Tíminn - 17.07.1987, Page 4

Tíminn - 17.07.1987, Page 4
Föstudagur 17. júlí 1987 4 Tíminn Bæjarstjórn Akraness: Selur hlutabréf og stofnar þróunarsjóð Nú er ( undirbúningi stofnun sérstaks atvinnuþróunarsjóðs fyrir Akranesbæ. Bæjarstjórn Akraness samþykkti á fundi sínum á þriðj- udag að söluhagnaður af hlutabréf- um bæjarins í Krossvík hf. sem var um 10 milljónir króna, muni renna sem stofnframlag í fyrirhugaðan atvinnuþróunarsjóð. Gert er ráð fyrir að söluhagnaður af öðrum hlutabréfum bæjarins muni einnig renna í sjóðinn og auk þess verði árleg fjárveiting í sjóðinn a.m.k. 2 milljónir króna að núvirði næstu fjögur árin. Að sögn Ingibjargar Pálmadótt- ur forseta bæjarstjórnar á Akranesi er ætlunin að hlutverk fyrirhugaðs atvinnuþróunarsjóðs verði fyrst og fremst að stuðla að eflingu atvinnu- lífs á Akranesi. Ekki sé búið að samþykkja reglugerð fyrir sjóðinn en í þeirn drögum sem fyrir liggja er gert ráð fyrir að tilgangi sjóðsins verði náð með lánveitingum til nýframkvæmda á vegum einstakl- inga, fyrirtækja og stofnana til lengri eða skemmri tíma. Einnig með því að sjóðurinn gefi fyrir- tækjum kost á kaupleigu á vélbún- aði, auk þess sem gert er ráð fyrir möguleika á fjármögnun á rann- sóknum í tengslum við nýjar at- vinnugreinar sem gætu stuðlað að eflingu atvinnulífs. Þá yrði heimilt að veita áhættulán til hagnýtra athugana og áætlanagerðar sem ætla mætti að leiði til aukinnar atvinnuþróunar. Ef sú yrði raunin yrð lánið endurgreitt í formi pen- inga eða hlutafjár. Þá er gert ráð fyrir að sjóðurinn geti varið fé til hlutabréfakaupa í fyrirtækjum á Akranesi til að auðvelda stofnun fyrirtækja eða endurskipulagningu eldri fyrirtækja. Einnig er fyrirhugað að sjóður- inn geti veitt lán eða styrki til sérnáms í þágu atvinnulífsins þegar sérstaklega stendur á að mati sjóð- stjórnar og viðkomandi á ekki rétt á láni úr öðrum sjóði. Þá verði honum heimilt að veita ábyrgð gagnvart lánveitingum annarra sjóða enda sé baktrygging fyrir hendi. Gert er ráð fyrir að sjóður- inn verði sjálfstæður sjóður en í eigu Akraneskaupstaðar. -HM Færri hreindýr verða felld í ár Ákveðinn hefur verið fjöldi hreindýra sem leyft verður að skjóta í ár. Alls eru dýrin sex hundruð en voru í fyrra um sjö hundruð. Fækk- unin mun stafa af því að í fyrra vantaði mikið upp á að kvótinn yrði fylltur. í ár skipta 32 hreppar með sér sex hundruð dýrum. Flest dýrin verða felld í Borgarfjarðarhreppi, eða 54. í Norðfjarðarhreppi og Helgustaða- hreppi verða felld 52 dýr, svo fram- arlega að menn noti allan kvótan. Fljótsdalshreppur og Jökuldals- hreppur 45 dýr. Skriðdalshreppur og Vallahreppur 32 dýr. Áðrir hreppar fengu færri dýr í sinn hlut, allt niður í þrjú og fjögur dýr. Veiðitíminn stendur frá 1. ágúst fram til 15;september. -ES Lúðueldi á Reykjanesi: Söfnun á smálúðu í Faxa- flóa hafin Starfsmenn á vegum Hafrann- sóknastofnunar eru að hefjast handa um veiðar á fimm til sex þúsund smálúðum í Faxaflóa sem notaðar verða við eldistilraunir. íslandslax og Hafrannsóknastofnun eru sam- eiginlega að gera tilraunir með smá- lúðueldi í kerjum, í aðstöðu íslands- lax í grennd við Grindavík. Hafa tilraunirnar staðið nokkurn tíma og fyrstu niðurstöður benda til þess að um arðvænlegt eldi geti verið að ræða. Dr. Björn Björnsson hefur yfir- umsjón með tilraununum. Sagði hann að þær lúður sem nú verða veiddar í Faxaflóa og fyrstu tilraunir með þær gefi tóninn í þessu sam- bandi. Mikill dauði hefur verið hjá lúðunum fyrstu vikurnar í kerjum og vonast Björn og félagar til þess að hægt verði að komast fyrir þessa erfiðleika og þar með tryggt að hægt verði að stunda eldið og það skili arði. Rannsóknir nú beinast að því að kanna hversu mikill þéttleiki lúðunnar er mögulcgur í kerjunum. á fermetra. íslandslax hyggur á stórfellt eldi á lúðu sýni tilraunir fram á arðsemi. -ES íslenskar myndir í Regnboganum Sómabátarnir tveir halda til Færeyja með fljótandi sjávarútvegssýningu. Útflutningsráð íslands: Sjávarútvegssýning á floti í Færeyjum íslenskar kvikmyndir verða sýnd- ar í kvikmyndahúsinu Regnbogan- um í sumar dag hvern kl. 19.00. Sýndar verða flestar kvikmyndir sfð- ustu 10 ára. Þær eru allar með íslensku tali en enskum texta, þannig að erlendir ferðamenn geti notið þeirra líka. Færeyingar munu á næstu dögum eiga kost á að sjá fljótandi sjávarút- vegssýningu frá íslandi. Útflutn- ingsráð fslands í samvinnu við ís- lensk framleiðslufyrirtæki í sjávarút- vegi sendi í gær tvo Sómabáta fulla af íslenskum tækjabúnaði til Færeyja þar sem íslensk framleiðsla tengd sjávarútvegi verður kynnt. Bátarnir munu sigla á milli fimmtán færeyskra bæja og væntanlegum kaupendum þar boðið að skoða og prófa varning- inn sem settur hefur verið um borð í bátana. Mun ferðinni ljúka í Þórs- höfn þar sem höfð verður móttaka fyrir þá aðila í Færeyjum sem sýnt hafa íslensku framleiðslunni áhuga. Að sjálfsögðu munu þar verða á boðstólum íslenskar matvörur og íslenskar veigar. Að sögn Jens Ingólfssonar farar- stjóra í Færeyjaförinni og svæðis- stjóra norðvestursvæðis hjá Útflutn- ingsráði íslands var talið að sýning sem þessi muni vekja meiri áhuga en hefðbundin sölusýning. Kostir þessa fyrirkomulags í Færeyjum væru augljósir þar sem sýningin komi til heimabæja væntanlegra kaupenda þar sem koma bátanna hefur verið rækilega auglýst í stað þess að kaup- endur þurfi að ferðast á sýningar- stað. Jens sagði að Útflutningsráð ís- lands legði mikla áherslu á Færeyja- markað og að menn væntu mikils af honum. Þetta framtak væri því aðe- ins byrjunin á öflugu markaðsátaki fyrir íslenskar vörur í Færeyjum. Beny Rehman í Braodway Beny Rehman einn þekktasti skemmtikraftur í Sviss mun skemmta gestum í veitingahúsinu Broadway helgina 24. og 25. júlí nk. Skemmtidagskrá Beny Reh- man og félaga byggist aðallega á tónlist sem er úr ýmsum áttum auk þess sem þeir bregða á leik í litlum skemmtiþáttum. U.þ.b. 200 ferðamenn frá Sviss munu koma hingað til lands að skemmta sér í Broadway með Beny Rehman og hljómsveit auk þess að eyða helginni við að skoða sig um í Reykjavík. Lottó: Norðfirðingar happadrjúgir Lottókassinn í Neskaupstað er líklegast sá happadrýgsti á land- inu. Síðan íbúar Neskaupstaðar fengu kassann í desember ’86, hafa fjórir aðilar verið með fimm rétta og hlotið allt frá 400 þúsund kr. upp í 850 þúsund kr. í flestum tilfellum er um að ræða tölur sem fólkið hefur valið sjálft en ekki tölvan á staðnum og yfirleitt á miða sem það er alltaf með sömu tölurnar á. Síðasta laugardags- kvöld kom vinningurinn upp á tölur sem eigandi miðans hafði haft margar helgar í röð og jafn- framt unnið marga smávinninga á. Eitt laugardagskvöld voru tveir aðilar með fimm réttar. Starfs- menn Söluskála ESSO í Nes- kaupstað.þar sem lottókassinn er, sögðu jafnframt að þetta væru einu vinningarnir með fimm rétta sem fólk á Austurlandi hefur hlotið. Lottókassinn í Nes- kaupstað er að vonum mjög vinsæll að sögn starfsmanna Sölu- skálans. -IDS

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.