Tíminn - 07.05.1987, Page 1
FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 1987-100. TBL. 71. ÁRG.
Ruslahauganefnd hefur lokið störfum:
Þeir vilja
keyra til
Krísuvíkur
Tímamynd BKEIN
Tíminn hefur sagt frá ágrein-
ingi um losunarstað sorps, sem
berst frá Reykjavíkurborg, en
öskuhaugar borgarinnar í Gufu-
nesi verða yfirfullir eftir fjögur ár.
Nauðsynlegt er að leysa vandann
strax.
Ýmis náttúruverndarsjónar-
mið koma í veg fyrir að hægt sé
að losa borgarruslið þar sem
það er ódýrast og Kjalarnes-
hreppur stendur gegn því, að
keyra megi sorpið á stór lands-
svæði þar, sem hefðu hentað
sem losunarstaður að mati
nefndar, sem hafði með þetta
mál að gera. Nefndin hefur lokið
störfum og skv. hennar skýrslum
og samræðum við nefndarmenn
er eini valkosturinn sem eftir er
landssvæði sunnan við Krísuvík.
Það er dýrt að færa öskuhauga
Reykjavíkur þangað, - það hefði
kostað um 500 milljónir króna á
verðlagi í janúar 1985. Leggja
verður nýjan veg, sem kostar 100
milljónir króna. Reisa umhleðslu-
stöð við Mjódd í Reykjavík og
sorpbrennsluofna í Krísuvík.
Reynt verður að nýta ruslið til
arðbærra framkvæmda.
Tíminn knýr á um lausn strax.
Umþóttunartími sveitarfélaga er
iiðinn. Athafna er þegar þörf.
sjá bls. 2
sjá bls. 3
Þeirbjóða
Glasgow-
verð ef..
Það er unnt að gera
verðlag á íslandi hlið-
stætt verðlagi í Glas-
gow ef vilji er nægur
og fyrir hendi hjá öll-
um aðilum - okkur,
stjórnvöldum, þeim
er þjónusta verslun-
ina og þér landsmað-
ur góður segja ís-
lenskir storkaup-
menn.
EF... atriðin sem
þeir telja að þurfi til
að koma felast m.a. í:
Nýrri tollskrá, afnámi
aðflutningsgjalda af
flutningskostnaði til
landsins og lækkun
hans, jöfnun tolla frá
helstu viðskiptalönd-
um íslendinga, af-
námi skatta á fjar-
skiptatæki og önnur
framleiðslutæki og
sérsköttum af versl-
un og að innflytjend-
um sé veittur að-
gangur að lánsfé þar
sem hagkvæmast er
hverju sinni. Hlutverk
almennings sé svo
að veita versluninni
aðhald með því að
fylgjast stöðugt með
verðlaginu.