Tíminn - 17.07.1987, Page 9

Tíminn - 17.07.1987, Page 9
Föstudagur 17. júlí 1987 ^Tíminn 9 lllllllllllll FISKELDI lllll!llllllllllll» Fiskeldisstöðin í Fellsmúla Mikill fjöldi fiskeldisstöðva hef- ur risið hér á landi, sem kunnugt er. Tilkoma þeirra og starfsemi er með ýmsum hætti, eins og eðlilegt er. Ein þessara stöðva, í Fellsmúla í Landssveit, hefur þá sérstöðu að vera byggð sem þáttur í að bæta fyrir röskun og tjón á lífríki vatna- kerfis Þjórsár og stöðuvatna þeirra á afrétti upp af Árnes- og Rangár- vallasýslu, sem eru í tengslum við virkjunarframkvæmdir og orku- vinnslu. Pað er Landsvirkjun, sem að þessu myndarlega verkefni hef- ur staðið, en stöðin verður í eigu hennar og hagsmunaaðila vatna- svæðanna, sem um getur. í Fellsmúla er nú starfandi ein fullkomnasta fiskeldisstöð á land- inu. Stöðvarhúsið sjálft er 550 fermetrar aðflatarmáli. Innan dyra eru auk klakaðstöðu fyrir eina milljón hrogna, 32 stór og 42 lítil eldisker, en það rúmar í eldi um eitt hundrað jrúsund gönguseiði og 500-600 þúsund sumaralin seiði. Stöðin hefur aðgang að 40 sek/1 af 4° heitu vatni og 20 sek/1 af 58°C heitu vatni, sem borað hafði verið eftir í ca 3 kílómetra fjarlægð frá eldisstöðinni. Auk eldisstöðvar- innar njóta þrjú heimili og kirkjan í Fellsmúla ylsins frá heita vatninu, sem fyrr var getið. í Fellsmúlastöðinni eru í eldi í sumar um 170 þúsund laxaseiði og 250 þúsund urriðaseiði. Ætlunin er að hluta af þessum seiðum verði sleppt í Þjórsársvæðið og urriða- seiðum í vötnin á Landmanna- og Holtamannaafrétti, en hitt selt til að standa að hluta til undir rekstri stöðvarinnar. Stöðvarstjóri í Fells- múlastöð er Sigurður Þórðarson, sem um langt skeið var stöðvar- stjóri Kollafjarðarstöðvar. Auk Sigurðar starfar í Fellsmúlastöð Filippus Magnússon frá Hellum. Víst er að fiskeldisstöðin í Fells- múla er ein fullkomnasta eldisstöð- in hér á landi. Þar er allur frágang- ur búnaðar og tækja til hreinnar fyrirmyndar og umgengni í sam- ræmi við það. Eldisstöðin býr yfir öryggisbúnaði, svo sem rafstöð og símboða, ef samveita bilar og ann- að fer úrskeiðis. Þá er tölvustýrð fóðurgjöf, eins og tíðkast reyndar víðast hvar í seiðaeldisstöðvum. Útflutningur laxaseiða Það er óhætt að segja, að það hafi verið happ fyrir seiðaeldis- Fiskeldisstöðin í Fellsmúla. Til vinstri á myndinni er Sigurður Þórðarson, stöðvarstjóri, og Guðni Kristinsson í Skarði. Myndir Einar Hannesson stöðvarnar hér á landi, að norsk og írsk yfirvöld skyldu opna fyrir innflutning á laxaseiðum til þessara landa. í Noregi hefur verið algert bann við innflutningi laxaseiða m.a. vegna sjúkdómahættu. Allur innflutningur undanfarin ár hefur þannig verið háður undanþágum. Á sínum tíma bjuggust menn við því, að Norðmenn yrðu sjálfum sér nógir um laxaseiði til kvíaeldis og reyndar var gert ráð fyrir að um- framframleiðsla væri. En á þessu’ varð breyting vegna sjúkdóma og annarra affalla sem urðu á laxaseiðaframleiðslunni í Noregi og markaður fyrir íslensk laxaseiði opnaðist þar með, seiðaeldisstöðv- um okkar til hagsbóta. Svipað má segja um írland, hvað laxaseið- ainnflutning varðar. Eru strangar reglur um þennan innflutning og því ánægjulegt þegar íslenskir eldismenn geta komist í gegnum þann múr. Líklegt er að alls hafi verið seld á þessu ári rúmlega ein milljón laxaseiða, stórseiði og seiði sem eru 80 til 100 grömm að þyngd. Verð seiðanna hefur verið nálægt 100 krónur fyrir hvert seiði. Er því hér um góða gjaldeyristekjulind að ræða. Eldisstöðvarnar, sem helst hafa komið við þessa sögu eru íslandslax í Grindavík, Fljótalax í Skagafirði, Árlax í Kelduhverfi, ísþór og Smári í Þorlákshöfn og Silfurgen í Höfnum á Reykjanesi. Auk þessa hefur verið nokkur markaður innanlanda fyrir göngu- seiði og smærri seiði. Nokkrar stöðvar stunda hafbeit og hefur verið sleppt verulegum fjölda seiða á þessu sumri til sjávar. Þannig mun Vogalax í Vogum á Vatns- leysuströnd hafa sleppt um 400 þúsund gönguseiðum af laxi að þessu sinni. Má því gera ráð fyrir góðri laxaveislu þar á næsta sumri, ef svo sem eins og 10 af hundraði seiða skila sér til baka. Heimtur hjá Vogalaxi hafa verið mjöggóðar það sem af er starfsemi stöðvarinn- ar, enda hefur verið staðið vel að undirbúningi og framkvæmd allri hiá stöðinni í þessu efni. - eh LESENDUR SKRIFA lllllll llllllllllllllll Lífsstigi alheimsins Frá hinni æðstu, alsamstilltu veru (hyperzoon), streymir magnandi lífsgeislan til hverrar lifandi veru, en líforkan dofnar, eftir því sem neðar kemur í þróunarstigann. Við gætum líkt lífsbyggingu (eða lífsstiga) alheimsins við píramída. Efst á honum er æðsta stig lífsins (hin alsamstillta vera hyperzoon), en eftir því sem neðar kemur eykst ófullkomleikinn, og neðst í píram- ídanum er lífið svo ófullkomið, að það rétt aðeins getur talist tórandi. Þar nær hinn guðlegi kraftur ekki að koma sér við sem skyldi. Tilgangur allífsins er að breyta svo þessari núverandi skipan þroska- stigans, að hið lægsta líf gæti orðið virkur þáttakandi í því áætlunar- verki guðanna, að hefja allt líf á hærra stig þroska, svo að um sífellda framför geti orðið að ræða, og að upprættar verði allar rætur hins illa um allan alheim. Þetta er takmark hinnar æðstu veru. Ekki er lítið færst í fang. Stórkost- leg er þessi áætlun. En ef þessari áætlun verður ekki framgengt, ef ekki tekst að eyða verðímynd hins illa í öllum alheimi, þá er eins víst, að ekki fær alheimur staðist. Að því mun þá koma að hann hlýtur að hrynja. Stórkostleg ragnarök mundu þá verða. En áætlunin verður að standast. Björgun alheims verður að takast. Og því heita guðirnir á hvern ein- stakling allra frumlífsmannkynja al- heimsins, að verða þeim samtaka í þessari miklu viðleitni. Frumlífsmannkyn eru þannig í sveit sett, alheimslega séð, að þau eru einskonar „Miðgarður". Þau veita móttöku guðlegum áhrifum frá æðri stöðum lífheima og þau veita þannig einnig móttöku illum áhrifum frá lægstu stöðvum lífheima, hel- heimum, þar sem skelfingin ríkir og allt hið illa. Björgun alheims er því mjög undir því komin, að „Miðgarðurinn" bregðist ekki. Framlífsmannkyn má ekki bregðast. Þótt neðariega standi mörg þeirra í þroskastiga allífsins, eiga guðirnir oft möguleika á, að koma þar fram hinum rétta skilningi á eðli og möguleikum lífsins. - Á hnetti okkar, jörðinni, er eitt af þeim mannkynjum, þar sem guð- unum hefur tekist, að koma fram skilningnum á alheimseðli lífsins og hvað í húfi er, ef ekki verður hafist handa um, að þiggja þá hjálp til björgunar, sem í boði er, frá há- þroskaverum hins æðra lífs. íslensk þjóð hefur orðið þeirrar gæfu aðnjótandi, að hjá henni hefur fyrst komið fram og verið boðaður þessi heimsskilningur, sem breyta muni öllu ástandi mannkyns, ef þeginn væri og hagnýttur. Ábyrgð íslenskrar þjóðar er því mikill, að stinga ekki þessum heims- skilningi undir mæliker, heldur að boða hann öðrum þjóðum, og leita undirtekta þeirra. Sofandaháttur í þessum efnum gæti mjög varðað framtíð þjóðarinnar og alls mannkyns. Ingvar Agnarsson

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.