Tíminn - 07.05.1987, Blaðsíða 2

Tíminn - 07.05.1987, Blaðsíða 2
2 Tíminn Fimmtudagur 7. maí 1987 Öskuhaugar Reykjavíkurborgar líklegast sunnan við Krísuvík: Dýrar aðgerðir næstu 3 ár óumflýjanlegar - Umhleðslustöð sorps við Mjódd. Framkvæmdir kostað 500 milljónir 1985 Öskuhaugar Reykjavíkurborgar í Gufunesi verða fullir innan fjögurra ára og þess vegna er nauðsynlegt að finna nýtt svæði undir sorpið hið snarasta. Til þess var stofnuð nefnd fyrir nokkrum árum sem borgar- verkfræðingur og bæjarverkfræðing- ar sveitarféiaga á Stórreykjavíkur- svæðinu hafa skipað. Hún lauk störf- um fyrir nokkru. Nefndin renndi um tíma hýru auga til landssvæða á Kjalarnesi, en Kjalarneshreppur lagðist alfarið gegn því, að sorp borgarbúa yrði flutt þangað. Það hefði þó líklegast orðið ódýrasti kosturinn, en nú er ekki um annað að velja, en að sorphaugarnir nýju verði sunnan við Krísuvík. Ekki yrði komist hjá að leggja þangað nýjan veg og er áætl- aður kostnaður við hann um 100 milljónir króna. í niðurstöðuskýrslu nefndarinnar er gert ráð fyrir, að nýjum sorphaug- um fyrir Reykjavíkurborg og nær- liggjandi bæjar- og sveitarfélög verði komið á laggirnar fyrir 1990. „í skýrslunni er gert ráð fyrir að stofnað verði hlutafélag til þessa og til að reisa umhleðslustöð fyrir sorp, þar sem tekið verður við sorpi úr ruslabílum og því þjappað í gáma til að flytja á öskuhaugana," sagði Eiríkur Bjarnason, bæjarverk- fræðingur í Garðabæ í gær, en hann átti sæti í nefndinni. Umhleðslustöð- in yrði við nýju Reykjanesbrautina skammt frá Mjódd. Gleöitíðindi fyrir mynd- listarfólk: FÍM opnar sýningar- sal - á 60 ára afmæli fé- lagsins. Kristján Davíðsson ríður á vaðið með einkasýningu Félag íslenskra myndlistarmanna, FÍM opnar nú á föstudag nýjan sýningarsal, FÍM-salinn á horni Garðastrætis og Ránargötu. FÍM, sem telur um 100 myndlistarmenn rak áður sýningarsal að Laugarn- esvegi 112, en rekstri þar var hætt 1982. FÍM er elsta starfandi félag myndlistarmanna hér á landi, var stofnað 1927 og verður því 60 ára á þessu ári. Sýningarsalurinn er á tveimur hæðum og er um 60 fermetrar á efri hæð, en um 20 fermetrar sú neðri. Verður salurinn opinn jafnt félögum innan FÍM sem öðrum til sýningar- halds og er salurinn leigður út á föstu verði. Viðkomandi listamaður sér síðan um uppsetningu sýningar sinn- ar og yfirsetu. Er gert ráð fyrir að sýningar hefjist að öðru jöfnu á föstudögum og standi í tvær vikur og ljúki því á sunnudagskvöldi. Sá sem ríður á vaðið með sýningu í nýja salnum, er hinn margreyndi myndlistarmaður Kristján Davíðs- son og er honum sérstaklega boðið að sýna af stjórn FÍM. Er þetta fyrsta einkasýning Kristjáns síðan 1984, þegar hann sýndi á Feneyja-bi- enalnum.-Verða um 20 verk Kristj- áns til sýnis að þessu sinni og eru þau flest nýleg. Eru verkin til sölu, utan þeirra sem þegar eru í einkaeign. -phh „í áfangaskýrslu sem við sendum frá okkur í janúar 1985 er gerð grein fyrir ýmsum möguleikum á eyðingu sorps. Á þessum tíma þótti arðvæn- legt að búa til einhvers konar sorp- köggla sem væru brenndir í gas- brennurum og yrðu þannig heppilegt eldsneyti fyrir fiskimjölsverksmiðj- ur. Með lækkandi olíuverði varð þetta slæmur kostur. Það getur svo aftur breyst, ef olían verður dýrari. “ Þótt þessi aðferð sé ekki arðvæn- leg í bili, er talið að hún verði það innan fárra ára. Ekki er hægt að brenna nema um 40% af sorpinu. Eftir sem áður þyrfti að urða afgang- inn af því sem hingað til. Erlendis hefur sorpbrennslu verið andmælt Einhverra hluta vegna gengur sú saga fjöllunum hærra í Reykjavík að hjón sem komu frá Spáni hafi smygl- að með sér kjölturakka til landsins, sem reyndist síðan vera spönsk fjal- larotta. Tíminn hafði samband við Dýraspítalann í Reykjavík og dýra- fræðinga á Keldum. Þar þekktu menn söguna og höfðu heyrt hana í mörgum útgáfum. Hinsvegar kann- aðist enginn við að þetta hefði raunverulega gerst. Sagan er á þá leið að hjónin hafi séð lítinn kjölturakka og tekið hann vegna mengunar, en brennsla í gas- ofnum er við það hátt hitastig, að eiturefnin í sorpinu eiga sömuleiðis að eyðast, að sögn Eiríks. Það svæði við Krísuvík, sem er til reiðu undir sorphauga, getur lengi tekið við og ástæðulaust að hafa áhyggjur af því nú, hvað verður þegar þeir loksins fyllast, segir hann enn fremur. Enn þá hafa yfirvöld bæjarfélag- anna ekki tekið afstöðu til hlutafé- lagsins og hvort þau vilji standa að málinu á þennan hátt. Það er ætíð haft í huga í viðræðum um þessi mál, að reyna að nýta sorpið til arðbærra framkvæmda. Á verðlagi í janúar 1985, þegar upp á sína arma. Vinskapur hafi tekist með kjölturakkanum og ís- lensku hjónunum. Þegar að ferða- lokum var komið gat hvorugur aðil- inn hugsað sér að skilja við hinn og varð úr að hjónin svæfðu „hundinn" og tókst að koma honum til landsins. Þegar heim kom blasti við vandamál. Kötturinn á heimilinu var ekki par hrifinn af „hundinum" en gat greini- lega þolað hann. Nokkrum dögum eftir heimkomuna þurftu hjónin að bregða sér út og skildu litlu vinina eftir. Þegar heim var komið var gert var ráð fyrir sorphaugum á Kjalarnesi, framleiðslu sorpköggla og myndun eldsneytis til varma í verksmiðjum, var reiknað með að framkvæmdin kostaði öll um 450 milljónir. Nú er reiknað með um- hleðslustöð í Reykjavík og vega- lagningu að auki til Krísuvíkur og þar við bætist hækkun á verðlagi frá 1985. Ennfremur knýr á um snarpa lausn, að losunarstaður sorps í Gufu- nesi verður yfirfullur að fjórum árum liðnum. Áætlun nefndarinnar, um að nýir sorphaugar eigi að verða til reiðu 1990, verða þess vegna að standast. þj aðkoman ófögur. „Hundurinn" hafði ráðist á köttinn og etið hann. Hjónin ákváðu að fara með „hundinn" til svæfingar hjá dýra- lækni. Segir sagan að lækninum og hjónunum hafi brugðið jafn mikið í brún þegar uppvíst var að um rottu- tegund frá Spáni var að ræða. Tíminn hefur ekki getað fengið neina staðfestingu á þessari sögu og allar líkur benda til þess að hér sé einungis um nýlega þjóðsögu að ræða. Viti einhver betur vildum við gjarnan heyra frá honum. -ES (Tímamynd: Pjetur) Kirkjuþjófur um nótt: Söfnunar- baukstolið um nótt Tilkynnt var um innbrot í Grensáskirkju við Háaleitisbraut klukkan 9.05 í gærmorgun. Þjófur um nótt hafði brotist inn í kirkjuna og haft á brott með sér söfnunar- bauk. Baukurinn hafði hinsvegar verið tæmdur fyrir páska og voru þá í honum 7.000 krónur. Það er því talið, að innbrotsþjófnum hafi ekki græðst mikið fé í þetta sinn. Þjófurinn hafði komist inn með því að brjóta rúðu í hurð og teygja sig inn í smekklásinn til að opna. Tjónið er þó meira en sýnist í fyrstu þar eð glerið er fágætt og nú ófáan- legt. Því þarf að skipta um rúðugler í allri hurðinni, til að það verði samstætt. Sr. Halldór S. Gröndal, sóknar- prestur, sagðist vita til þess að tvisvar hefði verið brotist inn í kirkjuna áður. Rannsóknarlögreglan athugaði verksummerkin þegar um morgun- inn, þegar innbrotið var tilkynnt, og hefur málið til rannsóknar. þj Fræöslustjóraembættið: Skoða málið í hálfan mánuð Norðurland eystra verður fræðslu- stjóralaust í a.m.k. hálfan mánuð í viðbót, því fræðsluráðið í Norður- landi eystra ætlar að gefa sér þann tíma til að skoða umsóknirnar þrjár sem fyrir liggja um embættið. Umsækjendurnir eru, fyrir utan fyrrverandi fræðslustjóra, Sturla Kristjánsson, þeir Guðmundur Ingi Leifsson, fræðslustjóri í samliggj- andi kjördæmi, eða Norðurlandi vestra og Ólafur Guðmundsson, skólastjóri í kjördæminu hinumegin, eða á Egilsstöðum. Hugur fræðsluráðs hefur hingað til verið óskiptur hjá Sturlu og hvatt hvað eftir annað til að hann verði endurráðin. -SÓL Leiðrétting í frétt um veitingu barnabóka- verðlauna í fyrradag féll niður lína í myndatextanum og kom þar með út leiðinlegur misskiln- ingur. Hildur Hermóðsdóttir, bók- menntafræðingur var þar titluð sem nemi en nafn Halldóru R. Tryggvadóttur, sem er nemandi í Grunnskólanum á Þorlákshöfn, féll út. Viðeigandi eru beðnir afsökunar á þessum leiðu mistök- um. Kristján Davíðsson. Tímamynd: BREIN Undarleg saga á sveimi í Reykjavík: Smyglaður hundur reyndist rotta

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.