Tíminn - 10.06.1987, Blaðsíða 9

Tíminn - 10.06.1987, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 10. júní 1987 Tíminn 9 VETTVANGUR Ólafur Haukur Árnason, áfengisvarnaráðunautur: Tveggja kosta völ Frá Danmörku berast nú ugg- vænleg tíðindi og koma þó síður en svo á óvart. - Óáran í fyrirtækjum og framleiðslu eykst ár frá ári og helsti sökudólgurinn áfengis- drykkja stjórnenda og starfsliðs. Léiðari Tímans um þetta efni þriðjudaginn 2. júní var með mikl- um ágætum. - Mál eru þar brotin til mergjar og ályktanir dregnar af skarpskyggni og víðsýni. Áfengissala er með öðrum hætti í Danmörku en annars stðar á Norðurlöndum. Kaupmenn geta fengið leyfi til að selja „rauðvín með steikinni og konjakk með kaffinu“. Áfengur bjór er uppi- staðan í því áfengi sem þessi forna sambandsþjóð vor drekkur. Og það er ekkert smáræði af áfengi sem þar er innbyrt. Hver Dani drekkur rúmlega þrefalt meira af hreinum vínanda en hver landi vor. Og uppskeran fer að sjálfsögðu eftir því hvernig til er sáð. Til munu þeir hér á landi sem telja að áfengismálastefna íslend- inga ætti fremur að taka mið af danska skipulaginu eða skipulags- leysinu en stefnu annarra frænda vorra. Ég man ekki betur en kaup- menn sumir telji brýnt að taka upp áfengissölu í matvörubúðum. Og alltaf vekjast öðru hverju upp tals- menn ölgerða, erlendra og inn- lendra, jafnvel á sjálfu Alþingi. Ljóst er að það er eitthvað annað en umhyggja fyrir andlegri og líkamlegri velferð fólks og áhugi á velgengni í efnahagsmálum þjóð- Fyrir allmörgum árum bar svo viö að alþingis- maður, sem nú er horf- inn af þingi og orðinn einn helsti embættis- maður þjóðarinnar, starfaði mikið í Norður- landaráði. - Hann hafði verið fylgjandi því að leyfð yrði sala áf- engs öls hérlendis en eftir náin kynni af af- leiðingum öldrykkju frænda vorra sneri hann við blaðinu. Og hann hafði kjark og sið- ferðisþrek til að lýsa því yfir opinberlega að hann hefði komist að þessari niðurstöðu. arinnar sem knýr mann til að krefjast aukins framboðs á áfeng- um drykkjum. Alþj óðaheilbrigðismálastofnun- in setur aðildarþjóðum það mark að minnka drykkju um fjórðung til aldamóta. Sjálfsagt væri ekki lögð slík áhersla á að draga úr áfengis- neyslu á þeim bæ ef áfengi væri skaðlaus neysluvara sem ætti að vera sem víðast á boðstólum. Fyrir allmörgum árum bar svo við að alþingismaður, sem nú er horfinn af þingi og orðinn einn helsti embættismaður þjóðarinnar, starfaði mikið í Norðurlandaráði. - Hann hafði verið fylgjandi því að leyfð yrði sala áfengs öls hérlendis en eftir náin kynni af afleiðingum öldrykkju frænda vorra sneri hann við'blaðinu. Og hann hafði kjark og siðferðisþrek til að lýsa því yfir opinberlega að hann hefði komist að þessari niðurstöðu. Því er nefnilega svo undarlega varið að afstaða ráðamanna í áfengismálum sýnir kannski betur en flest annað hvern mann þeir hafa að geyma. - Þó að Pétri eða Páli þyki bjórgóðureruþaðengin rök fyrir því að hann beri að lögleyfa á Islandi. Þó að einhverjum þyki gott að fá sér „raúðvín með sunnudagssteik- inni“ eru það engin rök fyrir því að selja skuli það efni á sama stað og mjólk og ávexti. Víða um heim, kannski þó sér í Iagi í Bandaríkjunum og Sovétríkj- unum, er gripið til róttækra að- gerða gegn svokallaðri frjálshyggju í áfengismálum. Öndverðir rísa þeir sem hafa hagnað af fram- leiðslu og sölu áfengis. Við eigumtveggjakosta völ hér sem víðar. Ef margir ráðamenn sjá hlutina jafnskyggnum augum og leiðarahöfundur sá er ég gat um í upphafi, munum við ekki brenna okkur á sama soðinu og Danir. Ólafur Haukur Árnason. betra en hjá norska fiskveiðiflotan- um. Hvað varðar matfiskaeldið í ■Noregi tók gagnasöfnunin til 213 stöðva af 485 stöðvum, sem slátr- uðú og. seldu Iax og silúng á fyrrgreindu ári, samkvæmt frétt í Fiskaren. í könnun þessári kom í ljós, að hagnaður var góður hjá matfiska- stöðvunum 1985. enda þótt hann væri mikið minni heldur en hjá seiðaeldisstöðvunum, sem fyrr greinir. Hins vegár var nokkur breytileiki á útkomunni eftir landshlutum og reyndust stöðvar í Hörðalandi, Sogni og Fjörðum skila bestum afrakstri. Lökust var útkoman hjá stöðvum í Finnmörku og Tromsfylki. Athyglisvert var, að að jafnaði varð hagnaður hlut- fallslega meiri hjá stærri stöðvum innan stærðarhópanna. Framleiðslukostnaður á hvert kíló af matfiski var frá sem svarar 178 ísl. krónum í Hörðalandi upp í 236 krónur í Troms og Finn- mörku. Sameiginlegt þeim 15 stöðvum, sem besta útkomu fengu, er lágur fóður- og seiðakostnaður á hvert kíló. Þetta liggur í minni afföllum seiða í eldinu, betri fóðr- un og lægra innkaupsverði hráefn- is. Auk þess var launakostnaður lægri, en það skiptir reyndar minna máli en fóður óg_ seiðakostnaður stöðvanna. Einstakar stöðvar af þeim 15 fyrrgreindum eldisstöðvum, sem sýndu hagstæðastan rekstur 1985, fengu hvert kíló af framleiddum fiski fyrir sem svarar 124 íslenskar krónur. Stærð einstakra stöðva var frá 3 þúsund rúmmetrum eldisrým- is í 8 þúsund rúmmetra. Meðal- kostnaður á hvert kíló. var 197 íslenskar krónur. Inni í þessari tölu eru bæði vextir af eigin fé (kr. 12.60) og afskriftir (kr. 6.87). Fóð- urkostnaður í þessu dæmi var um 62 krónur og seiðaverð um 45 krónur. Sem sagt útkoman 1985 var mjög góð í Noregi og líklega verður bið á því að norskt matfiskeldi nái svipaðri fjárhagsstöðu og hið hag- stæða fiskeldisár 1985. Fiskeldi: Yfirstjórn veiðimála einni hendi Stéttarsamband bænda telur mikilvægt að yfirstjórn veiðimála og þar með fiskeldis vatnafiska og laxahafbeit sé á einni hendi. Þetta er rökstutt með því að þannig fáist yfirsýn yfir alla þætti málsins og að fullrar samræmingar sé gætt. Það sé nauðsynlegt að tekið sé fullt tillit til sjónarmiða hagsmunaaðila og að þeir hafi möguleika til áhrifa á stefnumörkun. Stjórn Stéttarsambandsins fjall- aði sérstaklega um þetta málefni á fundi sínum fyrir skommu. Þar kom fram, að stjórnin'léggst ein- dregið gegn öllum hugmyndum í þá átt að flýtja yfirstjðrn fiskeldis- mála frá landbúnaðarráðuneytinu til sjávarútvegsráðuneytis. Stjórn- in telur að eldi vatnafiska byggi í langflestum tilfellum á nýtingu náttúrulegra gæða bújarða og fari starfsemin ýmist fram á landi lög- býla eða í sjávarhelgi þeirra. Óhjákvæmilegt sé að fiskeldi tengist meira og minna veiðihlunn- indum nálægra jarða og geti haft mikil áhrif á stöðu þeirra með blöndun fiskistofna og vegna sjúk- dóma. Veiðimál heyri undir iand- búnaðarráðuneytið og starfi undir þess stjórn stofnanir, sem stuðla eiga að framþróun þeirra mála og líta- eftir heilbrigði. Með öllu sé óeðlilegt að fiskeldi, sem svo ná- skylt er nýtingu náttúrulegra veiði- hlunninda og tengist þeim óhjá- kvæmilega sé stýrt úr öðru ráðu- neyti, sem engin tengsl hafi við þennan málaflokk að öðru leyti. Með tiiliti til þeirrar reynslu og þekkingar sem til staðar er í land- búnaðarráðuneytinu telur stjórn Stéttarsambandsins að þessum mála- flokki sé best borgið í umsjá þess. Fjárhagsafkoma fiskeldis í Noregi 1985 Nýlega voru lagðar fram niður- stöður af ítarlegum athugunum um fjárhagsafkomu fiskeldisstöðva í Noregi 1985. Hagnaður var einkar góður hjá seiðaeldisstöðvum. Skil- aði hvert ársverk hjá þeim sem svarar 2,8 milljónum íslenskra króna. Það er tvöfalt betra en hjá matfiskaeldinu og fjórum sinnum Tímamynd OÓ Sjókvíar í Straumsvík.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.