Tíminn - 29.04.1987, Blaðsíða 1

Tíminn - 29.04.1987, Blaðsíða 1
MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1987 - 95. TBL. 71. ÁRG. þjóðin stjórnar Síðdegis í gær gekk Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, á fund forseta Islands Vigdísar Finnbogadóttur og baðst lausnar fyrir sig og ríkisstjórnina. Lausnarbeiðnin er afleiðing af niðurstöðu kosninganna, þar sem stjórnarflokkarnir fengu ekki tilskilinn hluta atkvæða til að halda stjórnarsamstarfi áfram þótt kannanir sýndu að stjórnin hefði 64% fylgi landsmanna. Þá er vert að benda á þá staðreynd, að í kosningunum vann Steingrímur Hermannsson, frafarandi forsætisráðherra, glæsilegan persónulegan sigur, sem þakka ber alhliða vinsældum hans í embætti forsætisráðherra. Engu aði síður þurfti hann að biðjast lausnar. Nú þegar eru hafnar viðræður um stjórnarmyndun, þótt varlega sé rætt um þær þreifingar. Bæði Steingrímur Hermannsson og Þorsteinn Pálsson eiga eftir að koma þar við sögu. Það er hins vegar ekki séð á þessari stundu hvort þeir saman á ný og þá III ilW '1111 við þriðja eða Steir.-yrímur Hermannsson gekk á fund forseta í gær og baðst lausnar fyrir sig og ríkisstjórn sína. Að neðan situr ríkisstjórnin sinn síðasta fund fyrir lausnarbeiðni Tímamvnair: BREIN Nú bíður Rangárnar fylltar af laxi TT Heklugos hafa alltaf haft þann fylgikvilla að eyðileggja veiði í Rangánum. Og þótt veiði komi í þær aftur tekur það náttúruna langan tíma svona hjálparlaust. Nú ætlar mannshöndin áð gera það sem náttúran þarf sinn tíma til að vinna. Það á að fylla Rangárnar af laxi. Fyrirhugað er að setja 25 þúsund sjógönguseiði í árnar í sumar, 35 þúsund næsta sumar, 45 þúsund 1989 og 50 þúsund árið 1990. Og þetta er aðeins byrjunin. Aldrei fyrr hefur jafn skipulega og jafn mikið verið sett af sjó- gönguseiðum í nokkrar ár. Þetta er mesta fiskiræktarátak á Islandi, glæsiiegt framtak sem vitað er að á eftir að heppnast - fram að næsta Heklugosi verði það illvígt. Annars búum við undir ógnum eldgosa hvort sem er og getum ekki látið það stjórna gerðum okkar og áætlunum. Sjá baksíðu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.