Tíminn - 29.04.1987, Side 9
Tíminn 9
Miðvikudagur 29. apríl 1987
IIIIIIIIIHIIIIIIHI LEIKLIST ........................... ............................ .............I....III....... ............. ................Illllll;..... ...l.i!iilllillllllllllll!N';. :................ ............................. ............. ............Illl
Rétturinn að vera til
Þjóðleikhúsið: En Liten Ö I Havet.
Söngleikur eftir Hans Alfredson,
byggður á skáldsögu Halldórs
Laxness, Atómstöðlnni. Gestaleikur
frá Konunglega leikhúsinu í Stokk-
hólmi. Leikstjórn, leikmynd og bún-
ingar: Hans Alfredson.
Þessi sænski söngleikur er likast
til þriðja leikgerðin eftir Atómstöð-
inni sem ber okkur fyrir augu. Áður
var komið leikrit í Iðnó og svo
kvikmynd Þorsteins Jónssonar. Líf-
seig verður þessi satíra Halldórs þótt
ekki þætti öllum hún fín í fyrstunni.
En skáldskapurinn er sú skepna sem
fer í eld og brennur ekki, hrapar í
björg og brotnar ekki. Þá reynir á
lífsmátt skáldverka þegar þau eru
soðin upp á nýtt. Allar eftirgerðir
hafa sitt gildi og eru til marks um
lifandi áhuga á efniviðnum. Mér
skilst að söngleikur Alfredson hafi
gengið mætavel í Svíþjóð og vissu-
lega var gaman að fá hann hingað
hcim á heiðursdegi Halldórs
Laxness.
Auðvitað hefur En liten ö i havet
annars konar áhrif á okkur hér sem
erum svo handgengin efninu heldur
en Svía. Við hljótum sí og æ að bera
saman. Og því er ekki að neita að
æðimikill broddur er úr Atómstöð-
inni tekinn í þessum meðförum. En
sýningin var að ýmsu leyti skemmti-
leg, alltént áhugaverð, fjörugt mús-
íkal. En ekki skáldleg nýsköpun.
Sjálft nafnið gefur þegar til kynna
hvar áhersla höfundar liggur, á hinu
pólitíska efni. Hann hugleiðir stöðu
hinnar litlu Atómstöðvar og út frá
því stöðu smáríkis í veraldarhafinu.
Þótt Svíar séu miklu stærri en við eru
þeir samt aðeins peð í tafli risavelda
um örlög heimsins. En hitt megum
við ekki láta gleymast að sú spennu-
vídd sem Atómstöðin er gædd bygg-
ist á átökum austurs og vesturs á
pólitísku sviði þess tíma. Og aðal-
persónan Ugla sem látin er miðla
heimssýn höfundarins með óbeinum
hætti hrærist sjálf í andstæðufullum
heimi, milli tveggja skauta. Úr þess-
um andstæðum verður harla lítið í
meðförum Svíanna. Og þar með
glatar verk Halldórs miklu af áhrifa-
mætti sínum.
Hans Alfredson fylgir í leikgerð
sinni texta Atómstöðvarinnar nokk-
uð nákvæmlega svo langt sem farið
er, og er hér notuð þýðing Peters
Hallberg. Miðpunkturinn er Ugla
sjálf og kynni hcnnar af Árlandsfólki
annars vegar, húsi organistans hins
vegar. Á milli þessara tveggja
„heima" fer sögunni fram. Ugla er,
eins og við þekkjum, alþýðustúlka
með óspillta sjón andspænis spilling-
unni, hún verður tákn upprunalegrar
menningar smáþjóðar sem sett er
frammi fyrir alltumlykjandi ofur-
valdi.
I meðförum Hans Alfredsonar
verður þetta gleðileikur. Lífsfíló-
sófían sem lögð cr organistanum í
munn fer hér fyrir lítið. Andstæður
organistans og Búa gufa upp. Meðal
annars stafar það af þeirri undarlegu
ráðstöfun að sami maðurinn er látinn
leika þá. Það er Sven Lindberg.
Hann skilar Búa vel en organistan-
um miklu miður. Á sama hátt er
Harriet Andersson bæði Kleópatra
og frú Árland. Öfugt við Lindberg
verður Kleópatra miklu trúverðugri,
því glæsifrú þingmannsins og systur
forsætisráðherra skortir hér alveg þá
lífsþreytu og þann gjörtæka spilling-
ar- og móðursýkishugsunarhátt sem
við þekkjum. Það er kannski tím-
anna tákn að siðferðileg fordæming
sem lesa má út úr verkinu gufar
einhvern veginn upp.
Annars er yfirbragð sýningarinnar
sem brotaminnst, sviðið einfalt og
bráðfyndið var hvernig heimi Eystri-
dals var lýst hér, með teikningu
kirkjunnar á hvítu tjaldi. Þá var gott
gervið á John Zagharias sem Fal -
eins og sænskur bóndakarl uppmál-
aður, - en furðu hrörlegur er hann í
forsætisráðherranum.
Það væri annars ástæðulítið og
jafnvel skoplegt að gefa þessu
þrautreynda liði Dramaten einkunn-
ir. Hér er sungið, leikið og dansað
af óbrigðulli kunnáttu eins og við er
að búast. En mestu skiptir auðvitað
Ugla sjálf og hún er eina persónan
sem fær að njóta sín til fullnu^tu.
Lena Nyman leikur Uglu af mikilli
yfirvegun, með hreinskornum
þokka. Útlitið er kannski ekki eins
og sagan gefur upp, - Ugla er föst á
fótum, nefnir sjálfa sig hlussu úr
afdölum. Lena Nyman er léttvíg,
beinskeytt hún skilar hlutverkinu
skilmerkilega og syngur vel.
Ég vék að pólitísku inntaki
verksins, smáeyja í víðum sjó. Þetta
er látið koma fram í söngtextunum
sem auðvitað eru hið eiginlega fram-
lag höfundarins. Hér beinist athyglin
mikið að vestrinu, samanber söng
frú Árland og þrá hennar til Amer-
íku. Kanarnir verða býsna framand-
legir en þeir syngja um heimsmenn-
inguna með Coca-cola og nauðsyn
þcss að kasta sveitamennskunni. Það
ætlaði líka feimna lögreglan að gera
en hafnaði í fangelsi af því að hann
kunni ekki að stela.
Hinn einfaldi boðskapur kemst
vel til skila og En liten ö i havet
verður tímabær áminning. I loka-
söngnum segir svo: „Eigum við ein-
hvern rétt á að vera til? Eigum við
ekkert að hafast að þegar þeir gleypa
okkur? Nei, veittu mótspyrnu, því
kannski hún verði til nokkurs."
Þetta er sá uppörvandi boðskapur
sem Atómstöðin flytur okkur nú
sem fyrr. Á hátíðarsýningunni, þar
sem Halldór Laxness var hylltur
hálfníræður, erum við enn minnt á
það hversu mikið við eigum honum
að þakka. í sextíu ár hefur hann
brugðið stórum svip yfir dálítið
hverfi eins og Einar Benediktsson
kvað um útsæinn. Það er ekki tómt
yfirlæti af okkar hálfu þótt okkur
finnist Halldór hafa gert litla eyju í
hafinu stóra. Sá er galdur mikillar
listar. Gunnar Stcfánsson.
1 í UMFERÐINNI
Kristinn Snæland:
UM STRÆTIOG TORG
Með þessari klausu skal vetur
kvaddur og vori heilsað. Þegar
ekið er um götur Reykjavíkur, að
vetrarlagi og jafnvel nú þessa fyrstu
sumardaga, má sjá fjölda bíla í
akstri, með afturrúðu algerlega
lokaða af snjó. Ekki nóg með það,
heldur einnig hliðarspegla brotna,
vísandi upp eða niður, eða út og
suður. Jafnvel án hliðarspegla.
Þessir ökumenn gætu allt eins
merkt bíl sinn með skilti sem á
stæði: Ég tek ekkert tillit til sam-
ferðamanna minna í umferðinni.
Góður ökumaður fylgist stöðugt
og vel með umferðinni fyrir aftan
bíl sinn. Þessvegna ekur hann með
hreina afturrúðu og rétt stillta
spegla. Allt árið kemur fyrir að
afturrúður lokast af óhreinindum,
sérstaklega á jeppum, skutbílum
og ámóta farartækjum. Aftur-
þurrkur eru nú algengar á sltkum
bílum en undarlega oft virðast þær
líkt og afturrúðu-hitarar vera bil-
aðar eða a.m.k. ónotaðar. Snjór
og óhreinindi setjast gjarnan á
ljósabúnað og skráningarnúmer.
Því miður eru margir ökumenn
með bíla sína grútskítuga, jafnvel
dögum saman í þurrviðri, svo
skítuga að Ijós lýsa illa og númer
eru ólæsileg. Oft eru númerin
ólæsileg þótt svo að bíllinn sé að
öðru leyti nýþeginn. Við þetta má
svo bæta þeirri undarlegu fram-
komu sem sumir ökumenn hafa
tekið upp, en það er að hafa ekkert
skráningarnúmer að aftan eða að
framan en í stað þess mynd eða
plötu með einhverri áletrun. Þetta
rugl er einkum áberandi á bílum
með G-númerum til dæmis G-2436
mynd að framan, ekki númer.
G-7750 SILVIA að aftan, ekki
númer. G-21192 DATSUN
framan, ekki númer. Þessir bílar
eru áberandi í umferðinni og aka
um óáreittir með þessar furðulegu
mcrkingar í stað skráningar-
merkja, en eru síður en svo eins-
dæmi. Svona rugl verður ekki lagað
nema með því að laga kollinn á
viðkomandi ökumönnum. Óhrein-
indi sem loka rúðum, Ijósum og
númerum má hinsvegar fjarlægja á
næsta þvottaplani. 1 frostum er
tvistur vættur í steinolíu, einföld
og fljótleg lausn. Tillitssamir öku-
menn finna sér alltaf leið til þess að
halda öryggistækjum og búnaði
bifreiðar sinnar hreinum svo það
gagn verði af sem til er ætlast.
Vörubifreiðar er oft vandi að
eiga við og halda í lagi ljósa og
merkjabúnaði þeirra að aftan.
Með natni og góðum vilja má þó
vinna kraftaverk. Um það vitna
bílar Steypustöðvanna í Reykja-
vík. Það er alger undantekning ef
þeir bílar sjást á götunum öðruvísi
en sem þeir séu nýkomnir af
þvottaplani. Fjölmargir aðrir
þungaflutningabílar eru til fyrir-
myndar um hreinlæti og sem sam-
nefnara fyrir snyrtimennin má
nefna vörubifreiðina R-546. Um-
hirða, ljósa og merkjabúnaður
þeirra bifreiðar er sannarlega óað-
finnanlegur.
Varðandi trassana og hina tillits-
lausu er fátt til ráða annað en væg
hirting. Ekki vil ég lögregluríki, en
ég vildi gjarnan sjá lögreglu stöðva
bíla með uppfennta rúðu og reka
ökumenn þeirra út til að þrífa.
Eins mætti lögregla stundum
stöðva þá bíla sem ekið er með
grútskítugar rúður, ijós og númer.
Þeim ökumönnum ætti að vísa
með nokkrum vel völdum orðum á
næsta þvottaplan. Góðir og tillits-
samir ökumenn halda ökutækjum
sínum hreinum í umferðinni.
Hreinn bíll - öruggari bíll.