Tíminn - 10.06.1987, Blaðsíða 3

Tíminn - 10.06.1987, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 10. júní 1987 Tíminn 3 Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra: Boðar nýja ríkisstjórn „Það er ekki um neitt annað að tala en að ríkisstjórn verði ntynduð nú á næstu dögunt. Menn verða að fara að stjórna landinu. Þessum gömlu flokkum, Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki og Alþýðu- flokki, er best treystandi til að mynda stjórn. Ég hef engar áhyggj- ur af því,“ sagði Sverrir Hermanns- son menntamálaráðherra. Undir hvaða forsæti verður þessi ríkisstjórn? „Þorsteins. Pað er mín hyggja. Það kemur ekki annað til mála en Þorsteinn verði það, það stendur þannig af sér þetta mál. Við verð- um með 18 sjálfstæðismenn, Fram- sókn með 14, nei þrettán, jæja 14 því Stefán Valgeirsson er nú hálfur inn í þessu eða jafnvel allur því hann getur hvergi lífsanda dregið nema í Framsóknarflokknum. Þetta er bara leiðinda klaufaskapur eins og hendir alla, okkur líka. Svo eru kratar með 10 menn. Ég held að þessir flokkar taki alvarlega á málum. Ég myndi gefa kost á mér sem ráðherraefni í þessa ríkis- stjórn, er reyndar alveg staðráðinn í því.“ Afram sem menntamálaráð- herra? „Nei, nei ekkert endilega, en alveg staðráðinn í því að verða ráðherra," sagði Sverrir, vildi ekki gefa upp óskaráðherrasætið og hló. Hvað með aðra ráðherrastóla? „Ég veit það ekki, ég má ekkert vera að tala svona. Nema Stein- grímur verði utanríkisráðherra. „Ekki get ég borið á móti því að þetta hefur gengið nokkuð greitt. Og einn nefndarmaður sagði að þetta hefði verið ljómandi ánægju- legt nýkominn úr útlöndum," sagði Jón Baldvin Hannibalsson eftir stjórnarmyndunarviðræður gær- dagsins. Ekki virtist kætin minni hjá Sjálfstæðisflokki, því Friðrik Sophusson kom sönglandi út gaml- akunnugt lag með Dúmbó og Ste- ina:"Hæ, hó, jibbí, jei. það er komin 17. júní", en bað síðan fjölmiðlamenn að leggja ekki djúp- Halldór sjávarútvegsráðherra, Jóni Baldvini treysti ég alveg til að taka við af mér sem menntamála- ráðherra. Nú svo gæti Jón Sigurðs- son orðið fjármálaráðherra, Guð- mundur Bjarnason landbúnaðar- og félagsmálaráðhcrra, eða Kjart- an Jóhannsson félagsmálaráðherra stæða merkingu í sönglið. í gær var byrjað á því að rifja upp niðurstöður úr banka- og lána- málum, því næst skiluðu nefndir sínum niðurstöðum í húsnæðismál- um og ríkisfjármálum. Einnig var rætt um stjórnkerfi, byggðastefnu og heilbrigðisstefnu. Landbúnaðarnefnd er enn að störfum, en búist er við að hún skili áliti sínu á hádegi í dag. Jón Baldvin sagði að rætt hefði verið um þrjár leiðir til úrbóta í efnahagsmálum. í fyrsta lagi tekj- því ekki er hægt að hafa alla úr Reykjavík, ha. Friðrik Sophusson hlýtur að verða þarna með ég veit ekkert hvar en kannski dómsmála- ráðherra. Síðan eru menn eins og Matthías Mathíessen. Hann var bankamálaráðherra með miklum ágætum og viðskiptaráðherra líka. uöflun ríkissjóðs til að draga úr fjárlagahallanum. í öðru lagi lækk- un útgjalda ríkissjóðs og í þriðja lagi tillögur á peningamálasviði scm er ætlað það að ná því mark- ntiði að draga úr eftirspurnar- þenslu. „Það er eftir að ræða einn þýð- ingarmikinn ntálaflokk sem er mennta- og skólamál og þau verða rædd í fyrramálið. Því næst er cftir aö taka nokkur önntir mál. í mil- litíðinni verða menn að gera það upp við sig hvort pólitískur vilji er Svona er nú þetta. Það er fjöldi manns sem kentur til greina. Ragn- hildur og fleiri eiga jafn mikinn rétt á því að verða ráðherra eins og ég, en það ntá leika sér að þessu,“ sagði Sverrir að lokum. ABS til samstarfs á grundvelli þeirra upplýsinga sem nú liggja fyrir um markmið og leiðir. Ef við drögurn líkingar af skólamáli, þá er það svo að námsefnisyfirferð og upplestri er lokið og cftir hádegi taka við munnleg próf. Ótímabært er að svara spurningum um vcrkaskipt- ingu eða val þingflokkanna á ráð- herraefnum að svo stöddu," sagöi Jón Baldvin að lokum. - SÓL Allt að smella saman í stjórnarmyndunarviðræðunum?: MÁUN SKÝRAST í DAG Keflavíkurgangan á laugardag á rölti gegnum Garðabæinn. Keflavíkurgangan: 300 manns gengu en 2000 funduðu Það voru um 300 manns sem röltu mótmælagöngu frá aðalhliði her- stöðvarinnar í Keflavík að Lækjar- torgi í góða veðrinu á laugardag. Á torginu söfnuðust saman um 2000 manns til að mótmæla veru íslands í Nato og hersetu Bandaríkjamanna hér á landi. Tímasetning göngunnar er ekki tilviljun því á morgun, fimmtudag, hefst hér á landi fundur utanríkisráð- herra Atlantshafsbandalagsins. Mótaði sá fundur nokkuð mótmælin í kringum Keflavíkurgönguna. - HM íslenska þjóðin fær bækur Nonna íslensku þjóðinni var færð bóka- gjöf við hátíðlegt tækifæri í Ráðherr- abústaðnum í gær. Það var Haraldur Hannesson hagfræðingur sem af- henti Sverri Hermannssyni menn- tamálaráðherra safnið en hann hefur safnað saman bókum Jóns Sveins- sonar eða Nonna eins og hann er betur þekktur. Nonni var prestur í Jesúítaregl- unni og bjó alla ævi klausturlífi í Köln, en ferðaðist um allan heim og flutti erindi og skrifaði fjölda bóka í kjölfar ferðalaga sinna en hélt þeim ekki saman sjálfur. Bækur hans hafa verið nefndar Nonnabækurnar en þær hafa verið þýddar á mörg tungu- mál, þar á meðal tékknesku og kínversku. Eftir andlát hans árið 1944 vissi enginn hvað orðið hafði um eftirlátn- ar bækur hans, handrit og skilríki. Yfirmaður kaþólsku kirkjunnar á íslandi, Jóhannes Gunnarsson fól þá Haraldi að leita bókanna og fyrir stuttu síðan samþykkti Jesúítareglan í Köln að bókasafn Nonna skyldi ævinlega varðveitt á íslandi. Safnið sem hefur að geyma 2/\il 3 þúsund titla, verður geymt í þjóðarbókhlöð- unni þegar hún verður fullgerð. Haraldur hefur auk þess afhent ís- lensku þjóðinni allt það sem hann hefur lagt Nonnasafni til á undan- förnum áratugum, svo sem 38 vatns- lita-og pastelmyndir sem prýtt hafa fyrstu útgáfur Nonnabókanna í Þýskalandi. Ekki er þó allt upp talið því í gær færði einnig Jóhann Salberg Guð- mundsson fyrrverandi sýslumaður Nonnasafni 9 sendibréf og 6 bréfkort sem Nonni sendi ömmu Jóhanns, Kristínu Guðmundsdóttur, en þau voru hálfsystkin. ABS NATO fundurinn brestur a: HÓTEL SÖGU r LOKAD Hótel Sögu var lokað á þann hátt sem greinir í frétt Tímans á laugar- dag klukkan 13.00 í gærdag. Engum er heimilt að fara um afgirt svæðið nema með sérstakt aðgangskort og eigi menn nauðsynlegt erindi fara þeir ferðasinna í fylgd öryggisgæslu. Sendinefndir og starfsfólk skrif- stofa Atlantshafsbandalagsins í Brussel er flest komið, en ráðherr- arnir koma í dag. Þegar í dag heldur Carrington lávarður, framkvæmda- stjóri bandalagsins, blaðamannaf- IGÆR und í Háskólabíói. Síðdegis er mót- taka allra þátttakenda í fundinum og maka þeirra á Kjarvalsstöðum í boði Davíðs Oddssonar, borgarstjóra. Vorfundur Atlantshafsbandalags- ins hefst formlega klukkan 11.00 á morgun meðsetningu í Háskólabíói. Eftir að þvt' er leiða ntá getum að strangri fundarsetu er kvöldverður borinn fram í Súlnasal Sögu í boði frú Vigdísar Finnbogadóttur, forseta íslands. Þj Brúðkaup Hófíar Drottningin okkar hún Hófí og Elfar Kúnarsson gengu í hjónaband á laugardaginn eins og alþjóð veit nú væntanlega. Brúðkaupið var hið glæsilegasta og þótti kjóll Hólmfríðar mjög fallegur. Gekk lítið par á eftir brúðhjónunum og hélt slörinu uppi. Þegar út kom rigndi hrísgrjónum yfir þau og síðan héldu þau í brúðarbílnum til Garðabæjar þar sem veislan var lialdin. Brúðkaupsferðin verður farin síðar. Timamynd: Brein

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.