og
stela undan skatti. Það sýnast óska-
draumar sumra þeirra þokkapilta.
Heimdallar-frjálshyggjufasistam-
ir vofa eins og illir árar yfir þjóðlífi
íslendinga, ef þeim tekst að komast
hér til varanlegra valda. Skoðið vel
svip þeirra í Sjónvarpinu og varist að
fela þeim völd og ráðherrastóla.
Fyrst og síðast: Fáið þeim aldrei
forsætisráðherraembættið!
Á sumarmálum 1987
Helgi Hannesson.