Tíminn - 29.04.1987, Blaðsíða 12
Los Angelesborg:
Er ófrísk kona
ein á ferð?
Los Angeles - Keuler
Bandarískur dómari hafnaði í gær
kröfu ófrtskrar konu þcss efnis að
öfætt barn hennar hefði gefið henni
rétt til ao keyra eftir akgrein sem
ætluð er bifreiðum sem í eru tvær
persónur eða fleiri.
Robert Harris heitir dómari þcssi
í Los Angelcsborg og átti hann við
dulítið flókið mál að stríða. Díana
nokkur Correll hafði nefnilega verið
tekin fyrir að keyra ein á áðurnefndri
akgrein sem komið var fyrir til að
greiða fyrir umferð í þessari
stórborg. Díana hélt hinsvegar fram
að hún hcfði alls ekki verið ein á
ferð, hún væri komin sjö rnánuði á
leið og fóstrið væri þanryg önnur
persónan í bílnurn.
Harris dómari hélt ekki en ákvað
þó að sekta ekki Díönu fyrir atvikið
þar sem lögin varðandi hverjir mættu
keyra og hverjir ekki á akgreininni
umtöluðu væru nokkpð óljós.
Jújú, þið megið vel græða peninga: Mikhail Gorbatsjov á tali við sovéska iðnaðarmenn
Sovétríkin:
Löglegt að græða
Moskva - Reuter
I gær var verið að koma upp
rauðum flöggum og myndum af
Lent'n og öðrum byltingarleiðtog-
um í Moskvuborg vegna hátíðar-
haldanna á föstudag þann 1. maí,
hinum alþjóðlega baráttudegi
verkalýðsins. Þann daginn munu
þó eflaust margir sovéskir þegnar
hugsa um annað en skrúðgöngur
og hátíðarhöld því þá ganga í gildi
ný lög sem leyfa einstaklingum að
setja upp eigin atvinnurekstur í
ábataskyni.
Að vísu þykir ólíklegt að mjög
margir muni hlaupa upp til handa
og fóta vegna nýju laganna strax á
fyrsta degi, heldur bíða átekta þar
sem nokkur óvissa ríkir um fram-
kvæmd þeirra. Það var Mikhail
Gorbatsjov Sovétleiðtogi sem beitti
sér fyrir lagasetningunni og vill
hann með henni hleypa lífi í mið-
stýrt og staðnað efnahagskerfi.
Samkvæmt lögunum mega ein-
staklingar sækja um að setja upp
rekstur sem þeir vinna við sjálfir og
borga þeir þá skatt eða ársgjald.
Svartamarkaðsbrask hefur hingað
til verið mjög útbreidd iðja í So-
vétríkjunum og er lögunum ætlað
að koma í veg fyrir slíkt (eða
reyndar að lögleiða það sem kallast
hefur svartamarkaðsbrask) og með
því þjóna betur þörfum fólksins.
Þá munu fyrirtæki ríkisins einnig fá
meira frjálsræði samkvæmt nýju
lögunum til að selja vöru sína á
alþjóðlegum mörkuðum.
Ríkisstjórnarblaðið Izvestia
sagði fyrr í þessum mánuði að
þegar hefðu um tvö þúsund manns
í Moskvu sótt um að reka sitt eigið
smáfyrirtæki. Vestrænn stjórnarer-.
indreki sagði það að vísu ekki
mikinn fjölda þegar haft væri í
huga að átta milljónir manna
byggju í höfuðborginni. Hann tók
þó undir þá skoðun að lítil hreyfing
yrði fyrstu mánuðina vegna þessara
laga þar sem fólk vildi átta sig
betur á hvernig þau virkuðu.
FRÉTTAYFIRLIT
12 Tíminrr
Miövikudagur 29. apríl 1987
ísrael:
Hringurinn
þrengist um
Demjanjuk
Jcrúsalem - Reuter
Lögreglusérfræðingur frá Vestur-
Þýskalandi sagði fyrir ísraelskum
dómstól í gær að hann væri sann-
færður um að mynd á nasistaskírteini
væri af John Demjanjuk, sem sakað-
ur er um að hafa drepið hundruð
þúsunda gyðinga í útrýmingarbúð-
unum í Treblinka í Póllandi í síðari
heimsstyrjöldinni.
Reinhardt Altmann sagðist hafa
notað nýja tækni til að bera saman
gömlu myndina á skírteininu við
nýjar myndir af Demjanjuk og
kæmu 24 einkenni á andliti Demj-
anjuks heim og saman á gömlu
myndinni og þeim nýju.
Demjanjuk var vísað á brott frá
Bandaríkjunum á síðasta ári og
fluttur til ísraels þar sem réttarhöld
standa nú yfir honum. Hann er
sakaður um að vera „ívan grimmi",
Úkraínumaður sem var þekktur fyrir
mannvonsku og kvalalosta. í útrým-
ingarbúðum nasista í Treblinka.
Demjanjuk segist vera tekinn fyrir
annan og neitar öllum ásökunum.
Afvopnunarviöræöur stórveldanna í Genf:
VIN - Ríkisstjórnin í Austur-
ríki sagði óskiljanlega ákvörð-
un Bandaríkjastjórnar að
banna Kurt Waldheim að
heimsaekja Bandaríkin sem al-
mennur borgari, vegna ásak-
ana um fortíð er tengist glæp-
um nasista í síðari heimsstyrj-
öldinni. Stjórnin lofaði að verja
forseta sinn gegn óréttlátum
ásökunum.
LUNDÚNIR — Breskaferju-
fyrirtækið Townsend Thoresen
sagðist taka á sig ful.la ábyrgð
vegna dauða um 200 manna
sem voru um borð í ferjunni
Herald of Free Enterprise er
hún fórst rétt fyrir utan strönd-
um Belgíu fyrir sjö vikum.
TOKYO — Gengi Banda-
ríkjadals varð nokkuo stöðugra
á gjaldeyrismörkuðum í gær
og var nokkur kyrrstaða eftir
æði undanfarinna daga.
TEL AVIV — Símon Peres
utanríkisráðherra ísraels og
Yitzhak Rabin varnarmálaráð-
herra landsins hittu Hussein
Jórdaníukonung leynilega í
þessum mánuði og komust að
grunnsamkomulagi um friðar-
viðræður. Það voru ísraelsk
dagblöð sem frá þessu skýrðu
í gær.
RÓM — Kristilegir demókrat-
ar á italíu sátu hjá er greidd
voru atkvæði um vantrauststil-
lögu á þeirra eigin minnihluta-
stjórn. Þar með féll stjórnin og
leiðin því greið að halda kosn-
ingar í júnímánuði.
LUNDÚNIR — Breska rlkis-
stjórnin hóf sölu á fyrirtæki
sínu Rolls-Royce, fyrirtæki
sem ríkið bjargaði frá gjaldþroti
fyrir sextán árum. Líklega er
þetta síðasta stóra fyrirtækið
sem núverandi stjórn íhalds-
flokksins selur í hendur einka-
aðila.
BEIRÚT - Sýrlenskar her-
sveitir unnu að að því að koma
sér fyrir á nýjum stöðum I
úthverfum Beirútborgar til að
skilja að múslima úr hópi sjita
og drúsa. Þessar fylkingar hafa
eldað saman grátt silfur að
undanförnu.
BAHREIN - Iranstjórn
sagði heri sína hafa náð um
300 ferkílómetra landsvæði af
Irökum í nýjustu sókn þeirra á
norðurvígstöðvunum. Stjórn-
völd í Irak sögðu hinsvegar að
herir sínir hefðu staðið af sér
árásina.
sín
Sovétmenn leggja
spil
á borðið
Genf - Reuter
í drögum að samkomulagi því
sem Sovétmenn hafa lagt fram í
afvopnunarviðræðum stórveldanna
í Genf er gert ráð fyrir að Bandaríkin
og Sovétríkin fjarlægi allar meðal-
drægar og skammdrægar kjarnorku-
flaugar sínar frá Evrópu. Það var
Alexei Obukhov, háttsettur samn-
ingamaður Sovétstjórnarinnar, sem
frá þessu skýrði í gær.
Obukhov lagði fram tillögur
stjórnar sinnar fyrr í vikunni en
Bandaríkjamenn höfðu lagt fram
grunndrög að samkomulagi um
flaugar þessar í síðasta mánuði.
Samkvæmt tillögum Moskvu-
stjórnarinnar vill hún að allar so-
véskar SS-20 og bandarískar Persh-
ing-2 og stýriflaugar á evrópsku
landi verði eyðilagðar svo og
skammdrægar flaugar risaveldanna
þar.
í grunntillögum stjórnvalda ríkj-
anna tveggja má finna mörg sameig-
inleg atriði þótt þau greini á í ýmsum
efnum. Obukhov var þó bjartsýnn
er hann kynnti tillögur Sovétmanna
í gær og sagði að vel mætti ná
samkomulagi á þessu ári.
Frá Tokyo: Dýrt að vera erlendur gestur þar í borg
Dýrt að vera
gestur í Tokyo
Genf-Reuter
Tokyoborg er heimsins dýrasta
borg fyrir erlenda gesti að heimsækja
og Genf er sú dýrasta í Evrópu.
Þetta kom fram í könnun sem gerð
er árlega og er einatt notuð þegar
fyrirtæki greiða starfsmönnum sín-
um dagpeninga er þeir ferðast erl-
endis.
í könnuninni kom fram að gengis-
lækkun dollarans gagnvart helstu
gjaldmiðlum Evrópu hefur leitt til
þess að flestar evrópskar borgir eru
ofar á listanum en bandarískar stór-
borgir.
Útreikningar á verðlagi í hverri
borg miðast meðal annars við verð á
mat, áfengi, tóbaki, fötum og hversu
dýrt það er fyrir viðskiptamennina
útlendu að skemmta sér í borgunum.
New York er dýrust allra borga
Bandaríkjanna en er hinsvegar
aðeins sú 34. í röðinni á listanum.
Tokyo er eins og áður sagði dýrust
allra borga og næst kemur önnur
japönsk borg, Osaka. Þar á eftir
koma Brassaville, Libreville, Dakar,
Douala, Teheran, Abidjan og síðan
Genf, Zúrich, Vín, Kaupmanna-
höfn, Osló og Helsinki.
- Tillögur þeirra
gera ráðfyriraðallar
meðaldrægar og
skammdrægar
kjarnorkuflaugar
risaveldanna verði
fjarlægðar frá
Evrópu