Tíminn - 17.07.1987, Page 7
Föstudagur 17. júlí 1987
Tíminn 7
mrn ■ fiii aifi ii8e i Sli ISfi
■ s «||i c«|. 11» ílll fiS»
Ml ;««. rp? iMI ||f|
MNÍf ífl; r*«| mn; *l«i m
Pl - ,***: f«§! *** m í*í: !««:
IP li !»i: mm ;*nf !«*;
|i?«; ;««» jtr
WrrHi
m mmm
isr m m m
m mmm
m mmm
its m m m
m mmm
am « m
» íiimimi, iiiiii iiiii iii ■
fti «p mm mm mm mm mm m m m
m íp tiM'iiiiiiflii
«* mm mm mm mm mm mmm
MfiHMMfliM m -
RMI «• "■ mf h mm
Málefni Borgarspítalans í Reykjavík eru meðal þeirra verkefna sem ný ríkisstjórn og nýr heilbrigðisráðherra munu takast á við á kjörtímabilinu. Til Borgarspítala rann tæplega 1,2
milljarður af fjárlögum 1987
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið:
Andleg og líkamleg heilsa
okkar kostar 18 milljarða
Heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðuneytið tekur til sín stærsta
hlutann af fjárlögum ríkisins. Á
fjárlögum fyrir 1987 var veitt rúm-
lega 18,5 milljörðum króna til
heilbrigðis- og tryggingamála, en
heildarupphæð fjárlaganna er tæp-
lega 46 milljarðar. Það er því 40%
árlegra útgjalda ríkisins, sem fer í
að annast um líkamlega og andlega
velferð íslensku þjóðarinnar.
Langsamlega stærsti útgjaldalið-
urinn eru lífeyris- og sjúkra-
tryggingar, sem Tryggingastofnun
ríkisins hefur á sinni könnu. Þar er
um að ræða útgjaldapóst sem nem-
ur tæplega 11 milljörðum króna
eða hartnær 60% útgjalda ráðun-
eytisins.
Annar stór liður í heilbrigðis-
kerfinu eru sjúkrahúsin, en ráðu-
neytið hefur á sinni könnu allan
sjúkrahúsarekstur í landinu og fara
til þess málaflokks um 6,3 milljarð-
ar króna eða 34% fjárveitinga
ráðuneytisins.
15sjúkrahús
utan Reykjavíkur
Til fróðleiks má geta að alls eru
15 sjúkrahús utan Reykjavíkur-
svæðisins, og eru stærstu sjúkra-
húsin á Akureyri og Akranesi.
Alls rennur rúmlega 1,5 mill-
jarður til þeirra 15 sjúkrahúsa, sem
eru utan höfuðborgarsvæðisins.
Til ríkisspítalanna fara 2885
m.kr. Borgarspítalinn fær 1190
m.kr., Sólvangur í Hafnarfirði fær
106 m.kr. og Landakotsspítali 578
m.kr.. Það eruþví 4.759 m.kr.sem
renna til sjúkrahúsa á höfuðborg-
arsvæðinu, þar sem allar stærstu
sjúkrastofnanir landsins eru stað-
settar.
Eru þá ótaldar hartnær 200 m.kr.
sem fara til byggingar sjúkrahúsa
og Iæknisbústaða.
Tryggingamálin og sjúkrahúsin
taka því til sín nær allar fjárveiting-
ar til ráðuneytisins.
245 millj. kr. í
heilsugæslustöðvar
Ráðuneytið hefur auk þess mörg
og mjög mikilvæg verkefni á sinni
könnu. Tvö þeirra eru þar tvímæla-
laust mikilvægust. Annars vegar er
það uppbygging heilsugæslu út um
land, en í ár verður varið 245 m.kr.
til þess verkefnis. Annar mikilvæg-
ur og mjög vaxandi málaflokkur er
málefni aldraðra, en ráðuneytið
hefur með Framkvæmdasjóð aldr-
aðra að gera og var veitt til hans
140 m.kr. á fjárlögum 1987. Þá
heyrir Eftirlaunasjóður aldraðra
undir heilbrigðis- og tryggingamál-
aráðuneytið.
Ráðuneytið hefur einnig á sinni
könnu ýmsar sjúkra- og endurhæf-
ingarstöðvar fyrir fatlaða.
Menntunarmál heilbrigðisstétta
koma einnig til kasta ráðuneytis-
ins, því það hefur umsjón með
þremur skólum á því sviði; Sjúkra-
liðaskóla íslands, Lyfjatækniskóla
íslands og Ljósmæðraskólann.
Auk þess heyrir Þroskaþjálfaskól-
inn undir ráðuneytið.
Fjöldi annarra mikilvægra verk-
efna eru innan ráðuneytisins. Þar
má nefna lyfjamál, en núverandi
ráðherra hyggst taka þau mál föst-
um tökum. Umhverfisverndarmál
FRÉTTASKÝRING
Endurhæfíng sjúklinga getur verið tíma- og Qárfrek.
eru vaxandi málaflokkur innan
ráðuneytisins, en á vegum þess
starfa eiturefnanefnd, Hollustu-
vernd ríkisins og Geislavarnir
ríkisins.
Áhersla á for-
varnarstarf
Þá er að geta þess að ríkisstjórn-
in hyggst taka í meira mæli á
fíkniefnavandanum og samræma
aðgerðir í þeim málum. Heilbrigð-
is- og tryggingamálaráðuneytið
mun koma þar mikið inn f mynd-
ina, en undir ráðuneytið heyrir
Áfengis- og fíkniefnanefnd auk
áfengis- og tóbaksvarna.
í síðustu ríkisstjórn voru lögð
fram drög að íslenskri heilbrigðis-
áætlun. Meginþemað í þeim drög-
um er áhersla á fyrirbyggjandi starf
til að koma í veg fyrir sjúkdóma.
Núverandi heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra hyggst
leggja mikla áherslu á þennan þátt
og efla forvarnarstarfið eins og
mögulegt er.
Þá má geta í þessu sambandi að
undir ráðuneytið heyra aðrir aðil-
ar, sem fyrr er getið sem sinna
forvarnarstarfi í sambandi við vím-
ugjafa, s.s. Manneldisráð, Hjarta-
vernd og Landlæknisembættið.
Heyrnar og talmeinastöð íslands
og Sjónstöð íslands eru einnig á
vegum ráðuneytisins. Loks má
nefna að ráðuneytið hefur með
Atvinnuleysistryggingasjóð að
gera, en ríkið leggur á þessu ári 465
m.kr. til sjóðsins.
Það er því í mörg horn að líta í
þessu viðamesta ráðuneyti Stjórn-
arráðsins.
Það er ekki ólíklegt að umtals-
verðar breytingar geti orðið á starf-
semi ráðuneytisins á stjórnartíma-
bilinu, ef marka má verkefnaáætl-
un ríkisstjórnarinnar, en þar er
kveðið á um endurskoðun verka-
skiptingar ríkis og sveitarfélaga á
sviði heilbrigðismála.
Tillögur verka-
skiptinganefndar
Eitt af meginatriðunum í stjórn-
arsáttmála ríkisstjórnarinnar er
endurskoðun á verkaskiptingu rík-
is og sveitarfélaga á sviði
heilbrigðiþjónustu. í því sambandi
má minnast að nýverið hefur verið
birt nefndarálit tveggja nefnda sem
'Alexander Stefánsson fyrrv. fél-
agsmálaráðherra skipaði til að gera
tillögur um verkaskiptinguna ann-
ars vegar og fjármálaleg samskipti
þessara aðila hins vegar.
Þar er lagt til að ríkið byggi og
reki öll opinber sjúkrahús og
sjúkradeildir fyrir aldraða og beri
af þeim allan kostnað. Hins vegar
verði það hlutverk sveitarfélaga að
sjá um heilsugæslu utan sjúkrahúsa
og greiða jafnframt stofnkostnað
og rekstur hennar. Þó muni sjúkra-
tryggingakerfið greiða kostnað við
vinnu lækna og lyfjaávísanir.
Sjúkrasamlagið greiðir þennan
kostnað í dag. Þá hefur ríkissjóður
hingað til staðið straum af 85% af
stofnkostnaði heilsugæslunnar og
auk þess laun sérmenntaðs starfs-
fólks heilsugæslustöðva en sam-
kvæmt tillögum verkaskiptinga-
nefndarinnar munu sveitarfélögin
greiða launakostnað sérmenntaðs
starfsfólks og kostnað stöðvanna
við rannsóknir o.fl., sem nú er
endurgreiddur af sjúkrasamlögun-
um.
Varðandi málefni aldraðra er
lagt til að sveitarfélögin sjái um
byggingu og rekstur dvalarheimila,
hjúkrunarheimila og þjónustu-
íbúða fyrir aldraða. Þá verði
heimaþjónusta við aldraða, hvort
sem um er að ræða heimahjúkrun
eða heimilishjálp, alfarið á vegum
sveitarfélaga.
Ríkið yfir-
tekur 915 m.kr.
Nefnd sú, sem fjallaði um fjár-
málaleg samskipti ríkis og sveitar-
félaga, leggur til að ríkisstjóður
taki að sér verkefni sjúkrasamlaga
og kostnað af þeim, nema hvað
sveitarfélögin annist núverandi út-
gjöld sjúkrasamlaga vegna heima-
þjónustu, kostnað við rannsóknir á
heilsugæslustöðvum og samnings-
bundnar fastagreiðslur til heimilis-
lækna.
Þá er lagt þar til að sveitarfélögin
hætti að greiða hluta af tannlækn-
ingakostnaði og það fai fir á
ríkissjóð. Loks er lagt ti' ríkið
taki að sér skuldbinding; eitar-
félaganna varðandi Atvi, æysis-
tryggingasjóð.
Samkvæmt tillögum nefndarinn-
ar mundi sú breyting á verkaskipt-
ingunni sem þar kemur fram færa
útgjöld upp á 915 m.kr. miðað við
árið 1985 frá sveitarfélögunum til
ríkisins. Hins vegar mundi verk-
efnatilfærslan til sveitarfélaga frá
ríki nema 435 m.kr. Þannig að
útgjöld sveitarfélaga til ýmissa
þátta heilbrigðismála mundu
minnka um 480 milljónir kr.
- ÞÆÓ