Tíminn - 29.04.1987, Side 20
„Svo uppsker
hver sem sáir“
Gullbók
og
Metbók
rísa báðar undir nafni
BflNAÐARBANKINN
TRAUSTUR BANKI
MMSKMMiillinilillllllilW
I / . IV1/AIV3
jjLminn
Silfurlax semur til tíu ára við Veiðifélag Rangæinga:
Mesta fiskiræktarátak á
íslandi framkvæmt í Rangám
Sleppt verður 25 þúsund seiðum í ár og aukið upp í 50 þúsund seiði árið 1990
Strax á næsta ári má búast við þvíi
að laxveiðimenn líti með öðru hu-
garfari til Rangánna og fiskvega sem
liggja að þeim. Eitt mesta fiskirækt-
arátak sem framkvæmt hefur verið á
íslandi hefst í Rangánum í sumar.
Sleppt verður 25 þúsund laxaseiðum
í árnar í ár. Næsta ár verður sleppt
35 þúsund seiðum. Árið 1989 verða
seiðin 45 þúsund og loks 50 þúsund
árið 1990. Þau ár sem eftir lifa af tíu
ára samningi um sleppingarnar er ■
áætlað að sleppa a.m.k. 30 þúsund
seiðum í árnar.
Samningurinn var gerður til tíu
ára milli Silfurlax h£,og Veiðifélags
Rangæinga, sem ef félag landeig-
enda. Stangaveiðifélag Rangæinga
hefur forleigurétt á ánum og yfirtók .
því samninginn, með fiskeldisfyrirt-!
ækið Búfisk hf. á bak við sig.
Þegar sleppingar fara fram í sumar
er ráðgert að sleppa seiðum á alls sjö
staði á vatnasvæðinu sem er víðfe'ðmt.
Er það gert til þess að tryggja að
laxinn skili sér sem víðast. Heimildir
Tímans segja að stofnar þeir sem
notaðir verða til sleppinga séu úr
Elliðaánum og af Ölfusar-Hvítár-
svæðinu. Ekki tókst að fá endanlega
staðfestingu á því. Landeigendur
sem Tíminn ræddi við í gær voru
mjög spenntir fyrir þessu framtaki
og gera menn sér vonir um að með
þessu verði vatnasvæðið gert að
spennandi stangaveiðisvæði á fáum
árum og um leið muni halast inn
tekjur. Við gerð samningsins og í
tengslum við ákvörðunartöku um
framkvæmdina hefur Stangaveiði-
félag Rangæinga notið aðstoðar sérf-
ræðinga á sviði fiskiræktar.
Uppbygging svæðisins er markviss
og haia verið byggðir þrír laxastigar,
í Árbæjarfossi og Ægissíðufossi, sem
báðir eru í Ytri-Rangá og í Skútuf-
ossi, en hann er í Fiská, sem fellur í
Eystri-Rangá skammt frá Árgilsstöð-
um.
Rangár hafa til þessa ekki verið
hátt skrifaðar sem laxveiðiár, en í
fyrra veiddust hátt í hundrað laxar á
svæðinu. Nú getur svo farið að þetta
breytist, takist vel til við sleppin-
garnar. Lengi hefur mönnum þótt
vanta góðar laxveiðiár á Suðurlandi,
og langt verið að fara til að komast
í uppgrip í þeim efnum, fyrir Sunn-
lendinga, en útlit er fyrir að það geti j
breyst til batnaðar á næstu árum,ES
Kosningaúrslit ógild?:
Dularfullt
atkvæðahvarf
á Vesturlandi
- 48 atkvæði „týnd“. Rannsóknarlögreglan hefur
málið til rannsóknar
Sú fáheyrða staða hefur nú komið
upp í Vesturlandskjördæmi að 48i
greidd atkvæði hafa ekki komið í
leitirnar, þrátt fyrir ákafa leit yfir-
kjörstjórnar. Merkingum úr hinum
einstöku kjördeildum ber ekki sam-
an við heildaratkvæðatöluna sem
kom upp úr kjörkössunum í Borg-
arnesi. Talningin hefur verið yfirfar-
in og hefur yfirkjörstjórn enga skýr-
ingu getað fengið á hinum týndu'
atkvæðum. Málinu var því vísað til
Rúnars Guðjónssonar sýslumanns í
Borgarnesi, sem sagðist í samtali við
Tímann í gær liafa óskað eftir þvf við
Samningurinn
samþykktur
Starfsmannafélag Reykjavíkur
hefur samþykkt samning sinn við
borgina með 67,5% greiddra atkv.
Á móti voru 22,5%, en auðir seðlar
voru 10%. Á kjörskrá voru 2772 en
þar af greiddu 1664 atkvæði eða um
60%.
Borgarráð hafði lofað fóstrum 2
launaflokka hækkun ef samningur-
inn yrði samþykktur, en Margrét
Pála Ólafsdóttir fóstra sagði í samtali
við Tímann í gær að uppsagnir fóstra
sem koma eiga til framkvæmda um
mánaðamótin, stæðu enn. Borgar-
ráð ákvað í gær að taka upp viðræður
við STFR um málefni fóstra en enn
er ekki ljóst hvort tekst að afstýra
fjöldauppsögnunun^ um mánaða-
mót. - BG/ABS
Rannsóknarlögreglu ríkisins að þeir
önnuðust rannsóknina.
Rúnar sagðist ekki vilja tjá sig að
svo stöddu um það hvort kosningin
í kjördæminu gæti talist lögmæt ef
engin skýring fyndist á málinu. Hann
taldi þó aðspurður ekki ósennilegt
að Alþingi yrði að taka afstöðu til
þess. Sagði hann að rannsókn væri
þegar hafin og ógerlegt að segja
hversu lengi hún myndi standa.
Þess má geta að svokallaður
„flakkari" lenti í Vesturlandskjör-
dæmi og komust því 6 manns á þing
þaðan í stað 5. Sáralitla breytingu
þarf á hlutfalli atkvæða til þess að;
flakkarinn, sem nú er af Kvenna-
lista, fari á flakk. Þannig þarf ekki
nema helmingur týndu atkvæðanna
að fara til Kvennalista til að þær fái
uppbótarmann á Vesturlandi og
flakkarinn yrði þá Benedikt Boga-
son í Reykjavík. Fái Framsókn hins
vegar helming atkvæðanna og restin
skiptist milli Kvennalista og Alþýðu-
bandalags yrði flakkarinn kvennalis-1
takonan Guðrún Halldórsdóttir
Kvennalista Reykjavík. Dreifist
týndu atkvæðin hins vegar í réttu
hlutfalli við aðrar atkvæðatölur í
kjördæminu gerist ekkert. Mestar
breytingar yrðu ef t.d. Framsókn
fengi öll eða flest öll týndu atkvæðin.
Þá fengi Framsókn Davíð Aðal-
steinsson kjörinn í kjördæminu en
Sjálfstæðisflokkurinn missti mann á
Austfjörðum. Þar kæmi inn Guð-
rnundur Einarsson en í staðinn
myndu kratar missa mann á Vest-1
fjörðum til Alþýðubandalags, sem
aftur hefði misst sinn mann á Vest-
urlandi. - BG
UONSKLÚBBURINN VÍÐARR í Reykjavík tókst það þjóðþrifaverk á hendur í gær að hreinsa tjörnina í Reykjavík, en
flestir sem komist hafa í návígi við þessa perlu borgarinnar geta verið sammála um að þess var þörf. Þetta mun vera
þriðja árið í röð sem Lionsmenn hreinsa tjörnina. Tímamynd pjetur
ÍSLENDINGAR NMETA
FRÖKKUM f KVÖLD
Vestmannaeyjar:
Konu um
fimmtugt
leitað
Lögrcgla og hjálparsveitir í
Vestmannaeyjum hófu leit ^ð
fimmtíu og eins árs gamalli konu
í gærmorgun en hún hvarf að
heiman frá sér um þrjúleytiö
aðfaranótt þriðjudagsins.
Að sögn lögreglunnar í Vest-
mannaeyjum hafa cngar vísbend-
ingar komiö frani um hvert konan
hefur farið en sporhundur frá
Hafnarfirði var m.a. fenginn til
þess að rekja slóð hennar en án
árangurs. ABS
íslenska landsliðið í knattspyrnu
mætir franska landsliðinu í undan-
keppni Evrópukeppninnar í knatt-
spyrnu í París í kvöld. Leikurinn
verður sýndur beint og hefst útsend-
ing Sjónvarpsins kl. 17.55.
Islendingar og Frakkar léku fyrri
leik sinn í Evrópukeppninni á Laug-
ardalsvelli í haust og lauk þeirri
viðureign með markalausu jafntefli.
Sigfried Held landsliðsþjálfari segist
vonast eftir hagstæðum úrslitum í
kvöld, íslenska liðið verði ekki auð-
unnið.
Sjá nánar á íþróttasíðu bls. 10-11.
-HÁ
Útvegsbankinn hf.:
ENN HEFUR RÉTTUR
MADUR EKKIFUNDIST
- í bankastjórastöðuna
Búist var við að gengið yrði frá ráðningu á bankastjóra Útvegsbankans í
gær, en svo varð ekki. Virðist það vefjast nokkuð fyrir hinu nýja bankaráði
að rata á „réttan“ mann og er óvíst hvenær það tekst.