Tíminn - 10.06.1987, Blaðsíða 16

Tíminn - 10.06.1987, Blaðsíða 16
16 Tíminn Miðvikudagur 10. júní 1987 DAGBÓK Fjölskylduferð í Þórsmörk Framsóknarfélögin í Árnessýslu efna til skemmtiferðar í Þórsmörk laugardaginn 20. júní n.k. Lagt verður af stað frá K.Á. kl. 9. Áætlaður komutími kl. 20. Verð kr. 500 fyrir fullorðna og frítt fyrir börn. Þátttakendur séu vel búnir og hafi með sér nesti. Þátttaka tilkynnist á skrifstofu Þjóðólfs í síðasta lagi 16. júní í síma 1247 eða hjá Margréti í síma 2182. Allir velkomnir Nefndin. Jónsmessuferð framsóknarmanna á Vestfjörðum 20.-21. júní 1987 Framsóknarmenn á Vestfjörðum ætla að hittast i Mjóafirði við isafjarðardjúp (við Djúpmannabúð) þann 20. júní n.k. til útilegu og fjölskyldumóts. Formenn framsóknarfélaganna á hverjum stað svo og stjórnarmenn kjördæmissambandsins gefa nánari upplýsingar. Stjórnin SUÐURLAND Enn er í gangi fjáröflun vegna kosningabaráttunnar á vegum kjördæmissambands Framsóknarfélaganna á Suðurlandi. Velunnar- ar og stuðningsmenn sem vilja styrkja kosningasjóðinn geta lagt peninga inná gíróreikning í hvaða banka sem er, reikningsnúmer og banki er 2288 í Landsbankanum Hvolsvelli. Þakkir eru sendar þeim fjölmörgu sem þegar hafa styrkt kosningabar- áttuna. Stjórnin Suðurland Skrifstofur Þjóðólfs og kjördæmissambands Framsóknarfélaganna í Suðurlandskjördæmi Eyrarvegi 15, Selfossi eru opnar alla virka daga frá kl. 9.00 til 12.00 og 14.00 til 16.00. Símar 99-1247 og 99-2547. Lítið inn. Staða forstöðumanns við sálfræðideild skóla er laus til umsóknar frá og með 1. ágúst næstkomandi. Sálfræðimenntun áskilin. Þjálfun og starfsreynsla við greiningu og meðferð og jafnframt þekking á skólastarfi æski- leg. Einnig er laus staða sérfræðings (sálfræðings, félagsráðgjafa, eða sérkennara) frá 1. sepiember næstkomandi. Umsóknir berist til Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur- umdæmis Tjarnargötu 20, 101 Reykjavík fyrir 1. júlí næstkomandi. Upplýsingar í síma 621550. Fræðslustjóri. Til sölu Góður vatnabátur með 4ra hestafla Chrysler utanborðsmótor, verðhugmynd 30.000-35.000 kr. Upplýsingar í síma 40736. + Innilegar þakkir færum við öllum sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför sonar míns, unnusta, föður og bróður Viðars Ólafssonar Kjerúlfs er lést 2. maí sl. Sérstakar þakkir færum við skipsfélögum hans og forráðamönnum Tanga hf. Sigurbjörg Ármannsdóttir Ásdís Ásgeirsdóttir Svandís Hlín Viðarsdóttir Elmar Þór Viðarsson Hreinn Ólafsson Kjerúlf og aðrir aðstandendur Hallgrímskirkja - starf aldraðra Á morgun, fimmtudag 11. júní, verður farið í skemmtiferð í Þykkvabæinn undir leiðsögn séra Auðar Eir Vilhjálmsdóttur. Lagt verður af stað frá Hallgrímskirkju kl. 10.30. Þátttakendurhafimeðsérnesti. Einnig er fyrirhuguð fjögra daga ferð í Húavatnssýslu 13.-16. júlí undir leiðsögn séra Péturs Þ. Ingjaldssonar, fyrrverandi prófasts í Húnavatnsprófastsdæmi. Tilkynna þarf þátttöku í báðar þessar ferðir hjá Dómhildi Jónsdóttur í síma 39965 en hún gefur nánari upplýsingar. Fundaherferð Flokks mannsins: Við erum rétt að byrja. Um þessar mundir stendur yfir funda- herferð Flokks mannsins undir yfirskrift- inni: Við erum rétt að byrja. Á morgun, fimmtudag 11. júní, gengst flokkurinn fyrir fundi í Gerðubergi, Breiðholti og hefst fundurinn kl. 20. Aðalræðumaður verður Pétur Guðjónsson, formaður Flokks mannsins. Fundurinn er opinn öllum þeim sem áhuga hafa á að kynnast flokknum og stefnumálum hans. Kvenfélag Kópavogs Farið verður í heimsókn austur í Grtmsnes fimmtudaginn 11. júní í boði Kvenfélags kvenna í Laugardal og Gríms- nesi. Mætið við félagsheimilið kl. 18.45. Þátttaka tilkynnist til einhverra stjórnar- kvenna. Sumarstarf KFUM og KFUK Sumarstarf KFUM og KFUK er áð hefjast. Stærsti þáttur sumarstarfsins eru sumarbúðirnar, sem félögin reka fyrir börn og unglinga í Vindáshlíð, Vatna- skógi, Olveri, Kaldárseli og á Hólavatni. Munu um 2000 börn dvelja í sumarbúðum. félaganna í sumar. Leikjanámskeið verða haldin í Reykja- vík í sumar fyrir 7-9 ára börn. Þetta eru hálfsmánaðarnámskeið með um 20 þátt- takendum. Námskeiðin verða haldin í júní og júlí í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg. Þá verða leikjakvöld fyrir unglinga á fimmtudagskvöldum. Opið húsverðurþá við Holtaveg, en þar er góð aðstaða til leikja. Einnig verður unglingamót um verslunarmannahelgina í Vatnaskógi. Auk barna- og unglingastarfsins eru almennar samkomur á sunnudagskvöld- um árið um kring. Helgina 26.-28. júní verður haldið mót í Vatnaskógi þar sem ungir og gamlir eru saman. Mót þetta er öllum opið. í sumar er ráðgert að byggja hús við Suðurhóla og er vonast til að húsið verði tilbúið til notkunar í haust svo KFUM og KFUKgeti starfað í Fella- og Hólahverfi. Sumarbúðir í Skálholti: Síðastliðið sumar var gerð tilraun með sumarbúðir í Skálholti, fyrir börn á aldrinum 7-12 ára. Dvöldu börnin í viku. Lögð var áhersla á tónlist og myndlist ásamt útiveru og náttúruskoðun, undir leiðsögn tón- mennta og myndmenntakennara. í lok námskeiðsins var haldin sýning á verkum barnanna og sungu þau við messu í Skálholtskirkju. Tilraunin tókst mjög vel og er ætlunin að halda tvö námskeið í sumar. Fyrra námskeiðið vcrður 4.-9. ágúst, seinna námskeið 10.-16. ágúst. Leiðbein- endur verða Áslaug B. Ólafsdóttir, Hjördís I. Ólafsdóttir og Halldór Vil- helmsson. Nánari upplýsingar gefnar í símum 13245 og 656122. Samtök psoriasis og exemsjúklinga og gistiaðstaða við Bláa lónið Samtök psoriasis og exemsjúklinga hafa fengið gistiaðstöðu í verbúð Fiska- ness hf., Grindavík, fyrir þá scm vilja stunda Bláa lónið. Upplýsingar hjá Sig- urgeir, sími 92-8280 og hjá Spoex, sími 25880. Miðvikudag 10. júní kl. 20 Kvöldganga út í bláinn. Létt ganga um forvitnilega gönguleið. Ekki gefið upp fyrirfram hvert ferð er heitið. Verð 400 kr. frítt f. börn m. fullorðnum. Brottför frá BSÍ, bensínsölu. Útivistarferðir: Helgarferð í Þórsmörk. 12.-14. júni. Gist í Útivistarskálanum góða í Básum. gönguferðir við allra hæfi. Vestmannaeyjaferð er frestað til 26. júní. Dagsferðir í Þórsmörk hefjast sunnud. 14. júní. Sumardvöl í Þorsmörk. T.d. miðvikud,- sunnud. Verð f. fél. 3.050,- f. aðra 3.600.- Brottför 17. og 24. júní o.s.frv. 50% afsl. f. börn 7-15 ára og frítt fyrir yngra en 7 ára. Uppl. og farm. á skrifstofu, Grófinni 1, símar: 14606 og 23732. . .v/xo> > ,■ 'f ÉIIÉPÍ íýXý;/^v;;v.vX;! ' ’//. ,v Skinfaxi Tímarit UMFÍ Út er komið 2. tölublað í 78. árg. Skinfaxa, tímariti Ungmennafélags íslands. Meðal efnis að þessu sinni er viðtal við Eðvarð Þór Eðvarðsson, sundmann í Ungmennafélagi Njarðvíkur. Einnig er grein um Lottómál, eins og þau snúa við eignaraðilum innan Ungmenna- félags íslands, þ.e. héraðssamböndunum og ungmennafélögunum um allt land. Þá er einnig rætt við Vilhjálm Vilhjálmsson, framkvæmdastjóra íslenskrar Getspár. Hann segir m.a. í viðtalinu,, að nú sé unnið að því að samtengja útsendingu Lottóþáttarins í Sjónvarpinu við Rás 2 Ríkisútvarpsins fyrir sumarið. I blaðinu er einnig grein um aðstöðu hér á landi til iðkunar frjálsíþrótta, og segir þar að sannast sagna sé aðstaðan ekki beysin miðað við nágrannalöndin. Jón L. Árnason stórmeistari skrifar sinn fasta skákþátt í Skinfaxa. Nú segir hann sögur og skýringar af IBM-skákmót- inu sem haldið var hér síðla vetrar. Nýr ritstjóri hefur tekið við störfum á Skinfaxa. Fyrsta ritstjórnargrein hans nefnir hann Sérstöðu Ungmennafélags fslands og Skinfaxa. FAXI 4. tbl. 47. árg. Forsíðumyndin á þessu blaði FAXA er af nýju baðaðstöðunni, sem Hitaveita Suðurnesja hefur komið upp við Bláa lónið. Frásögn af vígslu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar er fremst í blaðinu og fylgja greininni margar myndir. Þá er viðtal, sem Már Óskarsson tók við Eric A. MacVadon, aðmírál á Keflavíkurflug- velli. Nefnist það „ísland er ævintýri líkast“. Sagt er frá minningabók um Helga S. Jónsson, og frásögn er frá aðalfundi Sparisjóðsins í Keflavík. Minningargrein og ljóð er um Ólaf Orms- sor. og einnig er minningargrein um Sigurlaugu Guðmundsdóttur frá Núpi. Frásögn er af Hótel Bláa lóninu og myndir þaðan. Forustugrein Faxa að þessu sinni er eftir Guðfinn Sigurvinsson: Búum vel að öldruðum. Þá skrifa þeir Eiríkur Alex- andersson og Jón Böðvarsson um ferða- mál á Suðurnesjum Skúli Magnússon er með 21. hluta af Sjóslysaannál Keflavíkur og frásögn er af íslendingum í golfkeppni á Spáni. Ritstjóri er Helgi Hólm, en málfundafé- lagið Faxi er útgefandi blaðsins. Iceland-Country and people Komið er út ný og endurbætt útgáfa af 64 síðna litprentuðum bæklingi um land og þjóð, sem nefnist Iceland-Country and People. Bæklingurinn er á ensku, þýsku og frönsku og gefinn út hjá Iceland Review. Sigurður A. Magnússon er höf- undur texta og sá um endurgerð bæklings- ins. Iceland-Country and People er hand- hægt yfirlitsrit, með skýrum kaflaskipt- ingum og ætti að koma öllum útlending- um að góðu gagni hvort sem þeir vilja leita upplýsinga um eldfjöll, gróðurfar, iðnað, stjórnmál eða aðra af þeim 25 málaflokkum sem teknir eru til um- fjöllunar í bæklingnum. Bæklingurinn kostar 125 kr. Sumaropnunartími Borgarbókasafns Frá 1. júní til 31. ágúst verða lítils háttar breytingar á opnunartímum Borg- arbókasafns. Aðalsafnið í Þingholtsstræti og stóru útibúin þrjú, Bústaðsafn, Sól- heimasafn og Borgarbókasafnið í Gerðu- bergi, verða opin allt sumarið, en sam- kvæmt venju skerðist starfsemi Hofsvalla- safns og bókabílanna, og lestrarsal í Þingholtsstræti 27 erlokað. Þessi skerðing á starfsemi safnsins er þó minni en verið hefur undan farin ár, þegar Bústaða- og > Sólheimasafn voru einnig lokuð í 5-6 vikur. Aðalsafnið og stóru útibúin verða í sumar opin frá 9-21 á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum, en frá 9-19 á miðvikudögum og föstudögum, og á laugardögum er lokað. Hofsvallasafn verður lokað frá 1. júlí til 17. ágúst, bókabílarnir verða ekki í förum frá 6. júlí til 17. ágúst og lestrarsal- urinn alveg lokaður eins og áður sagði. Lánþegar Borgarbókasafns eru beðnir að hafa í huga hinn stytta opnunartíma á miðvikudögum og föstudögum til að kom- ast hjá óþægindum. Helstu vextir við banka og sparisjóði (% á ári) 1. júní 1987 (Ein * merkir breytingu vaxta frá siðustu skrá og þrjár *** vísa á banka og/eða sparisjóði sem breyta vöxtum) I. Vextir ákveðnir af bönkum og sparisjóðum Lands- banki Útvegs- banki Búna&ar- banki Iðnaðar- banki Verslunar- banki Samvinnu- banki Alþý&u- banki Spari- Vegin sjó&ir me&altöl Dagsetning siðustu breytingar 1/6 21/5 21/5 21/5 1/6 1/6 21/5 1/6 Innlánsvextir: Hlaupareikningar 6.00 . 4.00 4.00 6.00 4.00 4.00 5.00 4.00"' 4.90* Ávisanareikningar 6.00 4.00 4.00 6.00 4.00 7.00 10.00 4.00"' 5.20* Alm.sparisj.bækur 12.00 10.00 11.00 12.00 10.00 10.00 10.00 11.00"' 11.20* Annað óbundlðspanfé,, 7-22.00 10-21.72 7-20.00 10-19.00 11-22.50* 10-16.00 3.50 7-22.00* Uppsagnarr.,3mán. 13.00 14.00 11.00 13.50 15.00 14.00 12.00 12.70 Uppsagnarr.,6mán. 15.50 12.00 20.00 19.00 17.00 17.00 13.00 15.00 Uppsagnarr., 12mán. 14.00 17.00 19.00 25.50"" 15.00 Uppsagnarr., 18mán. 24.50" 22.00 24.00"" 23.80 Verðtr.reikn3mán. 2.00 2.00 2.00 2.00 2.00 2.00 1.50 1.90 Verðtr.reiknömán. 3.50 4.00 3.50 2.50 3.50 3.00 4.00 3.50 3.40 Ýmsirreikn.11 9.00 5-6.50"* Sérstakarverðbætur 13.0* 12.00 12.00 9.00 12.00 10.00 12.00 11.0&24.6"* 13.50* Innl.gjaldeyrisreikn.: Bandarikjadollar 6.00 5.50 6.00 6.50 5.50 5.50 5.75 6.00* 5.90* Steriingspund 7.50 8.75 8.00 8.00 10.00 9.00 9.00 8.00* 8.10* V-þýskmöik 2.50 3.00 3.00 2.75 3.50 3.50 3.50 3.00* 2.90 Danskarkrónur 9.00 9.50 9.25 9.25 9.00 9.50 9.50 9.50 9.20 Útlánsvextir: Vixlar (kxvextr) 22.00* 21.00 21.00" 23.50 23.00 23.00" 24.00 24.00" 22.30* Hlaupareikningar 23.00* 21.50 22.50 25.00 24.00 24.00 25.00 25.00* 23.40* þ.a.grunnvextir 10.00 10.00 10.00 11.00 12.00 12.00 12.00 12.00 10.70 Alm.skukJabfóf51 23.50* 21.5Æ2.071 23.00 24.50 24.00 24.00* 25.00 24/25.071 23.60* þ.a.grunnvextir 10.00* 11.50 10.00 11.00 10.00 12.00* 12.00 12.00 10.70* Verðtr.skbr.að2.5ár51 6.50 6.757.0'' 7.00 7.50 7.00 7.00 7.50 7.0/7.3"* 6.90* VKð».stó».>2.5ársl 7.00 . M5n.o’) 7.00 7.50 7.00 7.00 7.50 7.0/7.3"' 7.00 Afurðaláníkrónum 21.00 20.00 20.00 20.00 20.00 18.50 24.00 21.10 Afurðalán í SDR 7.75 7.75 7.75 7.75* 8.00 8.25 7.90 Afurðalán i USD 9.00 8.75 9.00 9.00* 9.25 8.75 9.00 Afurðalán í GBD 10.25 11.50 10.50 10.50* 10.75 11.50 10.70 Afurðalán í DEM 5.25 5.50 5.25 5.25* 5.50 5.50 5.40 II. Vanskilavextif, ákveðnir af Seðlabanka: Frá 1. mars 1987 2.5% (2.21%) og frá 1. júni 1987 2.8% (33.6% á ári). III. Meðatvextir 21.4.87 (geta gtlt í mai 87): Alm. skbr. 21.3% (9.5+11.8), vtr. lán að 2,5 ámrn 6.5% og minnst 2.5 ár 6.6%. Meðalvexbr 21.5.87 (geta gðt í júni 87): Alm. skbr. 22.9% (10.2+12.7), vtr. lán að 2.5 ánirn 6.8% og minnst 2.5 ár 7.0%. 1) Sjá meðfylgjandi lýsingu. 2) Aðeins hjá Sp. Vélstj 3) Aðeins hjá SPR0N, Sp. Kóp., Hafnarfj., Mýras., Akureyrar, ólafsfj, Svarfd., Sigfufj., Norðfj., i Kefl.. Arskógsstr. & Eyrar. 4) Viðsk.vixlar keyptir m.v. 24.0% vexti hjá Bún.banka 25.0% hjá Samv.banka og 26.0% hjá nokkmm sparisj. 5) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilalána er 2% á ári, Verzl.b. beitir þessu ekki. 6) Aðeins hjá Sp. Bol., Reykdasla og Akureyrar. 7) Lœgri vextimir gilda ef um fasteignaveð er að ræða. 8) Lægri talan er vegna innlána. 9) Undant. er Sp. í Keflavik: Tókkareikn. 3%. alm. sparibók og sérst. verðbætur 10%.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.