Tíminn - 10.06.1987, Blaðsíða 15

Tíminn - 10.06.1987, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 10. júní 1987 .Tíminn 15 IIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIISAMVINNUMÁL .. ..Illll. ... ... .. ..II.. .Illlll.. . .Illll. .. ..... Aðalfundur Sambandsins Þaö sem kannski er helst frétt- næmt frá aðalfundi Sambandsins er að í rekstrarreikningi ársins 1986 voru lagðar til hliðar eitt hundrað miljónir króna í afskriftir af útistandandi skuldum. Tekið var fram í reikningunum að hér sé ekki um endanlega afskrift að ræða, heldur niðurfærslu til að mæta þeirri áhættu sem fylgir út- lánum Sambandsins. Nemur þessi niðurfærsla um 4,5% af útistand- andi skammtímakröfum Sam- bandsins, öðrum heldur en skuldabréfum. Þar að auki voru endanlega afskrifaðar skuldir færð- ar meðal rekstrargjalda, en þær námu 54 miljónum, og þar af voru 44 miljónir vegna Sambandsfélaga sem tekin voru til gjaldþrotaskipta eða fengu heimild til greiðslustöðv- unar. Á rekstrarreikningi kom fram að hagnaður af reglulegri starfsemi var 114 miljónir, og er það betri útkoma en árið 1985 þegar hann varð tæpar23 miljónir. Þegarfærð- ir hafa verið óreglulegir liðir og samrekstrarliðir, þar á meðal 100 miljón króna niðurfærslan á við- skiptakröfum, er halli fyrir skatta tæpar 22 miljónir. Síðan eru dregn- ir frá eignarskattur og kirkjugarðs- gjald að fjárhæð 18 miljónir, og er þá niðurstöðutalan halli að upphæð 39,8 miljónir, samanborið við 3,1 miljónar króna hagnað árið 1985. Fundarsetning og kjörbréf Valur Arnþórsson stjórnarfor- maður Sambandsins setti 85. aðal- fund þess að morgni fimmtudagsins 4. júlí. Hann minntist í upphafi nokkurra látinna samvinnumanna, og risu fundarmenn úr sætum til að heiðra minningu þeirra. Síðan gerði Böðvar Jónsson frá Gaut- löndum grein fyrir störfum kjörb- réfanefndar, og kom fram í máli hans að 120 fulltrúar ættu rétt til setu á fundinum, og af þeim hefðu 114 skilað kjörbréfum. Fundarstjórar voru kosnir þeir Páll Bergþórsson, Reykjavík, og Ólafur Friðriksson, Sauðárkróki. Ritarar voru kosin þau Þorsteinn Jónatansson, Akureyri, Inga Val- dís Tómasdóttir, Sauðárkróki, og Gunnsteinn Karlsson, skjalavörð- ur Sambandsins, sem færði til bókar. Skýrsla stjórnarformanns Valur Arnþórsson flutti síðan skýrslu stjórnar og gerði ýtarlega grein fyrir fundum hennar á liðnu ári, ásamt þeim málum sem hún hafði fjallað um. Fyrst skýrði hann þó frá úthlutun styrkja úr Menn- ingarsjóði Sambandsins, svo og fjárfestingum þess á liðnu ári, en þær námu samtals 263,8 milj ónum, samanborið við 227 miljónir árið áður. Af öðrum málum, sem hann ræddi sérstaklega, er að nefna rekstur Búvörudeildar og samn- inga við Félag sláturleyfishafa, eignarhaldsfélag í sjávarútvegi, þróun kaupleigu og stofnun félags- ins Lindar hf. og fjölmiðlunarmál, þar sem hann gat þess að Samband- ið hefði tekið þátt í Samveri hf. og útvarpsfélagi á Akureyri, ásamt því að það væri þátttakandi í nýju sjónvarpsfélagi á Austurlandi. Einnig vék hann að breytingum á Samvinnuskólanum, jafnréttismál- um, mannabreytingum hjá Sam- bandinu, sameiningu lífeyrissjóða hjá samvinnuhreyfingunni og fleiru. Þá skýrði hann frá því að Kf. Skagfirðinga hefði keypt af Sambandinu verksmiðjuna Ylrúnu á Sauðárkróki, og einnig hefði Kf. ■nm— Héraðsbúa keypt prjónastofuna Dyngju á Egilsstöðum. Einnig væru málefni saumastofunnar Gefjunar í Reykjavík í athugun, og sömuleiðis hefði Kexverksmiðj- an Holt í Reykjavík verið seld. f lok skýrslu sinnar ræddi Valur rekstrarstöðu kaupfélaganna, m.a. í kjölfar breytinga á verslunarhátt- um og erfiðleika í landbúnaði, og einnig vegna nýju búvöruiaganna sem hann taldi óviðunandi fyrir blönduðu félögin. Þau lög sagði hann að byndu félögin í annan endann að því er varðaði greiðslu- skyldu til bænda, en leystu ekki fjármögnunarvanda ef um um- frambirgðir væri að ræða, líkt og t.d. væru horfur á að yrði í haust að því er varðaði nautgripakjöt. í máli Vals kom einnig fram að kaupfélögin standa mjög misjafn- lega, en litlu félögin standa þó ýmis höllum fæti og þola illa stjórnunar- kostnað. Hann sagði hugsanlegt að tímabært væri að draga upp og ræða nýtt samvinnukort yfir lsland, með öflugum svæðakaupfélögum, sem hefðu burði til að bera kostnað við yfirstjórn og til að þjóna félags- mönnum sem best. Ljóst væri að byggja þyrfti upp heildstætt skipu- lag fyrir samvinnuhreyfinguna, svo að hún gæti orðið enn styrkari í framtíðinni heldur en nú er. Skýrsla forstjóra f skýrslu sinni rakti Guðjón B. Ólafsson forstjóri fyrst ástand og horfur í rekstri þjóðarbúsins og helstu stærðir í þeim málum. Þá greindi hann frá veltu Sambands- ins, sem nam 15.470,9 miljónum króna og jókst um 31,8%. Þar af var útflutningur 8.449 miljónir og jókst um 32,8%. Af heildarvelt- unni voru 9.269 miljónir umboðs- sala, og jókst hún um 32,2%. Þá vék hann að afkomu Sambandsins, og kom fram í máli hans að eigið fé þess og sjóðir hækkuðu samtals um 10% á árinu, úr2.373 miljónum í 2.609 miljónir. Það kom m.a. fram í skýrslu hans að Iðnaðardeild og Skipadeild skiluðu hagnaði á árinu, en hins vegar varð tap á Verslunardeild, um 90 miljónir ef hlutdeild hennar í sameiginlegum kostnaði var tekin með. Þá greindi forstjóri frá rekstri kaupfélaganna á liðnu ári. Hjá eim eru um 3.600 starfsmenn, og eildarvelta þeirra árið 1986 varð rúmlega 20 miljarðar og jókst um 22,7%. Hjá þeim urðu nú umtals- verð umskipti í rekstri, eftir af- komu ársins 1985 sem varð ein hin lakasta í sögunni. Á síðasta ári varð um 50 miljón króna hagnaður af rekstri allra kaupfélaganna samanlögðum. Eigið fé þeirra samanlagt er rúmlega 4,1 miljarð- ur, og eiginfjárhlutfall þeirra allra erum29%. Fjárfestingarhjá kaup- félögunum urðu 906 miljónir á síðasta ári og jukust um meir en 400 miljónir. Varðandi rekstrarafkomu Sam- bandsins nefndi hann að tekju- möguleikar þess hefðu verið rýrðir verulega á síðustu árum. Samband- ið hefði tekið á sig miklar skuld- bindingar, oft til að styðja kaupfé- lög og samvinnufyrirtæki úti um landið, en athuga beri að á móti slíku þurfi tekjuöflun. Hugmyndir sínar kvað forstjóri stefna í þá átt að dreifa beri ákvarðanatöku og ábyrgð meir út um fyrirtækið en nú er. Ymsar aðgerðir kvað hann í gangi, svo sem að selja eða leggja niður óarðbærar einingar. M.a. gat hann þess að gamla vöruhúsið við Geirsgötu hefði verið selt, og sömuleiðis verksmiðjurnar Ylrún og Dyngja. Þá væri unnið að úttekt á vanda Verslunardeildar, og tekin hefði verið upp ný stefna í tölvu- málum, þannig að tölvuvinnslan yrði sem mest færð út í deildirnar. Líka væri unnið að nýju kostnaðar- eftirliti hjá Skipadeild, og í gangi væru viðræður við Álafoss um samstarf í ullariðnaði. í heild þyrfti að gera átak í Sambandinu til að auka tekjur og lækka kostnað. Ávarp fyrrverandi forstjóra og umræður Þá flutti Erlendur Einarsson fyrrverandi forstjóri einnig ávarp á fundinum. M.a. gat hann þess að afkoma kaupfélaganna á síðasta ári væri vonandi byrjun á varan- legri uppsveiflu. Líka ræddi hann hlutverk samvinnufélaganna í ís- lensku efnahags- og þjóðlífi síð- ustu árin, og einnig um björgunar- hlutverk Sambandsins gagnvart kaupfélögunum á sama tíma. Töluvert miklar umræður urðu síðan á fundinum um skýrslurnar, þar sem menn komu víða við að vanda. Meðal annars bar skipu- lagsmálin töluvert á góma í þeim umræðum, og kom fram sú hug- mynd að e.t.v. ætti að boða til sérstaks samvinnuþings um þau mál. Reikningarnir voru síðan sam- þykktir einróma. Jafnframt því var samþykkt að leggja tvær miljónir króna í Menningarsjóð Sambands- insog einamiljón íListasjóð þess. Þá voru mál Samvinnulífeyris- sjóðsins tekin til umræðu, en í undirbúningi hefur verið að sam- eina hann og Lífeyrissjóð verk- smiðja Sambandsins á Akureyri. Samþykkt var tillaga þess efnis að sjóðurinn yrði framvegis sjálfstæð stofnun undir eigin stjórn, sem í eiga sæti fjórir menn, tveir kosnir af aðalfundi Sambandsins og tveir af þingi Landssambands ísl. sam- vinnustarfsmanna. Einnig varsam- þykkt þarna tillaga þess efnis að báðir lífeyrissjóðirnir sameinist á jafnréttisgrundvelli og án nokkurra takmarkana eða skilyrða. Jafnréttismál Dagbjört Höskuldsdóttir flutti þarna áfangaskýrslu um störf jafn- réttisnefndar samvinnuhreyfingar- innar síðasta ár. f nefndinni sitja auk hennar Ásthildur Ólafsdóttir, Magnús Guðjónsson og Jón Sig- urðsson. Hún nefndi sérstaklega hin svo nefndu Kvennaframanámskeið, sem haldin hafa verið víðs vegar úti í kaupfélögunum og f Bifröst, undir stjórn Sigrúnar Jóhannsdótt- ur kennara við Samvinnuskólann. Þessi námskeið eru skipulögð í þremur áföngum og miðast að því að auka kjark kvenna til að verða virkir þátttakendur í félagsmála- starfi samvinnufélaganna. Þá var lausleg könnun á launa- mun kynjanna í samvinnuhreyfing- unni gerð á síðasta ári. Nefndin hefur lagt á það áherslu að vönduð könnun verði gerð á þessum málum. Hefur það hlotið jákvæðar undirtektir í stjórn Sambandsins og hjá Vinnumálasambandi sam- vinnufélaganna, og má vænta þess að framundan sé að þessu verði hrundið af stokkunum. Loks af- henti hún fulltrúum nokkurra kaupfélaga viðurkenningarskjöl frá nefndinni fyrir frumkvæði og dugnað við að stuðla að jafnrétti kynjanna. Slík skjöl fengu KRON, Kf. Borgfirðinga, Kf. V-Barð- strendinga, Kf. Bitrufjarðar og Kf. A-Skaftfellinga. Málefni samvinnustarfsmanna Sérmál aðalfundar að þessu sinni var málefni samvinnustarfsmanna, og voru framsögumenn tveir. Magnús Guðjónsson, sem verið hefur annar tveggja fulltrúa starfsmanna í stjórn Sambandsins, ræddi málefni þeirra í ýtarlegri yfirlitsræðu og lagði fram til kynn- ingar hugmyndir að starfsmanna- stefnu fyrirsamvinnufélögin. Voru þær hugmyndir mjög ýtarlegar og í tíu liðum. Jón Sigurðsson skóla- stjóri í Bifröst ræddi fyrst og fremst námskeiðahald skólans og aðra fræðslu hans fyrir samvinnustarfs- menn. Taldi hann að námskeiðin þyrftu að ná til um 1500 manns á ári, ef vel ætti að vera, sem væri um tvöföldun frá því sem nú ér. Líka taldi hann að þörf væri orðin á að fara að halda sérstök námskeið fyrir æðstu stjórnendur samvinnu- hreyfingarinnar. Undir þessum lið urðu aftur miklar umræður þar sem menn komu víða við. Af því, sem þar kom fram, er sérstaklega að nefna að fram kom tillaga þess efnis að framvegis skyldu fulltrúar starfs- manna í stjórnum kaupfélaga og annarra samvinnufyrirtækja sitja þar með fullum réttindum, þ.e.a.s. með atkvæðisrétti. Núna er fyrir- komulagið þannig að slíkir fulltrú- ar sitja víðast hvar í þessum stjórn- um með málfrelsi og tillögurétti, en án atkvæðisréttar. í ljós kom að um þetta voru mjög skiptar skoðanir meðal fund- armanna. Meðal annars kom það fram í máli margra að eðlileg krafa væri að starfsmenn ættu að vera félagsmenn í félögunum sem þeir ynnu fyrir, og sem slíkir hefðu þeir jafnan rétt á við aðra til að beita sér í félagsstarfinu. Líka var á það bent að starfsmaður, sem væri félagsmaður, gæti þar með verið kominn með tvöfaldan rétt, sem væri óeðliiegt. Slíkt gæti til dæmis leitt það af sér að starfsmenn gætu komist í þá aðstöðu að hafa meiri- hluta í stjórnum, sem hæpið væri að telja æskilegt. Niðurstaðan varð sú að tillög- unni um atkvæðisrétt starfsmanna- fulltrúa var vísað til stjórnar Sam- bandsins. Hins vegar var einróma samþykkt önnur tillaga þar sem fundurinn lýsti stuðningi við þær hugmyndir um starfsmannastefnu sem kynntar voru þar í framsögu- ræðu. Samþykkti fundurinn ein- róma að fela stjórn Sambandsins að fullmóta þessa stefnu hið allra fyrsta. Önnur mál Af cðrum málum, sem fram komu á fundinum, má nefna tillögu frá Kf. Hvammsfjarðar þess efnis að sett yrði upp sérstakt tilrauna- og þróunarsláturhús, og var henni vísað til Búvörudeildar og haust- fundar Félags sláturleyfishafa til umfjöllunar. Tillögu frá KRON um eflingu fræðslustarfs var vísað til stjórnar Sambandsins. Þangað var einnig vísað annarri merkri tillögu, frá Kf. Austur-Skaftfell- inga á Hornafirði, um stofnun sérstaks húsaverndunarsjóðs, sem hefði það að markmiði að styrkja varðveislu gamalla og sögufrægra húsa í eigu kaupfélaganna. Að vanda var mikið ort á fundin- um og fuku vísur þar óspart á milli manna og úr ræðustól. Ein þeirra var sú sem hér fylgir, höfundur er Páll Bergþórsson: Margir gera sér mikla von um myndugleik forstjórans horska, enda er hann Guðjón B. Ólafsson æfður að fást við þorska. Og var þetta aðeins ein af fjölda - mörgum sem flugu þarna um borð.- esig Frá aðalfundi Sambandsins. Myndin er tekin á bak við háborðið, og sér aftan á þá Val Arnþórsson og Pál Bergþórsson fram eftir fundarsalnum í Bifröst. (Ljósm. Knstján Pctur Guðnason.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.