Tíminn - 07.05.1987, Side 7
Fimmtudagur 7. maí 1987
Tíminn 7
BBilll SAMVINNUMÁL BBlBBBBBBBBBBBBBlljllllllllllllllliljjM^^
Það kom fram á aðalfundi Sam-
vinnubankans að afkoma hans var
að ýmsu leyti hagstæð á síðasta ári,
ef frá er talið að nauðsynlegt þótti að
leggja til hliðar 25 miljón króna
afskrift vegna gjaldþrots Kaupfélags
Svalbarðseyrar. Af þeim sökum er
halli á rekstrarreikningi bankans að
upphæð 8,4 miljónir.
Aðalfundurinn var haldinn að
Hótel Loftleiðum fimmtudaginn 30.
apríl. Fundarstjóri var kjörinn
Eysteinn Jónsson fyrrverandi ráð-
herra. Á fundinum flutti formaður
bankaráðs, Erlendur Einarsson,
skýrslu ráðsins og Geir Magnússon
bankastjóri las og skýrði reikninga
bankans fyrir liðið ár. Að vanda var
einnig gefin út prentuð ársskýrsla
um rekstur bankans á síðasta ári sem
dreift var til hluthafa á fundinum.
Á árinu jukust innlán bankans
verulega umfram útlán, þannig að
lausafjárstaða hans var styrk allt
árið. Þó hefur vaxtamunur bankans
minnkað örlítið frá 1985, er hann
var um 7,4%, en var 7,1% 1986.
Þetta er rakið að hluta til hárra vaxta
á verðtryggðum reikningum sem
bankinn kynnti í febrúar.
Heildartekjur Samvinnubankans,
Veðdeildar hans og Stofnlánadeildar
samvinnufélaga, sem starfar við
bankann, voru 904,2 miljónir.
Rekstrarkostnaður varð hins vegar
912,6 miljónir, og er þá meðtalið 25
miljón króna aukafrantlag til af-
skriftareiknings útlána vegna gjald-
þrots Kf. Svalbarðseyrar.
Áður en það framlag var ákveðið
var hagnaður allra rekstrareining-
anna þriggja 16,6 miljónir, en eftir
það er niðurstaðan halli að upphæð
8,4 miljónir. Ekki er enn Ijóst hvert
tap bankans kann að verða vegna
þessa gjaldþrots, en stjórn bankans
ákvað þó að leggja verulega fjárhæð
til hliðar til að mæta hugsanlegu tapi
vegna þess.
Eigið fé og hagur
í árslok 1986 nam eigið fé Sam-
vinnubankans 306,4 miljónum, en
hafði numið 254,1 miljón árið áður.
Aukningin á eigin fé er því 52,3
miljónir eða 20,6%. Par af munaði
mest um endurmat fasteigna,
lausafjár og annarra eigna, en einnig
kom þar til aukning hlutafjár og
fleira. Eiginfjárhlutfall bankans,
samkvæmt skilgreiningu laga um
viðskiptabanka, var 10,6% sem er
vel yfir lágmarki því sem lögin
krefjast.
Pá voru heildareignir bankans,
veðdeildar hans og stofnlánadeildar
á efnahagsreikningi 4.953,5 miljónir
við lok síðasta árs. Höfðu þær aukist
um 31,1% á milli ára. Eigið fé
bankans, veðdeildar og stofnlána-
deildar var samanlagt 346,8 miljónir
við árslok og hafði aukist um 67,6
miljónir.
Frá aðalfundi Samvinnubankans.
Hagstæð afkoma
Samvinnubankans
Innlán jukust umfram meðaltal
Innlán og útlán
Heildarinnlán Samvinnubankans
í árslokin voru 3.628,1 miljón og
höfðu aukist um 1.050,0 miljónir
eða 40,7%. Lánskjaravísitala hækk-
aði um 14,7% á árinu, og hækkuðu
því innlán bankans að raungildi um
22,7% á árinu, en sambærileg hækk-
un var 18,9% árið 1985.
Hjá viðskiptabönkunum í heild
jukust innlán urn rúm 34%. Hlut-
deild Samvinnubankans í heildar-
innlánum þeirra jókst því á árinu, úr
8.2% í 8.5%.
Aukning innlána í Reykjavík var
46,7%, sem er talsvert meiri aukning
en í útibúunum úti á landi, þar sem
hún var 34,5%. Eru innlán í Reykja-
vík orðin 53% af heildarinnlánum
bankans. Innstæðurá Hávaxtareikn-
ingum eru nálægt þriðjungi af heild-
arinnlánum, en um 23% til viðbótar
eru á verðtryggðum reikningum,
einkum reikningum sem bundnir
eru í 18 eða 24 mánuði.
Heildarútlán Samvinnubankans
voru hins vegar 2.555,4 miljónir í
árslok og höfðu aukist um 21,6%.
Útlánaaukning viðskiptabankanna í
heild var 18,9%, svo að hlutdeild
Samvinnubankans hækkaði þar úr
6,2 í 6,3%. Útlánin skiptust þannig
í árslok að þá voru 51,5% þeirra í
aðalbanka og útibúum hans í
Reykjavík, en 48,5% í útibúum
utan Reykjavíkur.
Geir Magnússon bankastjóri les reikninga Samvinnubankans á aðalfundin-
um. Við hlið hans er Eysteinn Jónsson, sem var fundarstjóri, og Erlendur
Einarsson formaður bankaráðs. (Tímamyndir: brein.)
Af lánveitingum bankans til at-
vinnuveganna er hlutur samvinnú-
félaga stærstur, eða 552,4 miljónir.
Þar næst kemur landbúnaður með
335,1 miljón. Útlán til einstaklinga
eru þó langhæst, um 40,4% af heild-
arútlánum bankans eða 1.031,1
miljón.
Stofnlánadeild
og Veðdeild
Stofnlánadeild samvinnufélaga
hefur starfað við Samvinnubankann
frá 1972 og hefur starfsemi hennar
farið vaxandi ár frá ári. Lánveitingar
hennar eru bundnar við stofnlán til
byggingar verslunar- eða skrifstofu-
húsnæðis og til samvinnufélaga eða
fyrirtækja þeirra. Nokkuróvissa hef-
ur þó skapast um öflun lánsfjár fyrir
deildina, þar sem lífeyrissjóðirnir
lána nú Byggingarsjóði ríkisins sí-
fellt stærri hluta af ráðstöfunarfé
sínu.
Á síðasta ári veitti Stofnlánadeild-
in níu lán að upphæð samanlagt 32,4
miljónir. Heildarútlán deildarinnar
voru þar með samtals orðin 723,8
miljdnir. Nokkuð dró úr eftirspurn
eftir nýjum lánum á árinu.
Þá tók Veðdeild Samvinnubank-
ans til starfa á síðustu mánuðunt
ársins 1986 í samræmi við ákvörðun
síðasta aðalfundar. Heildarútlán
hennar í árslok námu 34,3 miljónum
króna.
Þá var fjármögnunarfyrirtækið
Lind hf. stofnað í júlí á síðasta ári.
Eigendur þcss eru Samvinnubank-
inn og Santvinnusjóður íslands hf.,
sem eiga 30% hlutafjár hvor, og
franskur banki, Banque Indosuez,
sem á 40%. Fyrirtækið stundar við-
skipti á sviði fjármögnunarleigu, en
af hálfu Samvinnubankans er stofn-
un þess liður í þeirri stefnumörkun
hans að taka þátt í þeim breytingum
og nýjungum sem hafa verið að
koma fram á íslenskum fjármagns-
markaði að undanförnu.
Hlutafé
Hlutafé Samvinnubankans í árs-
lok var 228,7 miljónir, og á aðalfund-
inum var ákveðið að auka það um
20% með útgáfu jöfnunarhluta-
bréfa, eða sem svarar rúmlega 45,7
miljónum króna. Jafnframt þvt' var
samþykkt að greiða hluthöfum ekki
arð nú í ár. Einnig var bankaráði
heimilað að gefa út ný hlutabréf á
næstu þrernur árum að fjárhæð 200
miljónir kröna samtals.
Bankaráð Samvinnubankans var
endurkjörið, en í því eiga sæti Erl-
endur Einarsson formaður, Vil-
hjálmur Jónsson varaformaður og
Guðjón B. Ólafsson. Varamenn eru
þeir Hallgrímur Sigurðsson, Hjalti
Pálsson og Ingólfur Ólafsson.
Endurskoðendur bankans eru Geir
Geirsson og Óskar Jónatansson.
Bankastjóri Samvinnubankans er
Geir Magnússon, og aðstoðarbanka-
stjóri Pétur Erlendsson. -esig
UM STRÆTI OG TORG
Kristinn Snæland:
Aksturskostnaður ríkisins
Nýlega gaf svokölluð ferða-
kostnaðarnefnd ríkisins út aksturs-
gjald sem svo er nefnt, en það er
sú upphæð sem ríkið greiðir starfs-
mönnum sínurn fyrir ekinn kíló-
metra á eigin bílum. Þetta gjald er
forvitnilegt að bera saman við
kílómetragjald það sem verðlags-
ráð ætlar leigubílum. Laun laun-
þega á leigubílum er algengast 50
prósent af taxta leigubílsins. Af-
gangurinn er þá í reksturskostnað,
fyrningu og hagnað bifreiðareig-
andans. Margar leigubifreiðar eru
gerðar út með þessu fyrirkomulagi.
Dagvinnutaxti leigubíls er nú kr.
17,85 á kílómetra sem þýðir að
eigandi bílsins fær í sinn hlut kr.
8,93 á ekinn kílómetra, ef launþegi
ekur bílnum. Ríkisstarfsmaður
sem ekur eigin bíl, fær auk launa
sinna kr. 13,20 á ekinn kílómetra
ef ekið er innanvið lO.OOOkílómetra
á ári kr. 11,80 fyrir akstur innan við
20.000 kílómetra og kr. 10,40 fyrir
akstur umfram það mark. Með
öðrum orðum kr. 4,27 og niður í
kr. 1,47 meira á ekinn kílómetra
sem eigandi bílsins en leigubíls-
stjóri fær fyrir sinn bíl ef annar
ekur. Þessar tvær nefndir ríkisins,
ferðakostnaðarnefnd og verðlags-
ráð virðast komast að býsna ólík-
um niðurstöðum, reyndar svo að
minnir á klækjabrögð ríkisstarfs-
manna í þáttunum vinsælu „Já
ráðherra". Á það skal bent að
láglaunaðir ríkisstarfsmenn aka
gjarnan minni og ódýrari bílum, en
leigubílstjórarnir verða að hafa til
þess að mæta óskum farþeganna.
Aðeins það atriði ætti að nægja til.
þess að ofangreind dæmi væri öðru-
vísi. Hinsvegar er hugsanlegt að í
ferðakostnaðarnefnd séu ríkis-
starfsmenn að ákveða hvaða tekjur
þeir skuli hafa af eigin bílum, en í
verðlagsráði séu þeir ríkisstarfs-
menn sem þar sitja að ákveða
útgjöld sín þegar þeir á annað borð
þurfa að nota leigubíl. Sé svo er
niðurstaðan skiljanleg og væntan-
lega lögleg en samt siðlaus. Enn er
rétt að nota greinarkorn þetta til
þess að nefna þá undarlegu ákvörð-
un ríkisins, að banna ríkisstarfs-
mönnum að nota leigubíla í lengri
ferðir. Þá ber þeim að aka annað-
hvort sínum eigin bílum eða bíla-
leigubílum. Svo blind er þessi
ákvörðun háttsettra ríkisstarfs-
manna að jafnvel ferðir sem sann-
anlega eru ódýrari á leigubíl en
bílaleigubíl eru farnar á bílaleigu-
bílum. Skulu hér á eftir nefnd tvö
hugsuð dæmi, annað gerðist reynd-
ar sl. haust en er umreiknað hér til
núvirðis.
Bílaleigubíll, Reykjavík - Höfn
Hornafirði, báðar leiðir, tvo daga.
Reiknað er með bíl svipaðrar
stærðár og hinir minni leigubílar
eru. Fastagjald er daggjald 1550
kr. kaskótrygging 325 kr. á dag og
fyrir ekinn kílómtra er greitt 15,50
kr. Eknir eru 948 kílómetrar og
bensínkostnaður áætlaður 2500 kr.
Bílaleigubíllinn myndi þá kosta
um 25.500 krónur.
Leigubíll sömu ferð kostar:
Startgjald 130 kr. og 948 km á kr.
17,85 samtals kr. 17.051,00. Þá er
eftir að reikna mat fyrir bílstjórann
og gistingu eina nótt. Ennfremur
þarf að taka tillit til þess að bílaleig-
ur munu veita ríkinu einhvern
afslátt. Samt sem áður er ljóst að
ódýrara hefði verið fyrir ríkið að
taka leigubíl í þessa ferð, auk þess
að þreyta vegna aksturs hefði ekki
hrjáð einn ríkisstarfsmanninn.
Bílaleigubíll til Ólafsvíkur,
dagsferð með 3 klukkustunda við-
dvöl í Ólafsvík, sami bíll og áður
myndi kosta um 12.066 kr. Leigu-
bíll myndi kosta um 11.680 kr. en
biðgjald hans er kr. 552,80 á
klukkustund. I dæminu eru 3
klukkutímar í bið innifaldir. Dæmi
þessi ættu að sýna að skrýtilega er
staðið að akstursmálum ríkisins
eða/og taxtagerð vegna aksturs
leigubíla, nema hvorutveggja sé.