Tíminn - 23.06.1987, Qupperneq 5

Tíminn - 23.06.1987, Qupperneq 5
Þriðjudagur 23. júní 1987. Tíminn 5 Sláttur hafinn í Skagafirði Ársfundur Alþjóöa hvalveiðiráðsins: Útlitið er dökkt fyrir íslendinga „Þetta gengur illa. Að vísu telj- um við niðurstöður vísindanefnd- arinnar eðlilegar. Sumir í nefnd- inni telja okkar rannsóknir ekki mikilvægar. Aðrir eru annarrar skoðunar. Útlitið er ekki bjart fyrir okkur að mínu mati, en við teljum málið ntjög alvarlegt" sagði Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegs- ráðherra, í samtali við Tímann, en Halldór er nú staddur í Bourne- mouth í Englandi á ársfundi Al- þjóða hvalveiðiráðsins. Vísindanefnd Alþjóða hvalveið- iráðsins hefur haft niðurstöður ís- lensku rannsóknanna tíl meðferðar í síöustu viku og eins og kemur fram í máli Halldórs cru neíndar- menn ekki á einu máli um gildi þeirra. Hvalveiðar í vísindaskyni voru ræddar á fundinum í gær og kom þá í Ijós að málstaður íslendinga mætir taisverðri andstöðu meðal annarra þátttökuþjóða, en ntálin verða nánar rædd á rnorgun, mið- vikudag. „Það var nú greinilcgt að mál- flutningur okkar vakti athygli og marga til umhugsunar, en hvcrnig málið endar veit enginn" sagði Halldór ennfremur. Bandart'sk tillaga liggur fyrir fundinum, þar scm gert er ráð fyrir að hvalveiðar í vísindaskyni verði miklu meiri takmörkunum háðar en þær nú eru. Samkvæmt þeirri tillögu myndi vfsindanefndin fjalla um ailar áætlanir sem ríki scttu fram um vísindaveiðar og dæma um hvort og hversu marga hvali þurfi að veiða. Það kæmi síðan í lilut ársfundar Alþjóða hvalveiði- ráðsins að taka í raun pólitíska ákvörðun um viðkomandi vísinda- áætlun. Halldór Ásgrímsson og íslenska . sendinefndin hafa mót- mælt þessari tillögu vegna þess að hún brýtur gegn stofnsamningi Al- þjóða hvalveiðiráðsins og það er á þeim grundvclli sem málflutningur íslendinga á ársfundinum byggist. Þess má geta að skoðanir vísinda- rnanna í Vísindanefnd Alþjóða hvalveiðiráðsins eru yfirleitt mjög skiptar og sjaldnast hefur nefndin komist að ákveðinni niðurstöðu þar sem allir eru á sama máli. Þctta sést m.a. á viðbrögðum við niður- stöðum úr íslensku rannsóknun- um. Halldór Ásgrímsson hcfur hins vegar marg lýst því yfir, m.a. eftir fundinn nteð Shultz utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna á dögun- um að íslendingar væru tilbúnir að sctja þrengri reglur um fram- kvæmd veiðanna vegna þess að hugsanlegt sc að ákvæðið um vís- indavciðar sé misnotað. Halldór er aftur væntanlegur til landsins í kvöld. en aðrir í fslensku sendinefndinni eru þeir Árni Kol- beinsson. ráðuneytisstjöri, Kjartan Júlíusson, deildarstjóri í Sjávarút- vegsráöuncytinu, Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., Helgi Ágústsson, sendihcrra, Guðmund- ur Eiríksson, þjóðréttarfræðingur, Agnar lngólfsson, prófessor og Jóhann Sigurjónsson, sjávarlíf- fræðingur. Þeir munu vcra áfrarn út ráðstefnuna, en gert er ráö fyrir aðhenni Ijúki á föstudaginn. -SÓL Frá Frni Fórarinssyni frcttaritara l'ímans i Fljótum. Sláttur er hafinn á nokkrum bæj- um í Skagafirði, einkum í Blöndu- hlíð. Enda er nú góður þurrkur á hverjum degi og má segja að tíðarfar í maí og júní hafi leikið við fólk bæði til sjávar og sveita að því undan- skildu að þurrkar hafa tafið sprettu verulega upp á síðkastið. í samtali við Gunnar Sigurðsson bónda á Stóru-Ökrum f Blönduhlíð kom fram að hann væri með flatt á 10 hekturum sem hann reiknaði með að hirða af í dag og á morgun. Spretta væri orðin sæmileg ob því ekki eftir neinu að bíða heldur hefja heyskap. Gunnar bjóst við að halda áfram slætti næstu daga ef þurrkur héldist. Ekki er að búast við að heyskapur hefjist almennt í Skagafirði fyrr en um eða upp úr mánaðarmótum, en fjögurra vikna tímabil frá 19. maí til 14. júní þegar aldrei kom dropi úr lofti tafði sprettu mikið eins og áður sagði. Bifreiðaeftirlit ríkisins: Deilan óleyst í gær var fundur Starfsmannafé- lags Bifreiðaeftirlitsins og var eftir- litið lokað víða um land á meðan. Ekki rættist úr málum, heldur var felld tillaga um breytingar á starfs- skipulagi í eftirlitinu. Bifreiðaeftir- litið verður því áfram lokað í dag, segir Gunnar Jónasson, formaður Prestar um hjónabandið Hjónabandið í kirkju og samfélagi verður megin efni prestastefnu sem hefst í dag í Borgarnesi. Á mið- vikudag verða starfandi 10 umræðu- hópar sem hver um sig mun fjalla um sérstakar hliðar á hjúskap og hjú- skaparvanda. Þar verða rædd mál eins og eyðni, skattamál hjóna, varð- veisla hjónabandsins og framtíð, sáttaumleitanir í sambandi við skiln- að og hitt og annað er varðar hag hjóna. Hver hópur um sig mun síðan hafa innlegg og skýra frá umræðum sínum á fimmtudag. Þá verða al- mennar umræður um efnið í heild og væntanlegar ályktanir bornar upp. KB Bílvelta nálægt Veiöi- „ vötnum Okumaður grunaður um ölvun Bílvelta varð nálægt Veiði- vötnum aðfaranótt laugardags. Ökumaður er grunaður um ölvun. Farþegi var með honum og sakaði báða lítillega, en ekki alvarlega, að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli. Þeir voru færðir á sjúkrahús í Reykjavík. Bifreiðin er talsvert skemmd, jafnvel ónýt. Á Hellu var mikið hesta- mannamót og samkoma í Þórs- mörk og fór hvort tveggja stórá- fallalaust fram. þj Starfsmannafélagsins. Haukur Ingi- bergsson, forstjóri eftirlitsins, segir aðgerðirnar ólöglegar og beri að mæta þeim samkvæmt því. Þótt málið sýnist torsótt og lausn ekki í sjónmáli skortir ekki að menn ræðist við, því að fundarhöldum linnti varla í allan gærdag. Á fundi samstarfsnefndar öryggis og lög- gæslustétta á föstudaginn var undrun lýst á framkvæmd þeirri sem for- svarsmenn Bifreiðaeftirlits ríkisins boðuðu. Samstarfsnefndin sagði það undarlegt að fara að reka stofnun hálft fjárhagsár með starfsemina alla í þenslu og bæta á lausráðnu liði. Skera svo niður vinnu á miðju ári og raska þannig meginforsendu fyrir veru starfsliðsins. Skoraði fundurinn á stjórnvöld að skerast í leikinn og skakka hann, svo koma megi í veg fyrir „að verra slys hljótist af en nú er þegar orðið.“ þj Veiðidagur fjölskyldunnar Veiðidagur fjölskyldunnar fór fram í blíðskaparveðri og ekki hægt að fara fram á betra ferða- og útivistarveður. Fjöldamargir nýttu sér einstætt boð um að renna fyrir silung útgjaldalaust og víst að margir veiddu sinn fyrsta fisk. Myndin er táknræn fyrir daginn en svo þétt stóðu veiðimenn við Þingvallavatn á sunnudag. (Timamynd Pjetur) Halldór Antonsson Steiniöjunni ísafirði: Brot á samkomulagi við varnarmálanefnd „Ef B.M. Vallá getur selt 2.000 rúmmetra af steypu hér á sama verði og í Reykjavík, með því að flytja hingað alla mölina með skipum að sunnan auk flutningskostnaðar á verksmiðjunnni til að búa hana til, þá tel ég að fyrirtækið hljóti að vera að okra á steypunni í Reykjavík“, sagði Halldór Antonsson, fram- kvæmdastjóri steypustöðvar Stein- iðjunnar á Isafirði. Nema það væri kannski nýja landsbyggðastefnan að láta Reykvíkinga borga niður steypuna úti á landi, bætti hann við. Áð kröfu hafnaryfirvalda á ísa- firði fjarlægði Steiniðjan í gær af hafnarbakkanum steypubílana sem þeir höfðu lagt þar til að koma í veg fyrir flutning steypustöðvar B.M. Vallár til Bolungarvíkur. I Bolung- arvík standa fyrir dyrum nokkur stórverkefni sem reiknað er með að í þurfi um 2.000-2.500 rúmmetra af steypu, sem kosta mundi um 15 milljónirsamkvæmt taxtaverði B.M. Vallár, þ.e. án afsláttar. Til saman- burðar má nefna að Steiniðjan hafði reiknað með um 6.000 tonna steypu- sölu í ár, að þessum 2.500 tonnum meðtöldum. Málið snýst því um stóran hluta af ársverkefnum Stein- iðjunnar. Af þessari steypu er reiknað með að um 1.000 tonn fari til byggingar radarstöðvar á vegum varnarliðsins. Verði sú steypa keypt af B.M. Vallá sagði Halldór þar um að ræða brot á samkomulagi milli varnarmála- nefndar og bæjarstjórnar Bolungar- víkur um að heimamenn sitji fyrir öllum verkefnum. Halldór segir Steiniðjuna falla undir ákvæðið um heimamenn þar sem hún hafi hingað til séð um alla steypusölu til Bolung- arvíkur. Hin stórverkefnin eru veg- skáli, grunnskólabygging og hafnarf- ramkvæmdir. Halldór sagði taxtaverð á steypu hjá Steiniðjunni um 6% hærra en hjá B.M. Vallá. Verktakar við fyrr- greindar framkvæmdir hafi aðeins spurst fyrir um verð hjá Steiniðjunni en ekki leitað tilboða þar. Eina ástæða þess að verðið er hærra hjá Steiniðjunni sagði Halldór þá að hún liggi með 10 millj. króna kostn- að í sementssílói á ísafirði, en víðast annarsstaðar sé það Sementsverk- smiðjan sem eigi sílóin. Ef Steiniðj- an gæti notað þessar 10 millj. til að greiða niður annan fjármagnskostn- að gæti steypan verið ódýrari. Halldór kvaðst enn trúa því að Steiniðjan fengi þessi Bolungarvík- urviðskipti. í samtölum hans við framkvæmdaaðilana í gær hafi þeir fullyrt að engir samningar hafi verið umdirritaðir við B.M. Vallá. Stein- iðjan hljóti því að eiga möguleika á að fá þessi viðskipti ekki síður en aðrir. Missi þeir hins vegar allt að helminginn af árssölunni sé best að látaB.M. Vallátakaviðsteypufram- leiðslunni þar vestra, því enginn grundvöllur sé þar fyrir rekstri nema einnar steypustöðvar. - HEI

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.