Tíminn - 23.06.1987, Side 6
6 Tíminn
Þriðjudagur 23. júní 1987.
Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands:
GAGNRÝNISRADDIRNAR
HLJÓDAR OG ÓVIRKAR
Aðalfundur Búnaðarsambands
Suðurlands var haldinn sl. föstudag
19. júní að Gunnarshólma í A-
Landeyjum. Þrátt fyrir sterkan
orðróm um að þetta yrði átaka-
fundur, eins og Tíminn greindi frá
í síðustu viku, reyndist samstaða
mikil á fundinum. Svo virðist sem
þær óánægjuraddir sem gagnrýnt
höfðu stjórn Búnaðarsambandsins
m.a. fyrir ráðningu á framkvæmda-
stjóra eða framkvæmdastjórum,
hafi ekki haft almennan hljóm-
grunn meðal sunnlenskra bænda.
Þetta kemur m.a. fram í því að
engin umræða varð um þágagnrýni
sem sett hefur verið fram, þrátt
fyrir að á fundinum hafi verið
auglýst eftir henni. Einnig bendir
kosning stjórnarmanna til þess að
hér hafi verið um „storm í vatns-
glasi“ að ræða, en á þessum aðal-
fundi átti samkvæmt lögum Búnað-
arsambandsins að kjósa um tvo
fulltrúa Árnesinga í stjórninni. Því
er skemmst frá að segja að Sveinn
Skúlason var endurkosinn í stjórn-
ina og hlaut hann 53 atkvæði af
milli 60-65 mögulegum og vara-
maður Stefáns Jasonarsonar frá
Vorsabæ sem gekk nú úr stjórn
sökum aldurs, Ágúst Sigurðsson í
Birtingaholti hlaut einnig góða
kosningu í stjórnina eða 57 at-
kvæði. Athygli vekur að Guð-
mundur Lárusson í Stekkum, sem
einnig var í framboði til stjórnar
hlaut ekki kosningu (22 atkvæði),
en Guðmundur er einn þeirra sem
hefur gagnrýnt stjórnina.
Stefán Jasonarson hefur nú látið af
störfum sem formaður Búnaðar-
sambandsins eftir 18 ára þjónustu.
Búnaðarsamband Suðurlands er
stærsta Búnaðarsambandið á land-
inu og því rekið í mörgum deildum.
Reikningar eru því flóknari en
víðast. Búnaðarsambandið sjálf
var árið 1986 rekið með um hálfrar
milljónar króna halla samkvæmt
endurskoðuðum ársreikningi en
hagnaður varð á rekstrinum fyrir
fjármagnsliði. Eigið fé Sambands-
ins þ.e. eignir umfram skuldir nem-
ur hins vegar rúmum 7 milljónum.
í samandregnum rekstrarreikn-
ingi allra deilda Búnaðarsam-
bandsins kemur fram að halli fyrir
fjármagnsliði var u.þ.b. 1,8 milljón
en halli af reglulegri starfsemi að
meðtöldum fjármagnsliðum varð
tæpar 5 milljónir. Eigið fé sam-
kvæmt samandregnum efnahags-
reikningi allra deilda nam tæpum
50 þúsund krónum.
Á aðalfundinum að Gunnars-
hólma lét Stefán Jasonarson úr
Vorsabæ af embætti sem formaður
Búnaðarsambandsins en því starfi
hefur hann gegnt frá 1969, en hann
hefur setið í stjórn Búnaðarsam-
bandsins frá 1959. Voru honum
þökkuð vel unnin störf á liðnum
árum og áratugum og féllu þar
mörg hlý orð í garð Stefáns.
Samkvæmt lögum Búnaðar-
sambandsins skiptir stjórn með sér
verkum sjálf og er því enn óljóst
hver tekur við formennsku af Stef-
áni. -BG
Ertu að byggja upp
líkamann?
Viö leitum aö
blaðberum til
starfa víösveg
um borgina.
Melabraut
Skólabraut
Unnarbraut
Afleysingar
Máshólar
Starrahólar
Valshólar
Eskihlíð
Mjóahlíð
Sóleyjargata
Laufásvegur frá 48
Bergstaðastræti 54
Fjólugata
Selbraut
Sólbraut
Lambastaðabraut
Teigasel
Vatnasel
Þingasel
Þverársel
Kársnesbraut 53 og út
Norðurvör
Hafnarbraut
Langahlíð 13-25
Bólstaðarhlíð
Skaftahlíð
mánuð Skerjafjörður
Afleysing í
Álftamýri
Safamýri
Baldursgata
Fjölnisvegur
Freyjugata
Sjafnargata
Urðarstígur
Auðarstræti
Baldursgata
Flókagata
Guðrúnargata
Kjartansgata
Haföu samband.
Tíniirin
•SIDUMULA Iíj
S686300
Orrustuvélin aldna hefur sig til flugs á leið til Bretlands frá Bandaríkjunum
eftir skamma viðdvöl bæði á Grænlandi og íslandi. (Tímamynd: Eggert)
Safnvél frá Bandaríkjum til Bretlands:
Heimsókn aldinnar
orrustuflugvélar
Gömul orrustuflugvél lenti á
Reykjavíkurflugvclli á sunnudags-
kvöld klukkan 22.00 eftir réttra sex
klukkustunda flug frá Grænlandi.
Vélin er af gerðinni North American
P-51 Mustang og smíðuð 1945.
Þessi stríðsflugvél hefur verið
keypt í Bandaríkjunum af Spencer
Flack, safnara í Bretlandi, fyrir
u.þ.b. 14 til 18 milljónir íslenskra
króna. Orrustuvélar af þessari gerð
hafa verið mjög eftirsóttar í Banda-
ríkjunum og verslun með þær af-
skaplega fjörug. Nokkrar slíkar vél-
ar voru staðsettar á velli herliðsins í
Keflavík á árunum 1951 til 1952. Þá
voru þetta einmenningsvélar, en nú
hefur verið bætt við farþegasæti
aftan við flugmann.
Þetta er í annað sinn sem flugmað-
urinn flýgur slíkri vél yfir hafið.
Hann fórsömu leið í júní í fyrrasum-
ar. þj
Hér má sjá veiðimanninn halda á laxinum væna, 29 punda, sem veiddist í
Vatnsdalsá.
29 punda lax
í Vatnsdalsá
Stærsti lax sumarsins, sem Tíminn
hefur haft spurnir af, veiddist í
Vatnsdalsá í Húnavatnssýslu eftir
hádegi á laugardag. Um er að ræða
29 punda fisk og fékkst hann á
maðk. Veiðimaðurinn heitir Sigurð-
ur Einarsson og er hann Borgfirðing-
ur frá Hellubæ í Hálsasveit.