Tíminn - 07.05.1987, Blaðsíða 4

Tíminn - 07.05.1987, Blaðsíða 4
4 Tíminn Fimmtudagur 7. maí 1987 Deilur í Kaldrananeshreppi: Hreppsnefnd hafnar skipt- ingu sveitarfélagsins Hreppsnefnd Kaldrananeshrepps. Oddvitinn, Þórir H. Einarsson fyrir miðju. Mynd: Stefán Gíslason. Frá fréttaritara Tímans á Hólmavík, Stefáni Gíslasyni. í desember 1986 rituðu 24 íbúar Kaldrananeshrepps á Ströndum Fél- agsmálaráðuneytinu bréf, þar sem þeir óskuðu eftir því að sveitarhluti hreppsins, þ.e. Bjarnarfjörður og Bassastaðir, yrði sameinaður Hólmavíkurhreppi. Ástæðan fyrir þessari beiðni er rótgróin og vaxandi óánægja íbúa sveitarhlutans vegna ofríkis sem þeir telja sig beitta af Drangsnesingum. íbúar Kaldrananeshrepps eru nú um 170. Þar af búa um 120 á Drangsnesi, en um 50 í sveitar- hlutanum. Við sveitarstjórnarkosn- ingar sl. vor komu engir listar fram og var kosningin því óhlutbundin. Úrslit kosninganna urðu á þann veg, að allir aðalmenn og varamenn í hreppsnefnd eru nú úr hópi Drangs- nesinga. Þar með var rofin sú hefð að Bjarnfirðingar ættu þar einn full- trúa. Ástæðan fyrir þessum óvenju- legu úrslitum mun hafa verið sú, að kvöldið fyrir kjördag var gengið í hús á Drangsnesi með miða með nöfnum 10 manna sem Drangsnes- ingum var ráðlagt að kjósa. Þessir sömu menn hlutu síðan kosningu. Meðal samþykkta sem hrepps- nefnd Kaldrananeshrepps hefur gert á þessu kjörtímabili er að flytja þingstað hreppsins frá Laugarhóli að Drangsnesi og að leggja niður skólahald í Klúkuskóla. Undanfarin ár hafa verið reknir tveir grunnskólar í hreppnum, þ.e. á Drangsnesi og Klúku. Erfitt er að sameina skólahald á þessum stöðum vegna erfiðra samgangna, en vegur- inn úr Bjarnarfirði út á Drangsnes er orðinn gamall og víða niðurgrafinn. Vegarstæði er gott á þessari leið, og telja margir að aðalvegurinn frá Drangsnesi ætti að liggja um Bjarn- arfjörð og Bjarnarfjarðarháls til Steingrímsfjarðar. Nú eru hins vegar að hefjast framkvæmdir við veg frá Drangsnesi inn Selströnd, en sú leið er um 10 km styttri en leiðin um Bjarnarfjörð og Bjarnarfjarðarháls. Selströndin er aftur á móti erfið yfirferðar og mjög snjóþung, og vegagerð þar kostnaðarsöm. Þannig er áætlaður kostnaður við Selstrand- arveginn tæpar 150 milljónir króna. Vegur um Selströnd leysir í engu samgönguvanda Bjarnfirðinga, hvorki hvað varðar samgöngur við Drangsnes né suður á bóginn. Með þessari stefnumörkun í vegamálum telja Bjarnfirðingar sig því hafa verið setta hjá. Félagsmálaráðuneytið vísaði er- indi Bjarnfirðinga um sameiningu við Hólmavíkurhrepp til hrepps- nefnda beggja hreppanna til um- fjöllunar.Hreppsnefnd Hólmavíkur- hrepps tók málið fyrir á fundi 21. janúar 1987. í ályktun fundarins var hvatt til þess að leitað yrði sátta til að komast hjá skiptingu Kaldrana- neshrepps, en einnig var getið um nokkur atriði sem taka þyrfti til sérstakrar athugunar í hugsanlegum umræðum um sameiningu. Hrepps- nefnd Kaldrananeshrepps vísaði er- indinu hins vegar frá á þeim forsend- um að íbúarnir 24 hefðu átt að snúa sér beint til hreppsnefndar í stað ráðuneytisins. Fyrir atbeina Félagsmálaráðu- neytisins tók hreppsnefnd Kaldrana- neshrepps málið fyrir að nýju á svonefndum undirbúningsfundi 27. apríl sl. Eftir þann fund sendi nefnd- in frá sér svohljóðandi fundarboð: „Á undirbúningsfundi hinn 27.4 sl. ákvað hreppsnefnd Kaldrananes- hrepps að koma saman til formlegs hreppsnefndarfundar fimmtudaginn 30.4. nk. Fundurinn, sem er 6. formlegi fundur kjörtímabilsins, verður haldinn í samkomuhúsinu Baldri, Drangsnesi, og hefst kl. 8 eh. Fundurinn er haldinn fyrir opnum dyrum.“ í fundarboðinu var einnig getið um dagskrá fundarins, þ.á m. „Bréf Félagsmálaráðuneytisins varðandi óskir um skiptingu hreppsins". Á undirbúningsfundinum sam- þykkti hreppsnefndin ályktun til hins formlega fundar 30. apríl, og á formlega fundinum samþykkti nefndin ályktunina aftur. f ályktun- inni segir að hreppsnefndin sjái ekki knýjandi ástæður til að skipta sveit- arfélaginu, enda sé frekar stefnt að stækkun sveitarfélaga en minnkun. Hreppsnefndin ályktaði því að hafna með öllu beiðni 24 íbúa hreppsins um sameiningu sveitarhlutans við Hólmavíkurhrepp. í umræðum hreppsnefndar um ályktunina kvaðst Þórir H. Einars- son oddviti vilja ítreka það sem hreppsnefndin hefði komið sér sam- an um að samþykkja á þessum fundi, þ.e. að engar sjáanlegar ástæður réttlættu hugmyndir íbúa Bjarnarfjarðar og Bassastaða um skiptingu hreppsins. A hreppsnefndarfundinum 30. apríl var einnig tekið fyrir „Bréf Félagsmálaráðuneytisins varðandi fundarsköp hreppsnefndar Kaldrana- neshrepps". í erindi Bjarnfirðinga var óskað eftir að ráðuneytið úrskurðaði um lögmæti nokkurra atriða varðandi fundarsköp hreppsnefndar, m.a. í sambandi við ritun fundargerða, en fundargerðir nefndarinnar væru skráðar á laus blöð sem varðveitt væru í möppu. Fundargerð væri hreinrituð eftir fund og lesin upp í upphafi næsta fundar. Fundarmenn rituðu síðan nöfn sín á aftasta blað fundargerðarinnar. Við undirritun væri ekki tekið tillit til þess hvort viðkomandi hefði setið næsta fund á undan. Þess væru því dæmi að menn skrifuðu undir bókun fundar sem þeir sátu ekki. Hreppsnefndin samþykkti að fela oddvita að skrifa Félagsmálaráðu- neytinu og gera grein fyrir fundar- sköpum hreppsnefndar. Aðalframkvæmdastjóri GATT: „Fjölþjóðaviðskiptasamningar þjóna hagsmunum smáríkja best“ Listasýningin í Hamragörðum: Aðsókn mjög góð Listasýning 37 félagsmanna í aðildarfélögum Hamragarða var opnuð föstudaginn 1. maí í Hamragörðum. Alls eru á sýningunni rúm- lega 80 verk og er þar um að ræða olíumyndir, vatnslita- myndir, grafík-, acrylmyndir, blýants- og pastelteikningar og hlutir gerðir úr beinum. Að- sókn hefur verið mjög góð á sýninguna eða um 400 manns og verður hún opin til 10. maí alla virka daga frá kl. 16.00 til 20.00 en 14.00 til 22.00 um ekki hafa verið ræddar áður, s.s. verslun með fatnað, vefnaðarvöru, stýriútbúnað í tölvur (semi-conduct- ors). Einnig yrði fjallað um alþjóð- aviðskipti á sviði þjónustu. Síðast en ekki síst verður nú fjallað um land- búnaðarvöruviðskipti, en það hafa verið þau viðskipti sem hvað mest hafa strítt gegn meginmarkmiðum GATT. Tollar og ýmis konar niður- greiðslur hefur verið mjög mikið beitt af einstökum ríkjum til að vernda eigin landbúnaðarfram- leiðslu. Afleiðingin hefur verið of- framleiðsla ogundirboð í feiknarleg- um mæli. Þrátt fyrir þetta sagði Dunkel að í gegnum GATT hefði tekist að verj- ast vaxandi tilhneigingu ríkja til verndarstefnu í útflutningsgreinum sínum, en ekkert meir. Því yrði nú að efla GATT með því að opna greiðari leið að fleiri mörkuðum og það fyrir fleiri afurðum. Til þess væru Uruguay viðræðurnar kjörið tækifæri. í þessu sambandi má geta þess, að Dunkel gat þess, að lítil ríki ættu einna mestra hagsmuna að gæta í því að GATT samningurinn yrði styrkt- ur og tæki til fleiri þátta alþjóðavið- skiptanna. ísland væri gott dæmi í þessu sambandi þar sem hér væri um viðkvæmt eða opið efnahagskerfi að ræða, sem treysti mjög á útflutning. Tollar og aðrar verndaraðgerðir gætu með litlum fyrirvara stefnt afkomu landsins í voða. ísland yrði að koma upp fleiri framleiðslugreinum og mikilvægasta forsenda þess væri stöðugleiki í efna- hagslífinu. Þá kom aðalframkvæmdastjórinn lítillega inn á viðskiptadeilur Japans og Bandaríkjanna. Vildi hann lítið gera úr málinu og taldi það fyrst og fremst varða samkeppni þessara tveggja stórþjóða án beinna áhrifa á GATT fyrirkomulagið. ÞÆÓ Á fundi Landsnefndar alþjóða verslunarráðsins s.l. mánudag hélt Arthur Dunkel aðalframkvæmda- stjóri GATT (Hins almenna sam- komulags um tolla og viðskipti) erindi um framvindu alþjóðlegra við- skiptaviðræðna þeirra sem fara fram innan ramma GATT. GATT eða Hið almenna sam- komulag um tolla og viðskipti hefur verið við lýði alit frá 1947, ísland hefur átt fulla aðild að þessu sam- komulagi síðan 1967. Nú eiga 93 ríki aðild að GATT samkomulaginu. Meginmarkmiðið með GATT samningaviðræðunum hefur verið að efla frjálsræði í alþjóðaviðskiptum með afnámi hvers kyns tolla og viðskiptahamla. Taldi aðalfram- kvæmdastjórinn að GATT samnin- garnir hefðu í stórum dráttum skilað jseim árangri, sem ætlast hefur verið til. Markaðir hefðu opnast og tollar lækkað mjög mikið. T.d. væru tollar nú að meðaltali innan við 5%. Þá hefðu alþjóðaviðskipti vaxið um 80% frá stofnun GATT viðræðn- anna. Nú stendur yfir áttunda lota þess- ara viðræðna og er lotan kennd við Uruguay, en þar var ráðherrafundur sá, sem markaði byrjun þessara nýju viðræðna, haldinn í september á sfðasta ári. Gert er ráð fyrir að þessari viðræðulotu ljúki, og þá væntanlega með nýjum samningi, á árinu 1990. Arthur Dunkel aðalframkvæmda- stjóri GATT (Hins almenna sam- komulags um tolla og viðskipti). Að sögn Dunkels eru núverandi viðskiptaviðræður sérstaklega mikil- vægar vegna þess að þar er fjallað um tegundir alþjóðaviðskipta sem

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.