Tíminn - 07.05.1987, Page 15
Fimmtudagur 7. maí 1987
Tíminn 15
20.50 Hvað á að gera í sumar? Þáttur um
sumarleyfi, sumarstörf og fleira sem tengist
sumri og hækkandi sól.
21.40Quo Vadis? Þriðji þáttur.
Framhaldsmyndaflokkur í sex þáttum frá ítalska
sjónvarpinu gerður eftir samnefndri skáldsögu
eftir Henryk Sienkiewicz. Leikstjóri Franco
Rossi. Aðalhlutverk: Klaus Maria Brandauer,
Frederic Forrest, Cristina Raines, Francis
Quinn, Barbara de Rossi og Max von Sydow.
Sagan gerist í Rómaborg á stjórnarárum Nerós
keisara og lýsir ofsóknum hans gegn kristnum
mönnum. Þýðandi Kristmann Eiðsson.
22.50 Dagskrárlok
Mánudagur
11. maí
18.30 Hringekjan. (Storybreak) 3. Litla skottið -
Kanína lendir í ævintýrum. Bandarískur teikn-
imyndaflokkur. Þýðandi óskar Ingimarsson.
Sögumaður Valdimar Örn Flygenring.
18.55 Ævintýri barnanna - Skautakeppnin.
(Munnspell og snabelsköyter) Þriðji þáttur í
norrænum barnamyndaflokki. Þýðandi Jóhanna
Jóhannsdóttir. Sögumaður Róbert Arnfinnsson.
(Nordvision - Finnska sjónvarpið).
19.10 Klaufabárðar - Endursýning. Tékknesk
brúðumynd.
19.20 Fréttaágrip á táknmáli.
19.25 íþróttir. Umsjónarmaður Bjarni Felixson.
20.00 Fréttir og veður
20.35 Auglýsingar og dagskrá
20.40 Já, forsætisráðherra. (Yes, Prime Minister)
Sjöundi þáttur. Breskur gamanmyndaflokkur í
átta þáttum. Þýðandi Guðni Kolbeinsson.
21.10 Maður er manns gaman. Fyrsti þáttur:
Hinrik í Merkinesi. Ámi Johnsen heilsar upp
á Hinrik Ivarsson, bónda, sjómann og refaskyttu
í Merkinesi, Hafnarhreppi, og konu hans, Hólm-
fríði Oddsdóttur.
22.00 Hjartasárasetur (Heartbreak House) Leikrit
eftir Georg Bernard Shaw í nýrri sjónvarps-
gerð. Leikstjóri Anthony Page. Aðalhlutverk:
Rex Harrison, Rosemary Harris og Amy Irving.
Leikritið gerist á tímum heimsstyrjaldarinnar
fyrri. Aldraður skipstjóri er sestur í helgan stein
og býr í sérkennilegu húsi. Þar verður skyndi-
lega mjög gestkvæmt er ættingjar gamla
mannsins svo og vandalausir flykkjast þangað
í ýmsum erindum. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir.
00.00 Fréttir í dagskrárlok.
0
o
STÖÐ2
Fimmtudagur
7. maí
17.00 Myndrokk.
18.00 Knattspyrna.
19.00 Stóri greipapinn. Teiknimynd.
19.30 Fréttir.
20.05 Opin lína. Áhorfendur Stöðvar 2 á beinni
línu í síma 673888.
20.25 Ljósbrot. Að vanda kynnir Valgerður
Matthíasdóttir helstu dagskrárliði Stöðvar 2
21.05 Morðgáta. Menn skyldu hugsa sig um tvisvar
áðuren þeir bjóða Jessicu Fletcher i heimsókn.
21.55AÍ bæ í borg (Perfect Strangers). Banda-
rískur gamanþáttur.
22.05 Blað skilur bakka og egg (Razor’s Edge)
Bandarísk mynd frá árinu 1984, byggð á sögu
W. Somerset Maugham. Áöalhlutverk: Bill
Murray, Theresa Russel, Catherine Hicks.
Leikstjórn: John Byrum.
00.10 Magnum Pl. Bandarískur sakamálaþáttur
með Tom Selleck í aðalhlutverki.
00.55 Dagskrárlok.
Föstudagur
8. maí
17.00 Kvöldfréttir (News at Eleven). Bandarísk
sjónvarpsmynd frá árinu 1983. Leikstjóri og
höfundur handrits er Mike Robe. I kvöldfréttum
segir fréttamaður frá ástarsambandi kennara
og nemanda við gagnfræðaskóla, og verða úr
þessu miklar fjölmiðladeilur. Aðalhlutverk: Mart-
in Sheen, Eric Ross og Barbara Babcock.
18.30 Myndrokk.______________________________
19.05 Myrkviða Mæja. Teiknimynd.
19.30 Fréttir.
20.00 Opin lína. Áhorfendur Stöðvar 2 á opinni
línu í síma 673888.
20.20 Klassapiur. (Golden Girls). Aldurinn er
Klassapíunum ekki fjötur um fót.__________
20.45 Hasarleikur (Moonlighting). Nýr bandarlsk-
ur framhaldsmyndaflokkur. Fyrirsætan Maddi
Hayes og leynilögreglumaðurinn David Addison
elta uppi hættulega glæpamenn og leysa óráðn-
ar gátur. Aðalhlutverk: Cybill Sheperd og Bruce
Willis. Leikstjóri: Robert Butler.
21.20 Æskuárin (Fast Times At Ridgemont High).
Grínmynd frá árinu 1982, byggð á samnefndri
bók sem náði miklum vinsældum. Sagt er frá
nokkrum unglingum í menntaskóla, vandamál-
um þeirra í samskiptum við hitt kynið og öðrum
vaxtarverkjum. Tónlist í myndinni er flutt af
Jackson Browne, The Go-Go's, Graham Nash,
Cars o.fl.
23.45 3 konur (3 Women). Athyglisverð og
frumleg, bandarísk mynd frá árinu 1977. Leik-
stjóri er Robert Altman og með aðalhlutverkin
fara Sissy Spacek, Shelley Duvall og Janice
Rule. Sérkennileg, ung kona fær vinnu á heimili
fyrir aldraða.
01.45 Sweeney. Breskur sakamálaþáttur um lög-
reglumennina Regan og Carter sem gæta laga
og réttar á sinn sérstæða hátt.
02.35 Myndrokk.
03.00 Dagskrárlok.
Laugardagur
9. maí
9.00 Kum, Kum. Teiknimynd.
09.25 Jógi björn. Teiknimynd.
09.50 Teiknimynd.
10.15 Teiknimynd.
10.40 Teiknimynd.
11.00 Börn lögregluforingjans. Nýr (talskur
myndaflokkur fyrir börn og unglinga. Þrjú börn
takast á við erfið sakamál og lenda í ýmsum
ævintýrum.
11.30Fimmtán ára (Fifteen). I þessum þáttum
fara unglingar með öll hlutverk og semja textann
jafnóðum.
12.00 Hlé. __________________________
16.00 Ættarveldið (Dynasty). Samkomulagið er
ekki upp á marga fiska hjá Carrington fjölskyld-
unni.
16.45 Myndrokk.
17.05 Bíladella (Automania) I þessum þætti greinir
frá ævintýramönnum sem lögðu upp í fyrstu
langferðirnar, oft um vegleysur og yfir torfærur,
á þeim frumstæðu farartækjum sem bílar voru
upp úr aldamótunum.
17.30 NBA - Körfuboltinn. Umsjónarmaður
Heimir Karlsson._______________________
19.00 Kóralbjörninn Snarl. Teiknimynd.
19.30 Fréttir
20.00 Allt er þegar þrennt er (Three's A Com-
pany) Bandarískur gamanþáttur með John
Ritter í aðalhlutverki.
20.25 Undirheimar Miami (Miami Vice) Banda-
rískur spennuþáttur með Don Johnson og Philip
Michael Thomson i aðalhlutverkum.____________
21.15 Bráðum kemur betri tíð. (We'll meet again).
Þessi breski framhaldsþáttur lýsir lífinu í smábæ
á Englandi í seinni heimsstyrjöldinni. Aðalhlut-
verk: Susannah York og Michael J. Shannon.
22.15 Nútímasamband (Modern Romance)
Bandarísk sjónvarpsmynd frá 1981. Robert og
Mary eiga í ástarsambandi sem stundum hefur
verið lýst með orðunum „haltu mér, slepptu
mér". Robert er óviss:
23.45 Dreginn á tálar (Betrayed By Innocence).
Bandarísk mynd frá 1986. Myndin fjallar um
hjón sem vinna bæði mikið og gefa sér ekki tíma
til að hlúa að ástinni í hjónabandinu. Inn í líf
þeirra kemur unglingsstúlka sem táldregur eig-
inmanninn. Þegar faðir stúlkunnar fréttir af
sambandi þeirra, ákærir hann manninn fyrir að
hafa mök við stúlku undir lögaldri. Aðalhlutverk:
Barry Bostwick, Lee Purcell Cristen Kauffman.
Leikstjórn: Elliot Silverstein.
01.25 Myndrokk.
03.00 Dagskrárlok.
Sunnudagur
10. maí
09.00 Högni hrekkvisi og Snati snarráði. Teikni-
mynd.
09.25 Stubbarnir. Teiknimynd.
09.50 Drekar og dýflissur Teiknimynd.
10.15 Tinna tildurrófa. Myndaflokkur fyrir börn.
10.40 Kóngulóarmaðurinn. Teiknimynd.
11.00 Henderson krakkarnir. (Henderson Kids).
Fjórir hressir krakkar lenda í ýmsum ævintýrum.
11.30 Tóti töframaður. Leikin barna- og unglinga-
mynd.
12.00 Hlé.
15.00 íþróttir. Blandaðurþátturmeðefniúrýmsum
áttum. Umsjónarmaður er Heimir Karlsson.
16.30 Um víða veröld Fréttaskýringaþáttur í um-
sjón Þóris Guðmundssonar.
16.50 Matreiðslumeistarinn. Meistarakokkurinn
Ari Garðar eldar fyrir sælkera landsins._____
17.20 Undur alheimsins. (Nova) Undur lífsins,
vísinda og tækni, er kannað í þessum fræðandi
og skemmtilegu þáttum. Komið er inn á fjölmörg
svið svo sem líffræði, mannfræði, félagsfræöi,
dýrafræði o.fl.
18.15 Á veiðum (Outdoor Life). Þáttaröð um skot-
og stangaveiði sem tekin er upp víðs vegar um
heiminn. Þekktur veiðimaður kynnir hveru sinni.
18.35 Geimálfurinn. (Alf) Engum leiðist í návist
geimverunnar Alf._________________________
19.05 Hardy gengið. Teiknimynd
19.30 Fréttir.
20.00 Meistari. Spurningaleikur byggður á „Mast-
ermind", hinum virtu og vinsælu þáttum Magn-
úsar Magnússonar. Stjórnandi er Helgi Péturs-
son.
20.35 Fjölskyldubönd. (Family Ties). Léttur
bandarískur myndafiokkur um öfugt kynslóðabil
sem myndast þegar foreldrar eru framfarasinn-
aðir og róttækir en börnin ríghalda í gamlar
venjur.___________________________________
20.05 Lagakrókar (L.A.Law). Lögfræðingar í blíðu
og stríðu.
21.55 Stóri vinningurinn (The Only Game In
Town). Bandarísk mynd frá 1970 með Elizabeth
Taylor og Warren Beatty í aðalhlutverkum. Fran
er dansmær í glitrandi spilasölum Las Vegas.
Hún hittir Joe, píanóleikara sem haldinn er
óstöðvandi spilafíkn. Bæði eru þau að bíða, hún
eftir manninum sem hún elskar, hann eftir að fá
stóra vinninginn. Leikstjóri: George Stevens.
23.20 Vanir menn. (The professionals). Nýr bresk-
ur myndaflokkur með Gordon Jackson, Lew
Collins og Martin Shaw. Þættir þessir fjalla um
CI5 sem er sérstök deild innan bresku lögregl-
unnar, er hlotið hefur þjálfun í baráttu gegn
hryðjuverkamönnum.
00.10 Dagskrárlok.
Mánudagur
11. maí
17.00 Opnustúlkan (Policewoman - Centerfold).
Bandarísk sjónvarpsmynd byggð á sannsögu-
legum atburðum með Melody Anderson og Ed
Marinaro í aðalhlutverkum. Þaö fellur ekki í
góðan jarðveg hjá yfirmönnum lögreglunnar
þegar nektarmynd af ungri lögreglukonu birtist
í opnu blaðs.
18.30 Myndrokk.______________________________
19.05 Ferðir Gúllivers. Teiknimynd.
19.30 Fréttir.
20.20 Opin lína Áhorfendur Stöðvar 2 á beinni línu
í síma 673888.
20.20 Bjargvætturinn (Equalizer). Bandarískur
sakamálaþáttur með Edward Woodward í aðal-
hlutveriki.
21.10 Bílaþáttur. Sérfræðingar Stöðvar 2 kanna
bílamarkaðinn. I þessum þætti er Peugeot 205
GTI reynsluekið. Einnig eru nokkur fréttaskot af
nýjum og athyglisverðum bílum t.d. Mazda 929,
Daihatsu Charade og Nissan 240 RS - rallbíl.
Umsjónarmenn eru Ari Arnórsson og Sighvatur
Blöndahl._________________________________
21.40 Steinhjarta (Heart of Stone). ítalskur fram-
haldsmyndaflokkur í 4 þáttum. Lokaþáttur.
23.10 Dallas. Bandarískur þáttur um Ewing fjöl-
skylduna.
23.55 í Ijósaskiptunum (Twilight Zone). Yfirnátt-
úruleg öfl leika lausum hala... í Ijósaskiptunum.
00.25 Dagskrárlok.
7. maí
7.00- 9.00 Á fætur með Sigurði G. Tómassyni.
Létt tónlist með morgunkaffinu. Sigurður lítur
yfir blöðin, og spjallar við hlustendur og gesti.
Fréttir kl. 7.00, 8.00 og 9.00.
9.00-12.00 Páll Þorsteinsson á léttum nótum.
Palli leikur uppáhaldslögin ykkar, gömul og ný.
Tapað fundið, opin lína, mataruppskrift og
sitthvað fleira.
Fréttlr kl. 10.00,11.00.
12.00-12.10 Fréttir
12.00-14.00Þorsteinn J. Vilhjálmsson á hádegi.
Fréttapakkinn, Þorsteinn og fréttamenn Bylgj-
unnar fylgjast með því sem helst er í fróttum,
segja frá og spjalla við fólk í bland við létta
tónlist.
Fréttir kl. 13.00 og 14.00.
14.00-17.00 Pétur Steinn á réttri bylgjulengd.
Pétur spilar síðdegispoppið og spjallar við
hlustendur.
Fréttir kl. 15.00,16.00 og 17.00.
17.00-19.00 Ásta R. Jóhannesdóttir í Reykjavik
siðdegis. Þægileg tónlist hjá Ástu, hún lítur yfir
fréttimar og spjallar við fólkið sem kemur við
sögu.
Fréttir kl. 18.00.
19.00-20.00 Anna Björk Birgisdóttir á Flóamark-
aði Bylgjunnar. Flóamarkaður og tónlist.
Fréttir kl. 19.00.
20.00-21.30 Jónína Leósdóttír á fimmtudegi.
Jónína tekur á móti kaffigestum og spilar tónlist
að þeirra smekk.
21.30- 23.00 Spurningaleikur Bylgjunnar. Jón
Gústafsson stýrir getraun um popptónlist.
23.00-24.00 Vökulok. Fréttatengt efni og þægileg
tónlist í umsjá Bjarn Vestmann fréttamanns.
Fréttir kl. 23.00.
24.00-07.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Valdís
Óskarsdóttir. Tónlist og upplýsingar um veður
og flugsamgöngur.
Fréttir kl. 03.00.
Föstudagur
8. maí
7.00-9.00 Á fætur með Sigurði G. Tómassyni.
Létt tónlist með morgunkaffinu. Sigurður litur
yfir blöðin, og spjallar við hlustendur og gesti.
Fréttir kl. 7.00, 8.00 og 9.00.
9.00-12.00 Páll Þorsteinsson á léttum nótum.
Föstudagspoppið allsráðandi, bein lína til hlust-
enda, afmæliskveðjur, kveðjur til brúðhjóna og
mataruppskriftir.
Fréttir kl. 10.00 og 11.00.
12.00-12.10 Fréttir
12.10- 14.00 Þorsteinn J. Vilhjálmsson á hádegi.
Fréttapakkinn, Þorsteinn og fréttamenn Bylgj-
unnar fylgjast með því sem helst er í fréttum,
segja frá og spjalla við fólk í bland við tónlist.
Fréttir kl. 13.00 og 14.00.
14.00-17.00 Pétur Steinn á réttri bylgjulengd.
Pétur spilar síðdegispoppið, og spjallar við
hlustendur og tónlistarmenn.
Fréttir kl. 15.00,16.00 og 17.00.
17.00-19.00 Ásta R. Jóhannesdóttir í Reykjavik
síðdegis. Þægileg tónlist hjá Ástu, hún lítur yfir
fréttirnar og spjallar við fólkið sem kemur við
sögu.
Fréttir kl. 18.00.
19.00-22.00 Anna Björk Blrgisdóttir á Flóamark-
aði Bylgjunnar. Flóamarkaður og tónlist.
Fréttir kl. 19.00.
22.00-03.00 Haraldur Gislason, nátthrafn Bylgj-
unnar kemur okkur í helgarstuð með góðri
tónlist.
03.00-08.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Hörður
Arnarson leikur tónlist fyrir þá sem fara seint i
háttinn og hina sem fara snemma á fætur.
Laugardagur
9. maí
8.00-12.00 Valdís Gunnarsdóttir. Valdis leikur
tónlist úr ýmsum áttum, lítur á það sem
framundan er hér og þar um helgina og tekur á
móti gestum.
Fréttir kl. 8.00 og 10.00.
12.00-12.10 Fréttir.
12.10- 15.00 Ásgeir Tómasson á léttum laugar-
degi. öll gömlu uppáhaldslögin á sínum stað.
Fréttir kl. 14.00.
15.00-17.00 Vinsældalisti Bylgjunnar. Jón Gúst-
afsson leikur 40 vinsælustu lög vikunnar.
Fréttir kl. 16.00.
17.00-19.00 Laugardagspopp á Bylgjunni með
Þorsteini Ásgeirssyni.
Fréttir kl. 18.00.
19.00-21.00 Rósa Guðbjartsdóttir líturyfiratburði
síðustu daga leikur tónlist og spjallar viö gesti.
Fréttir kl. 19.00.
21.00-23.00 Anna Þorláksdóttir í laugardags-
skapi. Anna trekkir upp fyrir helgina.
23.00-04.00 Þorsteinn Ásgeirsson, nátthrafn
Bylgjunnar heldur uppi helgarstuðinu.
4.00- 8.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Haraldur
Gíslason með tónlist fyrir þá sem fara seint í
háttinn, og hina sem snemma fara á fætur.
Sunnudagur
10. maí
8.00-9.00 Fréttir og tónlist í morgunsárið.
9.00-11.30 Andri Már Ingólfsson leikur Ijúfa sunn-
udagstónlist. Fréttir kl. 10.00.
11.30- 13.00 Vikuskammtur Einars Sigurðsson-
ar. Einar lítur yfir fréttir vikunnar með gestum í
stofu Bylgjunnar. Einnig gefst hlustendum kost-
ur á að segja álit sitt á því sem efst er á baugi.
Fréttir kl. 12.00.
13.00-15.00 Helgarstuð með Hemma Gunn. Létt
spjall við góða gesti með tilheyrandi tónlist.
Fréttirkl. 14.00.
15.00-17.00 Þorgrímur Þráinsson í léttum leik.
Þorgrímur tekur hressa mússíkspretti og spjall-
ar við ungt fólk sem getið hefur sér orð fyrir
árangur á ýmsum sviðum.
Fréttir kl. 16.00.
17.00-19.00 Rósa Guðbjartsdóttir leikur rólega
sunnudagstónlist að hætti hússins og fær gesti
í heimsókn.
Fréttir kl. 18.00.
19.00-21.00 Felix Bergsson á sunnudagskvöldi.
Felix leikur þægilega helgartónlist og tekur við
kveðjum til afmælisbarna dagsins. (Síminn hjá
Felix er 61 11 11)
•21.00-23.30 Popp á sunnudagskvöldi. Þor-
steinn J. Vilhjálmsson kannar hvað helst er á
seyði í poppinu. Breiðskífa kvöldsins kynnt.
23.30- 01.00 Jónína Leósdóttir. Endurtekið viðtal
Jónínu frá fimmtudagskvöldi.
01.00-07.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Valdís
Óskarsdóttir. Tónlist og upplýsingar um veður
og flugsamgöngur.
Mánudagur
11. maí
07.00-09.00 Á fætur með Sigurði G. Tómassyni.
Létt tónlist með morgunkaffinu. Sigurður lítur
yfir blöðin og spjallar við hlustendur og gesti.
Fréttír kl. 07.00, 08.00 og 09.00.
09.00-12.00 Páll Þorsteinsson á léttum nótum.
Palli leikur uppáhaldslögin ykkar og spjallar til
hádegis. Tapað fundið, afmæliskveðjur og opin
lína. Síminn hjá Palla er 61 11 11.
Fréttir kl. 10.00 og 11.00.
12.00-12.10 Fréttir.
12.10- 14.00 Þorsteinn J. Vilhjálmsson á hádegi.
Fróttapakkinn, Þorsteinn og fréttamenn
Bylgjunnar fylgjast með því sem helst er í
fróttum, spjalla við fólk og segja frá, í bland við
létta hádegistónlist.
Fréttir kl. 13.00 og 14.00
14.00-17.00 Þorsteinn Ásgeirsson á réttri byl-
gjulengd. Þorsteinn spilar síðdegispoppiö og
spjallar við hlustendur og tónlistarmenn.
Fréttir kl. 15.00,16.00 og 17.00.
17.00-19.00 Ásta R. Jóhannesdóttir í Reykjavík
síðdegis. Ásta leikur tónlist, lítur yfir fréttirnar
og spjallar við fólk sem kemur við sögu.
Fréttir kl. 18.00.
19.00-21.00 Anna Björk Blrgisdóttir á Flóamark-
aði Bylgjunnar. Flóamarkaður og tónlist.
Fréttir kl. 19.00.
21.00-23.00 Ásgeir Tómasson á mánudags-
kvöldi. Ásgeir kemur víða við í rokkheiminum.
23.00-24.00 Vökulok. Ljúf tónlist og fréttatengt
efni. Dagskrá í umsjá Arnars Páls Haukssonar
fróttamanns.
Fróttir kl. 23.00.
24.00-07.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Bjarni
Ólafur Guðmundsson. Tónlist og upplýsingar
um veður og flugsamgöngur.
Fróttir kl. 03.00.
VOR ’87
Eigum til afgreiðslu strax
G/obus?
LÁGMÚLA 5 - PÓSTHÓLF 8160 128 REYKJAVÍK - © 91 -6815 55
KVERNELAND
MZ PLÓGURINN hefur sigrað
heimsmeistaramótið í plægingum
17 sinnum síðan 1962 og hafa selst
yfir 300.000 plógar. Þetta eitt sannar
ótvíræða yfirburði Kverneland plóga.
UMBOÐSMENN OKKAR -
YKKAR MENN UM LAND ALLT
Vélabær hf. Andakílshr. s. 93-5252
Ólafur Guðmundsson, Hrossholti
Engjahr. Hnapp. s. 93-5622
Dalverk hf. Búðardal s. 93-4191
Guðbjartur Björgvinsson, Sveinsstöð-
um, Klofningshr. Dal. s. 93-4475
Vélsm. Húnv. Blönduósi s. 95-8145
J.R.J. Varmahlíð s. 93-6119
Bílav. Pardus, Hofsósi s. 95-6380
Bílav. Dalvíkur, Dalvík s. 96-61122
Dragi Akureyri s. 96-22466
Vélsm. Hornafjarðar hf. Höfn s. 97-8340
Víkurvagnar, Vík s. 99-7134
Ágúst Ólafsson, Stóra Moshvoli s. 99-
8313
Vélav. Sigurðar, Flúðum s. 99-6769
Vélav. Guðm. og Lofts Iðu s. 99-6840
Bændaskólinn á
Hvanneyri
Auglýsing um innritun
nemenda
Innritun nemenda í bændadeild skólans stendur
nú yfir fyrir næsta skólaár 1987-1988.
Stúdentar og aðrir þeir sem hugsanlega geta
lokið námi á einu ári eru sérstaklega beðnir að
hafa samband við skólann sem fyrst.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu skólans,
sími 93-7500.
Skólastjóri.
ÁSKRIFTASÍMI 68 63 00
VERTU [ TAKT VIÐ
Tímarui