Tíminn - 07.05.1987, Qupperneq 20
„Svo uppsker
hver sem sáir“
Gullbók
og
Metbók
rísa báðar undir nafni
BÚNAÐARBANKIMM
TRAUSTUR BANKI
FJALLALAMBÁ
MINUTUM
Stendurðu oft frammi fyrir því að fólk
borðar ekki þessa eða hina
kjöttegundina. Þá, sem oftar, er
lambakjötið lausnin. Þar ertu í öryggi, bæði
með bragð og árangur. Og uppskriftir af
stórkostlegum lambakjötsréttum eru á
hverju strái, því að hráefnið er einstakt ef
það er meðhöndlað eins og það á skilið.
Hér er ein góð.
Tj iríkur Ingi Friðgeirsson
1-j matreiðslumeistari á Hótel Holti ]ét
okkur í té þessa ljúffengu uppskrift sem allir
hljóta aðfallafyrir.
--Í)!.* «\l - 'ifl
Hunangsbakaður lambahryggur
fyrir 4-5.
Lambahryggur ca. 1,800-2 kg.
U.þ.b. ómatsk. hunang (þunnt).
Salt og sítrónupipar.
Hvítlauksduft.
5 dl. ratn.
Maizena sósujafnari (brúnn).
Hryggvöðvinn með rifbeinunum er
klofinn eftir endilöngu frá hryggnum.
Mesta fitulagið er fjarlægt frá rifbeinunum.
Þá er lengjan skorin í ca. 200 gr. bita,
kryddað (sjá uppskrift) og brúnað á vel
heitri pönnu í ca. 2 mín. á hvorri hlið.
Bitunum er síðan raðað í ofnskúffu og
hunanginu smurt á kjötið. Ofninn er hitaður
í 250 gráður og kjötið bakað í 10-15 mín. 5
dl. af vatni er bætt í ofnskúffuna þegar
helmingur af bökunartímanum er liðinn.
Safinn er síðan sigtaður í pott, bragðbættur
ef með þarf (með kjötkrafti) og jafnaður
með brúnum Maizena sósujafnara, sósan á
að vera frekar þunn. Hryggbeinið má einnig
brúna og steikja með í ofnskúffunni til þess
að fá sósuna bragðsterkari.
Þessi réttur er borinn fram með snöggsoðnu
grænmeti, bökuðum jarðeplum og soðsósu.
MARKAÐ5NEFND
Gleðiefni fyrir
ferðalanga:
Flugleiðir
framlengja
helgarpakka
út á land
Flugleiðir hafa ákveðið að halda
áfram meið hina geysivinsælu helg-
arpakka út á land til 1. júní. Tímabil
pakkaferðanna átti að enda nú um
helgina en vegna mikillar eftirspurn-
ar hefur verið ákveðið að halda
áfram enn um sinn.
Framlengingin gildir þó aðeins frá
Reykjavík, en ekki til borgarinnar.
Pakkarnir gilda til ísafjarðar, Akur-
eyrar, Húsavíkur, Egilsstaða og
Hornafjarðar.
Helgarpakkarnir hafa verið not-
aðir af ótölulegum fjölda farþega í
báðar áttir í vetur, enda fargjald og
gistiverð til muna ódýrara í þeim.
Flugleiðir bjóða upp á þessa
pakka í samvinnu við ýmsa gististaði
úti á landi. Og nú fer hver að verða
síðastur. -SÓL
Veöbankar í Englandi:
Miklar
hreyfingar
og Island
á niðurleið
Miklar hreyfingar eru í gangi í
veðbönkum í Englandi og sam-
kvæmt nýjustu tölum frá Ladbroke's
í Englandi eru Danir nú í fyrsta sæti
með hlutföllin 2:1 en voru í fyrradag
í 4. sæti með hlutföllin 8:1.
Annars er spáin svona:
1. Danmörk 2:1
2. Svíþjóö 5:1
3. -4. Irland 6:1
3.-4. Bretland 6:1
5. Júgóslavía 7:1
ísland-lendir svo í 12. sæti með
hlutföllin 18:1, en var f fyrradag
með hlutföllin 16:1 og var þá í 10.
sæti. ísraelar eru aftur á hraðferð
upp á við og eru nú með hlutföllin
20:1 og eru í 13. sæti en voru fyrir
tveimur dögum í 22. sæti.
Ladbroke's er langstærsta veð-
bankafyrirtæki í Bretlandi, ef Litt-
lewoods er undanskilið, en þeir taka
ekki við veðmálum um Eurovision
og benda á Ladbroke's. Tölur þeirra
eru því þær áreiðanlegustu á Bret-
landi. -SÓL
KRUMMI
„Skyldi útvarpið
spila lagið einu
sinni, einu sinni,
einu sinni enn...?!