Tíminn - 17.07.1987, Page 11
Föstudagur 17. júlí 1987
ÍTíminn 11
VIÐSKIPTALÍFIÐ
GROWTH OF WORLD’S LEADiNG ECONOMIES, 0/ /o n
ACTUAL FORECASTS
1984 1985 1986 1987 1988
OECD IMF Whrtn' DRI2 OECD IMF Whrtn' DRI2
us 6.4 2.7 2.5 2.5 2.3 2.7 2.8 2.7 3.1 3.6 2.9
Japan 5.1 4.7 2.5 2.0 2.7 2.5 3.0 2.0 3.3 3.4 3.6
W Germany 3.0 2.5 2.4 . 1.5 1.9 2.1 1.7 2.0 2.0 2.3 2.7
UK 3.0 3.5 2.7 3.2 3.0 3.0 2.9 2.2 2.3 1.7 2.3
OECD 4.7 3.0 2.5 2.2 2.4 2.4 2.5 2.2 2.3 2.9 2.9
Notes: 1 Wharton Econometrics 2 Data Resources Inc (These two are the world's largest forecasting institutes)
Úr viðskiptalífinu
Halli á viðskiptum Bandaríkjanna
við útlönd 1988, á næsta ári, gæti
orðið um 125 milljarðar dollara, ef
fram fer sem horfir, en afgangur
verður á viðskiptum Japans um 90
milljarða dollara og Vestur-Þýska-
lands um 30 milljarða dollara. Svo
segir í nýlegum álitsgerðum frá
Efnahags- og framfarastofnuninni í
París (OECD) og Alþjóðabankan-
um. - Hallinn á viðskiptum Banda-
ríkjanna við útlönd mun sennilega
verða yfir 100 milljarðar dollara
árlega alllangt fram á næsta áratug.
Jafnframt vex skuld Bandaríkjanna
við útlönd, nú um 250 milljarðar
dollara, svo að hún fer upp í 1 billjón
dollara (enska trilljón) snemma á
næsta áratugi.
Dollar fellur væntanlega enn
gagnvart jeni og vestur-þýsku marki,
en gagnvart jeni hefur verðgildi hans
fallið um nálega helming á síðustu
tveimur árum. Af þeim sökum hefur
tekið fyrir vöxt iðnaðarframleiðslu í
Vestur-Þýskalandi og Japan sakir
hlutfallslegrar verðhækkunar út-
flutnings þeirra, en þrátt fyrir at-
vinnuleysi undanfarinna ára hefur
þjóðarframleiðsla iðnríkja samt far-
ið vaxandi, þótt deila megi um
gagnkvæmt vægi iðnvarnings og
þjónustu í þjóðhagsreikningum
þeirra. (Sjá meðfylgjandi töflu).
í Bandaríkjunum eru annars veg-
ar uppi háværar raddir um tollavernd
og liggja um 400 frumvörp í þá átt
fyrir Þjóðþinginu; hins vegar eru
vaxtahækkanir ofariega á baugi
meðal forráðamanna bankakerfis-
ins. Að sínu leyti ræða ríkisstjórnir
Vestur-Þýskalands og Japans út-
þenslustefnu og lækkun vaxta. Telja
OECD og Alþjóðabankinn alþjóð-
legum viðskiptum vandi búinn vegna
þessara framvindu mála.
(Samkvæmt Sunday Times 5, júlí
1987).
Vöxtur þjóðarframleiðslu
helstu iðnríkja (í %)
Ireynd 1987 Spár 1988
1984 1985 1986
Kátt í hverjum hól
Bandaríski hljómupptöku-iðnað-
urinn hefur að fullu náð sér eftir
samdrátt í sölu platna og banda frá
1979 og fram á síðasta áratug. (Frá
1978 til 1979 féll sala þeirra úr 4,13
milljörðum dollara í 3,69 milljarða.)
Sala platna og banda- og skífa- í
Bandaríkjunum varð 1986 4,65 mill-
jarðar dollara eða 6% meiri en 1985.
Seldum eintökum 1986 fækkaði hins
vegar um 5% og urðu þau 618
milljónir. Þess er getið, að liðlega
80% upptakna skili ekki hagnaði.
Upptaka, - plata, band, skífa, - þarf
að seljast í a.m.k. 200.000 eintökum
til að vera arðsöm, - Saia á skífum
(Compact discs) varð fyrst umtals-
verð 1985. (Nam sala þeirra 930
milljónum dollara í Bandaríkjunum
1986, en LP-platna 986 milljónum
dollara.) Fimm stærstu upptökufyr-
irtækin í Bandaríkjunum eru CBS,
Warner, Bertelmann-RCA, EMI og
PlyGram, (dótturfélag Philips).
Úr kofa við Hudson Bay
Elsta verslunarfélag í Norður-
Ameríku er Hudson Bay Company.
Thomson lávarður af Fleet og ætt-
ingjar hans eiga 74% hluta þess.
Rekur það nú verslunarkeðjur og
fasteignasölur. Önnur fyrirtæki sín
hefur það selt að undanförnu til að
létta greiðslubyrði sína, á meðal
þeirra grávörumarkað sinn og búða-
keðju nyrst í Ranada (og lækkuðu
skuldir þess 1986 úr 2,74 milljörðum
Kanada dollara í 2,38 milljarða).
Allmiklar breytingar urðu á for-
stjóraliði Hudson Bay company í
sumar. Varð George Kesisch for-
maður stjórnar þess og forstjóri með
umsjón með verslun þess.
Stígandi
VEISLA I HVERRI D0S
KJ0TIÐNA0ARST0Ð KEA
AKUREYRI SÍML 96-21400
HF
Járnhálsi 2 Sími 83266 110 Rvk.
Pósthólf 10180
Askrift og dreifingTímans í
Garðabæ og Hafnarfirði,
sími641195
cmiis
Öryggi í
fóðurverkun
ciwasT
rT-V
Heybindivélar!
Tvær gerðir Markant 55 og
verktakavélin Markant 65. Stillanleg
lengd á böggum 40-110 cm.
Öruggar og afkastamiklar vélar.
r ■■
KAUPFELOGIN
BÚNADARDEILD
ÁRMÚLA3 REYKJAVÍK SÍMI 38900
Veitingar
og
ferðamannaverslun
opið alla daga frá kl. 9.00—23.30
VÖRUHÚS KÁ
MIÐSTOÐ VIÐSKIPTANNA A SUÐURLANDI OPIÐ: MÁNUD.- FIMMTUD. 09-17.30 FÖSTUD. 09-19 LAUGARD. 09-12