Tíminn - 10.06.1987, Blaðsíða 2

Tíminn - 10.06.1987, Blaðsíða 2
2 Tíminn Húsafell og Geirsárbakkar: Á þriðja þúsund ung- linga á drykkjumóti Aðeins níu lögreglumenn og ölvunarakstur algengur „Eftirlit gekk vonum framar miðað við fólksfjölda og umferð," sagði lögreglan í Borgarnesi eftir hvítasunnuhelgina, en í umdæmi hennar hafði safnast saman á þriðja þúsund manns til hátíðarhalda. Rúmlega eitt þúsund manns kom saman í landi Kristleifs Þorsteins- sonar, bónda, í Húsafelli og ámóta fjöldi á Geirsárbökkum og var mikil ölvun á báðum stöðum. Mest var þarna statt fólk á aldrinum 16 ára til tvítugs. Það skildi við svæðið svo varla sá í gras fyrir rusli og áfengisflöskum. Lögreglunni í Borgarnesi bættist þriggja lögregluþjóna liðsafli og lögreglubíll frá Akranesi um helg- ina, en voru samt sem áður ekki nema níu talsins í gæslu héraðsins og höfðu vitanlega ekki undan. Lögreglan sagði að ömurlegt hefði verið um að litast þegar ástandið var hvað verst. Unglingarnir hefðu verið veltandi fullir og ósjálf- bjarga. „Það bjargaði miklu hvað veðrið vargott. Það var blíðuveður alla helgina." Umferð var gríðarlega mikil. „Nær óslitin 'alla helgina," sagði lögreglan. Vegir voru mjög þurrir og ryk þyrlaðist upp og varnaði mönnum sýn. Af því hlutust aftan- árekstrar og útafakstur, en ekki alvarleg slys svo vitað sé. „Það má segja, að ekki hafi verið mikið um slys og óhöpp á vegum, sé tekið mið af þeim ógurlega fjölda sem átti leið hér um. Mest voru þctta smápústrar og bílveltur." Ölvunarakstur var hinsvegar al- gengur eins og gengur og gerist um hvítasunnu- og verslunarmann- ahelgi. „Við tókum eins mikið af ölvuðum ökumönnum og við kom- umst yfir,“ sagði lögreglan. Aðstandendur mótsins á Geirs- árbökkum sögðu í samtali við Tím- ann að aðeins hefði verið gæsla á mótinu á Geirsármelum, en ekki í Húsafelli. Miðvikudagur 10. júní 1987 Vaglaskógur: Lést af völd- um reyk- eitrunar -Tókútigrilliðinn ítjald Fimmtán ára piltur lét lífið í Vaglaskógi aðfaranótt laugardags. Rannsóknarlögreglan telur að hann hafi látist af völdum reykeitrunar frá útigrilli, þótt það hafi ekki verið staðfest enn á læknisfræðilegan hátt. Jafnaldra drengsins, sem var tjald- nautur hans, sakaði ekki af reyknum en var dasaður og fór til læknisrann- sóknar. Þeir félagar höfðu fyrr um kvöldið tekið með sér útigrillið inn í tjald til að orna sér við. Það hafi síðar fyllst af reyk, þegar þeir voru sofnaðir. Þegar kunningjar komu að tjaldinu síðar um nóttina, var drengurinn látinn. Hann var frá Akureyri og hafði nýlokið gagnfræðaskóla þaðan. Þj Fræðslustjóri Norðurlands eystra: Ólafur tekur við starfinu - fer til Akureyrar í dag Ólafur Guðmundsson tekur við starfi fræðslustjóra Norðurlands eystra í dag að sögn Sverris Her- mannssonar menntamálaráðherra. „Það fara líka norður yfirmaður í fjármáladeild menntamálaráðuneyt- isins og fulltrúi frá ríkisendurskoðun til þess að gera þar fjármálaleg skil, svo að allt sé nú á hreinu með það,“ sagði Sverrir. Aðspurður sagði Sverrir að því miður lægi ekkert samkomulag fyrir milli sín og Fræðsluráðs í Norðurl- andi eystra því sér hefðu verið boönar þær sættir einar að fyrrver- andi fræðslustjóri yrði settur aftur og bað hefði ekki verið hægt. Ólafur hefur látið hafa það eftir sér að hann hefði aldrei tekist þetta starf á hendur ef hann hefði vitað hvernig mál stóðu. „Hann átti nátt- úrlega ekki von á því að honum yrði tekið með þvílíkum þjósti sem raun varð á. Starfsfólkið hefur skrifað honum bréf og lét þau orð falla að honum yrði ekki vært. Fjölskylda Ólafs hikar við sem eðlilegt er en hins vegar mun hann taka við, það er orðið ljóst,“ sagði Svcrrir. ABS iviikiu eiaur var pegar siokkviiioio Kom a staoinn. Tímamynd KB Braggabruni í Kópavogi Aðkoman var ófögur í gili Sandfells, þar sem Þverárhrossin sjö fundust á föstudag. Þau hafa steypst niður hlíðina og brotnað og lemstrast á grjóti. (Tímamynd: Pjetur) Gamall braggi á vegum Vita- og hafnamálstofnunar, við Kársnesb- raut í Kópavogi, sem verið var að rífa, brann í gær. Starfsmenn stofn- unarinnar sem sáu um að rífa bragg- ann höfðu nýlega lokið vinnu þegar eldurinn kom upp. Slökkvilið Reykjavíkur var kallað út klukkan 19:59. Greiðlega gekk að slökkva eldinn, en gripið var til þess ráðs að dæla sjó á eldinn. Nokkur hætta virtist hið fyrsta. Olíutankur er fast upp við braggann og var á tímabili óttast að hann myndi verða eldinum að bráð. Að minnsta kosti tvö hundruð manns söfnuðust saman á staðnum, fyrir forvitnis sakir og beinlínis trufl- uðu starf slökkviliðs og aðstoðarm- anna. Við slökkvistarfið aðstoðuðu Hjálparsveit skáta í Kópavogi, lög- reglan í Kópavogi og Reykjavík og nokkrir sjálfboðaliðar. Verkstjóri hjá Vita- og hafna- málastofnun, Sigurður Þorbjörns- son, sem Tíminn ræddi við á bruna- stað sagði að ekkert tjón hefði orðið. Búið var að hreinsa allt nýti- legt úr bragganum og þegar var hafist handa við að rífa hann. Steyptust fram af Sandfelli: ÞVERÁRHROSSIN FUNDUST DAUD - Aðstæöur gera dularfullt hvarf þeirra furðulegra Hrossahvarfið af Þverá í janúarm- ánuði síðastliðnum er með dularfyll- ri málum, sem upp hafa komið hin síðari ár og kynti duglega undir trú íslendinga á hið yfirnáttúrulega. Á föstudag fundust svo allir hestarnir dauðir í gili ofarlega í Sandfelli ekki alllangt frá bænum. Þar hafa menn ekki áður rekist á hross, enda bratt upp fjallið og í vetur hefur verið ófært þangað nema fyrir fuglinn fljúgandi. Kristján Benediktsson, bóndi á Þverá, hefur leitað hrossanna nær samfellt í fimm mánuði og jafnvel flogið leitarflug yfir gilið, sem þeir loks fundust dauðir í. Þá hafi ekki borið á neinu, en snjór var yfir öllu. Líklegt er að hrossin hafi fælst, öil sem eitt, og skrikað fótur í svellinu. Þeir hafi kastast niður hlíðina og brotnað og lemstrast á grjóti í gilinu. Aðkoman var ófögur eftir svo langan tíma frá dauða hestanna sjö en hrafn hefur komist í hræin. Hrossin voru á sunnudag dregin niður af fjalli og urðuð við rætur Sandfells. þj

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.